Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Benedikt Ólafs-son fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 15. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gunn- ar Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 19.6. 1974 og Magdalena Mar- grét Benediktsdótt- ir, f. 13.5. 1891, d. 7.6. 1930. Þau eign- uðust tíu börn. Ólafur gekk að eiga Guðrúnu Halldórsdóttur, f. 14.7. 1908, d. 29.4. 1993, eftir fráfall Magda- lenu og átti með henni þrjú börn. Benedikt Ólafsson ólst upp í Reykjavík og bjó þar allan sinn aldur. Hann var þríkvæntur. Fyrstu konu sinni Ingibjörgu Lilju Pálsdóttur, f. 29.11. 1911, d. 18.4. 1934, kvæntist Benedikt árið 1931 og átti með henni tvær dætur, Magdalenu Margréti Wo- od, f. 12.1. 1932, maki William E. Wood, f. 27.4. 1931, hún missti fyrsta barn sitt á unga aldri og á tvö börn, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn; og Ólöfu I.P., f. 11.4. 1933, maki Höskuldur Jónsson, f. 6.4. 1929, þau eiga fimm börn og átján barnabörn og ellefu barnabarnabörn. 1939 kvæntist Benedikt Svövu Árnadóttur, f. 16.4. 1914, d. 17.11. 1971, sem gekk börnum Benedikts í móðurstað. Svava var ekkja frá fyrra hjónabandi og átti fyrir tvö börn sem Bene- mönnum. Á togurum var hann lungann úr þriðja og fjórða ára- tug síðustu aldar og stóð uppi á síðari tíma sjómennsku sinnar með tvö ungbörn í ómegð, eins og tveggja ára, við fráfall fyrstu konu sinnar. Benedikt hætti sjó- mennsku á seinni hluta fjórða áratugarins og hóf þá störf sem lagermaður í Ísafoldarprent- smiðju og starfaði þar og síðan í prentsmiðjunni Odda í fáein ár til ársloka 1958 eða þar til hann stofnaði Dún- og fiðurhreinsun- ina á Kirkjuteigi 29 í Reykjavík, í ársbyrjun 1959. Meðan Bene- dikt starfaði hjá prentsmiðjun- um tók hann einnig að sér að steypa prentvalsa í aukavinnu til að hafa í og á ört stækkandi fjölskyldu með Svövu Árnadótt- ur. Benedikt keypti núverandi húsnæði Dún- og fiðurhreinsun- arinnar á Vatnsstíg 3 í Reykja- vík og hóf starfsemi fyrirtækis- ins þar 3. ágúst 1963 og rak fyrirtækið allt fram til 1. októ- ber 2000 að hann seldi það 4 börnum sínum þá níræður að aldri. Þótt Benedikt seldi fyrir- tækið börnum sínum stóð hugur hans og hönd til þess starfs sem þar fór fram og tók hann þátt í starfinu innan þess þar til kraft- ar hans brustu nú undir það síð- asta enda orðinn 93 ára gamall. Setti Benedikt sinn svip á mið- borg Reykjavíkur meðan hann rak fyrirtækið í þessi 40 ár í hjarta borgarinar. Sjö árum eftir fráfall Svövu kvæntist Benedikt eftirlifandi eiginkonu sinni Þórunni og bjuggu þau sér heimili á Tungu- bakka 4 þar til þau fluttu í ný- byggða íbúð í Hvassaleiti 58 í Reykjavík þar sem Benedikt bjó til dauðadags. Útför Benedikts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. dikt gekk í föður- stað. Þau eru Sús- anna Kristinsdóttir, f. 13.7. 1935, maki Kristinn Kai Ólafs- son, f. 14.5. 1932, þau eiga tvö börn og sjö barnabörn; og Reynir Kristinsson, f. 2.10. 1937, maki Pálína Ágústa Jóns- dóttir, f. 7.8. 1937, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. Saman áttu Benedikt og Svava þrjú börn: Lilju, f. 23.12. 1939, maki Guðjón Petersen, f. 20.11. 1938, þau eiga tvö börn, fjögur barnabörn og eitt barnabarna- barn; Ólaf, f. 4.2. 1944, maki Ólöf Ólafsdóttir, f. 18.1. 1949, þau eiga sex börn og níu barna- börn; og Geir, f. 24.9. 1946. Árið 1978 kvæntist Benedikt eftirlifandi eiginkonu sinni Þór- unni Sigurjónsdóttur, f. 12.2. 1930, sem var ekkja og átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Birnu Garðarsdóttur, f. 7.10. 1953, maki Guðmundur Jónsson, f. 30.6. 1949, þau eiga þrjú börn. Beinir afkomendur Benedikts eru að framansögðu 67 og með stjúpbörnum teljast þeir 88. Benedikt Ólafsson ólst upp í Reykjavík eins og áður sagði, á fjölmennu alþýðuheimili sem krafðist vinnufúsra handa. Því fór hann fljótlega upp úr ferm- ingu til sjós og varð á þeim tíma þeirrar gæfu njótandi að komast á togara, sem einungis var fært harðduglegum og ósérhlífnum Pabbi er dáinn. Þau hljóma ótrú- lega þessi orð. Hann var sterki per- sónuleikinn í lífi okkar, nánast þjóð- sagnapersóna, glæsilegur maður sem gekk beinn með reisnarbrag og keyrði bílinn sinn R 147 svo lengi sem kraftar hans leyfðu. Líf hans byrjaði í fátækt og basli eins og einkenndi líf margra á fyrri öld. Hann var elstur í systkinahópnum og það kom í hans hlut að hjálpa móður sinni með yngri systkinin átta. Hann fór ungur á sjóinn, það mót- aði ungan mann af dug og elju. Ungur missti hann fyrstu konu sína frá tveimur litlum stúlkum. Fimm árum síðar kynntist hann móð- ur minni, sem þá var nýlega orðin ekkja með tvö lítil börn. Þau giftust og hófu sambúð með sín börn, sem þá voru 4. Saman eignuðust þau 3 börn. Börnin voru því 7 glókollar, og öll ótrúlega svipuð. Þegar spurt var, hver ætti hvað og hver væri „hvurs“, þá hafði hann gaman af að koma með gátuna sína og sagði: „Konan á 5 börn og ég á 5, en samtals eru þau 7. Hann hafði skemmtilegan húmor og var hrókur alls fagnaðar í vina- hópi. Hann var ákveðinn og fylginn sér, kenndi okkur börnunum að hjálpast að á heimilinu og ekki að geyma til morguns, það sem við gæt- um gert í dag. Við vorum öll jöfn í hans augum, sátum við sama borð. Það einkenndi systkinahópinn, að við bárum virðingu fyrir foreldrum okk- ar. Hann komst að því að ekki var hægt að lifa á verkamannalaunum svo hann tók alls konar aukavinnu og fékk dyggan stuðning konu sinnar og okkar elstu systranna við ræstingar. Á sjötta áratugnum opnuðu móðir mín og hann í bílskúr á Kirkjuteigi þjónustufyrirtæki sem hreinsaði sængur. Þetta varð síðar Dún- og fiður- hreinsunin á Vatnsstíg 3. Fyrirtækið blómstraði fljótt í höndum þeirra. Í nær 20 ár vann ég við þetta fyrirtæki og áttum við pabbi ætíð góða sam- vinnu með gagnkvæmri virðingu hvort fyrir öðru. Móðir mín dó í blóma lífsins þegar allt var farið að ganga vel hjá þeim og þau byrjuð að njóta afraksturs fyrirtækisins, sem þau höfðu byggt upp með dugnaði og samheldni. Pabbi var þá aftur orðinn ekkill eftir 32 ára sambúð með móður minni. Fimm árum síðar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Þórunni Sigurjónsdóttur. Hún vann einnig við fyrirtæki hans í nær 15 ár ásamt þremur hálfsystkinum mínum. Pabbi og Þórunn áttu 25 ára brúðkaupsaf- mæli á sl. ári. Þau áttu hamingjusamt líf saman og hann reyndist Birnu dóttur Þórunnar sem besti faðir og dætur hennar eignuðust góðan afa. Ég kveð pabba með söknuði og hef ætíð verið stolt af því að vera stjúp- dóttir hans. Blessuð sé minning hans. Súsanna Kristinsdóttir. Það fellur nú frá hvert af öðru það fólk sem bar á herðum sér íslenskt þjóðfélag úr basli örbirgðar og nið- urlægingar fyrri alda til bjargálna og framfara á síðustu öld. Benedikt Ólafsson, sem nú er lát- inn, var einn af þessu fólki, fæddur í fátækt, sótti sjó til bjargar sér og sín- um í þrældómi togaraútgerðar milli styrjalda og stundaði síðan lager- störf í helstu prentsmiðjum landsins, Ísafoldarprentsmiðju og prentsmiðj- unni Odda. Vitandi af reynslu að launþegar hljóta aðeins þann tak- markaða skammt úr hnefa sem rétt- ur er, braust hann til sjálfstæðis fyrir sig og sína með því að stofna eigið fyrirtæki, Dún- og fiðurhreinsunina, og byrjaði starfsemi hennar í bílskúr að Kirkjuteig 29 í Reykjavík. Fyrir- tækið var fyrst hugsað sem búbót stórrar fjölskyldu ásamt með laun- uðu starfi en gæði framleiðslunnar og sú þjónusta sem veitt var urðu til þess að fjöldi viðskiptavina þrýsti á stærra húsnæði, betur í sveit sett og fulla starfskrafta Benedikts og ann- arra í fjölsyldunni. Því keypti hann verslunar- og iðnaðarhúsnæði að Vatnstíg 3 og flutti Dún- og fiður- hreinsunina þangað 1963 þar sem hann rak hana allt til ársins 2000 að hann seldi hana fjórum af börnum sínum, þá níræður að aldri. Benedikt átti það gen í sér, eins og nú er sagt, að kunna ekki að láta sér verk úr hendi falla og hélt því áfram að láta til sín taka í framleiðslu fyrirtækisins, þótt komið væri í hendur annarra, allt til dauðadags. Þar munaði mest um þá takmarkalausu ráðdeild og nýtni sem harður skóli lífsins hafði kennt honum, og flestum er hulin í dag. Benedikt setti sem iðnrekandi og verslunarmaður í Reykjavík svip á umhverfi sitt fyrir ófrávíkjanlega snyrtimennsku, staðfestu og einurð í framsetningu þeirra mála sem hon- um voru hugleikin og ekki síst þann mikla húmor sem hann miðlaði öðr- um, og mörgum þótti kaldhæðinn á köflum. Hann var reglufastur maður sem þoldi engum leti eða lufsugang og síst þoldi hann niðurlægjandi framgöngu við þá sem minna máttu sín því hann þekkti stöðu þeirra vel. Benedikt þekkti einnig sorgina, sem hann bar öðrum betur, og ekki síður þá hamingju sem fylgir góðum förunautum. Fyrstu konu sína Ingi- björgu Lilju Pálsdóttur missti hann frá tveim ungabörnum í upphafi lífs- hlaupsins og aðra konu sína Svövu Árnadóttur missti Benedikt á besta aldri þegar basl og barnauppeldi var að baki. Hann bugaðist ekki þrátt fyrir þau áföll og fann hamingjuna á nýjan leik þegar hann kvæntist eft- irlifandi konu sinni Þórunni Sigur- jónsdóttur, sem hann naut samvist- um við allt þar til yfir lauk. Ég kynntist Benedikt þegar ég byrjaði að skjóta mér í dóttur hans Lilju 1956, þá unglingsræfill í villu bjartsýnna drauma. Í upphafi sam- vistartíma okkar Lilju, með ótíma- bærri barneign og fylgjandi fjöl- skyldustofnun, fyrir menntun og manndóm, var það ekki síst stuðn- ingur Benedikts og Svövu sem fleytti okkur fram á veginn í gegnum skóla og til þeirra starfa sem þurfti til við- urværis. Tel ég það með minni mestu auðnu að fá að hafa fylgt Benedikt og fjölskyldu hans í þau tæp 50 ár sem ég hef verið kvæntur Lilju Bene- diktsdóttur. Þegar ég nú kveð Bene- dikt tengdaföður minn með söknuði veit ég að ég tala fyrir munn barna okkar Lilju, barnabarna og barna- barnabarns, þegar ég bið Guð að geyma með okkur minninguna um þann mann og að leiða hann til þess vegar sem bíður okkar allra. Einnig biðjum við Guð að vera eiginkonu hans Þórunni Sigurjónsdóttur styrk- ur í sorg hennar svo og þeim fjölda barna sem nú sjá eftir föður, afa, langafa, langalangafa og langalanga- langafa. Guðjón Petersen. Alinn upp í sárri fátækt, í bragga sem vindurinn næddi um; þar sem frostið komst í gegnum glufur og olli dauða systur hans. Fjórtán ára kom- inn til sjós og ákvað þá að standa allt- af með sjálfum sér og vera aldrei upp á aðra kominn. Þetta var afi minn, Benedikt Ólafs- son, framkvæmdastjóri Dún- og fið- urhreinsunarinnar við Vatnsstíg. Drífandi, atorkusamur, sívinnandi og stýrði sínu fyrirtæki eins og góður leiðtogi gerir. Hann stofnaði Dún- og fiðurhreinsunina í bílskúr við heimili sitt, þar sem þau amma mín, Svava Árnadóttir, unnu hlið við hlið að upp- byggingunni. Afa var tíðrætt um það á efri árum hversu mikla alúð amma hafði lagt í vinnu sína og vandað öll sín verk. Hún lést árið 1971 og afi syrgði hana sárt, eins og kom fram í útvarpsviðtali við hann fyrir fjórum árum. Við vorum báðir ljón. Vörðum það sem við áttum, en vernduðum það um leið. Stundum gustaði á milli okkar afa og mátti vart sjá hvort hafði betur þegar ljónin tvö voru ósammála um eitthvað! Á níræðisafmælisdegi hans, 19. ágúst árið 2000, mætti hann eins og alla aðra daga fyrir klukkan sjö að morgni á Range Rovernum sínum, lagði honum í stæðið sitt við Vatns- stíginn og gekk hnarreistur inn í fyr- irtæki sitt. Við félagarnir í hljóm- sveitinni Furstunum og faðir minn höfðum ákveðið að koma honum á óvart og lékum fyrir hann afmælis- sönginn í beinni útsendingu á Stöð 2. Þá fyrst sá ég annað sem við áttum sameiginlegt. Hvorugum leiddist sviðsljósið og í viðtali við Þorgeir Ást- valdsson varð afi ungur í annað sinn. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir afa mínum og mun gera það svo lengi sem ég lifi. Hann var og er fyrir- myndin mín, sá maður sem ég vil helst líkjast. Ég er stoltur af að hafa átt svona afa. Kvöldið áður en hann kvaddi sat ég við rúmstokk hans á Landspítalanum og hélt í hönd hans. Ég gat sagt hon- um það sem mig hafði svo oft langað til að segja; hvað mér þætti vænt um hann og virti. Afi vissi á þeirri stundu að líf hans var að fjara út og sagði af æðruleysi: ,,Nú er þetta að verða bú- ið.“ Langri ævi er lokið og ég þakka afa mínum samfylgdina, samstarfið og vináttuna. Guð geymi þig, afi minn, og blessi minningu þína. Geir Ólafsson. Elsku afi. Það er undarlegt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur og yfir í annan heim. Þú varst alltaf svo glæsilegur, mikill húmoristi og ávallt með svör á reiðum höndum. Amma og afi voru gift í rúm 25 ár og því var afi Ben eini móðurafinn sem við systurnar höfum kynnst. En mamma okkar missti pabba sinn að- eins 17 ára gömul. Við eigum margar góðar minning- ar um hann afa okkar og rúmast þær ekki allar hér en nokkrar standa þó uppúr. Gott dæmi um það hvað afi var sniðugur var þegar Ásta og Þorgerð- ur voru í pössun hjá ömmu og afa. Var þá alltaf farið í fiskbúð til að kaupa soðningu í hádegismatinn. Ásta vildi nætursaltaða ýsu og Þor- gerður nýja. Eitt sinn voru þær að kýta um þetta og tók afi þá af skarið og sagði að ýsan væri „ný-nætursölt- uð“ og þar með voru allir sáttir. Þegar við vorum litlar var afi oft að fá okkur til að hrópa „Húrra!“ eins hátt og við mögulega gátum og fannst þá ömmu nóg um hávaðann í okkur. Fyndnast var þó að Þorgerð- ur var svo lítil að hún gat ekki sagt húrra og úr varð „Húlla!“ Fyrir mörgum árum vorum við öll í sumarhúsi úti í Þýskalandi. Vaknaði Þorgerður (þá 4 ára) eldsnemma einn morguninn og var enginn vaknaður nema afi. Læddist hún inn til ömmu og afa og fór að spjalla við hann. Sá hún þar tennur í náttborðsskúffunni hans, fannst það dálítið skrýtið og spurði afa hvaða tennur þetta væru eiginlega. Afi svaraði að bragði að þetta væru „barnatennurnar“ hans! Fannst henni rosalega sniðugt að geyma barnatennurnar og trúði þessu alveg. Þegar Þórunn var í Ísaksskóla sótti afi hana oft í skólann. Fóru þau alltaf mismunandi leiðir heim og voru þetta kallaðar „leynileiðirnar“. Setti afi þá í „bláfjalla-gírinn“ og stundum sögðust þau jafnvel hafa bakkað heim. Í gegnum árin hefur afi verið ömmu mikil stoð og stytta, sérstak- lega eftir hennar veikindi. Það verður skrýtið að halda jólin án þín, elsku afi, því þú og amma hafið alltaf verið hjá okkur öll jól og áramót. Við mun- um öll sakna þín og amma mun sakna þín sérstaklega sárt, missir hennar er mikill. Við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Ásta Björg, Þorgerður og Þórunn. Fólk með ríka kímnigáfu nærir samferðafólk sitt og lýsir upp til- veruna. Kímnigáfa var aðalsmerki Benedikts Ólafssonar. Benedikt var mikið glæsimenni, bar aldurinn sér- lega vel, var alltaf kátur og gat enda- laust sagt gamansögur. Hann var einstaklega barngóður, lagði sig eftir að kynnast börnunum. Það eru ótal sögur sem fara í gegnum hugann þegar ég rifja upp heimsóknir þeirra hjóna til okkar. Eitthvað snerist orð- ið „langafi“ hjá eldri syni okkar Tyrf- ingi og varð honum á að kalla hann „afa langa“ sem Benedikt fannst al- veg frábært og var hann aldrei kall- aður annað eftir það. Einir yngri son- ur okkar var aðeins 2ja ára þegar afi langi tók upp á því að heilsa honum með kveðjunni „þú hrausti sonur þessa kalda lands“, þetta var kveðja sem yljaði litlum dreng um hjarta- rætur. Benedikt hafði ótrúlega þol- inmæði að hlusta á börnin segja frá og kom svo gjarnan með gamansög- ur, t.d. að hann hefði líka æft íþróttir, – hástökk en verið látinn hætta, því hann stökk svo hátt að dómarinn nennti ekki að bíða eftir að hann kæmi niður. Hann hafði líka gaman af að segja þeim hvað hann væri orð- inn fjörgamall og lét gjarnan fylgja, „þeir deyja ungir sem guðirnir elska, lengi lifi Benedikt, húrra, húrra, húrra“! Þetta vakti yfirleitt miklar umræður hjá krökkunum þegar afi langi var farinn. Þau voru öll sam- mála um að þetta hlyti að vera mikill misskilningur hjá afa, guð hlyti að elska hann svo mikið að hann tímdi bara ekki að láta hann deyja. Benedikt var maður sem lifað hafði tímanna tvenna. Þótt hann kysi frek- ar að segja okkur gamansögur, þá deildi hann líka með okkur erfiðum minningum. Hann hafði kynnst mik- illi fátækt, þekkti það að eiga vart til hnífs og skeiðar. Fór til sjós aðeins 13 ára gamall. Það var skrýtið að hlusta á þetta mikla snyrtimenni lýsa vos- búð um borð, óþrifnaði og því hvernig rottur átu sig inn í „matressurnar“ og drápust og fundust ekki fyrr en kom- ið var í land mánuðum seinna. Sorg- ina þekkti hann líka, missti tvær eig- inkonur. Fyrri eiginkonu sína missti hann úr berklum, rúmlega tvítugur frá tveimur dætrum sem voru á 1. og 2. ári. Hann lýsti því átakanlega þeg- ar hann flutti sem vinnumaður út í sveit með dóttur sína og dauðveika barnshafandi eiginkonu í von um að sveitin og næg mjólk myndu færa eiginkonunni heilsuna á ný. Benedikt varð oft tíðrætt um aldur sinn og gerði óspart grín að. Ég man að ég svaraði honum yfirleitt þannig að ég héldi að hann yrði eilífur. Hann var alltaf hress og leit alltaf út eins og nýsleginn túskildingur. Í sumar veiktist Benedikt alvarlega af krabbameini og barðist hann hetju- lega við veikindin. Það var ótrúlega gaman að heimsækja hann á sjúkra- húsið. Hann var fljótur að kynnast stofufélögunum, „barnungum mönn- um um sjötugt“. Það má eiginlega segja að það hafi ríkt hálfgerð „partí- stemning“ á stofunni og fór ég yfir- leitt skellihlæjandi frá honum. Enn á ný beitti hann kímnigáfunni til að hughreysta sína nánustu. Eitt sinn hringdum við í hann á spítalann og vorum hissa að hann hefði ekki fengið helgarleyfi, hann var fljótur til svars, „veistu ekki að ég er andlegur BENEDIKT ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.