Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 1
Mótamálin í skoðun Auðveldara að fjölga liðum í 1. deild knattspyrnunnar | Íþróttir Samvinna listgreina Tvær ungar konur ljá Listahátíð andlit með verkum sínum | Listir Gamalt úr geymslunni Fólki kennt að gera upp gamla hluti á námskeiði | Daglegt líf STOFNAÐ 1913 54. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is AÐ frumkvæði framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, ESB, og að höfðu samráði við aðildarríkin verður á næstunni gengist fyrir sérstakri rannsókn á ofurlaunum margra stjórnenda. Hafa upplýsingar um þau vakið mikla athygli og gremju meðal almennings. Stefnt er að því að leggja fram í september ákveðnar tillögur um hvernig aðildarríkin skuli taka á þessum málum. Frits Bolkestein, sem fer með málefni innra markaðarins í ESB, sagði í yfirlýsingu, að góð skipan á þessum málum myndi hafa hvetjandi áhrif á stjórnendur og greiða fyrir því, að þeim yrði umbunað, sem það ættu skilið. Yrði ekkert aðhafst, myndi það kynda undir vax- andi óánægju hluthafa og almennings, skaða orðstír fyrirtækjanna og síðan einnig frammi- stöðu þeirra. Óánægja með himinhá laun stjórnenda hef- ur farið vaxandi og þá ekki síður með æv- intýralega starfslokasamninga. Framkvæmdastjórnin leggur áherslu á, að hún ætli sér ekki að skipta sér af viðskipta- ákvörðunum fyrirtækja en óhjákvæmilegt sé að huga að reglum um laun stjórnenda, til dæmis hvaða upplýsingar verði að leggja fyr- ir hluthafa. Kannað verður hvort tillögurnar eigi aðeins að ná til skráðra fyrirtækja eða einnig til óskráðra og reynt verður að skil- greina betur en nú hugtakið „stjórnandi“. Ætla að rann- saka ofurlaun stjórnenda Brussel. AFP. KYNNT hefur verið fyrir borgar- stjóra og menntamálaráðherra hugmynd um að reisa í miðborg Reykjavíkur 7 til 15 þúsund fer- metra verslunar- og þjónustumið- stöð norðan við Lækjartorg sem tengjast myndi fyrirhuguðu tón- listar- og ráðstefnuhúsi á hafnar- svæðinu. Hugmyndin er frá hópi fjárfesta og athafnamanna, sem m.a. eiga tvær stærstu verslunar- miðstöðvar landsins, Kringluna og Smáralind. Gengur hugmynd þeirra út á að sjá um allan undirbúning, upp- byggingu, eignarhald og rekstur á mannvirkjunum öllum, þ.e. tónlist- ar- og ráðstefnuhúsi auk hótels og hinnar nýju verslunarmiðstöðvar, og að ná víðtækri samstöðu ríkis og borgar og annarra sem hags- muna eiga að gæta á þessu svæði. Fjárfestarnir sem um ræðir eru Norvík hf., sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar, Þyrping hf., sem er þróunarfélag í eigu Baugs Group, Saxhóll ehf., eign- arhaldsfélag Nóatúnsfjölskyld- unnar, og Bygg ehf., bygginga- félag Gunnars og Gylfa. Jafnframt hefur verið rætt um að Lands- bankinn verði hluti af hópnum og að hann annist lánsfjármögnun náist samningar þar um. Pálmi Kristinsson, verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri Smáralindar, er í forsvari fyrir hópinn og segir hann áætlaðan kostnað á bilinu 20 til 30 milljarða króna. Hann taldi raunhæfan framkvæmdatíma geta verið um þrjú ár og væri gert ráð fyrir að vinna verkið í einum áfanga. Pálmi segir hópinn sannfærðan um að með þessari hugmynd megi snúa við þeirri öfugþróun sem verið hafi í miðborginni síðustu árin. „Hér væri um einstakt tækifæri að ræða sem aldrei kæmi aftur ef það verð- ur ekki nýtt núna,“ segir Pálmi en kveðst ekki vilja tjá sig frekar um hugmyndina. Gert er ráð fyrir að ýmsir helstu ráðgjafar sem unnu við uppbygg- ingu Smáralindar verði þátttak- endur en alls tóku um 100 innlend og erlend ráðgjafarfyrirtæki þátt í Smáralindar-verkefninu á sínum tíma. Hugmynd um 20–30 milljarða uppbyggingu í miðborginni á fáum árum Verslunarmiðstöð verði tengd tónlistarhúsi  Vilja reisa/28 BÚRFELL í Mýrdal stendur eitt sér og sést vel af þjóðveginum. All- hvasst var í gær og víða vindský á himni. Þá hafði myndast þetta sér- kennilega ský yfir fjallinu og engu var líkara en risastór, fljúgjandi disk- ur hefði stansað þarna til að geimverurnar gætu skoðað fjallið. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings myndast þessi ský vegna fjallabylgna, þegar loftið þvingast upp af fjöllum, og eru mjög stöðug. Eru þau þá í bylgjutoppi í loftinu. Er stundum talað um þau sem vindskafin netjuský, oddaský eða linsuský. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjallabylgjur skapa ský NÝJAR hugmyndir að skipulagi Austurhafnar Reykjavíkur- hafnar voru lagðar fram á kynningarfundi Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur- borgar í gær. Gömul miðborg, höfn í fullri notkun og tón- listar- og ráðstefnuhús – sem verður nýtt kennileiti borgar- innar, verða þrír hornsteinar hugmyndanna, en þær gera ráð fyrir allt að sjötíu og átta þús- und fermetra uppbyggingu í áföngum í miðborg Reykjavík- ur, nyrst í Kvosinni og á Mið- bakka. Hugmyndirnar verða kynntar almenningi á borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17.                                                          !"  #$ Nýjar hug- myndir um skipulag Austurhafnar  Byggt í takt/18 LÖGREGLAN í Lundúnum ætlar að losa sig við og selja meira en 100 gamlar stöðvar og koma liðinu þess í stað fyrir í búðarbásum í stórmörkuðum og annars staðar. Lundúnalögreglan, sem er sú fjölmennasta í Bretlandi, tilkynnti þetta í gær en fyrir utan stöðvarnar í stórmörkuðunum verður komið upp stærri stöðvum í iðnaðarhverfum og venjulegt skrifstofuhúsnæði leigt að auki. Lögreglan er nú með meira en 600 stöðvar en rúmlega þriðjungurinn er í húsnæði frá því fyrir 1935 og er hann talinn úreltur auk þess sem viðhaldskostnaðurinn er mjög mikill. Lögreglan flyst í stórmarkaði London. AFP. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að ekki eigi að byggja mjólkufram- leiðslu í landinu á aðkeyptu vinnuafli og vél- mennum heldur eigi mjólkurbúin að vera rekin af fjölskyldum í sveitum landsins. Hann er tilbúinn að beita sér fyrir því að setja reglur um hámarksstærð búa sem njóta op- inberra styrkja. Þórólfur Sveins- son, formaður Landssambands kúabænda, er ekki sammála því að setja eigi slíkar reglur í pólitískum til- gangi. Af öryggisástæðum geti það verið réttlætanlegt til dæmis til að viðhalda viss- um fjölda búa víðs vegar um landið. Þá skipti öllu máli við hvaða stærð sé miðað og hafa verði í huga að kúabændur hafi fjárfest mik- ið undanfarin ár í ráðherratíð Guðna. For- sendur þeirra fjárfestinga verði að halda. /4 Fjölskyldurnar framleiði mjólkina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.