Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 41
og líkamlegur krypplingur og at- vinnulaus að auki“. Spurður um fyrri sjúkrahúslegur svaraði hann, „bless- uð vertu þetta er sautjánda banaleg- an“. Benedikt átti sæmilegt haust, var heima og gat keyrt sinn jeppa. Þau hjónin komu síðast til okkar í lok september. Þá leit hann ágætlega út og fór á kostum eins vanalega. Við hrósuðum honum fyrir hve vel hann leit út, þá skellihló hann og sagði; „þið segið alltaf að ég líti vel út en þegar ég er farinn þá segið þið, skelf- ing var að sjá ræfilinn, hann var eins og slægður háfur“. Síðan kvaddi hann eins og vanalega, spratt á fæt- ur, rétti fram kaffibollann sinn og sagði sterkum rómi, „skál í botn, lengi lifi Benedikt, húrra, húrra, húrra!“. Í byrjun desember lagðist Bene- dikt í hinsta sinn á sjúkrahús og kom þá í ljós að hjartað var að gefast upp. Þá fyrst talaði Benedikt um dauðann við mig og ég fann að enn á ný var það hann sem var að hughreysta mig en ekki ég hann. Hann sagði „ég get ekki kvartað, nýfædd börn deyja, meira að segja fóstur og ég er búinn að fá að lifa í 93 ár“. Síðan kom grall- arasvipur á hann þótt máttfarinn væri og hann bætti við, „ekki að ég hafi fengið nokkur út úr þessu lífi“. Allt í einu varð hann grafalvarlegur og sagði „ég vil að það verði sagðir brandarar í jarðarförinni minni“. Við ræddum um veikindin og verki og ég skammaði hann fyrir að kvarta ekki nóg og vera ekki nógu duglegur að biðja um verkjalyf. Þá hló hann og sagði „Mæja mín, þú rassskellir mig bara næst þegar þú kemur.“ Að morgni 15. desember kom hringing frá Svövu mágkonu um að líklega væri Benedikt á förum. Svava litla langafastelpa vaknaði við símann og neitaði að fara í skólann fyrr en hún væri búin að kveðja afa langa. Við mæðgurnar flýttum okkur á vett- vang og náðum að kveðja þennan yndislega mann sem þá greinilega var tilbúnn að kveðja þessa jarðvist. Elsku Þórunn, þú stóðst hetjulega við hlið eiginmanns þíns þessa erfiðu mánuði, ég votta þér mína samúð, sem og börnum og öðrum aðstand- endum. Blessuð sé minning þín, elsku Benedikt, afi langi. Þú hrausti sonur þessa kalda lands, þín verður sárt saknað. María Einisdóttir. Kær vinur okkar hjóna er fallinn frá. Þótt Benedikt væri kominn á tí- ræðisaldur hélt hann enn fullri reisn til sálar og líkama. Við fráfall hans sjáum við á bak áratuga samstarfi og vináttu sem aldrei bar skugga á og úr sjóðum hans nutum við ómetanlegs fróðleiks um fyrri tíð auk þess sem hann var maður nútímans og fylgdist með örri þróun þjóðfélagsmála. Benedikt ólst upp í sárri fátækt, naut lítillar skólagöngu og var send- ur til sjós 14 ára að aldri fyrir tíma vökulaganna. Foreldrar hans þurftu á sínum tíma að sækja um fátækra- styrk og misstu þar af leiðandi kosn- ingarétt um skeið. Þegar hann rifjaði upp þessar minningar örlaði sjaldan á beiskju en ævinlega tók hann mál- stað lítilmagnans í þjóðfélaginu. Eftir að hafa sótt sjó og stundað verka- mannavinnu fram á fimmtugsaldur festi hann kaup á fiðurhreinsunarvél og setti upp í bílskúrnum hjá sér. Þar með skapaði hann sér vettvang sem umsvifamikill atvinnurekandi og fyr- irtæki hans Dún- og fiðurhreinsunin, sem enn starfar við Vatnsstíg , aflaði sér fljótt vinsælda fyrir vandaða framleiðsluvöru og metnaðarfulla þjónustu. Skömmu eftir að hann hóf atvinnurekstur byrjaði samstarf hans við heildverslunina Eddu og spratt þar upp einlæg vinátta og trúnaður sem hefur haldist í 50 ár. Benedikt var sannur sjentilmaður í húð og hár og einstakt snyrtimenni þannig að hann vakti hvarvetna eft- irtekt. Framkoma hans bar vott um fágun og smekkvísi sem og öll vinnu- brögð hans. Vinnudagur hans hófst sjaldan síðar en kl. 7 að morgni og hann vann nánast fram í andlátið. Benedikt var skemmtilegur félagi, glettinn í tilsvörum og glöggur á menn og málefni. Hann bar engin merki þess að hafa ekki notið lang- skólamenntunar, hugur hans var frjór og eftirtektin óhvikul. Benedikt og Þórunn, eftirlifandi eiginkona hans, voru miklir félagar okkar hjóna, bæði í leik og starfi. Við gripum oft í spil og þar kom glöggt fram hversu keppinn Benedikt var og gekk glaður til leiks. Það var okkur mikil ánæga að fagna níræðisafmæli hans í sumarbústað okkar í Skorra- dal fyrir þremur árum og þrátt fyrir mikinn aldursmun var engin leið að merkja kynslóðabil. Þessi níræði unglingur stendur okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og þrátt fyrir mikinn missi er ánægjulegt að muna hann í fullu fjöri til hinsta dags. Menn á borð við Benedikt eru vandfundnir og við teljum okkur rík- ari af viðkynningu og vináttu hans. Við vottum Þórunni vinkonu okkar, börnum hans öllum og skylduliði ein- læga samúð. Dóra og Þór Þorsteins. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 41 Stundaglas svilkonu minnar er runnið út, það tæmdist hratt eins og mikið lægi við að hún færi til starfa á nýjum stað. Hún var kona með stórt hjarta og hlýjar hendur sem börn og barnabörn áttu ómældan aðgang að. Veikindin sigr- uðu en hún barðist til hinstu stundar og var ekki á því að gefast upp. Það er oft tilviljunum háð hverjum við kynnumst á þessari vegferð sem lífið er. Við stjórnum því ekki ávallt sjálf. Við stjórnum því ekki heldur hvernig tíminn þeytir okkur til í ei- lífri hringrás fæðingar og dauða, sorgar, gleði og söknuðar. Ég átti því láni að fagna að við Helga giftumst báðar inn í sömu fjöl- skyldu.Við vorum þar að auki ná- grannar með börn á líkum aldri. Leiðir okkar hafa því legið saman í nokkuð mörg ár. Þann tíma vil ég HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Helga KristínSigurðardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 30. júní 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Dal- víkurkirkju 13. des- ember. þakka og allt það sem Helga gerði fyrir mig og mína. Tíminn er afstæður og ekki til að henda reiður á. Hann líður svo mishratt eftir því hvernig vindar blása í kring um okkur. Mér finnst sem í gær að ég sat inni í stofu hjá Helgu með alla mína fjölskyldu í sumar- heimsókn og hvílíkar krásir sem okkur voru boðnar. Aðalbláber og rjómi eins og hver gat í sig látið. Þannig var Helga. Gestris- in, hlý og gjöful. Þegar að er gáð hafa árin runnið hjá, börnin vaxið úr grasi og blómin fölnuð sem áður spruttu. En þegar vorið hefur sigrað veturinn fara rós- irnar þínar aftur að spretta og fyrr en varir springa þær út á ný. Hvernig sem lífsins straumar hafa um okkur flotið er það alltaf jafn erf- itt að horfa á eftir sínum bestu vin- um, alltaf jafn óviðbúið og sárt. En eins og sársaukinn fylgir lífinu þá fylgir því líka kærleikur og von. Eins og jólaljósin sem lýsa upp svart myrkrið munu minningarnar um þig mín kæra svilkona deyfa sorgina sem nú fyllir hug og hjarta. Ásta Einarsdóttir. KIRKJUSTARF/FRÉTTIR Tveir aftansöngvar og miðnæturmessa í Grafarvogssókn Á aðfangadag verður guðsþjón- ustuhaldið fjölbreytt. Barnastund í umsjón séra Sig- urðar Arnarsonar er kl. 15 í kirkj- unni. Aftansöngvarnir eru tveir í fyrsta sinn í Grafarvogssókn. Í Grafarvogskirkju kl. 18, séra Vig- fús Þór Árnason prédikar og þjón- ar fyrir altari. Einsöngvari er Garðar Thor Cortes. Kór Graf- arvogkirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista og kórstjóra. Aðrir tónlistarmenn Birgir Bragason, kontrabassi og Hjörleifur Valsson, fiðla. Aftansöngur er kl. 18 í Borg- arholtsskóla. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikur Guðlaugur Vikt- orsson. Einsöngur Bergþór Páls- son. Kór: Hljómkórinn. Miðnæturmessa er kl. 23.30 í Grafarvogskirkju. Séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Gróa Hreins- dóttir. Unglingakór Grafarvogs- kirkju syngur. Kórstjóri Oddný J. Þorsteinsdóttir. Einsöngur Hulda Björk Garðarsdóttir. Aðrir tónlist- armenn eru Guðrún S. Birgisdóttir og Jóhann Már Nardeau. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Grafarvogskirkju. Séra Sig- urður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Oganisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvarar: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Margrét Grét- arsdóttir, Hjörleifur Valsson, fiðla, Birgir Bragason, kontrabassi. Hátíðarguðsþjónusta er kl. 15.30 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hörð- ur Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Margrét Grét- arsdóttir. Hörleifur Valsson, fiðla og Birgir Bragason, kontrabassi. Annar í jólum. Barna- og skírn- arstund kl. 14. Krakka- og Ung- lingakór Grafarvogskirkju syngja. Kórstjóri Oddný J. Þorsteinsdóttir. Undirleikur Guðlaugur Viktorsson. Aðventu- og jóla- guðsþjónusta mánu- dagsdeildar AA AÐVENTU- og jólaguðsþjónusta mánudagsdeildar AA, sem venju- lega fundar á mánudögum kl. 21, verður í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 20. Guðsþjónustan er fyrir AA- félaga, fjölskyldur þeirra og hverja þá sem vilja koma og eiga upp- byggjandi stund rétt fyrir jólin. Prestar sem þjóna fyrir altari eru sóknarpresturinn Þór Hauksson og sr. Karl Matthíasson sem sér um málefni alkahólista. Fjöldi lista- manna mun koma fram í guðsþjón- ustunni. Taka skal fram að öllum er velkomið að sækja þessa guðsþjón- ustu, AA-félagar eða ekki. Ljósamessa í Landakoti ÞRIÐJUDAGINN 23. desember er Þorláksmessa á vetri, stórhátíð. Hátíðarmessa kl. 8 er haldin sem ljósamessa. Slökkt er á öllum raf- magnsljósum og kirkjugestir eru með kerti í hendi alla messuna. Sér- stakur blær einkennir þessa messu. Að henni lokinni er kirkjukaffi í safnaðarheimilinu og léttur morg- unmatur gegn vægu verði. Morgunblaðið/Jim SmartGrafarvogskirkja ÁGÚSTA Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Heimilishjálpar Fé- lagsþjónustu Kópavogs, hefur látið af störfum. Ágústa hóf störf hjá Kópavogsbæ árið 1967 og starfaði óslitið við heimilishjálp og þjónustu við aldr- aða til ársins 2003. Á þeim tíma kynntist hún mörgu góðu fólki sem hún tók þátt í að aðstoða til betra lífs. Í tilefni af þessum tímamótum langar hana og eiginmann hennar, Ólaf Oddsson, að þakka þann hlý- hug og kærleik sem hún hefur feng- ið frá þeim sem hún liðsinnti á þess- um árum í sínu starfi, með því að afhenda Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs bankabók með fjárhæð sem varið verði til að aðstoða aldraða nú um jólahátíðina. Á myndinni eru Ágústa og Ólafur að afhenda Mar- gréti Scheving, formanni Mæðra- styrksnefndar Kópavogs, gjöfina. Gaf Mæðrastyrksnefnd Kópavogs peningagjöf VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra afhenti Rauða krossinum nýlega 250.000 kr. ávísun sem ráðuneytið sparaði sér í jólakortasendingum en ákvað í stað- inn að leggja í Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Helga G. Halldórs- dóttir, sem er yfir innanlandsstarfi Rauða kross Íslands, tók við ávís- uninni í Rauðakrosshúsinu við Tjarnargötu þar sem símalínan er til húsa. Hjálparsími Rauða krossins var stofnaður 2002 í þeim tilgangi að vera haldreipi þeirra sem haldnir eru kvíða eða sjálfsvígshugsunum eða þurfa af öðrum ástæðum ein- hvern til að tala við. Landssíminn er aðalstyrktaraðili 1717, sem er opinn allan sólarhringinn allan ársins hring. Þeir sem finna fyrir einmana- kennd yfir hátíðirnar eða finnst lífið erfitt eru hvattir til að hringja í 1717. Valgerður Sverrisdóttir og Helga G. Halldórsdóttir. Styrkja Hjálparsíma Rauða krossins STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem er lýst yfir þungum áhyggjum af alvar- legum fjárskorti Háskóla Íslands og yfirvofandi aðhaldsaðgerðum innan skólans vegna þessa. Ef ekkert verði að gert blasa við víðtækar fjöldatak- markanir sem geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Nauðsyn- legt er að stjórnvöld bæti skólanum upp það fé sem vantar vegna stúd- enta sem stundað hafa nám við skól- ann síðustu þrjú ár en ekki hefur verið greitt fyrir. Stúdentaráð skorar á stjórnvöld að gefa Háskólanum kost á að halda áfram að vaxa og dafna eins og hann hefur gert fram til þessa, því öflugur og opinn háskóli er undirstaða nú- tímasamfélags. Stúdentaráð Há- skóla Íslands hefur mótmælt bæði skólagjöldum og víðtækum fjölda- takmörkunum og því er aukinn stuðningur stjórnvalda við Háskól- ann nauðsynlegur,“ segir í ályktun- inni. Stúdentaráð Fjöldatak- markanir í HÍ blasa við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.