Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 18
BÆKUR Söguleg skáldsaga Oddný Sen, Salka 2003, 246 bls. VÆNGJUÐ SPOR – SAGA SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR HANSEN Örlagaþræðir NEI, ÞÆR voru ekki öfunds- verðar konurnar sem uppi voru hér í fátæktinni á nítjándu öldinni, og það á sérstak- lega við um þær sem misstigu sig eða viku út af vegi dyggðarinn- ar. Þetta kemur glögglega í ljós við lestur Vængjaðra spora, sögu Sig- ríðar Jóhannes- dóttur Hansen. Sigríður þessi er formóðir höfund- arins, Oddnýjar Sen, sem velur þá leið í frásögninni að láta unga nú- tímakonu, nöfnu Sigríðar og af- komanda, segja frá formóður sinni í sögulegri skáldsögu og gefur les- andanum um leið innsýn í líf nú- tímakonunnar. Þannig fléttar hún saman örlögum tveggja kvenna á tveimur ólíkum tímum, kvenna sem eiga meira sameiginlegt en ætla má við fyrstu sýn, því margt kall- ast á í örlögum þeirra og þær þurfa að takast á við svipaða hluti. Oddný styðst við sögulegar stað- reyndir en saumar í götin með skáldskap og fléttar inn í frásögn- ina tilvitnunum í kvikmyndir. Þessi aðferð gengur vel upp og opnar fyrir hugrenningatengsl lesandans í hinar ýmsu áttir. Oddný hefur greinilega grúskað heilmikið í fjöl- breyttum heimildum frá þessum tíma og það skilar sér í lifandi frá- sögn þar sem ýmis smáatriði hversdagsleikans flytja lesandann aftur í tímann. Þetta er mikil kvennasaga, hér spretta fram margar og ólíkar kon- ur en minna fer fyrir karlpeningn- um, nema þá þeim sem eru örlaga- valdar í lífi kvennanna. Saga nítjándu aldar konunnar Sigríðar Jóhannesdóttur, er mikil örlaga- og harmsaga m.a vegna þess að „skapferli hennar og siðvenjur Ís- lendinga nítjándu aldar áttu enga samleið“. (bls. 224). Hún fór ótroðnar slóðir og galt það dýru verði. En saga hennar er fyrst og fremst saga þeirra fjölmörgu kvenna sem þurftu að þola þreng- ingar og niðurlægingu á þessum tíma, bæði vegna fátæktar en ekki síður vegna þess að þær voru kon- ur og allt þeirra líf og barna þeirra var komið undir karlmönnum. Þær höfðu lítið val og engar getnaðar- varnir til að stjórna þungunum sín- um, sem oft og tíðum settu stórt strik í reikninginn. Kaflarnir um Sigríði Jóhannes- dóttur bera heiti árstíða og kallast það á við stöðu hennar og líðan hverju sinni: Sumarið felur í sér farsæla barnæsku og velsæld en svo haustar að þegar hún er send að heiman í dapra vist. Aftur vorar þegar ástin kemur í spilið og hún giftist og gerist húsfreyja á stór- býli. Svo haustar aftur í lífi hennar þegar hún missir börnin sín og skilur við manninn og loks leggst veturinn að með fullum þunga þeg- ar kemur að köldum endalokunum. Öllum nútímadekruðum er hollt að lesa sögu Sigríðanna og skoða þræðina í veggteppi lífs þeirra. Kristín Heiða Kristinsdóttir Oddný Sen LISTIR 18 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI litríki náungi heyrir til Guangdong-óperunni í kínversku borginni Guangzhou og treður hér upp á sýningu á dögunum. Kínverjar eru miklir áhugamenn um óperu og leikhús en frægasta óp- eruhús landsins er í Peking. Reuters Litrík ópera Helgi, bókin hefst á frá-sögn þinni um mikilátök þeirra biskupaÖgmundar Pálssonar í Skálholti og Jóns Arasonar á Hól- um. Var Jón ekki grimmur maður? „Jón var uppi á tímum lík- amlegs ofbeldis og hann lét til dæmis berja fólk í annarri af svo- nefndum Bjarnanesreiðum. En það er ekki að sjá að sam- tímamenn hans hafi almennt hneykslast á þessu, jafnvel ástæða til að halda að hann hafi orðið fyr- ir valinu sem biskupsefni af því að hann gat verið röskur og einarður að þessu leyti. Aðalatriði er að kaþólskir biskupar voru orðnir af- ar valdamiklir á 15. öld og það þótti eðlilegt að þeir sýndu óstýri- látum á stundum vald sitt með því að láta koma harkalega fram við þá. Jón var annars ekki refsinga- samur, mátti jafnvel teljast mildur og hann naut víslega hylli almenn- ings. Ögmundur var ólíkur að þessu leyti. Hann var refsinga- samur, lét mjög finna fyrir valdi sínu og mönnum stóð ógn af hon- um. Með þessu vildi hann aga óstýriláta en bakaði sér óvinsæld- ir. Og hann kunni ekki að láta fjúka í fyndnum kviðlingum eins og Jón Arason.“ Hvernig skýrirðu lokabaráttu Jóns sem virðist hafa verið vonlítil gegn sjálfum Danakonungi? „Það eru ýmsar hliðar á því máli. Hér má nefna að Jón fékk bréf frá páfa sem hann mat mikils því að hans heilagleiki segir í bréf- inu að Jón muni hljóta eilíft líf í himnaríki fyrir einarða baráttu. Með þessu er gefið í skyn að hann gæti orðið helgur maður. Svo bar- áttuglöðum og trúuðum manni sem Jóni var þetta vafalaust mikil hvatning.“ Snúum okkur að öðru, þeim Guðbrandi Þorlákssyni Hólabisk- upi og samverkamanni hans, Arn- grími lærða. „Já, þeir urðu fyrstir Íslendinga til að nýta sér hina nýju prent- tækni og mátt prentaðra bóka til að koma ákveðnum skoðunum á framfæri. Guðbrandur var afar fyrirferðarmikill maður og hafði geysimikil áhrif á samtímamenn sína, bæði á vettvangi trúmála og líka vegna pólitískra afskipta sinna og togstreitu við verald- arvaldið. Áhrif Arngríms urðu hins vegar varanlegri og þeirra gætir enn. Arngrímur kenndi Ís- lendingum að meta eigin sögu og bókmenntir og lagði grunninn að hreintungustefnu.“ Víkjum að vörnum landsins. Stenst það að landið hafi verið varnarlaust og þjóðin vopnlaus? Og hefur það við rök að styðjast að dönsk stjórnvöld hafi beinlínis afvopnað þjóðina? „Siðbreytingunni fylgdi aukið konungsvald og það samræmdist engan veginn hugmyndum danskra stjórnvalda að höfðingjar riðu um héruð með vopnaða sveina í för og sýndu þannig völd sín og mátt, eins og tíðkast hafði fyrir 1550. Höfðingjar létu af þessum sið og jafnframt var amast við því að fyrirmenn hefndu sín með mannvígum og teldust þannig verja heiður sinn. Það var hluti af alþjóðlegum hræringum og afleið- ing af vaxandi ríkisvaldi víða um lönd að afnema slík hefndarvíg. Fyrirmenn lögðu því ekki sömu áherslu og áður á vopnaeign og vopn tóku að ryðga í geymslum. Það er vafasamt að Danir hafi beinlínis afvopnað þjóðina og kon- ungar höfðu uppi nokkra burði til að útvega vopn, lensur og atgeira, þannig að landsmenn gætu varist sjóræningjum. Besta vörn landsins var auðvitað strjálbýlið, hér voru engir bæir sem þurfti að verja. Helsta undantekning var þéttbýlið í Vestmannaeyjum og þar lét kon- ungur reisa virki.“ Geturðu skýrt nánar hvað þú átt við með að Ísland hafi verið í hálf- gerðri þjóðbraut á fyrri hluta 17. aldar? „Auk Dana voru hér Englend- ingar á um 150 fiskiskipum árlega og ef til vill allt að 200 stundum. Þá voru Þjóðverjar í siglingum fyrir danska einokunarkaupmenn og síðan tóku Hollendingar að gerast hér fjölmennir, við veiðar og viðskipti. Auk þeirra voru bæði spænskir og franskir Baskar og enn fremur sjóræningjar, fyrst einkum enskir komnir til að ræna landa sína á miðunum en síðan að- allega ræningjar frá Dunkerque. Þetta olli Dönum nokkrum óróa og þeir urðu að hafa hér herskip við landið til varnar sínum mönnum.“ Áttu Íslendingar samskipti við þessa erlendu menn, aðra en Dani? „Já, og þrátt fyrir Baskavígin tókust ágæt samskipti milli Ís- lendinga og einkum franskra Baska og til urðu sérstök orðasöfn til að auðvelda samskiptin. Í bók- inni er birt ný vitneskja um einn foringja Baskanna sem hét Mar- teinn og segir nokkuð frá uppruna hans. Enskir fiskimenn áttu hér víða vini og um tíma létu Hollend- ingar mjög fyrir sér fara og mynd- uðu tengsl við marga landsmenn.“ Landið var þá ekki einangrað? „Nei, því fór víðs fjarri. Annars er afstætt og teygjanlegt að tala um einangrun en ef við miðum við áhrif á hugmyndir og viðhorf og verklega menningu er sýnt að margs konar áhrif gátu borist með hinum erlendu mönnum.“ 17. öldin er talin hafa verið tímabil hallæris og hungurs? „Ástandið var hörmulegt í upp- hafi aldarinnar með miklu mann- falli. Hins vegar hófst mikill góð- æriskafli með blóma til sjávar og sveita um 1640 og stóð í þrjá ára- tugi. En frá honum segir í næsta bindi. Svo virðist að tíðarfar hafi verið miklu stöðugra á 16. öld og þá gætti lítt stóráfalla. Eiginleg hrörnun landsins og meðfylgjandi hnignun sem oft er talað um held ég að hafi ekki hafist fyrir alvöru fyrr en í lok 17. aldar.“ Ísland í þjóðbraut Helgi Þorláksson sagnfræðingur. johj@mbl.is Helgi Þorláksson sagnfræðingur er höf- undur 6. bindis Sögu Íslands, Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds, sem fjallar um tímabilið 1520– 1640. Helgi sagði Jóhanni Hjálmarssyni að Ísland hefði verið í hálfgerðri þjóðbraut á fyrri hluta 17. aldar og samskiptin við er- lenda menn hefðu verið talsverð. FIMM þúsund eintök hafa selst af geislaplötunni Robertino – Það allra besta. Það þýðir að útgáfan hefur náð gullsölu þremur dögum fyrir jól en hálfur mánuður er síðan platan kom í verslanir. Fyrsta upplag er á þrot- um en annað upp- lag er komið til landsins. Ítalska undra- barnið Robertino kom til Íslands ár- ið 1961 og söng í nokkur skipti fyrir troðfullu húsi í Austurbæjarbíói. Frægðarsól Robertino reis ótrúlega hratt. Hann breyttist á nokkrum vik- um úr götusöngvara í Rómarborg í einn af vinsælustu söngvurum heimsins sem fyllti öll helstu tón- leikahúsin. Með perlum eins og O sole mio, Mama, Torna a Surriento, Santa Lucia og Ave Maria, vann hann hug og hjarta heimsbyggðar- innar. Sonet gefur plötuna út. 5.000 eintök seld af plötu Robertinos Robertino Á villigötum er eftir Henning Mankell í þýðingu Vigfúsar Geirdals. Kurt Wallander er staddur úti á akri í yndislegum sumarhita og sól þegar ung kona birtist honum skyndilega í ljósum logum. Wallander er svipt úr sumarsælunni og inn í at- burðarás þar sem röð af dýrslegum morðum er framin. Bækurnar um sænska lögreglufor- ingjann, Kurt Wallander, hafa notið fá- dæma vinsælda víða um heim og selst í milljónum eintaka. Hér er kom- in ný bók í hinum vinsæla bókaflokki, eftir einn helsta metsöluhöfund heims, Henning Mankell. Vigfús Geirdal þýddi. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 512 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápu hannaði Margrét E. Lax- ness. Verð: 1.599 kr. Glæpasaga Röng mynd á forsíðu Lesbókar Vegna mistaka birtist röng mynd á forsíðu Lesbókar síðastliðinn laug- ardag. Rétt mynd birtist hér með en hún er af hluta verks eftir Leif Breiðfjörð er nefnist Skáldið. Það er steindur gluggi (110x57 cm) frá árinu 1997. Myndin sem birtist á forsíðunni er af Galdra-Brandi úr myndröðinni Söguhetjum eftir Sigríði Jóhanns- dóttur og Leif Breiðfjörð. Þar er á ferð myndvefnaður unninn úr hör og íslenskri ull. Verkið var á sýningu þeirra í Gerðarsafni í haust. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.