Morgunblaðið - 22.12.2003, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.12.2003, Qupperneq 47
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 47 egar íslensku ostarnir eru bornir fram, einir sér, á ostabakka e›a til a› kóróna matarger›ina – á er hátí›! Engin jól án eirra! Dala-Yrja Sígildur veisluostur sem fer vel á ostabakka. Höf›ingi Brag›mildur hvítmygluostur sem hefur slegi› í gegn. Dala-Brie Á ostabakkann og me› kexi og ávöxtum. Lúxus-Yrja Brag›mild og gó› eins og hún kemur fyrir e›a í matarger›. Camembert Einn og sér, á ostabakkann og í matarger›. Blár kastali Me› ferskum ávöxtum e›a einn og sér. Stóri-Dímon Ómissandi $egar vanda á til veislunnar. Gullostur Brag›mikill hvítmygluostur, glæsilegur á veislubor›i›. Mascarpone Rjómaostur me› ítölskum keim. Dásamlegur í deserta. Jólaostakaka Trönuberjasultan gefur sannkalla› jólabrag›. Grá›aostur Tilvalinn til matarger›ar. Gó›ur einn og sér. Rjómaostur Á kexi›, brau›i›, í sósur og íd‡fur Piparostur Gó›ur í heitar sósur. HVAR sem þau komu var þeim all- staðar úthýst þótt öllum mætti vera það ljóst í hvaða ástandi hún var með stóran mag- ann standandi út í loftið, eins og gerist hjá van- færum konum. En einhverstaðar varð fólkið að vera yfir nóttina og því ekki um annað að ræða en að taka fletin sem tiltæk voru. Gripahús í bak- garði varð fyrir valinu. Þar gat kon- an lagst fyrir og alið sitt fyrsta barn. Þá gerðust hlutir sem eiga sér enga hliðstæðu í veraldarsögunni og munu heldur ekki gerast á nýjan leik. Barnið sem kom í heiminn við slíkar aðstæður er „Frelsari heims- ins.“ Fram á daginn í dag ber hann einn þennan titil. Allir sem reyna að eigna sér þetta hnoss eru þjófar og ræningjar, samkvæmt Orðinu. Já, fyrsta hljóðið sem heyrðist af vörum hans var skær barnsgrátur þar sem hann lá vafinn reifum í jötu, sem skepnur notuðu til að éta fæðu sína úr. Um þessa sömu jötu fóru fætur manna sem gegndu skepnun- um og gáfu þeim fóður sitt kvölds og morgna. Þrautaganga Maríu og Jósefs hef- ur lifað frá kynslóð til kynslóðar vegna þess að Drottinn er og vakir yfir sínu Orði. Sagan lifir fyrir þær sakir að Drottinn lifir til að segja sína sögu hverri nýrri kynslóð. Hann veit að kynslóðirnar verða að heyra sannleikann beint af hans eig- in vörum og umbúðalausan fyrir munn sinna manna sem hann hefur tekið út úr heiminum og gert sjálf- um sér að verkfærum. Þannig við- helst sagan um þrautagöngu Maríu og Jóseps sem gengu hús úr húsi og var allstaðar meinaður aðgangur. Eins og hin illu öfl vissu hver það var sem var um það bil að koma í heiminn til að umturna veldi þeirra og eyða úr sköpun Guðs. En samt hefur það gerst með tím- anum og eftir því sem fráhvarf mannanna frá Guði gerist meira að sagan hefur fengið á sig eilítið annan blæ en raunveruleikinn segir til um. Á vorri tíð er sagan sveipuð hátíð- arljóma og myndir hafa verið gerðar í gegnum aldirnar af atburðinum honum þá lýst á þann hátt að ljósa- dýrð umlyki hamingjusama foreldr- ana og sérstakt ljós er yfir sjálfu barninu og menn og konur í kring sem lúta höfði til að sína hinu ný- fædda barni, konungi sínum, lotn- ingu. Þetta er myndin sem heim- urinn sýnir af atburðinum sem vekur okkur þægilegar minningar um atburðinn í Betlehem fyrir tvö þúsund árum sem við flest viljum halda við í hjartanu. En sannleik- urinn er sá að fólkið gekk frá einu gistihúsi til annars til þess að kom- ast einhverstaðar inn og fá hlýtt uppábúið rúm, en mættu hvarvetna höfnun. Sem er mynd upp á það hversu erfiðlega Drottni gengur að festa rætur á meðal mannanna með sitt Orð. Takið eftir því. Með sitt Orð. „En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hrædd- ir, en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mik- inn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fædd- ur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu. Og í sömu svipan var með engl- inum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: (Lúk: 2. 8– 13.) Sagan sem hér er sögð fjallar um komu Orðsins í heiminn og ekkert minna en það. Frelsara heimsins. Raunverulega var honum hafnað áð- ur en hann fæddist og gat dregið þar andann, eins og nauðsynlegt er hverri lifandi mannveru. Og má segja að allt líf hans hafi verið merkt slíkri framkomu fólks til dauðadags og er enn. Gera menn sér grein fyrir hvað felst í þessu eina orði „frelsari?“ Gera menn sér grein fyrir því að sjálfur skapari himins og jarðar er með fæðingu Jesú Krists að rétta af ákveðna skekkju sem komst inn í líf- ið með syndafallinu í aldingarðinum Eden? Þessi atburður sem átti sér stað mörg þúsund árum fyrr er beinlínis ástæðan fyrir fæðingu Jesú. Hann er því sannarlega frels- ari þinn og minn. Hann er aðilinn sem leysir fólk undan þeim bind- ingum sem lagðar voru á allt mann- kyn á þessu augnabliki sögunnar. KONRÁÐ RÚNAR FRIÐFINNSSON trúboði, box 182 802 Selfoss. Vefsíða. www.fridarbodinn.is Frelsari fæddur Frá Konráði Rúnari Friðfinnssyni Konráð Rúnar Friðfinnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.