Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÖK stendur fyrir „Tölvuökuskírteini” – European Computer Driving License (ECDL) og er alþjóðleg viður- kenning á tölvufærni viðkomandi, útgefið af Skýrslutæknifélagi Íslands. Hagnýtt og skemmtileg tölvunámskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja öðlast haldgóða og markvissa tölvuþekkingu. Boðið er bæði upp á 60 stunda hægferðarnámskeið og 90 stunda TÖK – námskeið þar sem nemendum gefst kostur á að taka TÖK próf og öðlast þar með alþjóðlega viðurkenningu á tölvukunnáttu sinni. Stgr.verð: 60 stundir kr. 37.050 eða 90 stundir kr. 61.275. Boðið er uppá bæði morgun- og kvöldnámskeið. Grunnatriði upplýsingatækni Windows stýrikerfið Ritvinnsla með Word Excel töflureiknir Tölvupóstur og Internetið Access gagnagrunnur (TÖK) Power Point glærugerð (TÖK) Námsgreinar eða yfirmenn þurfa á að halda,“ segir í umræddri frétt. Hópur rannsakenda við Gold- smiths College í Lundúnaháskóla annaðist rannsóknina og svöruðu ná- lega 200 yfirmenn í þekktum banka og alþjóðlegu tölvufyrirtæki spurn- ingum um viðhorf til starfsmanna. Röktu þátttakendur góða frammi- stöðu karla í vinnu til náttúrulegra eiginleika þeirra, en góðan árangur kvenna í starfi til þess að þær hefðu lagt sérstaklega mikið á sig, segir ennfremur. Rannsóknin var kynnt í kjölfar skýrslu jafnréttisnefndar í Bretlandi sem sýnir að einungis 9% breskra kvenna séu í hópi æðstu stjórnenda fyrirtækja. Hjá 100 stærstu fyr- irtækjum sem mynda FTSE- Konur komast ekki til æðstumetorða því karlkyns vinnu-veitendur eru þeirrar skoð- unar innst inni, að þær séu ekki jafn- hæfar og karlar. Þetta kemur fram á vef Lundúnablaðsins Evening Stand- ard. Vitnað er í niðurstöður skýrslu sem kynnt var félagi breskra sál- fræðinga á dögunum. Þar segir að þótt vitund um kynjamisrétti hafi aukist séu karlstjórnendur enn þeirr- ar skoðunar að konur hafi ekki það sem til þarf til þess að ná langt. „Rannsóknin sýnir að meirihluti vinnuveitenda telur að konur séu mildari og umhyggjusamari frá nátt- úrunnar hendi en karlar og að þær skorti þá ásækni sem góðir leiðtogar vísitöluna er hlutfallið enn minna, eða 6,5%. Hneyksli á landsvísu Jo Silvester, prófessor við Gold- smiths-háskóla, segir að svo virðist sem konur séu álitnar viðnæmari, það er líklegri til þess bregðast við aðstæðum en að sækja fram til sig- urs. „Karlar eru hins vegar frekar tald- ir eiga góðan árangur sjálfum sér að þakka. Svo virðist sem konur séu álitnar skorta það sem til þarf til að ná árangri, að þær séu ekki gott leið- togaefni,“ segir hún. Þá segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við eldri kannanir sem sýni að karlar séu almennt taldir ásæknir og óragir við að taka áhættu. „Skortur á konum í æðstu stjórn- um breskra fyrirtækja er ekkert annað en hneyksli á landsvísu,“ segir Jo Silvester. Maxine Benson, einn stofnenda Everywoman, stuðningshóps fyrir konur í viðskiptum, tekur undir þetta. „Síðustu þrjá áratugina hafa ekki orðið nógu miklar breytingar svo þessar niðurstöður koma því mið- ur ekki á óvart. Það er daglegt brauð að konur leggja helmingi meira á sig og fá helmingi minni viðurkenningu fyrir hæfileika sína,“ segir hún. Maxine Benson segir skilgrein- inguna á leiðtogahæfileikum byggða á körlum, þar sem þeir hafi aðallega gegnt slíkum hlutverkum hingað til. Því þurfi að beina sjónum að konum sem stjórni stöndugum fyrirtækjum og skoða hvaða hæfileikum þær séu gæddar. „Konur búa yfir ýmiss kon- ar færni sem karla skortir almennt. Þær eru til að mynda meira fyrir að leita eftir almennu samkomulagi, sem er mikill kostur í stórfyrirtæki.“ Segir hún nauðsynlegt að meta ólíkan stjórnunarstíl karla og kvenna að verðleikum og að fólk átti sig á því að eiginleikar hvors kyns fyrir sig séu mikils virði.  SÁLFRÆÐI Telja að konur skorti leiðtogahæfileika Reuters Vinnuveitendur: Meirihluti þeirra telur að konur séu mildari og um- hyggjusamari frá náttúrunnar hendi en karlar. að margir af sínum viðskiptavinum notfæri sér reglulega vefinn www.anaestugrosum.is, sem nýlega hefur verið uppfærður. Þar er hægt að kíkja á daglega matseðla og verð auk þess sem þar er að finna póst- lista, sem fólk getur skráð sig á, og fær þá tilkynningar um uppákomur og tilboð af ýmsu tagi. Sæmundur var beðinn um að gefa lesendum smá nasasjón af fæðinu sem hann ætlar að bjóða upp á. Hann brást vel við því og fyrir valinu varð súpa, salat og baka. Lauksúpa með linsum (fyrir fimm) 200 g laukur, sneiddur (2 meðal laukar) 3 hvítlauksgeirar, saxaðir Sæmundur Kristjánsson, eig-andi veitingastaðarins Ánæstu grösum á Laugavegi20b, opnar á morgun útibú að Suðurlandsbraut 52. Að sögn Sæ- mundar verður lögð áhersla á „taka með“ sem þýðir að menn koma inn og velja sér mat og fara síðan með hann út og borða annars staðar, en nokkur sæti munu vera inni, vilji menn setjast niður og snæða holl- ustubitann á staðnum. Sæmundur, sem rekið hefur Á næstu grösum við Laugaveg und- anfarin fimm ár, segist hafa gengið með þennan draum í maganum í tvö ár þar sem honum hafi þótt vanta hollustu í veitingahúsaflóruna á svæðinu við Faxa- og Fákafen, en útibúið er við hliðina á McDonalds og ekki fjarri Kentucky Fried Chic- ken. „Ég legg upp með að bjóða upp á hollan skyndibita úr jurtaríkinu og hægt verður að velja úr fjölda rétta í þrjár stærðir af bökkum, allt eftir því hvort vinnandi fólk vill fá sér bita eða taka heim máltíð fyrir fjölskyld- una. Skammtarnir koma til með að kosta frá 500 krónum og upp í 1.300 krónur. Það eru ekki bílalúgur, en fólk kemur inn og velur sér heitan eða kaldan mat úr borði og fær mat- inn afgreiddan nánast strax. Úrvalið verður auk þess mun meira í nýja útibúinu en við Laugaveg, en með þessu vonast ég til að fólk fagni þessum nýja hollustuvalkosti í ört stækkandi flóru skyndibitastaða í borginni. Við komum til með að hafa fastan matseðil svo að fólk geti gengið að hlutunum vísum, en svo munum við líka bjóða upp á rétt dagsins sem verður breytilegur frá degi til dags.“ Frá morgni til kvölds Sæmundur hefur að undanförnu verið að innrétta húsnæðið undir nýja staðinn, sem hann tók á leigu, með hjálp arkitektanna Ólafar Örv- arsdóttur og Ingunnar Hafstað. „Ég er mjög ánægður með útkomuna, en við lögum áherslu á einfaldleika og hreinleika. Opið verður á virkum dögum frá klukkan 10 á morgnana til 20 á kvöldin. Það verður byrjað á því að bjóða upp á morgunverð, sem samanstendur m.a. af chiabatta- grillbrauði, nýkreistum safa, nær- ingarríkum orkudrykkjum og góðu kaffi. Hádegismaturinn kemur svo rétt fyrir hádegi. Aðalatriðið er þó það að þetta á að ganga hratt fyrir sig,“ segir Sæmundur og bætir við skorið í teninga 1 kg sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga laukar, skornir í sneiðar 3 hvítlauksrif, söxuð 1 dós kókosmjólk salt svartur pipar tímjan 1 búnt steinselja, söxuð 5 egg 1–2 blöð smjördeig af þykkustu gerð Laukurinn er hitaður í potti ásamt piparnum, tímjaninu og hvítlaukn- um. Kartöflunum og graskerinu er bætt út í. Smá vatn er sett í pottinn ásamt kókosmjólkinni. Látið malla við miðlungshita þar til kartöflurnar eru mjúkar. Tekið af hita og látið kólna eilítið. Kryddað til með salti og pipar. Smjördeigið er flatt út þannig að brúnirnar skarist vel og þeki í 28 cm smelliform. Steinseljunni og eggjunum er hrært út í graskersblönduna og öllu hellt í formið. Bakað við 150°C í 30-40 mín. eða þar til bakan er stíf.  VEITINGAHÚS| Á næstu grösum opnar útibú Sæmundur Kristjáns- son er mikill áhugamað- ur um hollmeti og er nú um þessar mundir að opna skyndibitastað. join@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Jurtafæði: Hægt verður að velja úr fjölda rétta, segir Sæmundur Krist- jánsson sem opnar á morgun skyndibitastað með grænmetisréttum. ½ tsk. þurrkað tímjan 2 lárviðarlauf svartur pipar 100 g rauðar linsur, ósoðnar 100 g tómatmauk 1,5 lítrar vatn salt Laukurinn er hitaður í potti ásamt kryddinu og hvítlauknum. Þegar hann er orðinn glær er vatninu, lins- unum og tómatmaukinu bætt út í. Soðið í um 30 mín. Smakkað til með salti. Kartöflusalat með klettasalati (meðlæti fyrir 4–6) ½ kg kartöflur, skornar í teninga 70 g sólþurrkaðir tómatar 70 g ólífur í olíu 70 g klettasalt ½ rauðlaukur salt pipar Kartöflurnar eru skrældar, skorn- ar í teninga og velt upp úr smá olíu, salti og pipar og bakaðar í ofni við 150°C í 25 mín. (fer eftir stærð ten- inganna). Allt hitt er skorið smátt og bland- að saman við kartöfluteningana. Kryddað til eftir smekk. Þetta er líka kjörið að gera deg- inum áður, þá taka kartöflurnar bet- ur í sig bragðið Baka með sætum kartöflum og graskeri (Ein stór baka fyrir 8–12 manns) 600 g grasker, butternut, skrælt og Áhersla á hollan skyndibita sóknin sem þar var fjallað um náði til 66 karla frá 20 til 57 ára. Eftir því sem karlarnir voru eldri, því meira af sæðisfrumum þeirra voru með gallað DNA. Sæðisfrumur eldri karl- anna voru einnig æ ólíklegri til að eyðast af sjálfsdáðum, eins og þekkt er, eftir því sem þeir voru eldri. Rannsóknin sem um ræðir kemur í kjölfar nýlegrar rannsóknar franskra vísindamanna sem leiddi í ljós að karlmenn yfir fertugu eru þrisvar sinnum líklegri til að geta börn með Downs-heilkennið heldur en yngri karlar. Það eru ekki aðeins konur semgeta síður eignast börn erlífsklukkan tifar inn á miðjan aldur. Tvær nýlegar rannsóknir þykja taka af allan vafa um að það sama eigi við um karla. Fyrst er að nefna rannsókn sem niðurstöður voru birtar úr í tímarit- inu Fertility and Sterility. Rann- Lífsklukka karla tifar  HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.