Morgunblaðið - 22.12.2003, Page 24

Morgunblaðið - 22.12.2003, Page 24
LISTIR 24 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTAFRÆÐISTOFNUN Há- skóla Íslands hefur gefið út sex bækur í ritröðinni Þýðingum sem er ætlað að kynna á íslensku erlend fræði um bókmenntir og menningu. Fyrstu ritin fjalla þannig um bók- menntafræði, heimspeki, leiklist og kvikmyndir. Ritstjóri ritraðarinnar er Guðni Elísson, forstöðumaður Bók- menntafræðistofnunar. Þýðingarnar eru allar unnar af virtum þýðendum og ritrýndar af fræðimönnum við Há- skóla Íslands. Einnig hefur Bókmennta- fræðistofnun gefið út ritið Gísli Brynjúlfsson. Ljóð og laust mál í rit- röðinni Íslensk rit (rauðu ritin). Gísli Brynjúlfsson er 13. ritið í röðinni og undirbjó Sveinn Yngvi Egilsson útgáf- una en ritstjóri raðarinnar er Guðni Elísson. Bókin inniheldur m.a. úrval af ljóðum hans, ritgerðir og sögur, auk valdra kafla úr frægri dagbók Gísla í Kaupmannahöfn 1848. Loks hefur Bókmenntafræðistofn- un gefið út fyrsta ritið í nýrri röð rita með trúarbókmenntum á íslensku (bláu ritin). Ritröðin hefst með ritinu Heilagra meyja sögur sem Kirsten Wolf hefur tekið saman. Ritstjórar verksins eru þau Bergljót S. Krist- jánsdóttir og Sverrir Tómasson. Bók- in inniheldur sögur erlendra kven- dýrlinga sem þýddar voru og endursamdar hér á landi eftir lat- neskum sögum allt fram undir 1500. Engin þessara sagna hefur áður komið út á Íslandi og hafa þær ekki áður komið út með nútímarit- hætti. Fræði UMFJÖLLUN um barnabækur reynir oft töluvert á hugmyndaflug og víðsýni þeirra sem um þær fjalla. Þær hafa nefnilega tilhneigingu til að falla ekki að hefðbundnum gild- um og hugmyndum. Þeir sem skrifa bækur fyrir börn hafa það yfirleitt að markmiði að fá börnin til að lesa bækur og ekki þykir þeim verra ef því fylgir nokkur skemmtun. Kafteinn Ofurbrók og vandræðin með Prófessor Prumpubrók er fjórða bókin þar sem þeir Georg og Haraldur eru í aðalhlutverki. Þeir félagar eru óborganlegir prakkarar sem láta sér detta í hug ýmislegt sem venjuleg börn myndu aldrei svo mikið sem leiða hugann að. Höfundur bókanna, Dav Pilkey, er Bandaríkjamaður sem hefur meira hugmyndaflug heldur en flest venjulegt fólk. Hann nýtir það til að skrifa bækur fyrir börn. Bæk- urnar eru bráðskemmtilegar og svo virðist sem íslensk börn hafi tekið við þær ástfóstri. Það kom fram í könnun á uppáhaldsbókum barna sem greint var frá á síðastliðnu vori. Þá var bók um Georg og Har- ald valin sú vinsælasta meðal þýddra barnabóka. Og vissulega er þessi nýja bók skemmtileg og óvenjuleg. Hún á það til að ganga fram af fólki, en fyrst og síðast er henni ætlað að vera til skemmtun- ar. Það er mikilvægt að börn lesi bækur. Það skiptir ekki síður miklu máli að þær séu skemmtilegar og örvi ímyndunarafl lesenda. Við þurfum að sýna visst umburðar- lyndi þegar við metum bækur fyrir börn. Samt fara viss atriði í þessum bókum fyrir brjóstið á þeim sem vilja efla málkennd. Til dæmis það að vera með mikinn fjölda stafsetn- ingarvillna í textanum í teikni- myndasögunum. Mörg börn hafa sjónminni og það getur haft áhrif á hæfni þeirra til að ná tökum á tungumálinu sem þau tala. Þeir sem gefa út bækur fyrir börn bera mikla ábyrgð. Þeir þurfa að leggja áherslu á virðingu fyrir íslenskri tungu. Dav Pilkey er hvorttveggja í senn rithöfundur og myndlistarmaður. Hann hóf feril sinn á því sviði 19 ára gamall, en þá tók hann þátt í sam- keppni meðal námsmanna og sigr- aði, sem leiddi til þess að bókin var gefin út. Síðan þá hefur hann skrif- að margar bækur fyrir börn. Ekki aðeins um Kaftein Ofurbrók heldur margar aðrar. Og alltaf virðist hann leggja áherslu á frjóar hugmyndir og skemmtilegheitin. Og slíkir rit- höfundar eru nauðsynlegir. Kannski lýsir það aðferðum hans við að skrifa bækur best, í hvaða röð hlutirnir verða til. Fyrst er það tit- illinn, þvínæst sagan og loks mynd- irnar. Og sá sem lætur sér detta í hug að skrifa bók sem heitir Kaf- teinn Ofurbrók og vandræðin með Prófessor Prumpubrók er ekki maður sem fer hefðbundnar leiðir. BÆKUR Barnabók Eftir Dav Pilkey. Íslensk þýðing: Bjarni Frímann Karlsson. 156 bls, JPV útgáfa, 2003. KAFTEINN OFURBRÓK OG VANDRÆÐIN MEÐ PRÓFESSOR PRUMPUBRÓK Óhefðbundnar leiðir Sigurður Helgason MARGIR þekkja viðtal Matthíasar Johannessen við Valdi- mar Kristófersson frá Skjaldartröð en það er birt sem bókarauki í Sólstöfum og svi- kaglennum. Í viðtalinu seg- ir Matthías um Valdimar að hann hafi átt greinds manns tungu og notað hana vel og eft- irminnilega. Það voru einkum sérstæð orð og orðatiltæki sem heilluðu Matthías, öll ættuð undan Jökli. Matthías nefnir slík dæmi en annars er viðtalið ekki mjög frá- brugðið þeim viðtölum sem Matthías skrifaði eftir ýmsum al- þýðumönnum og var stundum hársbreid frá smásögunni eins og hann gefur sjálfur í skyn. Í greinum Valdimars og ýmsu því sem hann skrifaði í Neista má kynnast því hversu skemmtilegur höfundur hann er. Minningabrotin Fyrsta ferðin til Reykjavíkur með Breiðafjarðar- Svani og Frá unglingsárum eru góð dæmi. Fyrra brotið lýsir vel langri sjó- ferð og lífinu í Reykjavík þar sem Unuhús kemur meðal annars við sögu. Valdimar hefur sinn hátt á að segja frá og er kjarnorður eins og hans var vandi. Erlendur í Unu- húsi virðist ekki hafa höfðað til hans. Hann skrifar: „Mér létti er ég vissi að hér var kominn sonur Unu, þá hlaut allt að vera í lagi með hann. Erlendur var mér lengi minnisstæður, enda alger and- stæða við þátíma fyrirmynd ungra manna einsog piltsins laglega sem stúlkan var að reyna að kyssa steinsofandi. Ég þóttist þess full- viss að enginn reyndi slíkt við Er- lend, heldur flýði af vettvangi, hljóðandi af hræðslu.“ Það er fremur orðalag Valdimars sem vekur athygli eins og orð kerl- ingarinnar við karlinn: „Ertu vitlaus, maður. Ég skal taka djöfuls tóbakið, þú mátt treysta því að ég kann að hantéra það í slórnar á þér. Ég hef ekki svo sjaldan þurft að gera það þegar þú ert að núlla allan daginn við þessi útiverk sem rassbrotin kerling gæti klárað á hálftíma.“ Þetta er sannkallað Jöklaramál. Eins og Sæbjörn, sonur Valdi- mars, segir í Um höfundinn og verkin hans, kom ekki til greina að kalla hlutina hversdagslegum nöfn- um ef önnur fundust mergjaðri. Margt hefur Valdimar að segja um byggðina undir Jökli og í því er eftirsjá þegar allt er að fara í eyði í kringum hann. En hann gerir sitt til að eitthvað geymist í minni og örnefnin glatist ekki. Um mannlífið er hann ekki bein- línis margorður enda mun það ekki hafa tíðkast undir Jökli að láta móðan mása. Menn voru gagnorðir og oft fáorðir. Það er helst að Valdimar bregði á leik í vísum og kviðlingum sem hann orti sér til hugarhægðar og líka til að skemmta öðrum. Helstu kostir frásagnargáfu hans birtast sjaldan í þessum kveðskap en á köflum yrkir hann ágæt ljóð eins og til dæmis Minningar: Ástríðurnar elta mig, oft til mikils baga. Æ, hvað ég hef elskað þig alla mína daga. Einskisvert er allt um mig, unnið, mælt og skrifað. En himneskt þó að hugsa um þig og hafa eitt sinn lifað. Ekki skortir hnyttni og sér- kennileik en flest er þetta venju- legur alþýðukveðskapur. Ljóðmælin sem eru fyrirferðar- mikil í bókinni munu fyrst og fremst skemmta kunnugum og hafa gildi fyrir Jöklara og afkom- endur þeirra. Svo er um fleiri minningaþætti í bókinni sem hefði ásamt öðru efni grætt á því að rit- stjórinn hefði verið óvægnari í vali sínu. BÆKUR Bundið mál og óbundið Bundið mál og óbundið, mannlíf og sagn- ir undir Jökli. Eftir Valdimar Kristófersson frá Skjaldartröð. Bókarauki eftir Matthías Johannessen o.fl. Sæbjörn Valdimarsson ritstýrði og bjó til prent- unar. Prentvinnsla: Prentmet. Útgefandi Kristófer Valdimarsson 2003 – 350 síður. SÓLSTAFIR OG SVIKAGLENNUR Kjarnyrtur Jöklari Jóhann Hjálmarsson Valdimar Kristófersson RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is TETRA VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Öll fljónusta fyrir TETRA símkerfi› á einum sta› Fjarskipti framtí›arinnar w w w .d es ig n. is © 20 03 RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.isPétur Gautur KAMMERHÓPURINN Camer- arctica heldur nú sína árlegu kertaljósatónleika og verða loka- tónleikarnir nú í kvöld í Dómkirkj- unni í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og eru um klukkustundarlangir og verður kirkjan eins og áður einungis lýst með kertaljósum. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- arar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari. Verkin sem þau leika eru Divertimento nr.3 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Kvartett fyrir klarinett og strengi í Es-dúr eftir Bernhard Crusell og Kvartett í D-dúr fyrir flautu og strengi eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og nemendur fá helmingsafslátt og ókeypis aðgangur er fyrir börn. Leikið við kertaljós í Dómkirkjunni Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.