Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.01.2004, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 23 Þórshöfn | Þrátt fyrir hríðarveður og ófærð var fjölmennt í íþóttamið- stöðinni Verinu á laugardaginn en þá voru fimm ár liðin frá byggingu hússins. Í tilefni afmælisdagsins var hátíðardagskrá í Verinu auk þess sem boðið var upp á veitingar og frítt í tækjasal og sund. Dagskráin hófst strax snemma morguns með sundleikfimi og ung- barnasundi og sundlaugargestir nutu einnig tónaflóðs í lauginni þegar nemendur tónlistarskólans léku á flautur frammi í sundlaug- arsal. Fyrir morgunhana var morg- unverður á boðstólum og síðan haldið áfram í badminton í salnum. Uppi í félagsmiðstöðinni Tungl- inu steig skólahljómsveitin Jarð- strengir á svið og flutti tónlist af ýmsu tagi en eftir hádegi hófst há- tíðardagskrá í salnum. Börn úr leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans fylktu liði og gengu inn fánum og blöðrum prýdd en síðan var hátíðarræða sveit- arstjóra, Björns Ingimarssonar. Í máli hans kom m.a. fram að það væri í raun mikilvæg byggðastefna að hafa svo vel búna íþróttamiðstöð í plássinu og þeir sem á sínum tíma hefðu tekið ákvörðun um bygg- inguna hefðu sýnt dugnað, fram- sýni og von. Tískusýning stúlkna í 10. bekk var einnig á dagskrá en því næst „hreppabolti“ þar sem fulltrúar úr hreppsnefndum Svalbarðs- og Þórshafnarhrepps kepptu í blöðru- fótbolta við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þá var einnig keppt í fótbolta þótt liðin frá Kópaskeri og Rauf- arhöfn hafi ekki komist vegna ófærðar. Hindrunarbraut og kas- saklifur var einnig í salnum og uppi í Austursal voru vöfflur og heitt súkkulaði í boði. Eyþór Atli Jónsson, for- stöðumaður Versins, segir að nú eftir áramót sé greinileg aukning á komu fólks í húsið og ekki spillir að ný æfingatæki komu í desember í tækjasalinn. Verið á sér ýmsa vel- unnara á staðnum og Verkalýðs- félag Þórshafnar gaf 300.000 til þessara kaupa og hefur áður styrkt húsið með rausnarlegum fram- lögum, einnig niðurgreiðir það kortin í íþróttahúsið til fé- lagsmanna sinna og stuðlar þannig að meiri þátttöku. Í landlegum hafa sjómenn á loðnuskipum nýtt sér aðstöðuna og skipverjar bæði á Júpíter og Þor- steini hafa verið daglegir gestir í húsinu síðustu daga og snúa eflaust í fínu formi til skips aftur. Þessi 5 ára afmælisdagur var vel heppnaður hátíðisdagur og góður samkomustaður fyrir þorpsbúa og nærsveitunga í vetrarveðri þegar lítið viðraði til útivistar. Morgunblaðið/Líney Glæsileg innkoma yngstu barnanna í salinn með blöðrur og fána í upphafi hátíðadagskrár. Afmæli í íþróttamiðstöð Hljómsveitin Jarðstrengirnir frömdu tónlist í Tunglinu. Búðardalur | Ráðstefna um samspil milli skógarþekju og lífs í ám og vöt- unum var haldin að Laugum í Sæ- lingsdal dagana 15.–16. janúar. Félögin sem stóðu að ráðstefnunni eru Vesturlandsskógar, Félag Skóg- arbænda á Vesturlandi, Skógrækt ríkisins, Veiðimálastofnun og Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri. Tveir gestafyrirlesarar komu auk annarra, þau Colin Bean frá Skotlandi, og var erindi hans um skógrækt og fersk- vatnsfiskistofna á Skotlandi, mat á umhverfisáhrifum og leit að lausnum, og Eva Ritter sem fjallaði um Líf- jarðefnafræði og vatnsgæði skógar- vistkerfa Norður-Evrópu. Eva Ritter er í doktorsnámi í Danmörku og ætlar að kom hér aftur og þá til dvalar og starfa við rannsóknir á Mógilsá og kennslu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Um kvöldið var hátíðar- kvöldverður að hætti Gunnars Björnssonar veitingamanns í Dala- kjöri og kvöldvaka, þar sem heima- menn, þau Sigvaldi Fjelsted og Mel- korka Benediktsdóttir, sáu um tónlistarflutning. Alls voru boðaðir 108 manns á ráðstefnuna en tæplega 90 manns mættu og má kenna slæmu veðri um allt land þessi forföll. Ráð- stefnuhaldarar hældu Hótelinu á Laugum og töldu staðinn mjög góðan til fundarhalda en hótelið hefur ný- lega verið gert upp og eru þar bæði ráðstefnusalir, sundlaug, sauna og íþróttasalur. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Skógarráð- stefna á Laugum í Sælingsdal Dökkblá herrataska sem inniheldur Blue Lagoon sturtugel, næringarkrem og greiðu. Tilvalin í ferðalagið eða sportið. lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á bóndadaginn Fyrir hann Bláa Lónið – verslun, Aðalstræti 2 Verð 2.590 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Boðsmiði fyrir tvo í Bláa lónið – heilsulind fylgir öllum töskum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.