Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 í kvöld ... e r m eð a llt f yr ir jó lin Jóladagskrá í dag 17.00 Sigga Beinteins, Grétar Örvars og jólasveinarnir á Kringlutorgi. 19.00 Kátir jólasveinar ganga um gólf, syngja, spjalla og spila. Þægilegur jólajazz á klukkutímafresti frá kl. 14.00. BORINN risavaxni sem fluttur var á virkjanasvæðið á Kárahnjúkum er nú kominn á leiðarenda, en ferðalagið tók rúmar níu klukku- stundir. Borinn var fluttur í hlutum og er þyngsti hlutinn um 75 tonn. Nú verður farið að vinna við samsetn- ingu borsins, og hefst vinna með honum um miðjan apríl, segir Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo. „Flutningarnir gengu prýðisvel, það voru engin áföll, þetta tók að vísu rúma níu tíma, en að öðru leyt- inu til gekk þetta bara mjög vel,“ segir Ómar. Ómar segir að von sé á tveimur borum sömu gerðar til viðbótar, annar borinn er væntanlegur til landsins í lok febrúar, en hinn um miðjan apríl. Borarnir þrír eru eins, eru allir samtals um 600 tonn og 120 metrar að lengd sam- ansettir. Ljósmynd/Helgi Garðarsson Vel gekk að flytja borinn en ferðin tók rúmlega níu klukkutíma. Tveir borar til viðbót- ar væntanlegir í vor SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til Icelandair að birta ekki aftur óbreyttar auglýs- ingar undir fyrirsögninni „Ódýrari“ en auglýsinganefnd samkeppnisráðs telur að auglýsingarnar séu villandi fyrir neytendur þar sem ekki komi skýrt fram í yfirskrift eða meginmáli auglýsinganna hvað verið sé að bera saman. Auglýsingarnar brjóti því í bága við samkeppnislög. Iceland Express kvartaði til Samkeppnis- stofnunar yfir auglýsingunum. „Þannig gefur yfirskrift auglýs- inganna til kynna að fargjöld Ice- landair séu almennt ódýrari en keppinautarins þrátt fyrir að ein- göngu sé verið að bera saman far- gjöld sem ná yfir helgi,“ segir í nið- urstöðu auglýsinganefndarinnar. Þá kemur fram að auglýsingarnar brjóti í bága við ákvæði 21. grein samkeppnislaga, sem hljóðar svo: „Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýs- ingar í auglýsingum eða með öðrum hætti að beita öðrum slíkum við- skiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boð- stólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til.“ Iceland Express benti á það í er- indi sínu að samanburðurinn í aug- lýsingunum næði eingöngu til helg- arfargjalda, en lægstu fargjöld Icelandair bjóðist aðeins ef gist sé fram á sunnudag á áfangastað. Lægstu fargjöld Iceland Express standi hins vegar til boða alla daga og séu ekki háð hámarks- eða lág- marksdvöl. Samkeppnisstofnun telur auglýsingarnar vera villandi MENNTASKÓLINN á Ísafirði mun starfrækja svonefnda nýbúabraut á vormisseri 2004 og hafa þegar 36 nemendur verið teknir inn í námið, auk þess sem nokkrir eru á biðlista. Kennslan fer fram í kvöldskóla á fyrsta misserinu og verða fjórir áfangar kenndir, íslenska fyrir byrj- endur og lengra komna, enska sam- félagsfræði og tölvunotkun. Ólína Þorvarðardóttir, skólameist- ari MÍ, sagði að Iðnskólinn í Reykja- vík væri með nýbúabraut, en að öðru leyti vissi hún ekki til þess að aðrir framhaldsskólar væru með náms- framboð af þessu tagi. Ólína sagði að námið færi fram á forsendum almennrar námsbrautar, en hún væri ætluð þeim nemendum sem ekki uppfylltu öll inntökuskil- yrði í framhaldsskóla. Þarna væri því um að ræða undirbúning fyrir nám í framhaldsskóla og með tíð og tíma gætu þeir sem héldu áfram og lykju þessum áföngum sótt um í Menntaskólanum sem almennir nemendur. Hún sagði að hingað til hefðu mjög fáir nemendur af erlendum uppruna verið í MÍ miðað við fjölda nýbúa á svæðinu og þeim hefði því fundist tími til kominn að auka þessa hlutdeild og kynna skólann fyrir þessum hópi. Ólína sagði að stærstu hópar þeirra sem hefðu innritað sig í námið væru frá Póllandi og Taílandi, en fólk væri auk þess af ýmsum þjóðernum. Nem- endurnir væru alveg frá því að vera 17-18 ára gamlir og upp úr, auk þess sem flestir væru vinnandi og ætluðu að stunda námið meðfram vinnu. „Þetta ætti að vera skemmtileg ný- breytni hjá okkur sem nýtist bæði skólanum og atvinnulífinu og auðvitað sérstaklega þessum einstaklingum með því að auka hæfni þeirra og sjálfstraust á vinnumarkaði,“ sagði Ólína ennfremur. Nám á nýbúabraut á Ísafirði á vormisseri HVALAMIÐSTÖÐIN á Húsavík bauð á dögunum öllum börnum á Húsavík og Norðurlandi í heimsókn í Hvala- miðstöðina í tilefni þess að vika var síðan háhyrningurinn Keikó drapst við Noregsstrendur. Með þessu boði vildi Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður safnsins, minnast háhyrningsins og fræða börnin um hann í leiðinni. Fjöldi áhugasamra barna kom í Hvalamiðstöðina og fékk m.a. að sjá uppblásinn Keikó í fullri stærð og annað sem honum tengist og er á safninu. Einnig var sýnt myndband um hann og Ásbjörn fræddi börnin um sögu hans alveg frá því hann var fangaður hér við Íslands- strendur til dauðadags. Þá var börnunum boðið að horfa á kvikmyndina Free Willy sem Keikó lék í og varð heims- frægur fyrir. Erlendir fjölmiðlar, s.s. Reuters-fréttastofan og AP, hafa fjallað um dauða Keikós og hefur urðun, eða útför hans á landi, ekki hvað síst vakið athygli þar sem vaninn sé að kasta hræjum sjávarspendýra í sjóinn. Norsk yf- irvöld heimiluðu hins vegar urðun hans og voru sjö manns viðstaddir athöfnina. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Krakkarnir á Húsavík fylgdust áhugasamir með frásögn af íslenska háhyrningnum Keikó sem nýlega drapst í Noregi. Á myndinni eru frá vinstri Rafnar Smárason, Birgir Þór Þórðarson, Tanja Mjöll Magnúsdóttir og Veronika Arnardóttir. Minntust Keikós í Hvala- miðstöðinni Húsavík. Morgunblaðið. Ríkið fær 15–30% afslátt af tölvum RÍKIÐ sparar verulegar fjárhæðir í tölvukaupum með nýjum ramma- samningi sem gerður hefur verið við helstu seljendur einmenningstölva og skylds búnaðar. Algengur afsláttur er 15–30% af listaverði en í ákveðnum vöruflokkum upp undir 40%. Ríkisstofnanir kaupa mikið af tölv- um og tölvubúnaði. Velta samkvæmt rammasamningi sem fellur úr gildi um áramót er komin yfir milljarð á ári. Þrettán fyrirtæki sendu inn tilboð þegar tölvukaup næstu tveggja ára voru boðin út og hefur nú verið skrif- að undir samninga við ATV, EJS, Ný- herja og Opin kerfi í öllum flokkum en það eru sömu fyrirtækin og hafa haft rammasamning við ríkið undanfarin fjögur ár. Nú var bætt við samningi við Öflun ehf. um Apple-búnað og Sensa ehf. um netbúnað og Pennann og Odda um rekstrarvörur eingöngu. Páll Grétarsson verkefnastjóri, sem vann að samningunum fyrir Rík- iskaup, kveðst ánægður með árangur útboðsins. Mikill áhugi hafi reynst á útboðinu og fyrirtækin viljað leggja mikið á sig til að vera með. Þá hafi náðst fram veruleg verðlækkun en Páll segir erfitt að meta hana í fjár- hæðum. Rammasamningar um tölvukaup eru langstærstu einstöku samning- arnir sem gerðir eru í þessu kerfi. Rammasamingur felur í sér að ríkið velur sér birgja í ákveðnum vöru- flokkum og lofar um leið að skipta við þá. Magn innkaupanna er ekki til- greint enda liggur það ekki fyrir. Áfram er samkeppni milli þessara birgja þegar ríkisstofnanirnar ráðast í tövukaup. Þá eru ákvæði um að allar vörur þessara fyrirtækja verði boðn- ar á rafrænu markaðstorgi. SAMNINGAR tókust á föstu- dag milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Sumarferða um ódýrar ferðir fyrir félagsmenn VR í sumar, og er verð fyrir tvær vikur, með gistingu og sköttum, frá 37.000 krónum. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Sumarferða, seg- ir samninginn mjög ánægjuleg- an fyrir báða aðila. Alls eru um 700 sæti í boði, og kosta tveggja vikna ferðir á bilinu 37.000 til 45.000 kr. fyrir fjóra til sex í íbúð. Innifalið er flug, íbúð og skattar, og verður flogið aðra hverja viku með leiguflugi. Farið verður til bæjarins Calpe, sem er fiskimannabær miðja vegu milli Alecante og Valencia á austurströnd Spánar, en þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ferðir þangað. Helgi segir að þær ferðir sem boðið er upp á í ár séu talsvert öðruvísi en ferðir undanfarinna ára. Þannig er boðið upp á gist- ingu í loftkældum íbúðum sem eru við ströndina. Einnig sé margt við að vera á þessu svæði, hægt að fara í golf, skemmti- garð, safarí-garð, köfun, og stutt að fara til borgarinnar Valencia. Hægt er að sækja um ferðir á heimasíðu VR, www.vr.is, fram til 20. janúar. VR semur um sumar- ferðir fyrir félagsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.