Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 46
46 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini AFTUR? © DARGAUD © DARGAUD framhald ... ÉG SVARA UNGFRÚ! ÞÉR GETIÐ KANNSKI NOTAÐ TÍMANN TIL AÐ LOKA TÖSKUNUM EINS OG þÚ MÆLIR FYRIR "ALDREI- ÁNÆGÐUR" OFURSTI! HALLÓ, NÚ ERUÐ ÞETTA ÞÉR SARA! ... HAFIÐ ÞÉR UPPLÝSINGARNAR UM RUTHMANN? ... HALLÓ? ER ÞETTA ÞÉR SAAARAHH? HMM,SAAARA- HH HMM .. HÉRNA Á MI5 ER FREKAR LÍTIÐ TIL UM HANN! HANN HEFUR ALDREI VERIÐ Í SIGTINU HJÁ NJÓSNURUM OKKAR ...OG KÓBRAN? ÓÞEKKT Á SVÆÐINU! ... EN ÉG HELD LEITINNI ÁFRAM! ... VEL Á MINNST, ÉG ÞEKKI MANN Í INNANRÍKISMÁLARÁÐUNEYTINU Í PARÍS ... LEÓ SARDET FULLTRÚA. HANN GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR. ÞETTA ER SVONA TÝPA EINS OG ÞÚ, SÍKVARTANDI EN MJÖG AFKASTAMIKILL. Í HVAÐA NÚMERI SEGIÐ ÞÉR? O.K. ÞAð ER KOMIÐ! ... JÁ ... ÞÚSUND ÞAKKIR, SARA! ... SJÁUMST ... HAMINGJAN ! FLÝTUM OKKUR UNG- FRÚ FÍÓNA! ÉG MISSI AF VÉLINNI! ... HVERNIG VAR MEÐ TÖSKURNAR? JÁ OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? KÚKELI.. TARSAN NEI SKO ... HLUSTIÐ ... ÞAÐ VERÐUR AÐ SEGJAST EINS OG ER AÐ BEINI ER EINI HUNDURINN SEM ER FJÓTARI AÐ SOFNA EN SKUGGINN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GRÆÐGISVÆÐING hins íslenska samfélags í gegnum frjálshyggju- stjórnarfar síðustu ára er eins og op- ið tilræði við þau gildi sem alla tíð hafa verið talin þjóðleg og sönn og þannig borið íslenskum anda gott vitni. Þegar maður hugleiðir þróun síðustu ára og þá óheyrilegu pen- ingagræðgi og gírugheit sem gripið hafa aðila á leikvelli viðskiptalífsins, kemur manni helst í hug samlíking við villta vestrið eða hina bersynd- ugu Babylon. Stórundarlegt er líka að heyra stjórnmálamenn í þjónustu valdatvíburanna Davíðs og Halldórs, ásamt þeim sjálfum, lýsa yfir hneykslun og furðu yfir framferði eigin alikálfa og kjölturakka. Skyldi ekki alþjóð fara að verða ljóst hvern- ig ofeldi dekurbarna ríkisstjórnar- flokkanna er farið að koma í bakið á almannahag í þessu landi? Það er ekki nema eðlilegt að margir séu farnir að tala um Ísland sem Litlu-Ameríku því stjórnvöld hér hafa undanfarin ár hamast við að taka ástfóstri við bandaríska ósiði beinlínis til að innleiða þá í íslenskt samfélag. Þarf ekki að tíunda fyrir hugsandi fólki hvaða bölvun hefur af því leitt út um allt þjóðfélagið. Viðskiptaráðherrann sagði um kaupréttarsamninga tiltekinna ali- kálfa, að henni ofbyði framferði þeirra og í því fælist mikil ögrun. En hvað gerði hún svo, lét kyrrt liggja og tók þó svona sterkt til orða! Davíð situr á toppnum sem fyrr og lýsti af þeim hefðartindi mikilli hneykslun yfir þessum löngu fyrirsjáanlegu af- leiðingum eigin stjórnarhátta. Hann minnir einna helst á Calvin Coolidge sem sat að völdum í Bandaríkjunum skömmu fyrir hrunið í Wall Street. Hann stóð fyrir því að innleiða sem aldrei fyrr tíma miskunnarlausrar og innantómrar gróðahyggju í bandarískt þjóðlíf. William Allen White kallaði hann „Púritanann í Babylon“. Hver skyldi nú leika sam- svarandi hlutverk í okkar þjóðfélagi? Ég býst við að flestir séu með það á hreinu. Franklin Roosevelt sagði eitt sinn varðandi yfirgang auðmanna í við- skiptum: „Þvílík græðgi og ofríkis- háttur er hættulegur þjóðinni. Það verður að vernda réttindi fólksins gegn hroka og ójöfnuði“. Þessi orð hins mikilhæfa forseta eru í fullu gildi sem fyrr og tala beint inn í ís- lenskan veruleika í dag. Nefna má líka að nýlega skrifaði Sverrir Hermannsson grein í Mbl. og sagði þar eitthvað á þessa leið: „Forsætisráðherra verður andvaka þegar annarra alikálfar leika sér í einkavæðingarfrelsinu, en þegar hans eigin kálfar gera slíkt hið sama, segir hann lítið við því. Meðan pen- ingavaldið leggur íslenskt þjóðfélag undir sig heyrast hroturnar í for- manni Sjálfstæðisflokksins út á tún.“ Svo ritaði Sverrir og bragð er að þá barnið finnur. Hann ætti að þekkja Valhallarviðhorfin eftir að hafa verið meðal helstu mublanna þar um langt skeið. Og á þingi sjá menn sér nú ekki annað fært en að grípa til Biblíunnar og lesa úr henni og mætti gera meira af því, t.d. lesa 17. og 18. kafla Op- inberunarbókarinnar, þar sem segir af örlögum Babylonar, skækjunnar miklu Já, það er kannski skiljanlegt að menn verði andvaka yfir afleiðingum gerða sinna: „Nú rótast menn svo með græðgisgogg í gullveislu markaðs-standsins, að topphaninn rumskar og rís upp við dogg í ræningjabæli landsins!“ Það þarf að taka í taumana varð- andi þróun þessara mála og því fyrr því betra. En það verður áreiðanlega ekki gert af manni með síbreytilega vandlætingu, manni sem fylgir hátt- um Coolidge gamla, leikur púritana í sjálfskapaðri Babylon ! RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, 545 Skagaströnd. „Púritaninn í Babylon“ Frá Rúnari Kristjánssyni KOMDU blessaður, Davíð. Það er ótrúlegt að sjá hvernig þú forsætisráðherra vor dettur í hvern drullupollinn á fætur öðrum nú á síð- ustu mánuðum valdaferils þíns. Eftir að vera nýstiginn upp úr einum drullupolli og kominn í hrein föt aftur hleypur þú aftur út að finna annan slíkan. Þú ákveður að ráðast á mann og annan og kalla þá ýmist þjófa eða þjófsnauta. Það ættir þú lögfræðing- urinn Davíð, sem útskrifaðist með fyrstu einkunn, að vita að í Stjórn- arskránni nr. 33/1944 2. mgr 70. gr og einnig í Mannréttindasáttmála Evr- ópu sem lögleiddur var á Íslandi með lögum nr. 62/1944, í 2.mgr 6.gr, er ein- mitt fjallað um þetta. „Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða hátt- semi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð með lögum“. Þetta vitum við hin sem ekki einu sinni höfum lært lögfræði, en þú virðist vera með það alveg á hreinu að það séu önnur lög sem gildi um þig. Nei Davíð ef þú ert svona viss um sekt Jóns Ólafssonar og Búnaðaðarbankans/Kaupþings væri vitinu meira fyrir þig að halda aftur af þér, þar til dómur er genginn í máli þessu, í staðinn fyrir að ryðjast fram með látum, og þegar í óefni er komið að bera tjáningarfrelsið fyrir þig sem þína vörn. Ég held að í hug- um flestra sé tjáningarfrelsið einn af hornsteinum lýðræðisins og með það ber að fara að fullri virðingu. Þú bendir á að þú sem forsætisráðherra þjóðarinnar, hljótir að mega hafa skoðun á hverju því máli sem þér sýn- ist, og víst er það rétt. Hinsvegar ber þér jafnframt að hafa í huga að þú ert, þrátt fyrir allt, valdamesti maður þjóðarinnar og ber því enn frekar að fara með gát um hvað þú segir og að þú farir eftir þeim lögum sem þjóðinni eru sett. Fróðlegt þætti mér að sjá rökstuðning þinn fyrir því hvers- vegna þér finnst réttlætanlegt að brjóta lögin til þess að fullnægja tján- ingarfrelsi þínu. Með bestu kveðju, HANNES FRIÐRIKSSON innanhússarkitekt. Er ekki allt í lagi, Davíð? Frá Hannesi Friðrikssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.