Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór Björns-son fæddist á Svínabökkum í Vopnafirði 5. apríl 1930. Hann andaðist á heimili sínu 7. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólafía Sigríð- ur Einarsdóttir, f. 1899, d. 1990, og Björn Vigfús Metú- salemsson, f. 1894, d. 1953. Halldór var elstur sex systkina. Þau eru Arnþór, f. 1931, áður hótelstjóri í Reynihlíð, nú búsettur á Akur- eyri, Sigurður, f. 1932, bóndi í Há- teigi, Metúsalem, f. 1935, húsa- smíðameistari í Reykjavík, Einar Magnús, f. 1937, d. 1978, bóndi á Svínabökkum, og Guðlaug, f. 1939, búsett í Reykjavík. Uppeld- isbróðir Halldórs er Þórarinn Sig- urbjörnsson, f. 1945, vélvirki í Hafnarfirði. Halldór kvæntist árið 1957 Margréti Þorgeirsdóttur, f. að Ytra-Nýpi í Vopnafirði, 18. jan- úar 1903, d. 10. janúar 1999. Börn Halldórs eru fjögur: 1) Jóna Krist- ín, f. 1955, búsett á Vopnafirði, gift Gunnari Smára Guðmunds- syni. Þeirra dætur eru Margrét Gunnhildur, f. 1977, og Jóna Sig- ríður, f. 1980. 2) Björn, f. 1956, bú- settur í Vopnafirði, kvæntur Else Möller. Sonur Björns er Bergþór, f. 1975. 3) Ólafía Sigríður, f. 1960, búsett í Reykjavík, gift Þor- steini Kröyer. Þeirra dætur eru Kristín, f. 1981, og Halldóra, f. 1987. 4) Gauti, f. 1963, búsettur í Vopnafirði, kvæntur Halldóru Andrés- dóttur. Þeirra synir eru: Kári, f. 1989, Egill, f. 1991, og Broddi, f. 1999. Stjúpsonur Halldórs er Þorgeir Hauksson, f. 1952, bú- settur á Djúpavogi, kvæntur Guð- björgu Leifsdóttur. Þeirra synir eru: Þorsteinn Leifur, f. 1974, og Einar Már, f. 1980. Halldór ólst upp á Svínabökk- um og lauk, auk hefðbundinnnar skólagöngu heima í Vopnafirði, búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vorið 1950. Hann vann að mestu við búskapinn á Svínabökk- um næstu árin. Halldór og Mar- grét bjuggu á Svínabökkum til ársins 1959 er þau fluttu í nýbýli sitt Engihlíð, sem þau reistu úr landi Svínabakka. Halldór var bóndi í Engihlíð allt til dauðadags. Útför Halldórs fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ástkæri afi minn. Það fá engin orð þeim tilfinningum lýst sem bærðust í hjarta mér þegar fregnirnar um skyndilegt andlát þitt bárust. Sorgin nísti hjarta mitt en um leið yljuðu minningarnar um þig, sem ég mun geyma í hjarta mér um ókomna tíð. Ein mín besta minning úr bernsku er úr sveitinni fögru sem var okkur svo hjartfólgin. Ég kom reglulega til ykkar ömmu og gisti til að anda að mér fersku fjallaloftinu og eiga stundir með ykkur. Það kom fyrir að ég drattaðist á fætur fyrir allar aldir til að fara með þér í fjós að morgni til. Það var nánast sama hversu snemma farið var á fætur alltaf varstu alveg að verða of seinn! Mér finnst þetta lýsandi dæmi um þá ástríðu sem sveitin þín og búskap- urinn gaf þér allt til síðustu stundar. Í fjósinu hjálpaði ég þér við að gefa kúnum og auðvitað reyndi ég að taka jafnmikið í fangið af heyinu og þú, því þú varst fyrirmyndin í fjósinu. Stundum fór ég líka í fjárhúsin með þér og gaf kindunum. Þær eru marg- ar minningarnar úr sveitinni ykkar sem ég gæti nefnt en upp úr stendur þegar þú stóðst síðdegis að vetrar- lagi úti að reykja eftir fjós og við horfðum til himinns. Það var ekki margt sagt, en samveran var nota- leg. Saga og landafræði voru ekki mín sterka hlið þegar ég var í barna- skóla. En með þinni visku um allt milli himinns og jarðar tókst þér að hjálpa mér í gegnum það sem ég átti í erfiðleikum með. Það var í raun sama í hvaða námsgrein ég þurfti að- stoð þú hafðir alltaf svör á reiðum höndum. Ég var svo heppin að við deildum saman áhugamáli sem ræktaði sam- band okkar síðustu árin. Þú last mik- ið og þegar ég var barn var það fast- ur liður að við sátum öll við eldhúsborðið og þú last upphátt úr hinum ýmsu bókum. Þetta voru heil- agar stundir og alltaf þurftirðu að lesa eina blaðsíðu til viðbótar og svo aðra! Hugsanlega varð þetta kveikj- an að áhuga mínum á bókmenntum síðar meir. Stundum þegar ég var í vanda stödd með ritgerðarskrif um einhverja bók, hringdi ég í þig og við ræddum málin fram og til baka og það hjálpaði mér mikið. Í síðustu ferðinni þinni hingað til Reykjavík- ur, sátum við til borðs saman og um- ræðuefnið var auðvitað bækur. Þú dróst fram Mannamun, því ég hafði verið að lesa bók eftir sama höfund. Þú last síðu eftir síðu og við engd- umst um af hlátri af innihaldinu sem var ekki af lakara taginu. Þessu gleymi ég aldrei frekar en upplestri þínum þegar ég var barn. Þú varst stoltur af barnabörnunum þínum sem flest hver gengu menntaveginn. Þó að þú hafir verið stoltur af náms- vali mínu, talaðir þú oft og iðulega um að ég ætti að verða prestur, ég yrði örugglega afbragðs prestur. Þér hlotnuðust tvö barnabarna- börn um ævina og þar á meðal dóttir mín hún Jóna Guðný. Þér þótti af- skaplega gaman að henni og hlóst oft að tilsvörum hennar. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast langafa sínum því eftir að hún fædd- ist kom hún mjög reglulega austur á Vopnafjörð. Oft var rukkað um að fara til langafa í sveitinni og skoða með honum dýrin. Á kvöldin fórum við mæðgur gjarnan með bænirnar okkar og báðum í kjölfarið guð að geyma alla þá sem voru okkur hjart- fólgnir. Aldrei fór hún á vit drauma sinna, sem eflaust snerust um dýr, án þess að biðja guð að geyma lang- afa sinn í sveitinni og auðvitað líka dýrin hans. Sama dag og þú lést borðaðir þú hádegismat með foreldrum mínum og dóttur minni. Þú og dóttir mín áttuð saman skemmtilegt spjall um heima og geima. Seinna sama dag sagðir þú syni þínum og konu hans það sem ykkur fór á milli. Þú spurðir hana hvort Margrét Ólafía væri farin að tala eitthvað; dóttir mín svaraði að bragði: já, en hún talar bara út- lensku. Þetta þótti þér ekki amaleg lýsing á orðaforða fjögurra mánaða gamals barnabarnabarns þíns og þú hlóst og skríktir þegar þú sagðir frá eins og þér einum var lagið. Elsku afi minn, nú ert þú kominn á vit nýrra ævintýra þar sem amma og Trölli taka á móti þér með faðminn opinn. Megi algóður guð og englar hans allir vaka yfir sálu þinni. Mig langar að kveðja þig í hinsta sinn með orðum spámannsinns eftir Kahil Gibran: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Kæra fjölskylda, vinir og vanda- menn. Megi englar guðs vaka yfir ykkur og styrkja á þessari sorgar- stundu. Margrét G. Gunnarsdóttir. Elsku afi. Mér er það óskaplega sárt að kveðja þig. Söknuðurinn er ólýsan- legur en ég veit að þú ert á góðum stað með ömmu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig fyrir afa. Það er leitun að öðrum eins öð- lingi og þér. Mínar bestu minningar á ég úr sveitinni hjá þér og ömmu, þar var ég alltaf velkomin og fékk að taka þátt í sveitastörfunum. Sögurn- ar þínar standa líka uppúr því þú varst ótæmandi viskubrunnur og kunnir óteljandi sögur af hinum og þessum „skrælingjum“. Ég er þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynna þig fyrir dóttur minni sem ber sama fal- lega nafnið og hún amma. Ég vildi óska þess að þú hefðir fengið að heyra hana segja nafnið sitt því okk- ur kom saman um að það ætti eftir að verða ansi skondið. Ég veit samt að þú átt eftir að heyra það, bara frá öðrum og betri stað. Það er huggun í sorginni að þú fékkst að lifa lífinu þínu alveg fram á lokastund, jafnframt er það skrítin tilhugsun að þú ert farinn að halla þér fyrir eilífðina. Sveitin mín verður tómleg eftir að þú ert farinn. Hver á að bíða í eldhúsglugganum eftir að við rennum í hlaðið og skutla svo kökum og súkkulaði á borðið á með- an við hlustum á skrílmenna-sögur. Ég er með eina fasta mynd í hug- anum og hún er af þér og ömmu að ganga heim úr fjósinu og Trölli kall- inn skokkar á eftir og stingur trýn- inu í lófann á ömmu. Núna eruð þið öll saman á ný. Megi englar guðs vaka yfir þér og styrkja okkur hin í sorginni. Elsku afi, takk fyrir allt, ég elska þig. Þín Jóna. Nú – þegar hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti og allir eiga að vera glaðir, – knýr sorgin dyra. Halldór föðurbróðir minn varð bráðkvaddur, rétt eins og Margrét eiginkona hans fyrir tæpum 5 árum síðan. Dauðinn einn er vís, en óviss er stundin. Halldór var meðalmaður á hæð, sterkbyggður, kvikur í hreyfingum, glaður á góðri stund og bar sig vel. Hann var mikill sögumaður og kunni þá list að skreyta í góðu hófi, og eins og háttur er góðra sögumanna þá sagði hann aldrei eins frá atburðum. Hann nefndi fólk gjarnan – eins og algengt er í Vopnafirði – þeim nöfn- um sem samfélagið kunni og hló mik- ið þegar hann sagði sögurnar; lifandi og skemmtilegur maður og lifði aldr- ei í lognmollu. Hann hafði mjög gam- an af að ferðast og höfðu þau hjón víða farið áður en Margrét lést. Ég var svo heppin að fá að dveljast í sveit hjá þeim Halldóri og Möggu í Engihlíð; það er erfitt að tala um Halldór án þess að tala um Möggu líka, þau voru alla tíð mjög samhent hjón. Magga var mjög traust og hlý kona, eiginlega bæði kjölfestan í lífi Halldórs og eins konar akkeri, ef svo má segja. Hún var mikill fagurkeri, sannkallaður listamaður í höndunum og eftir hana liggja margir fallegir hlutir. Hann var í mörgu algjör and- stæða hennar, gat verið hrjúfur í við- móti og látið ýmislegt flakka, en aldrei þó með því markmiði að lít- illækka viðmælandann. Það var gott að vera hjá þeim og gömul gildi höfð í heiðri: vinnusemi, heiðarleiki og glaðværð og gestrisni. Það var meira að segja býsna skemmtilegt að fara í fjósið með Halldóri, þar voru margar góðar sögur sagðar og mikið hlegið. En hann átti líka til viðkvæman streng og yfirheyrði mann nákvæmlega um líðan og aðra hagi þegar við vorum tvö ein og hvernig mamma og pabbi höfðu það. Hann reyndist okkur vel í veikind- um mömmu, átti svo auðvelt með að komast inn fyrir þá skel sem fólk brynjar sig með þegar vandamenn eiga við erfið veikindi að stríða. Hann var yfirleitt með okkur þegar pabbi var að veiða í Hofsá og þá var ekki amalegt að liggja á árbakkanum með Halldóri og hlusta á orðaflaum- inn frá honum. Hann fékk sér þá gjarnan stjörnu í glas og það vakti með honum mælsku og heilbrigða gleði. Og ég, stelpuskottið, skemmti mér konunglega. Halldór og pabbi voru mjög líkir í útliti og fyrir kom að fólk mistók sig á þeim. Einu sinni þegar þeir voru í heimsókn hjá mér og sátu inní stofu þá kom sonur minn heim og sagði: „Mamma, ég sá tvo afa inní stofu“. Það er sjónarsviptir að mönnum eins og Halldóri, hann skilur eftir sig stórt ófyllt skarð í ættinni. Ég kveð hann með söknuði og finnst að við eigi ljóðlínur eftir Stephan G.: Á allt sem áttum, sundurleitt og saman,/ er sæst og þakkað – alvöruna og gam- an! Fari hann í friði. Linda Metúsalemsdóttir. Það var eftir einn af fyrstu fund- um mínum á Vopnafirði að til mín kom glaðbeittur og rösklegur maður sem áður hafði borið fram skýra fyr- irspurn til mín á fundinum og haft um efnið einkar greindarleg orð. Hann kynnti sig sem vopnfirzkan búandkarl, bauð mig velkominn í sitt heimahérað og ræddi frekar um fyr- irspurnarefnið og ég fann að þessi maður var vel heima í þjóðmálum og rýndi mjög í hlutina til að komast að sem réttastri niðurstöðu. Þetta var Halldór Björnsson í Engihlíð sem nú er horfinn okkur af heimi svo snögglega. Samtölin okkar verða ekki fleiri og ég finn vel hve ég sakna þess að fá ekki oftar heyrt af- dráttarlausar en grundaðar skoðanir hans á hinum ýmsu málum sam- félagsins. En fyrst og síðast sakna ég hins trygga og góða félaga sem ævinlega var tilbúinn til sóknar sem varnar fyrir málstaðinn. Sósíalismi hans var ekki byggður á kennisetn- ingum enda oftar en ekki lítil inn- stæða þar að baki, hann var samgró- inn réttlætiskennd hans og ríkri samúðarkennd, fölskvalaus var fé- lagshyggja hans og heit andstyggð hans á þeim gróðaöflum græðginnar sem nú tröllríða öllu. Lund hans var heit og hann kvað oft fast að orði, einlægnin að baki alltaf til staðar og hann var heldur betur gott að eiga að, hvort heldur var í meðvindi eða mótbyr. Hann var góður bóndi og mold- arinnar mikilvirki sáðmaður, hann var náttúruunnandi og sveið sárt hversu undanlátssemi við erlent auð- vald fékk miklu ráðið um framvindu mála, um það snerist síðasta samtal okkar, baráttuandinn óbugaður með öllu og bjartsýnn var hann á að fyrr en síðar ætti þjóðin eftir að átta sig á dýrmæti náttúrunnar sem allra óspilltastrar. Íslenzkur landbúnaður átti þar traustan og sannan fulltrúa með þá bjargföstu sannfæringu að hann ætti framtíð fyrir sér. En fyrst og síðast var hann mér hinn trúi og sanni vinur sem kunni hvort tveggja að hrósa og segja til vamms, eftir því hvort við átti. Áfall mikið varð honum þegar hans ágæti lífsförunautur lézt svo skyndilega og óvænt og honum eðli- lega þungbært mjög, en Halldór var maður vongleðinnar umfram allt og bugast lét hann ekki þó að brugðið væri. Þær eru margar góðar stundirnar sem leita á hugarrann þegar minn kæri vinur er kvaddur, tilsvörin hans meitluð og ljós, hlýjan í viðmótinu, skapfestan skýr og heilsteypt og hugsjónagleðin ætíð til staðar. Hugurinn leitar til þessara ljúfu og eftirminnilegu stunda og mikil er þökk mín fyrir þær, fyrir mann- kostamanninn Halldór í Engihlíð sem aldrei brást því sem honum var trúað fyrir. Við Hanna sendum hans fólki hug- heilustu samúðarkveðjur. Það er vopnfirzkur vestanblær sólu vermdur yfir bjartri minningu góðs vinar. Blessuð sé minning Halldórs í Engihlíð. Helgi Seljan. Ástkæri afi minn. Það fá engin orð þeim tilfinningum lýst sem bærðust í hjarta mér þegar fregnirnar um skyndilegt andlát þitt bárust. Sorgin nísti hjarta mitt en um leið yljuðu minningarnar um þig, sem ég mun geyma í hjarta mér um ókomna tíð. Einar af mínum bestu minningum úr bernsku eru úr sveitinni fögru sem var okkur svo hjartfólgin. Ég kom reglulega til ykkar ömmu og gisti til að anda að mér fersku fjallaloftinu og eiga stundir með ykkur. Það kom fyrir að ég drattaðist á fætur fyrir allar aldir til að fara með þér í fjós að morgni til. Það var nánast sama hversu snemma farið var á fætur alltaf varstu alveg að verða of seinn! Mér finnst þetta lýsandi dæmi um þá ástríðu sem sveitin þín og búskap- urinn gaf þér allt til síðustu stundar. Í fjósinu hjálpaði ég þér við að gefa kúnum og auðvitað reyndi ég að taka jafn mikið í fangið af heyinu og þú, því þú varst fyrirmyndin í fjósinu. Stundum fór ég líka í fjárhúsin með þér og gaf kindunum. Þær eru marg- ar minningarnar úr sveitinni ykkar sem ég gæti nefnt en upp úr stendur þegar þú stóðst síðdegis að vetrar- lagi úti að reykja eftir fjós og við horfðum til himins. Það var ekki margt sagt, en samveran var nota- leg. Saga og landafræði voru ekki mín sterka hlið þegar ég var í barna- skóla. En með þinni visku um allt milli himinns og jarðar tókst þér að hjálpa mér í gegnum það sem ég átti í erfiðleikum með. Það var í raun sama í hvaða námsgrein ég þurfti að- stoð, þú hafðir alltaf svör á reiðum höndum. Ég var svo heppin að við deildum saman áhugamáli sem ræktaði sam- band okkar síðustu árin. Þú last mik- ið og þegar ég var barn var það fast- ur liður að við sátum öll við eldhúsborðið og þú last upphátt upp- úr hinum ýmsu bókum. Þetta voru heilagar stundir og alltaf þurftirðu að lesa eina blaðsíðu til viðbótar og svo aðra! Hugsanlega varð þetta kveikjan að áhuga mínum á bók- menntum síðar meir. Stundum þegar ég var í vanda stödd með ritgerðarskrif um ein- hverja bók, hringdi ég í þig og við ræddum málin fram og til baka og það hjálpaði mér mikið. Í síðustu ferðinni þinni hingað til Reykjavík- ur, sátum við til borðs saman og um- ræðuefnið var auðvitað bækur. Þú dróst fram Mannamun, því ég hafði verið að lesa bók eftir sama höfund. Þú last síðu eftir síðu og við engd- umst sundur og saman af hlátri af innihaldinu sem var ekki af lakara taginu. Þessu gleymi ég aldrei frek- ar en upplestri þínum þegar ég var barn. Þú varst stoltur af barnabörnun- um þínum sem flest hver gengu menntaveginn. Þó þú hafir verið stoltur af námsvali mínu, talaðir þú oft og iðulega um að ég ætti að verða prestur, ég yrði örugglega afbragðs prestur. Þér hlotnuðust tvö barnabarna- börn um ævina og þar á meðal dóttur mína, hana Jónu Guðnýju. Þér þótti afskaplega gaman að henni og hlóst oft að tilsvörum hennar. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast langafa sínum því eftir að hún fædd- ist kom hún mjög reglulega austur á Vopnafjörð. Oft var rukkað um að fara til langafa í sveitinni og skoða með honum dýrin. Á kvöldin þegar við mæðgur fórum gjarnan með bænirnar okkar og báðum í kjölfarið guð að geyma alla þá sem voru okkur hjartfólgnir. Aldrei fór hún á vit drauma sinna, sem eflaust snerust um dýr, án þess að biðja guð að geyma langafa sinn í sveitinni og auðvitað líka dýrin hans. Sama dag og þú lést borðaðir þú hádegismat með foreldrum mínum og dóttur minni. Þú og dóttir mín áttuð saman skemmtilegt spjall um heima og geima. Seinna sama dag sagðir þú syni þínum og konu hans það sem ykkur fór á milli. Þú spurðir hana hvort Margrét Ólafía væri farin að tala eitthvað; dóttir mín svaraði að bragði: „Já, en hún talar bara út- lensku.“ Þetta þótti þér ekki amaleg lýsing á orðaforða fjögurra mánaða gamals barnabarnabarns þíns og þú hlóst og skríktir þegar þú sagðir frá eins og þér einum var lagið. Elsku afi minn, nú ert þú kominn á vit nýrra ævintýra þar sem amma og Trölli taka á móti þér með faðminn opinn. Megi algóður guð og englar hans allir vaka yfir sálu þinni. Mig langar að kveðja þig í hinsta sinn með orðum spámannsins eftir Kahlil Gibran: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins HALLDÓR BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.