Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Að kaupa eð’ekki kaupa – árskort í skíða- svæðið í Hlíðarfjall. Það er spurning sem brennur á mörgum bæjarbúanum þessa dagana. Undirritaður splæsti í árskort síð- astliðinn vetur (í fyrsta skipti á ævinni) og notfærði sér það einu sinni, núna á milli jóla og nýárs. En vart er hægt að búast við því að moldarbrún gil blasi við fólki í fjallinu að vetri til strax aftur. Í augnablikinu er a.m.k. nægur snjór í fjallinu og fullmikill í bænum, þannig að líklega borgar það sig að fjárfesta í öðru árskorti. Sjö, níu, þrettán...    Þá er ljóst að KEA-merkið verður ekki málað á húsnæði Útgerðarfélags Akureyr- inga. A.m.k. ekki á næstunni. En það er svo sem aldrei að vita nema Kaupfélagið eignist ÚA einhvern tíma; eða kannski ég, ef ég varð duglegur að safna. Þegar frjáls við- skipti eru annars vegar getur allt gerst. Akureyringar eru reiðir, margir hverjir, yfir því að utanbæjarmenn skuli hafa eign- ast fyrirtækið en hafa ber í huga – eins og raunar hefur þegar verið bent á einhvers staðar annars staðar – að Útgerðarfélagið hefur ekki verið í eigu „heimamanna“ í nokkurn tíma. Kaupin gerast þannig á Eyr- inni núorðið að sá sem ræður yfir nægu fjár- magni (og „á“ ekki of mikinn kvóta) getur keypt sér sjávarútvegsfyrirtæki, svo fremi eigandinn vilji selja. Og nýi eigandinn getur auðvitað flutt starfsemi fyrirtækisins hvert á land sem er, detti honum það í hug. Þetta er bara blákaldur veruleikinn. Með þessu er ég ekki að segja að nýir eig- endur ÚA flytji starfsemina úr bænum, alls ekki, en einhvern tíma í framtíðinni gæti það gerst. Fólk verður einfaldlega að gera sér grein fyrir því. Eina leiðin til að tryggja að fyrirtæki verði til eilífðar í ákveðnu bæj- arfélagi hlýtur að vera sú að bæjarfélagið sjálft eigi það. Eða er það ekki? Allt annað mál er hvernig staðið var að sölunni og hugsanlegt að reiði í garð Lands- bankans og/eða Eimskips sé eðlileg. Það var að minnsta kosti dramatískt sjónvarpsefni þegar Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, gekk yfir Ráðhústorgið, inn í Lands- bankann og tilkynnti Sigurgeiri útibús- stjóra, sem eins og fyrir einskæra tilviljun var staddur niðri í afgreiðslu, að hann hygð- ist taka allt út af bankareikningi númer 5. Ekki síður þegar hann gekk út á torgið aft- ur, suður Skipagötu og snaraði sér inn í af- reiðslu Sparisjóðsins, þar sem Jón spari- sjóðsstjóri var líka staddur eins og fyrir algjöra tilviljun og tók brosandi við því sem Andri var nýbúinn að taka út úr Landsbank- anum. Úr bæjarlífinu skapti@mbl.is AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN Nemendur í fjar-námi við Háskól-ann á Akureyri sem stundað hafa nám sitt hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum munu út- skrifast í Reykjanesbæ 17. júní 2004. Kom þetta fram á síðasta fundi bæjarráðs og var því sérstaklega fagnað. Liðlega 90 fjarnemar, flestir við Háskólann á Akureyri, höfðu í haust aðstöðu hjá Miðstöð sí- menntunar á Suð- urnesjum og hafði fjöldinn nærri því tvöfaldast frá árinu áður. Í vor verða út- skrifaðir fjarnemar í hjúkrunarfræði og við- skiptafræði. Háskólinn á Akureyri hefur nú ákveðið að útskrifa þá í Reykja- nesbæ 17. júní. Útskrifast heima Í safnbók skagfirskskveðskapar semBjarni Stefán Kon- ráðsson frá Frostastöðum tók saman kennir margra grasa. Í þætti Kristjáns Runólfssonar frá Brú- arlandi eru m.a. þrjár vís- ur undir bragarhættinum „ljóðaþvaga“, sem lesa má eins og krossgátu. Lagið góða gefur þungann góða kvæðið þokka veitir Gefur þokka þekking Braga Þungann veitir Braga kynning. Skáldin efla Óðins glæður efla kraftinn geislar loga. Óðins geislar glitra víða, glæður loga víða heitar. Tíminn geymir gleymdar bögur geymir sagan borgir týndar Gleymdar borgir bráðum finnast bögur týndar finnast aftur. Helgi Zimsen lagði orð í belg: Ljóða þvögu þegnar greina þvögu bögu glímu iðka þegnar glímu gegnir reyna greina iðka reyna liðka. Í ljóðaþvögu pebl@mbl.is Grímsey | Vetur konungur minnti rækilega á sig hér norð- anlands á fyrstu dögum ársins nýja. Ekki fengum við stærsta skammtinn hér í Grímsey en góðan skammt þó. Uppi á fasta- landinu moka menn kringum bíla sína en hér í okkar sjó- mannasamfélagi er mokað upp úr bátunum svo daglega lífið komist í gang. Það var bjart yfir áhöfninni á Þorleifi EA 88 við mokstur í vetrarríkinu við Grímseyjarhöfn. Enda „of- urmenn“ að störfum eins og segir svo skemmtilega í ljóðinu um Suðurnesjamenn. Jólafríið er orðið langt hjá sjómönnunum okkar, netabátar hafa t.d. ekki getað dregið net sín nema fjór- um sinnum, það sem af er jan- úar. Þess má geta að þrátt fyrir fannfergið er gleðin hér við völd, yfir 90% Grímseyinga mættu á Idolkvöld ferðanefndar Kvenfélagsins Baugs í Félags- heimilinu Múla. Fylgst var með keppninni á nýjum risaskjá fé- lagsheimilisins og poppstjarna ársins 2004 valin. Morgunblaðið/Helga Mattína Nóg að gera um borð: Áhöfn Þorleifs EA 88, frá vinstri til hægri eru Gylfi Gunnarsson skipstjóri, sem mundar hamarinn, Sigfús Jóhannesson sem spúlar og Óttar Jóhannsson sem mokar af krafti. Mokað upp úr bátunum Veturinn Húsavík | Árni Magnússon félagsmálaráð- herra var á ferðinni á Húsavík á dögunum og notaði m.a. ferðina til að afhenda að- standendum endurhæfingar- og útivistar- svæðisins Garðshorns styrktarloforð upp á allt að 1.100.000 krónur. Styrkurinn kemur frá Framkvæmdasjóði fatlaðra, en árið 2003 og fram til mars 2004 er tileinkað fötl- uðum. Sigríður Jónsdóttir, aðaldriffjöður þess að ráðist var í gerð Garðshorns, veitti styrknum viðtöku, sagði hann koma að góðum notum og stuðla að því að unnt verði að setja rafdrifna hurð út í Garðshorn frá tengigangi. Með því verður aðgengi fatl- aðra að Garðshorni orðið eins og best verð- ur á kosið. Garðshorn er eins og áður segir endur- hæfingar- og útivistarsvæði og er staðsett við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Dvalarheimilið Hvamm. Morgunblaðið/Hafþór Ráðherra afhendir Sigríði Jónsdóttur styrktarloforðið. Friðfinnur Hermanns- son, framkvæmdastjóri HÞ, í miðjunni. Garðshorn fékk styrk úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra BIFREIÐ valt á Laugarvatnsvegi skammt ofan við Laugarvatn á sunnudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að kalla til tækjabíl til að losa farþega og ökumann þar sem þeir komust ekki út af sjálfsdáð- um. Meiðsl mannanna voru ekki teljandi. Alls voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina samkvæmt dag- bók lögreglunnar á Selfossi og tveir fyrir að aka undir áfengisáhrifum. 53 kærur vegna óskoðaðra bíla Þá fengu umráðamenn 53 ökutækja kæru fyrir að hafa vanrækt að mæta með ökutæki sín til skoðunar. Alls var tilkynnt um átta umferðaróhöpp í umdæmi lögregl- unnar í síðustu viku. Bílvelta á Laug- arvatnsvegi ♦♦♦ Búðardalur | Þrátt fyrir frost og snjó í Dölunum er eng- an bilbug að finna á hestamönnum og eru tamningar stundaðar af krafti. Skjöldur Orri Skjaldarson og kona hans Caroline og sonurinn Andri Óttar búa á Hamra- endum í Miðdölum. Þar rekur hann tamningastöð ásamt því að hafa sauðfé og endur. Það er mikill hugur í þeim enda Landsmót hestamanna á sumri komanda og að mörg- um verðlaunum að keppa. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Fjölskyldan á Hamraendum ásamt Hlyni tamninga- manni og Sigurði á Vatni í hesthúsinu. Tamningamenn í Dölum GRUNNSKÓLANEMAR og há- skólanemar skemmtu sér hið besta saman í keilu á óvissudegi hjá men- torverkefninu Vináttu, og var alls 150 nemendum á höfuðborgarsvæð- inu boðið í hamborgaraveislu og keilu á eftir. Mentorsverkefnið Vinátta gengur út á að háskólastúdentar og mennta- skólanemar veiti grunnskólabörnum stuðning og hvatningu, segir Elín Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri men- torsverkefnisins Vináttu. Paraðir eru saman einn eldri nemandi og einn grunnskólanemandi á aldrinum 7 til 10 ára og hittast þeir reglulega í eitt ár. Pörin hittast þrisvar í viku, og er áherslan lögð á gagnkvæman ávinning svo og hagsmuni sam- félagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri hvert af aðstæðum annars. Morgunblaðið/Eggert Vinátta, stuðningur og hvatning: Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir (t.v.) og Eva Margrét Mona Sigurðardóttir skemmtu sér vel í keilunni. Óvissudagur hjá Vináttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.