Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss fer í dag. Hákon, Vigri, Björn og Venus koma í dag. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer mánudagsins 22. desember er 059633. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söngstund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur, kl. 15 boccia. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, opin vinnustofa, kl. 9–16.30, félagsvist kl. 13.30, hárgreiðsla kl. 9–12. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað frá og með mánudeginum 22. des til 4. jan. 2004. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Opið í dag mánudag og á morgun þriðjudag milli kl. 9– 16.30, sími 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga frá 9– 17. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 13 hár- greiðsla, kl. 13.30 skrautskrift. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- og föstudaga. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 10– 11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, mynd- list. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mósaik, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leik- fimi, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 9–16. Kl. 13.30 opið hús, ma. söngur, fé- lagsvist. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánu- dagskvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK, Gullsmára, spilar í fé- lagsheimilinu, Gull- smára 13, mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í s. 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópavogshæli), s. 560 2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551 5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í s. 588 9390. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í s. 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minn- ingargjöfum á deild 11-E í s. 560 1225. Í dag er mánudagur 22. desem- ber, 356. dagur ársins 2003, vetr- arsólstöður. Orð dagsins: En Jes- ús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jh.. 12, 44.)     Ragnar Jónasson skrif-ar um áfengissölu á frelsi.is.     Gefum honum orðið:„Nú eru ýmsir farnir að taka undir þau rök sem ungir sjálfstæð- ismenn hafa hamrað á í fjölda ára, að heimila eigi sölu áfengis í mat- vöruverslunum. Vissu- lega eru ekki allir fylgj- andi því en samt sem áður eru sífellt fleiri að bætast í hóp þeirra sem tala fyrir því að landsmenn ættu ekki að þurfa að gera sér sérstaka ferð í Ríkisbúð- irnar (Vínbúðirnar) til að kaupa vín með matnum.     Við vinirnir og frels-ispennarnir Hjörleif- ur Pálsson sátum eitt kvöldið fyrir skemmstu yfir ölkrús og þá bar þetta mál á góma. Þá benti Hjörleifur mér á einn skondinn punkt. Þegar Ríkið seldi allt annað áfengi en bjór þá var það gert á þeim rök- um að ef Íslendingum yrði seldur bjór þá myndu þeir bara þamba hann eins og gos daginn út og daginn inn. Bjórinn væri drykkur hins illa. Hús- mæður í vesturbænum myndu missa sig og skenkja bjór í sauma- klúbbum, fermingum og barnaafmælum. Menn hættu almennt að vinna, börn yrðu vanhirt og fólk myndi hrasa um hvert annað í ölæði hversdags- ins. Dómsdagsræðurnar fjölluðu semsagt um það hve íslenskt þjóðfélag færi á annan endann ef heimilt yrði að selja bjór. Eins og áður sagði var hann talinn drykkur hins illa, þótt hinir útvöldu kynnu auðvitað með drykkinn að fara – flug- menn og flugfreyjur! En réttlætið sigraði að lok- um, heimilað var að selja bjór og íslenskt þjóðfélag fór ekki á annan endann, líkt og bölsýnismennirnir höfðu fullyrt. Og kemur þá að punkti Hjörleifs.     Nú þegar alvarleg um-ræða er farin í gang um hvort heimila eigi sölu áfengis í mat- vöruverslunum þá setja margir mörkin við bjór og léttvín, þar verði víg- línan dregin – annað komi ekki til mála. Sterku drykkina verði Ríkið ennþá að selja ann- ars fari allt í bál og brand. Þetta er athygli- vert í ljósi þess að líkt og áður sagði var bjórinn álitinn sérlega var- hugaverður drykkur fyr- ir fáeinum árum, mun háskalegri en sterkari drykkir eins og brennd vín. Litli ljóti andarung- inn er ekki lengur ljótur – týndi sonurinn er kominn heim!     Hvers konar dómsdags-ræður munu and- stæðingar frjálsrar áfengissölu halda þegar umræðan fer á næsta stig? Varla jafn- heimskulegar og um bjór- inn á sínum tíma – eða hvað?“ STAKSTEINAR Er von á dómsdags- umræðu? Víkverji skrifar... FORRÆÐISHYGGJAN ríðurekki við einteyming. Nú hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Í frumvarpi þessu er m.a. blátt bann lagt við því að börn sem eru lægri en 150 sentimetrar sitji í framsæti bif- reiða sem búnar eru uppblás- anlegum loftpúða fyrir framan sæt- ið. Taka ber fram að það eru ekki ís- lenskir stjórnmálamenn sem ábyrg- ir eru fyrir þessu dæmalausa frum- varpi. Þessi vitleysa kemur frá Evrópusambandinu. Fróðlegt verður að sjá hvaða refs- ingar ákveðnar verða þeim til handa sem brjóta gegn lögum þessum. Og hvernig á að framfylgja þessum lög- um? Munu lögreglumenn framvegis stöðva bifreiðar og mæla hæð þeirra barna og ungmenna sem sitja í fram- sætinu? Er miðað við að farþeginn sé í skóm eða ekki? Gildir það sama um skó með háum hælum og flat- botna? Munu þeir sleppa sem sett hafa ungmenni sem er 151 sentí- metri á hæð í framsætið? Og verður þeim refsað sem hafa farþega í sæt- inu sem mælist 149 sentímetrar á hæð eftir að lögreglan hefur í krafti valds síns klætt viðkomandi úr skón- um og sokkunum? Og hvers eiga þeir að gjalda sem einfaldlega eru lágvaxnir þótt full- orðnir séu? Felur þetta frumvarp ekki í sér grófa mismunun gagnvart því fólki? Ef viðkomandi eru sökum aldurs undanþegnir lögunum, að hvaða gagni koma þau þá? Vafalaust munu þeir sem starfa við eftirlitsiðnaðinn hér á landi fagna þessu frumvarpi rétt eins og koll- egar þeirra í Evrópu. Útþenslan á þessum vettvangi þjóðlífsins er al- veg takmarkalaus. Þeir sem smíða slík lög fyrirlíta dómgreind venjulegs fólks. Þeir telja að hugtakið „almenningur“ sé eins konar safnmengi fyrir geysi- legan fjölda algjörra idjóta. Reglugerðarhyggjan ristir djúpt á Íslandi. Fólk sem hefur atvinnu sína af því að vilja öðrum vel og vita hvað þeim er fyrir bestu veður uppi í sam- félaginu og enginn virðist hafa dug í sér til að andmæla þessu. Á Íslandi er lausnin á öllum samfélagsvanda fólgin í einu orði; banni. Enginn stjórnmálamaður and- mælir reglugerðaráráttunni og bannfíkninni. Frjálslynt fólk á Ís- landi á enga fulltrúa á Alþingi. Lagafrumvarpið um lágmarks- hæð farþega í framsætum er al- gjörlega í takt við annað á Íslandi í dag. Flest er bannað, fyrir öðru þarf að fá leyfi. Það sem ekki er hægt að banna algjörlega kostar alveg rosa- lega mikið af peningum. Í krafti forræðishyggjunnar er venjulegu fólki breytt í afbrota- menn. Hvernig væri að treysta dóm- greind fólks? Morgunblaðið/Ómar Afbrotamenn á ferð? HINN 17. desember sl. skrifar skattgreiðandi í Vel- vakanda um öryrkjamálið og fannst mér það orð í tíma töluð og er sammála skatt- greiðanda. Eitt sem ég get ekki skil- ið er að kona sem er öryrki og á mann í vinnu fær með- lagsgreiðslur með hverju barni eins og hún sé ein- stæð. Ég þekki svona mál og veit að svona konur fá það sama og við sem vinnum fullan vinnudag. Finnst mér það ekki rétt- lætanlegt að bætur séu jafnháar og tekjur þeirra sem vinna fullan vinnudag, því það er ódýrara að vera heima hjá sér en þurfa að koma sér í vinnu. Er ég mjög ósátt við þetta því ég er ein af þeim sem heldur þessu uppi. Forystumaður öryrkja er í öllum fjölmiðlum og lætur eins og hann sé stjórn- málamaður og finnst mér hann mjög vanþakklátur því margir öryrkjar hafa það gott fjárhagslega. Að sjálf- sögðu á að tekjutengja ör- orkubætur og engin ástæða til að ausa peningum í þá sem eiga nóg fyrir. Í öllum þessum látum í fjölmiðlum er ég hætt að hafa með- aumkun með öryrkjum vegna þessa, maður er kom- inn með ofnæmi fyrir þessu öllu. Ég vil taka það fram að ég er ekki að tala um ör- yrkja sem eru fatlaðir og eiga erfitt heldur þær konur sem eru heimavinnandi og eiga vinnandi mann og fá örorkubætur og meðlög með börnum sínum þrátt fyrir það. Hulda. Áfram Margrét ÉG vil þakka Margréti Jónsdóttur fyrir skrif henn- ar um landbúnaðarmál að undanförnu. Ég tek heils- hugar undir gagnrýni á þessa styrkja-óráðsíu. Mál er að linni. Einnig vil ég lýsa aðdáun minni fyrir þann kjark sem hún sýnir að hætta sér inn í gin ljónsins og kýs hana hér með konu ársins. Laufey. Ekki sanngjarnt UNDANFARIÐ hefur ver- ið skrifað mikið um það að Fréttablaðið hafi ekki kom- ið á réttum tíma til lesenda. Sonur minn ber út DV og Fréttablaðið á virkum dög- um og dóttir mín um helgar. Þetta er ekki sanngjarnt vegna þess að það hafa verið tafir í prentsmiðjunni og hafa þau alltaf borið út blöð- in í sínu hverfi um leið og þau koma til þeirra. Laufey Elsa Sólveigar- dóttir. Forsíða DV ÞAÐ hefði ég ætlað að Illugi Jökulsson væri sómakærari ritstjóri en það að láta birta það sem fyrir augu mín bar á forsíðu DV laugardaginn 6. desember sl. Ungur Íslendingur lætur lífið í hræðilegu slysi, Illugi og hans menn sjá sér leik á borði með vonarneista í aug- um um aukinn arð til handa nýjum eigendum blaðsins á kostnað þess fólks sem á um sárt að binda vegna þessa slyss. Blaðið slær þessari frétt upp á forsíðu á svo ósmekklegan hátt að mínu viti að ekki get ég orða bundist. Hefur Illugi hingað til verið í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir áræðni og réttsýni í hinum ýmsu málum, hér eftir lít ég á málflutning af hans hálfu sem ómark eitt. Lára Óskarsdóttir. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU með brúnni umgjörð í ísaumuðu hulstri týndust líklega 7. desember á Reykjavíkursvæðinu. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 555 2862. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Orð í tíma töluð LÁRÉTT 1 hroki, 8 falleg, 9 lítur eftir, 10 námsgrein, 11 tónstigi, 13 óskertur, 15 ausa, 18 mannvera, 21 sefa, 22 launum, 23 byr, 24 auð- menn. LÓÐRÉTT 2 hvarfla, 3 súti, 4 núa, 5 orðrómur, 6 eldstæðis, 7 þrjóskur, 12 þreyta, 14 meis, 15 poka, 16 voru í vafa, 17 ásynja, 18 brekka, 19 pípuna, 20 lengdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sápan, 4 holds, 7 lítil, 8 feitt, 9 lýs, 11 nánd, 13 kann, 14 eljan, 15 kjör, 17 álit, 20 hró, 22 padda, 23 súp- an, 24 náðin, 25 renna. Lóðrétt: 1 sólin, 2 pútan, 3 núll, 4 hofs, 5 leita, 6 sátan, 10 ýkjur, 12 der, 13 kná, 15 kápan, 16 önduð, 18 læpan, 19 tunna, 20 hann, 21 ósar. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Morgunblaðið/Ásdís Piparkökuhúsin eru komin í Kringluna. "sjáðu, þarna inni sefur grýla!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.