Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓTTAST er að allt að sextíu ólöglegir innflytjendur hafi far- ist við Tyrkland um helgina þegar bátur þeirra sökk, að sögn Anatolia-fréttastofunnar tyrknesku. Strandgæslan leit- aði ákaft í gær að skipbrots- mönnum við suðvesturströnd landsins. Íraskur karlmaður sem komst af sagði að fjöldi Íraka, Jórdana og Afgana, alls 55 manns, hefði verið um borð í fjórtán metra löngum báti á leið frá Tyrklandi til grísku eyjunn- ar Rhodos þegar hann sökk. Deilt um kjarnasam- runaofn JAPANAR sögðust í gær myndu halda áfram að vinna að því að fyrsti stóri kjarnaofninn til fjölþjóðlegra rannsókna á svonefndri kjarnasamrunaorku yrði reistur þar í landi en ekki í Frakklandi. Ofninn mun kosta um 12 millarða dollara, 865 milljarða króna. Tæknin mun byggjast á sömu lögmálum og kjarnasamruni sólarinnar og verða uppspretta nær ótæm- andi orku ef vel tekst til. Fund- ur um staðsetninguna fór út um þúfur í Washington á laugar- dag. Bandaríkjamenn, Kanada- menn, Japanar og Suður-Kór- eumenn vilja að ofninn verði í Japan en Evrópusambandið, Rússland og Kína að hann verði í Frakklandi. Var Díana barns- hafandi? BRESKA blaðið Independent on Sunday hafði í gær eftir heimildarmanni innan frönsku lögreglunnar að Díana, prinsessa af Wales, hefði verið með barni þegar hún lést í um- ferðarslysi í París árið 1997 ásamt Dodi Faeyd, unnusta sínum. Lögreglumað- urinn vísar hins vegar á bug vangaveltum um morðsamsæri. Til stendur að hefja í janúar formlega réttarrannsókn í Bretlandi á dauða Díönu, Fayeds og Frakkans Henris Pauls, sem ók bílnum. Vopnabúr fannst í Róm LÖGREGLA í Róm sýndi í gær vopn, skjöl og ýmsa hluti sem lagt var hald á í húsleit í kjall- ara fjölbýlishúss í borginni en talið er að um sé að ræða vopnabúr hryðjuverkasamtak- anna Nýju rauðu herdeildanna. Níu félagar í samtökunum voru handteknir í október og var húsleit gerð eftir yfirheyrslur yfir þeim. Meðal þess sem fannst í kjallaranum var skjal, þar sem samtökin lýsa ábyrgð á morði á starfsmanni verkalýðs- samtaka í fyrra á hendur sér. Nýju rauðu herdeildirnar eru arftaki Rauðu herdeild- anna, sem stóðu fyrir fjölda morða og mannrána á áttunda og níunda tug síðustu aldar. STUTT Skipbrot við strönd Tyrklands Díana prinsessa UM áramótin taka gildi í Noregi nýj- ar reglur um að fólk sem sótt hefur um hæli í landinu megi framvegis ekki búa í miðstöðvum fyrir flótta- fólk sé búið að hafna umsókninni, segir á fréttavef Aftenposten. Um eitt þúsund manns missa því öll rétt- indi og verða að yfirgefa miðstöðv- arnar. Flóttafólk fær þar frítt hús- næði og mat auk þess sem það fær vasapeninga. Reglurnar gilda ekki um börn og barnafjölskyldur. Ólöglegir útlendingar fá 14 daga frest til að koma sér burt eftir að þeir hafa fengið bréf um nýju reglurnar og verður það á hendi lögreglunnar að framfylgja reglunum. Sumir ólög- legir útlendingar segjast verða í lífs- hættu ef þeir snúi aftur til heima- landsins og benda einnig á að erfitt sé að hafast við á götum úti að vetri til í jafnköldu landi og Noregi. Um 60.000 manns sóttu um hæli í Noregi á fimm ára tímabili, 1998– 2003, að sögn norska útlendingaeft- irlitsins, UDI. Auk þess er talið að fjöldi útlendinga sé í landinu án þess að til séu um það nokkur opinber gögn. „Það sendir umsækjendum um hæli röng skilaboð ef þeir sem hafa fengið höfnun fá ókeypis mat og húsaskjól,“ segir yfirmaður UDI, Trygve G. Nordby. „Almenningur verður að geta treyst því að kerfið láti ekki peninga í hendur þeim sem dvelja hér með ólöglegum hætti.“ Óttast aukna glæpatíðni Veittir eru 1,7 milljarðar norskra króna, nær 19 milljarðar ísl. kr., ár- lega til aðstoðar við landflótta fólk í Noregi en gert er ráð fyrir að nú verði hægt að spara um 100 millj- ónir, nær 1,1 milljarð ísl. kr. Lögreglumenn hafa áhyggjur af því að margir sem missa réttindin muni hverfa „undir jörðina“ eins og sagt er, þ.e. ekki fara úr landi en reyna að fela sig fyrir lögreglunni og komast af. „Einhvern veginn verða þeir að hafa í sig og á,“ segir Arne Huuse, hjá afbrotadeild ríkislögreglunnar. „Mikil hætta er á að það muni þeir gera með afbrotum. Konur gætu far- ið út í vændi.“ Hann bætir þó við að alls ekki eigi að stimpla alla ólöglega flóttamenn sem glæpamenn þótt yf- irvöld geti átt erfitt með að átta sig á því á hverju þeir lifa. Talsmenn félagsmálaráðuneytis- ins í Ósló segja að ástandið verði metið þegar fram líður en hafna því að menn muni glata yfirsýn. Til séu myndir og fingraför af öllu fólkinu og auk þess sé Noregur fámennt land. Morten Tjessem, framkvæmda- stjóri NOAS, samtaka er starfa fyrir umsækjendur um hæli, segir að þeir sem ekki fái samþykki fyrir landvist megi ekki búast við að fá áfram að vera gestir í landinu til eilífðarnóns. Lögmætt geti verið að herða regl- urnar vegna þeirra sem haldi áfram að búa í umræddum miðstöðvum og neiti öllu samstarfi um könnun á því hvort þeir geti snúið aftur heim. Fólk sem hafi fengið höfnun sé byrði á flóttamannakerfinu sem komi nið- ur á þeim sem raunverulega þurfi að fá hæli. „En taka verður tillit til þeirra sem af ýmsum ástæðum geta í reynd ekki snúið aftur heim. Þeir verða nú á köldum klaka,“ segir Tjessem. Herða reglur um ólöglegt flóttafólk Um 1.000 útlendingar í Noregi missa alla opinbera aðstoð um áramótin GERT er ráð fyrir því að Jóhannes Páll II. páfi muni senn taka Karl 1., síðasta keisara Austurríkis- Ungverjalands, í tölu blessaðra, að sögn fréttavefjar BBC. Blessun er síðasta skrefið áður en fólk er tek- ið í heilagra manna tölu í Páfa- garði en þá þarf kirkjan að hafa sannfærst um að umræddur ein- staklingur hafi stuðlað að krafta- verki. Brasilísk nunna sem bað til Guðs um að Karl yrði blessaður læknaðist á sínum tíma af banvæn- um sjúkdómi og voru þegar í fyrra gerðar fyrstu ráðstafanir til bless- unar. Karl ríkti árin 1916 til 1918 en þá geisaði heimsstyrjöldin fyrri sem lauk 1918. Keisaradæmið mikla hafði staðið í um þúsund ár en hrundi 1918 og hefur Karl því stundum verið nefndur Karl síð- asti. Í yfirlýsingu Páfagarðs sagði að hann hefði verið réttlátur stjórnandi. „Hann leitaði friðar, hjálpaði fá- tæklingum og var einlægur í and- legu starfi sínu,“ sagði í yfirlýs- ingunni. Karl I. blessaður? ÍRANAR gagnrýndu í gær þá ákvörðun Frakka að banna múslíma- konum, jafnt nemendum sem kenn- urum, að bera hefðbundna höfuð- klúta og önnur áberandi trúartákn í frönskum ríkisskólum. „Við teljum þetta vera aðgerð í anda ofstækis og markmiðið sé að koma í veg fyrir að íslömsk gildi geti þróast í Frakk- landi,“ sagði talsmaður utanríkisráð- herra Írans. Hann bætti við að ákvörðunin væri í andstöðu við lög um mannréttindi og myndi grafa undan áliti Frakka í löndum íslams. Frönsk stjórnvöld segja að hefð sé fyrir því að skólarnir séu veraldlegar stofnanir og hvorki múslímar né aðr- ir trúflokkar geti breytt því. Schröder segir kennara ekki mega bera klútana Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur tekið af öll tví- mæli um að hann vilji að kennslukon- um verði meinað að bera höfuðklút í ríkisreknum skólum. Schröder segir í viðtali við vikublaðið Bild am Sonn- tag að þessi klæðnaður múslímskra kvenna sé ekki viðeigandi klæðnaður opinberra starfsmanna í Þýskalandi. Mikil umræða hefur verið í land- inu um það hvort meina ætti músl- ímskum kennslukonum að bera höf- uðklút í starfi en hæstiréttur landsins kvað upp úrskurð í septem- ber sl. um að slíkt bæri að leyfa nema það sé bannað með skýrum laga- ákvæðum. Schröder hefur ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en nú að hann segir að Þýskaland sé veraldlegt ríki og þar af leiðandi eigi starfsmenn þess ekki að klæðast fatnaði með trúarlega tilvísun þegar þeir séu í vinnunni. „Ég get ekki meinað skólastúlkum að nota höfuðklúta þegar þær eru í skólanum,“ segir kanslarinn. Enn sem komið er hefur aðeins verið undirbúin löggjöf gegn klútun- um í sambandsríkjunum Baden- Württemberg og Bæjaralandi. Bannið við notkun höfuðklúta múslímakvenna í ríkisreknum skólum Íranar saka Frakka um ofstæki gegn múslímum Teheran, Berlín. AFP. Reuters Múslímastúlkur efndu til mótmælagöngu í Strassborg og París um helgina vegna bannsins við því að bera hefð- bundna höfuðklúta í ríkisreknum skólum. „Lög gegn höfuðklútum eða gegn íslam“ stendur á mótmælaborðanum. BJÖRGUNARMENN á Filipps- eyjum bera á brott lík sem fannst í Leyte-héraði um helgina. Enn er leitað að fólki sem grófst undir aur- skriðum er féllu á nokkrar borgir og fjölda þorpa í Leyte-héraði og á Mindanao-eyju aðfaranótt laug- ardags. Staðfest er að 83 lík hafa fundist en óttast að fórnarlömbin séu mun fleiri, allt að 200 þar sem um 120 manna er enn saknað. Um 100.000 manns hafa misst heimili sín eða verið fluttir á brott tímabundið vegna hamfaranna.Víða urðu menn að notast við skóflur eða hendurnar einar við að grafa lifandi fólk og lík upp úr eðjunni. Ríkisstjórnin í Man- ila sendi um 700 hermenn af stað í þyrlum en slæmt veður í Leyte hef- ur gert erfitt að nota þær. Skriðurnar urðu í kjölfar mikilla rigninga sem stóðu dögum saman. Sérfræðingar segja að ólöglegt skógarhögg, sem losar um jarðveg- inn, og óvenjulegt veðurfar í fjöll- unum hafi valdið úrkomunni. Reuters Enn leitað á Filippseyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.