Morgunblaðið - 30.12.2003, Side 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 27
RANNSÓKNIR hafa sýnt að fag-
lega rekin símameðferð fyrir fólk
sem vill hætta að reykja stenst sam-
anburð við persónu-
lega meðferð hjá heil-
brigðisstarfsfólki á
heilbrigðisstofnun. Í
löndum þar sem reyk-
símar eru hvað lengst
komnir (t.d. Svíþjóð)
sýna rannsóknir að
þjónustan er mik-
ilvægur stuðningur við
tóbaksvarnastarf
heilsugæslunnar. Í Sví-
þjóð, eins og á Íslandi,
er það skrifað í lög að
heilsugæslunni beri að
bjóða reykjandi skjólstæðingum upp
á aðstoð við að hætta. Fyrstu nið-
urstöður nýrrar rannsóknar í Sví-
þjóð sýna að innra tóbaksvarnastarf
heilsugæslunnar styrkist ef læknar
og hjúkrunarfræðingar vísa á reyk-
síma sem fyrstu lausn og einbeita
sér að því að hjálpa þeim sem þurfa
á meiri stuðningi að halda en hægt
er að veita gegnum síma. Þótt enn sé
nokkuð langt í land með að íslenski
reyksíminn „Ráðgjöf í reykbindindi“
(RÍR) hafi hlutfallslega sama fjár-
hagslegt bolmagn og
sænski reyksíminn
bendir athugun á ár-
angri RÍR til þess að
þjónustan standi fylli-
lega undir væntingum.
Íslenski reyksíminn
Ein aðferð sem oft er
notuð til að meta ár-
angur af meðferð gegn
reykingum er að meta
hlutfall þeirra sem eru
reyklausir u.þ.b. ári
eftir að meðferð hefst
(eða lýkur). Erlendar rannsóknir
sýna að í besta falli eru rúmlega þrír
af tíu reyklausir ári eftir fyrsta sam-
tal við faglega rekna reyksíma. Nið-
urstöður athugunar meðal skjól-
stæðinga íslenska reyksímans benda
til að tæplega þrír af tíu skjólstæð-
ingum séu reyklausir 14–16 mán-
uðum eftir fyrsta samtal. Til sam-
anburðar má geta þess að tæplega
einn af tíu þeirra sem reyna að
hætta að reykja án aðstoðar er reyk-
laus ári síðar.
Önnur aðferð til að meta árangur
tiltekinnar starfsemi í heilbrigð-
iskerfinu er að reikna út áætlaðan
kostnað við að auka lífslíkur um eitt
ár (cost per life years saved). Sam-
anburður á fimm hundruð þáttum í
heilbrigðiskerfinu (life-saving int-
erventions) í Bandaríkjunum sýndi
að „klínískar tóbaksvarnir“ (stuðn-
ingur við reykingafólk sem vill
hætta að reykja) eru meðal ódýrustu
aðgerða heilbrigðiskerfisins ef mið-
að er við kostnað við að auka lífs-
líkur um eitt ár. „Kostnaður unnins
lífárs“ (KUL) vegna stuðnings við
reykingafólk reyndist vera á bilinu
990–2.900 dollarar eftir því hvaða
hópur var skoðaður. Til sam-
anburðar má geta þess að KUL
vegna skimunar á háum blóðþrýst-
ingi mældist á bilinu 5.000–87.000
dollarar, KUL vegna röntgenleitar
að brjóstakrabbameini var á bilinu
810–190.000 dollarar og KUL vegna
meðferðar með beta-blokkurum eft-
ir hjartaáfall var á bilinu 360–17.000
dollarar. Hafa þarf í huga að ofan-
greindir KUL-útreikningar eru frá
1995 og hafa ekki verið framreikn-
aðir til 2003. Útreikningar á KUL
sænska reyksímanns (Sluta röka
linjen) árið 2002 framreiknaðir til
2003 sýna tölur á bilinu 300–317 doll-
arar. Fáar (ef nokkrar) aðrar lífs-
sparandi aðgerðir heilbrigðiskerf-
isins geta státað af sambærilegum
tölum.
Einfaldara mat á hagkvæmni
meðferðar gegn reykingum er að
áætla kostnað vegna hvers reyk-
lauss (cost per quitter). Útreikn-
ingar sænska reyksímans sýna að
kostnaður vegna hvers reyklauss
var um ríflega 80.000 íslenskar krón-
ur á árinu 2002. Samanlagður kostn-
aður við rekstur RÍR árið 2002 var
3.000.000 krónur. Þótt aðeins sé mið-
að við að fjórði hver hætti að reykja
er áætlaður kostnaður fyrir hvern
reyklausan um það bil 30.000 ís-
lenskar krónur hjá RÍR. Þótt auð-
velt sé að berja sér á brjóst og státa
af frábærri kostnaðarhagkvæmni
ber að hafa það í huga að kostnaður
vegna markvissrar kynningar á
starfseminni innan sænska heil-
brigðiskerfisins, kostnaður vegna
tölvuvæðingar á sjúkraskýrslum
sem tryggir samfellu í meðferð
óháðs meðferðaraðila, kostnaður
vegna símenntunar og handleiðslu
starfsfólks og kostnaður vegna ár-
angursmats og gæðaþróunar er
verulegur hluti af kostnaði sænska
reyksímans. Þessir kostnaðarliðir
eru ekki inni í útreikningum á kostn-
aðarhagkvæmni RÍR, einfaldlega
vegna þess að engir peningar eru til
að sinna þessum mikilvægu þáttum.
Fagleg ráðgjöf við uppbyggingu og
rekstur RÍR hefur fram að þessu
verið í höndum starfsfólks sænska
reyksímans sem eins konar þróun-
araðstoð án þess að farið hafi verið
fram á greiðslur fyrir. Það er því
ljóst að starfsaðstæður hjúkr-
unarfræðinga íslenska reyksímans
eru á engan hátt sambærilegar við
starfsaðstæður sænskra starfs-
félaga þeirra og úr þessu verður að
bæta ef tryggja á framtíð reyksím-
ans. Í raun eru niðurstöður mínar
þær að eðlilegur kostnaður fyrir
hvern reyklausan sé nær 80.000 ís-
lenskra króna og við það verði að
miða í framtíðinni.
Lokaorð og ályktanir
Athuganir benda sterklega til þess
að íslenski reyksíminn „Ráðgjöf í
reykbindindi – 800-6030“ standist
fyllilega samanburð við bestu reyk-
síma erlendis hvað árangur varðar.
Miðað við þær niðurstöður sem nú
liggja fyrir og samanburð við er-
lendar rannsóknir er líklegt að fá ef
nokkur meðferðarúrræði íslensku
heilbrigðisþjónustunnar séu jafn
kostnaðarlega hagkvæm og þjón-
usta íslenska reyksímans jafnvel
þótt þjónustunni verði tryggt eðli-
legt rekstrarfjármagn.
Símanúmer 800-6030 – hagkvæmasta
þjónusta heilbrigðiskerfisins?
Ásgeir R. Helgason skrifar
um tóbaksvarnastarf ’Innra tóbaksvarna-starf heilsugæslunnar
styrkist ef læknar og
hjúkrunarfræðingar
vísa á reyksíma sem
fyrstu lausn. ‘
Höfundur er dósent í heilsusálfræði
og forvarnafaraldsfræði í Svíþjóð.
MIKLAR umræður hafa spunn-
ist vegna bókar Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar um ævi Hall-
dórs Laxness.
Heimildanotkun
Hannesar orkar þar
verulega tvímælis en
verður ekki gerð að
umtalsefni hér. Hins
vegar vil ég leiðrétta
nokkrar missagnir í
bókinni sem tengjast
bernskuslóðum Hall-
dórs í Mosfellssveit.
Klukkan í fjós-
haugnum
Höfundur teflir því
fram sem sagnfræðilegri staðreynd
að hin forna klukka Mosfellskirkju
hafi verið varðveitt um langa hríð í
fjóshaugnum á Hrísbrú eftir nið-
urrif kirkjunnar árið 1888, sjá bls.
26. Þetta er alrangt og virðist vera
byggt á skáldskap úr Innansveit-
arkroniku eftir Halldór Laxness.
Kirkjuklukkan skipaði þvert á móti
sinn virðingarsess á Hrísbrú og
var hringt í sáluhliðinu að Mosfelli
þegar greftrað var á staðnum á
meðan þar var kirkjulaust. Klukk-
unni var síðan komið fyrir í Mos-
fellskirkju við vígslu hennar árið
1965.
Hér stóð bær…
Nokkrar staðfræðivillur um Mos-
fellssveit hafa slæðst inn í bókina.
Á blaðsíðu 23 eru Æsustaðir í Mos-
fellsdal sagðir vera undir Helga-
felli, sem er alrangt, bærinn stend-
ur undir Æsustaðafjalli. Höfundur
nefnir Kálfakot í Mosfellssveit og
getur þess að það hafi verið vestan
við Helgafell (bls. 144). Hið rétta
er að Kálfakot stóð
sunnan við Úlfarsfell
en nafni bæjarins var
breytt í Úlfarsá á 3.
áratugi 20. aldar. Þá
er einnig meinleg villa
á blaðsíðu 158 þar sem
sagt er að Varmá sé á
Kjalarnesi en hún fell-
ur þvert í gegnum
Mosfellsbæ.
Hallbjörn og
hreppstjórinn
Einn af vinum Hall-
dórs Laxness var Hallbjörn Hall-
dórsson prentari, ættaður frá
Bringum í Mosfellsdal. Hann kem-
ur nokkuð við sögu í bókinni en í
myndatexta er hann rangnefndur
Hallbjörn Hjartarson sem er allt
annar maður á öðrum stað og tíma.
Hreppstjóri Mosfellinga á fyrri
hluta 20. aldar er nefndur á bls.
126. Hann hét Björn Bjarnarson
og bjó í Grafarholti en sagður
Björnsson í bókinni. Faðir hans
hét vissulega Björn en Björn
hreppstjóri notaði ævinlega hina
fornu eignarfallsmynd: Bjarn-
arson. Í nafnaskrá bókarinnar er
Birni í Grafarholti skellt saman við
annan Björn sem var viðstaddur
þegar Stefán frá Hvítadal var bisk-
upaður árið 1924. Birni í Graf-
arholti hefur sennilega seint komið
til hugar að fylgjast með kaþólskri
athöfn vestur í Landakoti, honum
þótti trúarbrölt þeirra skáld-
bræðra heldur hjákátlegt og orti af
þessu tilefni:
Laxnesingur léttı́ af sér
Lútherssiðarstakki;
Hvítdælingur einnig er
orðinn páfakrakki.
Athöfn varla virðist slík
verðug um að blaðra,
maður þó, sem fer úr flík,
fari spjör í aðra.
Hannes og Halldór
Bjarki Bjarnason skrifar um
ævisögu Halldórs Laxness ’HeimildanotkunHannesar orkar þar
verulega tvímælis en
verður ekki gerð að um-
talsefni hér. Hins vegar
vil ég leiðrétta nokkrar
missagnir í bókinni sem
tengjast bernskuslóðum
Halldórs í Mosfells-
sveit.‘
Höfundur býr í Mosfellsdal og stund-
ar ritstörf og kennslu.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
Jólahappdrætti
Útdráttur
24. desember 2003
Ford Focus C-MAX, 2.370.000 kr.
Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr.
Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr.
8550
121997
Vinningar
Krabbameins-
félagsins
B
ir
t
án
á
b
yr
g
ð
ar
Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 8. janúar nk.
60
1279
4966
5650
6581
7855
10005
10860
11001
11531
12629
13282
13625
14344
14723
15034
15706
16974
18113
18297
18920
19862
19967
21131
21380
22431
22770
23787
23990
24418
25170
25941
26222
26422
27480
27971
28101
29504
29560
29695
32173
32454
32966
34774
35316
36151
36190
36592
38427
38599
42733
46930
47028
47631
48978
49125
49184
50647
51448
52945
54960
55673
56969
57346
59697
60148
61995
63369
63471
63501
63556
65014
65431
65728
66122
67127
67275
70206
70480
71770
72484
73304
73833
76414
77024
78411
78622
84681
85710
85744
86814
87015
87920
88013
88539
89187
91121
93059
93797
94711
95010
95282
95366
95964
97518
98451
99381
99886
101269
101673
102270
102345
102894
103394
103833
103921
104624
105062
105416
106087
106258
107422
108372
108875
112593
112874
112989
113439
113470
113651
113998
115824
116321
116548
120869
123028
123675
124245
125441
126536
127079
129628
130187
131141
131917
133398
134174
134599
Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu
Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900.
Krabbameinsfélagi› flakkar
landsmönnum veittan stu›ning