Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐRÆÐUR eru á lokastigi um kaup Atl-
anta flugfélagsins á viðhaldsfyrirtæki við
Shannon-flugvöll á Írlandi, Shannon MRO,
sem er í hópi þriggja stærstu fyrirtækja á Ír-
landi á sviði viðgerða og viðhalds á flugvélum.
Starfsmenn eru ríflega 153 talsins og veltan á
síðasta ári var tæplega einn milljarður króna.
Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir 1,5 millj-
arða veltu þar sem bæta þarf við um 30
starfsmönnum til að vinna við þrjár nýjar
flugvélategundir með eignarhaldi Atlanta.
Stefnt að undirritun í febrúar
Íslandsflug, sem er að hluta í eigu sömu að-
ila og Atlanta, mun einnig fá þjónustu hjá fé-
laginu í Shannon með sínar vélar.
Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, seg-
ir viðræðurnar við eigendur Shannon MRO
ganga vel. Fátt eigi að geta komið í veg fyrir
undirskrift samninga í febrúar. Hann segir að
hér sé um gott viðskiptatækifæri að ræða.
Atlanta geti farið með sinn flugflota þangað í
smærri skoðanir og breytingar á vélum milli
verkefna, auk þess sem ætlunin sé að ná
meiri viðskiptum við önnur flugfélög. Fjár-
festingin á Írlandi gefi möguleika á arðbær-
um rekstri. Aðstaðan við Shannon-flugvöll sé
öll til fyrirmyndar og flugskýli félagsins að-
eins tveggja ára gamalt. Hafþór segir engin
áform uppi um breytingar á tæknideildinni á
Íslandi.
Hafþór segir Atlanta hafa í nokkur ár verið
að leita að hentugri aðstöðu fyrir flugvélaflot-
ann en þá sem hefur verið í Manston í suður-
hluta Englands. Þar rekur Atlanta viðhalds-
fyrirtækið Avia Services, sem er með 50-60
manns í vinnu, þar af nokkra Íslendinga.
Upphaflega átti þetta að vera meginviðhalds-
stöð félagsins en uppbygging eigenda flug-
vallarins í Manston hefur ekki gengið eftir og
lítil framþróun orðið. Avia Services er með
aðstöðu á sex stöðum við völlinn og að sögn
Hafþórs koma um 40% af tekjunum af við-
skiptum við önnur flugfélög. Ágætis hagnaður
hafi verið af þessum rekstri eftir sem áður, og
ekki standi til að hætta honum.
Ánægja með kaup Atlanta
Morgunblaðið skoðaði höfuðstöðvar Shann-
on MRO í gær og ræddi m.a. við fram-
kvæmdastjórann, John O’Loughlin. Hann
lýsti yfir ánægju með aðkomu Íslendinga að
fyrirtækinu og batt miklar vonir við áform
nýrra eigenda. Sagði hann starfsmennina
hafa tekið tíðindunum vel en aðaleigandi Atl-
anta, Magnús Þorsteinsson, hélt fund með
þeim í upphafi ársins.
John O’Loughlin sagði að með því að bæta
við fleiri flugvélategundum sköpuðust tæki-
færi til markaðssóknar í Evrópu. Átti hann
þar við Boeing vélar af gerðinni 747, 757 og
767. Einnig hefðu fleiri tækifæri skapast nú
þegar fréttist nýlega af áformum stærsta við-
haldsfyrirtækis Íra, FLS, um samdrátt og
lokun nokkurra starfsstöðva.
,,Ég hefði ekki samþykkt að vera áfram við
stjórnvölinn nema að vera ánægður með
hvernig Atlanta hugsar sér þessa fjárfest-
ingu. Við þekkjum ágætlega vel til Atlanta og
stjórnenda þar og erum bjartsýnir á framtíð-
ina. Shannon MRO hefur á sér gott orð fyrir
góða þjónustu, stuttan viðgerðatíma og hag-
stætt verð, og við ætlum að halda áfram að
starfa eftir því,“ sagði O’Loughlin.
Kevin O’Sullivan, fjármálastjóri Shannon
MRO, sagði spennandi tíma framundan. Nýj-
um eigendum væri vel tekið á svæðinu. Sagði
hann áform uppi um að auka veltuna úr 11
milljónum evra á síðasta ári í 17 milljónir evra
á þessu ári, eða um 1,5 milljarða króna. Eftir
það væri ætlunin að auka veltuna um 10% ár-
lega, eða þar til að 400 þúsund útseldum
vinnustundum væri náð í flugskýlinu á ári.
Stefnt væri að því að ná því fyrir árslok 2006.
Atlanta kaupir viðhalds-
fyrirtæki á Írlandi
Auka á veltuna um 500
milljónir á þessu ári
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Alls starfa um 150 manns hjá Shannon MRO á samnefndum flugvelli á Írlandi. Er Morgun-
blaðið var á staðnum í gær var verið að þrífa verkstæðisgólfið undir einni Boeing-vél.
John O’Loughlin, forstjóri Shannon MRO, og
Kevin O’Sullivan fjármálastjóri, með vél-
arnar, sem voru í viðgerð í gær, í bakgrunni.
UM 300 Íslendingar pöntuðu flug
til Króatíu á vegum Heimsferða í
gær og segir Andri Már Ingólfs-
son, forstjóri ferðaskrifstofunnar,
að það hafi komið skemmtilega á
óvart hvað fólk sé spennt fyrir
þessum nýja áfangastað.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Heimsferðir bjóða uppá beint flug
til Króatíu og verður flogið viku-
lega í sumar. Andri segir um 2.000
sæti í boði og salan í gær sýni
hvað fólk er opið fyrir nýjungum.
Það sé tímabært að opna nýja
áfangastaði fyrir Íslendingum,
sem geri jafnframt þá kröfu að
einfalt sé að komast þangað.
Andri segir að mikið af barna-
fólki hafi pantað sér far í gær og
eins sé mikið um hjón sem vilji
kanna töfra Miðjarðarhafsins.
Uppbygging í Króatíu sé búin að
vera mikil, aðstaða fyrir ferða-
menn nýleg og umgjörðin öll fal-
leg. Þarna sé hægt að finna gamla
Miðjarðarhafsstemmningu í bæj-
um og fallegar vogskornar strend-
ur.
300 pöntuðu
far til Króatíu
EDDA Rós Karlsdóttir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Landsbankans og fyrrverandi
hagfræðingur ASÍ, segir í blaði
Samiðnaðar að laun sem hlutfall af
landsframleiðslu séu nú í sögulegu
hámarki, en það þýði að kaup-
máttur á næstu árum verði að
koma frá framleiðniaukningu.
Hún segir að framleiðniaukning sé
almennt talin 1,5% á ári, en líkleg-
ast sé að þjóðarbúið standi undir
um 2% kaupmáttaraukningu á ári.
Möguleg skattalækkun kunni síð-
an að auka við kaupmátt ráðstöf-
unartekna.
Edda Rós segir að almenn
launahækkun í síðustu kjarasamn-
ingum hafi verið 13% yfir fjögurra ára tímabil.
Mikil verðbólga á árinu 2002, sem mældist 9,4%,
hafi því komið illa við þann hóp launafólks sem
einungis hafi fengið umsamdar hækkanir og ekk-
ert launaskrið. Verðbólgan komi verst
við þá sem minnstar hækkanir hafi
fengið.
Edda Rós segir vísbendingar um að
sú uppsveifla í efnahagsmálum sem nú
sé að hefjast verði ólík síðustu upp-
sveiflu, bæði hvað varðar kaupmátt og
atvinnuleysi. Hún bendir á að stutt sé
frá síðustu uppsveiflu og því hafi ekki
safnast upp neysluþörf hjá almenningi
eins og var tilfellið árið 1996. Þörf fyr-
irtækja til fjárfestinga sé heldur ekki
mikil næstu 2–3 árin.
Kjarabætur tæplega teknar
af hagnaði fyrirtækja
„Laun sem hlutfall af landsfram-
leiðslu (launahlutfallið) eru nú í sögu-
legu hámarki. Þetta þýðir að hagnaðarhlutfallið er
í sögulegu lágmarki og því er ljóst að kjarabætur
verða tæplega teknar af hagnaði fyrirtækjanna.
Aukinn kaupmáttur verður því að koma frá fram-
leiðniaukningu. Í upphafi fyrri sveiflna hefur
launahlutfallið verið mun lægra en það er nú, enda
langt tímabil kaupmáttarskerðingar að baki. Á
mælikvarða launahlutfallsins er svigrúm fyr-
irtækjanna til að hækka laun því minna en áður. Á
móti kemur að möguleikarnir á framleiðsluaukn-
ingu eru sennilega meiri en oft áður,“ segir Edda
Rós í grein sinni.
Edda Rós minnir á að erlent vinnuafl flæði nú
inn í landið með stækkun Evrópusambandsins.
Þetta þýði að atvinnurekendur þurfi ekki í sama
mæli og áður að hækka laun til að ná til sín fólki
frá öðrum fyrirtækjum. Þeir einfaldlega flytji
vinnuafl til landsins þegar eftirspurn eftir vinnu-
afli er hvað mest.
Edda Rós segir að áhrif stóriðjuframkvæmda á
hálendinu séu m.a. þau að gjaldeyrir streymi inn í
landið sem leiði til þess að gengi krónunnar styrk-
ist. Við þetta lækki verð á innfluttum vörum en
jafnframt versni staða útflutningsfyrirtækja.
Þetta geti aftur leitt til samdráttar hjá fyr-
irtækjum og fækkunar starfsfólks.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans
Svigrúm fyrirtækja til
launahækkana minna en áður
Edda Rós Karlsdóttir
SHANNON MRO hefur verið starfandi
við flugvöllinn allt frá árinu 1959, en með
nokkrum nafna- og eigendabreytingum.
Lengst af átti írska ríkisflugfélagið Air
Lingus fyrirtækið, eða frá 1967 til ársins
1999. Viðræður Atlanta við eigendur frá
þeim tíma, hraðflutningafyrirtækið Unit-
ed Parcel Services (UPS), hafa staðið yfir
undanfarna mánuði og er stefnt að undir-
skrift samninga í byrjun febrúar, með
fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleika-
kannana og fleiri þátta. Í apríl verður
nafni fyrirtækisins svo breytt í Air Atl-
anta Engineering Ltd., eða þegar leyfi
hefur fengist frá írsku flugmálastjórn-
inni fyrir viðgerð á fleiri tegundum.
Var lengi í eigu
Air Lingus
ÞRETTÁN portúgalskir og ítalskir starfsmenn
Impregilo við Kárahnjúka sem voru á leið til
landsins með Flugleiðavél frá London sl. föstu-
dagskvöld fengu ekki að fara frá borði á Egils-
stöðum, þar sem ekki var hægt að tollafgreiða
vélina þegar hún lenti á Egilsstaðaflugvelli sök-
um manneklu.
Vélin var á leið til Keflavíkur en varð að lenda
á Egilsstöðum vegna veðurskilyrða í Keflavík og
bíða af sér veðrið. Að sögn Ómars R. Valdimars-
sonar, talsmanns Impregilo, var óskað eftir því
við Flugleiðir að mennirnir fengju að fara frá
borði þar eð þeir væru á leið til Egilsstaða. Ekki
hafi verið hægt að verða við því þar sem enginn
starfsmaður á vegum tollgæslunnar var á staðn-
um. Starfsmennirnir flugu áfram með vélinni til
Keflavíkur í býtið á laugarsdagsmorgun og
flugu til Egilsstaða á laugardagskvöld. Að sögn
Ómars hefur Impregilo fullan skilning á þessu
atviki og eru engin eftirmál af því.
Þær upplýsingar fengust hjá tollgæslunni á
Seyðisfirði að alvanalegt væri að flugvélar milli-
lentu á Egilsstaðaflugvelli, t.d. vegna slæmra
veðurskilyrða í Keflavík. Erfitt væri hins vegar
um vik að tollafgreiða farangur einstakra far-
þega í stórum vélum sem vildu komast frá borði.
Vél frá London millilenti á
Egilsstöðum vegna veðurs
Ekki unnt að toll-
afgreiða starfs-
menn Impregilo
FORYSTUSVEIT Heilsugæslunnar á höfuð-
borgarsvæðinu hefur óskað eftir fundi með Jóni
Kristjánssyni heilbrigðisráðherra í kjölfar
frétta í Morgunblaðinu um að í heilbrigðisráðu-
neytinu sé í athugun hvort fósturskimun eigi að
vera skilgreind sem hluti af mæðravernd.
„Okkar tillaga er fyrst og fremst að fóstur-
skimun eigi að vera valkostur kvenna en ekki
hluti af kerfisbundinni mæðravernd, nema fyrir
konur sem eru í aukinni áhættu [hvað litninga-
galla varðar],“ segir Lúðvík Ólafsson, lækninga-
forstjóri Heilsugæslunnar, en Heilsugæslan
hefur umsjón með mæðravernd.
Fósturskimun miðar að því að finna litninga-
galla snemma á meðgöngu og er án áhættu fyrir
fóstrið. Lúðvík segist telja ákvörðunina hvort
fósturskimun eigi að falla undir mæðravernd
eða ekki í raun ekki flokkast undir heilbrigð-
ismál.
„Ákvörðunin sem slík höfðar til annarra og
miklu víðtækari gilda en eingöngu heilbrigðis-
mála. Það er hægt að gera ýmislegt og nota
tækni heilbrigðiskerfisins til þess, en við getum
spurt okkur að því hvort það sé eitthvað sem við
viljum gera eða ekki,“ segir Lúðvík.
Telur hann að það eigi að gefa foreldrum val á
fósturskimun en hún eigi ekki að vera hluti af
kerfisbundinni mæðravernd. Það eigi ekki að
þvinga neinn til að gangast undir fósturskimun.
Telja að fóstur-
skimun eigi að
vera valkostur
♦♦♦
Shannon. Morgunblaðið.