Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 23 Þórshöfn | Þrátt fyrir hríðarveður og ófærð var fjölmennt í íþóttamið- stöðinni Verinu á laugardaginn en þá voru fimm ár liðin frá byggingu hússins. Í tilefni afmælisdagsins var hátíðardagskrá í Verinu auk þess sem boðið var upp á veitingar og frítt í tækjasal og sund. Dagskráin hófst strax snemma morguns með sundleikfimi og ung- barnasundi og sundlaugargestir nutu einnig tónaflóðs í lauginni þegar nemendur tónlistarskólans léku á flautur frammi í sundlaug- arsal. Fyrir morgunhana var morg- unverður á boðstólum og síðan haldið áfram í badminton í salnum. Uppi í félagsmiðstöðinni Tungl- inu steig skólahljómsveitin Jarð- strengir á svið og flutti tónlist af ýmsu tagi en eftir hádegi hófst há- tíðardagskrá í salnum. Börn úr leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans fylktu liði og gengu inn fánum og blöðrum prýdd en síðan var hátíðarræða sveit- arstjóra, Björns Ingimarssonar. Í máli hans kom m.a. fram að það væri í raun mikilvæg byggðastefna að hafa svo vel búna íþróttamiðstöð í plássinu og þeir sem á sínum tíma hefðu tekið ákvörðun um bygg- inguna hefðu sýnt dugnað, fram- sýni og von. Tískusýning stúlkna í 10. bekk var einnig á dagskrá en því næst „hreppabolti“ þar sem fulltrúar úr hreppsnefndum Svalbarðs- og Þórshafnarhrepps kepptu í blöðru- fótbolta við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þá var einnig keppt í fótbolta þótt liðin frá Kópaskeri og Rauf- arhöfn hafi ekki komist vegna ófærðar. Hindrunarbraut og kas- saklifur var einnig í salnum og uppi í Austursal voru vöfflur og heitt súkkulaði í boði. Eyþór Atli Jónsson, for- stöðumaður Versins, segir að nú eftir áramót sé greinileg aukning á komu fólks í húsið og ekki spillir að ný æfingatæki komu í desember í tækjasalinn. Verið á sér ýmsa vel- unnara á staðnum og Verkalýðs- félag Þórshafnar gaf 300.000 til þessara kaupa og hefur áður styrkt húsið með rausnarlegum fram- lögum, einnig niðurgreiðir það kortin í íþróttahúsið til fé- lagsmanna sinna og stuðlar þannig að meiri þátttöku. Í landlegum hafa sjómenn á loðnuskipum nýtt sér aðstöðuna og skipverjar bæði á Júpíter og Þor- steini hafa verið daglegir gestir í húsinu síðustu daga og snúa eflaust í fínu formi til skips aftur. Þessi 5 ára afmælisdagur var vel heppnaður hátíðisdagur og góður samkomustaður fyrir þorpsbúa og nærsveitunga í vetrarveðri þegar lítið viðraði til útivistar. Morgunblaðið/Líney Glæsileg innkoma yngstu barnanna í salinn með blöðrur og fána í upphafi hátíðadagskrár. Afmæli í íþróttamiðstöð Hljómsveitin Jarðstrengirnir frömdu tónlist í Tunglinu. Búðardalur | Ráðstefna um samspil milli skógarþekju og lífs í ám og vöt- unum var haldin að Laugum í Sæ- lingsdal dagana 15.–16. janúar. Félögin sem stóðu að ráðstefnunni eru Vesturlandsskógar, Félag Skóg- arbænda á Vesturlandi, Skógrækt ríkisins, Veiðimálastofnun og Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri. Tveir gestafyrirlesarar komu auk annarra, þau Colin Bean frá Skotlandi, og var erindi hans um skógrækt og fersk- vatnsfiskistofna á Skotlandi, mat á umhverfisáhrifum og leit að lausnum, og Eva Ritter sem fjallaði um Líf- jarðefnafræði og vatnsgæði skógar- vistkerfa Norður-Evrópu. Eva Ritter er í doktorsnámi í Danmörku og ætlar að kom hér aftur og þá til dvalar og starfa við rannsóknir á Mógilsá og kennslu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Um kvöldið var hátíðar- kvöldverður að hætti Gunnars Björnssonar veitingamanns í Dala- kjöri og kvöldvaka, þar sem heima- menn, þau Sigvaldi Fjelsted og Mel- korka Benediktsdóttir, sáu um tónlistarflutning. Alls voru boðaðir 108 manns á ráðstefnuna en tæplega 90 manns mættu og má kenna slæmu veðri um allt land þessi forföll. Ráð- stefnuhaldarar hældu Hótelinu á Laugum og töldu staðinn mjög góðan til fundarhalda en hótelið hefur ný- lega verið gert upp og eru þar bæði ráðstefnusalir, sundlaug, sauna og íþróttasalur. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir Skógarráð- stefna á Laugum í Sælingsdal Dökkblá herrataska sem inniheldur Blue Lagoon sturtugel, næringarkrem og greiðu. Tilvalin í ferðalagið eða sportið. lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 á bóndadaginn Fyrir hann Bláa Lónið – verslun, Aðalstræti 2 Verð 2.590 kr. Minnum á gjafakortin – ávísun á einstaka upplifun. Boðsmiði fyrir tvo í Bláa lónið – heilsulind fylgir öllum töskum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.