Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 45 Sími 551 2040 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) 20% afsláttur af allri jólavöru til jóla Vinnustofa Péturs Gauts á horni Njálsgötu og Snorrabrautar er opin frá kl. 16-18 alla daga fram að jólum eða eftir samkomulagi í síma 551 2380. DREGIÐ var úr innsendum nöfn- um þátttakenda í leiknum Möndlu- gjöf Kea skyr og Kiss fm sem ver- ið hefur í gangi undanfarnar vikur í tilefni þess að KEA skyr kom í verslanir í sérstökum jóla- umbúðum. Aðalvinningur í leikn- um eru ársafnot af nýjum 5 dyra Kalos SE-bíl frá Bílabúð Benna og var það Hlín Baldursdóttir sem hreppti aðalvinninginn. Leikurinn fór þannig fram að þeir sem fundu möndlu í loki skyr- dósanna gátu sent möndluna ásamt nafni og símanúmeri til út- varpsstöðvarinnar Kiss FM 895. Þar dró Gunna Dís út nöfn vinn- ingshafa á hverjum virkum degi frá 24. nóvember til 19. desember. Fjöldi vinninga (möndlugjafa) var í boði í leiknum og í gær var svo aðalvinningurinn Kalos SE-bíllinn afhentur vinningshafanum að við- stöddum fulltrúum Norð- urmjólkur, Bílabúðar Benna og Kiss FM. Morgunblaðið/ÞÖK Árni Sveinsson hjá Bílabúð Benna afhendir Hlín vinninginn. Við hlið Hlín- ar eru Sigurður Víðisson, sonur hennar, og Gunna Dís frá Kiss FM. Fékk bíl í möndlugjöf SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur skipað tvær nefndir, annars vegar um veiðar á mink, fækkun og hugsanlega útrýmingu hans úr íslenskri náttúru, og hins vegar nefnd sem gera á tillögur um veiðar á ref eða aðrar aðgerðir til að draga úr tjóni í landbúnaði Formaður refanefndarinnar er Sigríður Auður Arnardóttur, skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórn- unarsviðs, Hrafnkell Karlsson bóndi, Ívar Erlendsson hjá Skot- veiðifélagi Íslands, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýra- vistfræðisviðs, Snorri H. Jóhannes- son bóndi og Soffía Lárusdóttir, for- seti bæjarstjórnar Austurbyggðar. Ritari og starfsmaður nefndarinnar er Matthildur Bára Stefánsdóttir deildarsérfræðingur í umhverfis- ráðuneytinu. Nefndin skal fjalla um áhrif refsins s.s. á fuglalíf og gera tillögur um viðbrögð. Skal nefndin jafnframt fjalla um viðgang refa- stofnsins á vernduðum svæðum s.s. Hornstrandafriðlands og áhrif hans á lífríkið og eftir atvikum gera til- lögur um aðgerðir á þeim svæðum. Skila skal tillögum fyrir 1. apríl 2004. Minkanefnd fjalli um stöðu minksins Formaður minkanefndarinnar er Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Guðmundur Óli Scheving, formaður Félags mein- dýraeyða, Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Guðmund- ur A. Guðmundsson dýravistfræð- ingur, Áki Ármann Jónsson, Sig- urður Ingi Jóhannsson oddviti, Óðinn Sigþórsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, og Árni Snæ- björnsson hlunnindaráðunautur. Ritari og starfsmaður nefndarinnar er Sigurður Á. Þráinsson, deildar- stjóri í umhverfisráðuneytinu. Nefndinni er m.a. ætlað að fjalla um stöðu minksins, útbreiðslu og stofnstærð hans og tjón af hans völdum. Gera skal tillögur um nauð- synlegar aðgerðir til þess að draga úr tjóni af völdum minks, hvernig staðið skuli að veiðum og hvort og hvernig takast megi að takmarka útbreiðslu hans eða útrýma honum. Nefndin á að skila tillögum fyrir 1. febrúar 2004. Skipað í minka- og refanefndir Tetra og Orkuveitan Ekki var að öllu leyti rétt haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, borgar- fulltrúa og alþingismanni, í Morgun- blaðinu á laugardag í frétt um rekst- ur fyrirtækisins Rafmagnslínu sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Guðlaugur Þór sagði ekki að það væri einungis tímaspursmál hvenær OR tæki yfir rekstur fyrirtækisins Tetra. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT Bænastund á Ingólfstorgi Heims- friðarsamband fjölskyldna stendur fyrir bænastund með kertaljósum á Ingólfstorgi í dag, mánudaginn 22. desember, til stuðnings friði í Ísrael. Bænastundin hefst kl. 17.30. Í DAG ♦ ♦ ♦ STJÓRN Sambands ungra fram- sóknarmanna, SUF, hefur sent frá sér ályktun þar sem handtöku Saddams Hussein er fagnað. Stjórnin telur hana mikilvægt skref í átt að nýjum og betri tím- um fyrir írösku þjóðina. Hinsveg- ar hvetur stjórn SUF íslensk stjórnvöld til að beita sér fyrir því að hann fái réttlát og opin rétt- arhöld þar sem hann fái að svara til saka fyrir gjörðir sínar. „Stjórn SUF varar við því að pólitísk hentistefna verði látin ráða því hvernig réttarhöldin verða framkvæmd. Líta má á þetta sem sögulegt tækifæri til þess að setja fordæmi fyrir því hvernig meðhöndla skuli í framtíð- inni menn í svipaðri stöðu. Það er því skylda alþjóðasamfélagsins að sjá til þess að vandað verði til verka. Stjórn SUF skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að ekki komi til greina að dæma Saddam til dauða. Það er mjög mikilvægt þegar glímt er við grimmdarseggi á borð við Saddam að leggjast ekki niður á þeirra plan og beita sömu aðferðum og þeir. Mikilvægt er að beita ekki blóðhefndinni heldur halda fast í lýðræðishefðir og beita þeim til að sigrast á and- lýðræðislegum öflum. Það hefur um langa hríð verið bundið í Stjórnarskrá Íslands að dauða- refsingar skuli aldrei í lög leiða, þetta er eitt af grundvallargildum okkar sem lýðræðisþjóðar og þess- um gildum eigum við að koma á framfæri við aðrar þjóðir þeim til eftirbreytni.“ SUF vill ekki að Saddam hljóti dauða- refsingu DÝRAHEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Rússlandi hafa ákveðið að heimila innflutning ærkjöts á beini. Íslensk stjórnvöld höfðu farið fram á að innflutningurinn væri leyfður en rússnesk yfirvöld hafnað því tvíveg- is. Innflutningnum var neitað á þeirri forsendu að riða fyrirfyndist í sauðfé á Íslandi, að því er fram kemur í Stiklum, vefriti viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þó hefur verið veitt leyfi til inn- flutnings á úrbeinuðu ærkjöti en ekki hefur þótt borga sig að flytja kjötið þannig til Rússlands vegna vinnslukostnaðar hér á landi. Sendiráð Íslands í Moskvu og embætti yfirdýralæknis hafa vegna kröfu um leyfi til útflutnings á ær- kjöti á beini lagt fram vísindaleg gögn um stöðu dýrasjúkdóma, með- al annars um stöðu baráttunnar við riðu. Þá töldu þessar stofnanir að hægt væri að líta svo á að með þessu væru Rússar að beita tækni- legum viðskiptahindrunum. Rússnesk yfirvöld samþykkja beiðni íslenskra stjórnvalda Heimilt að flytja út ær- kjöt á beini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.