Morgunblaðið - 20.01.2004, Side 19

Morgunblaðið - 20.01.2004, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 19 Vatnsmýrin | Flugmálastjórn hefur fengið leyfi til að rífa gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli, en Ár- bæjarsafn hefur lagst gegn niðurrifi turnsins og telur hann hafa sögulegt gildi. „Það er ekki bara flugturninn heldur líka braggar í kringum hann og flugskýli Flugmálastjórnar sem þarf að rífa,“ segir Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjórnar. Flugturninn er inni á örygg- issvæði flugbrautar, en nýjar kröfur um öryggissvæði þýða að hann verður að fara. Hann er einnig fyrir stærri vélum eins og fokker á akbraut við flugbrautina svo það er óumdeilt að rífa þurfi turninn segir Heimir. Skipulags- og byggingarnefnd tók ákvörðun um að leyfa niðurrif á turninum á fundi sínum 17. desember sl., og var sú ákvörðun staðfest í borgarstjórn 15. jan- úar, og gildir leyfið í eitt ár. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður segir að þegar niðurrif turnsins kom fyrst til umfjöll- unar, í júlí 2001, hafi borgarminjavörður lagst ein- dregið gegn niðurrifi hússins. Hún segir að húsið hafi menningarsögulegt gildi og telur að það ætti að varð- veita. Ekki hægt að flytja turninn Flugturninn er talinn hafa minjagildi, og lagðist Ár- bæjarsafn gegn niðurrifi turnsins þegar það kom til tals árið 2001. Magnús Sædal, byggingafulltrúi Reykja- víkurborgar, segir að ekki sé hægt að flytja turninn, heldur þyrfti að rífa hann og byggja aftur ef ætti að hlífa honum við niðurrifi. „Þar með er þetta farið að hlaupa á tugum milljóna og Reykjavíkurborg er ekki tilbúin að setja þá fjármuni í þetta verk. Einnig er varðveislugildi turnsins mest á upprunalegum stað svo ef hann er fluttur missir hann gildi sitt.“ Morgunblaðið/Ásdís Rifinn á árinu: Fengist hefur leyfi fyrir því að rífa gamla flugturninn, þrátt fyrir menningarsögulegt gildi hans. Gamli flugturninn rifinn Laugardalur | Ákveðið hefur verið að taka tilboði Eyktar í smíði íþrótta- og sýningarhallar í Laugardal, og endurbyggingu hluta Laugardals- hallar, og verður skrifað undir sam- komulag um það í dag. Verklok eru áætluð í júlí 2005. Tilboð Eyktar hljóðaði upp á tæp- an 1,1 milljarð, en heildarkostnaður við bygginguna verður um 1,5 millj- arðar, segir Sigfús Jónsson, stjórn- arfomaður Íþrótta- og sýningarhall- arinnar ehf., sem er félag sem stofnað var af Reykjavíkurborg og Samtökum iðnaðarins til að standa að verkefninu. Nýja húsið verður tæplega 9.000 fermetrar og verður húsið ásamt Laugardalshöllinni samtals um 15.000 fermetrar. Vinna við smíði byggingarinnar hefst þegar veður og snjóafar leyfir, og næsta vetur verður farið í end- urbætur á Laugardalshöllinni sjálfri. Sigfús segir að reynt verði að halda þannig á spöðunum að ekki þurfi að loka íþróttavellinum sjálfum nema mjög takmarkað. Samið um byggingu ráðstefnuhallar Kópavogur | Íþrótta- og tómstunda- ráð Kópavogs (ÍTK) bauð til sam- sætis í tilefni af afhendingu styrkja úr afrekssjóði ÍTK árið 2004 í Gerð- arsafni, Listasafni Kópavogs síðast- liðinn sunnudag. Til úthlutunar voru 2,5 milljónir króna og samþykkti ÍTK að veita 29 íþróttamönnum styrki að þessu sinni. Sjö hlutu A-styrk að upphæð 170 þúsund kr. en þeir eru: Arnar Sig- urðsson tennis (TFK), Magnús Aron Hallgrímsson, Sigurbjörg Ólafsdótt- ir og Jón Arnar Magnússon frjálsar íþróttir (Breiðablik), Birgir Leifur Hafþórsson golf (GKG), Inga Rós Gunnarsdóttir og Rúnar Alexand- ersson fimleikar (Gerplu). Ellefu hlutu B-styrk að upphæð 90 þúsund kr. og aðrir 11 hlutu C-styrk að upphæð 25 þúsund kr. Afhending styrkja úr Afrekssjóði ÍTK Fengu styrk: Alls fengu 29 íþrótta- menn styrk úr afrekssjóði ÍTK.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.