Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 4

Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLA vinnur nú m.a. að því að rannsaka hvort Vaidas Jucevicius, maðurinn sem fannst látinn í höfn- inni í Neskaupstað fyrir tæpum tveimur vikum, hafi komið áður til Íslands, undir eigin nafni eða dul- nefni, og þá hvenær, en engin nið- urstaða er enn komin úr þeirri rann- sókn. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið í gær. Lögreglan hefur nú lagt hald á tvo bíla sem talið er að tengist málinu. „Við teljum að það komi til greina að hinn látni hafi verið í þessum bíl- um,“ segir Arnar. Hann vildi ekki segja til um hvort einhver mannanna þriggja sem nú eru í gæsluvarðhaldi séu eigendur bílanna, eða hvort aðrir séu skráðir eigendur. Engin sýni hafa verið send í DNA- rannsókn erlendis enn sem komið er, segir Arnar, en unnið er hér á landi að flokkun og greiningu á gögnum úr rannsóknum á sýnum sem fundust í farartækjum og húsnæði. Rannsókn málsins heldur áfram en engir aðrir en mennirnir þrír sem nú sitja í gæsluvarðhaldi hafa verið handteknir vegna rannsóknar máls- ins. Kærir ekki gæslu- varðhaldsúrskurð Jónas Ingi Ragnarsson hefur nú tekið þá ákvörðun að kæra ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinn, að sögn lögmanns hans, Sveins Andra Sveinssonar. „Skjólstæðingur minn ákvað í kvöld [gærkvöldi] að nýta sér ekki þann kost að kæra þennan úr- skurð til Hæstaréttar. Þetta gerir hann þrátt fyrir það að hann hafi stöðugt neitað allri aðild að þessu máli og sagst aldrei hafa séð hinn látna, hvorki fyrr né síðar. Hins veg- ar er það mat hans og mitt að gögn málsins, eins og þau hafa verið kynnt fyrir honum, bendli hann það mikið við þetta mál að það sé til staðar rök- studdur grunur sem sé nægilega mikill til að ekki þýði að kæra gæslu- varðhaldsúrskurðinn. Umbjóðandi minn vill með þessu liðka til um rannsókn málsins,“ segir Sveinn Andri. Það liggur fyrir að maður með sama nafni, maður sem kallaði sig Vaidas, óskaði eftir aðkomu og að- stoð Jónasar við að koma hingað til Íslands, segir Sveinn Andri. Hann segir Jónas hafa greint lög- reglu frá því að hann geti ekki sagt til um hvort það sé hinn látni, Vaidas Jucevicius, þar sem hann hafi aldrei séð manninn sem hann ætlaði að hitta. Rannsókn á líkfundinum í Neskaupstað heldur áfram Rannsaka allar ferðir hins látna til landsins ENGIN tilvik hafa komið upp hér á landi undanfarna áratugi þar sem ein- staklingur deyr vegna fíkniefna sem hann ber innvortis, í það minnsta ekki þar sem líkið hefur fengið eðlilega meðferð yfirvalda. Slík tilvik eru þó vel þekkt erlendis, að sögn sérfræð- inga. Jakob Kristinsson, lyfjafræð- ingur og dósent í eiturefnafræði hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefna- fræði, segir að á síðustu 30 til 35 árum viti hann ekki til þess að nokkur hafi látist vegna eitrunar af völdum fíkni- efna sem borin eru innvortis. Undir þetta tekur Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hann segir ennfremur að á undan- förnum árum viti hann ekki til þess að nokkur hafi leitað til slysadeildar vegna veikinda, eða þurft að fara í að- gerð vegna leka eða annars konar vandamála sem tengjast smygli á fíkniefnum innvortis, svo sem stíflu í þörmum. Þó að tilvik sem þessi hafi ekki komið upp hér á landi enn sem komið er, er sú hætta alltaf fyrir hendi, segir Elísabet Benedikz, lækn- ir á slysa- og bráðadeild. Hún segir að ef sú staða komi upp að maður komi á slysadeild með einkenni þess að um- búðir með fíkniefnum hafi rofnað inn- an í honum, sé hann fyrst skoðaður, veitt fyrsta meðferð, og svo hugsan- lega myndaður til að finna umbúðirn- ar. „Ef maðurinn er með einkenni þess að umbúðirnar stífli meltingar- kerfið eða þær leki þá fer hann í að- gerð.“ Hún segir aðgerðina ekki hættulega í sjálfu sér, en það sé alltaf áhætta þegar sjúklingurinn er orðinn mikið veikur vegna eitrunar. Burðardýr oft undir áhrifum Jakob segir að ekki skipti máli hvaða fíkniefni það eru sem menn bera innvortis ef umbúðirnar fara að leka. „Það skiptir í raun engu máli, þetta er langtum meira en banvænt magn sem menn komast væntanlega í snertingu við í hvert sinn.“ Hann seg- ir þó skipta máli hversu mikill lekinn er, og segir ekki óalgengt að burð- ardýr séu undir einhverjum áhrifum vegna efna sem þau bera innvortis, þó að það þurfi nákvæmari mælingar á t.d. þvagi til að sjá þau áhrif. Enginn látist hér vegna smygls á fíkniefnum innvortis Enginn hefur leitað á slysa- deild í Fossvogi svo vitað sé VIÐBURÐIR í menningar- og skemmtanalífi borgarinnar koma og fara og rafmagnskassinn atarna ber það mark að hafa í gegnum tíðina verið notaður til að auglýsa hinar ýmsu uppákomur. Nú eru það Sugababes, en eftir nokkra daga verður eflaust búið að líma annað veggspjald á kass- ann, hvort sem kassanum, eða öllu heldur eigendum hans, líkar betur eða verr. Konan sem gengur framhjá virðist þó hafa um allt annað að hugsa á leið sinni í dags- ins önn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðburðir daganna HAGRÆÐING í mjólkurfram- leiðslu á að skila sér í auknum mæli til neytenda samkvæmt stefnumótunar- skýrslu sem Guðni Ágústs- son landbúnað- arráðherra leggur fyrir ríkisstjórnina í dag. Í skýrsl- unni er dregin upp mynd af stöðu mjólkur- framleiðslu í landinu frá gerð mjólkursamn- ingsins 1998 og tillögur lagðar til grundvallar næsta mjólkur- samningi. Núverandi samningur rennur út 31. ágúst 2005 og ætlar landbúnaðarráðherra að skipa nefnd fljótlega til að vinna að end- urnýjun hans. Guðni sagði á blaðamannafundi í gær að skýrslan væri leiðarvísir að gerð nýs mjólkursamnings. Hann sagði að í tillögunum fælist ekki grundvallarbreyting á skipan mjólkurframleiðslu í landinu. Undir það tók Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa- bænda. Aðspurður hvað bændur myndu deila mest á í þessari stefnumótunarskýrslu sagði hann þá almennt ánægða með núver- andi fyrirkomulag. Fjölskyldur en ekki vélmenni Landbúnaðarráðherra sagði að landbúnaður ætti að vera atvinnu- vegur fyrir fjölskyldur en ekki vélmenni. Hann sagði koma til greina að setja þak á stærð búa sem njóta opinberra styrkja. Þeir stærstu ættu líka að geta fram- leitt ódýrar. Þórólfur sagðist vera fylgjandi stærðartakmörkunum af öryggisástæðum, til að dreifa búunum um landið, en ekki sem pólitísku markmiði. Þá skipti öllu máli hvar mörkin verði og slík þök megi ekki breyta forsendum viða- mikilla fjárfestinga bænda undan- farin fimm ár. Um þetta verður tekist á í samningaviðræðunum. Ekki er sérstaklega lagt til í skýrslunni að afnema opinbera verðlagningu mjólkurafurða í heildsölu. Fyrst var það boðað sumarið 2001 en var frestað til 1. júlí 2004. Í skýrslunni er sagt að áfram eigi að stefna að þessu markmiði en það sé ekki fram- kvæmanlegt að óbreyttum lögum vegna réttaróvissu. Í veigamikl- um atriðum er ekki hróflað við op- inberum stuðningi við kúabændur heldur fyrirkomulagið aðlagað al- þjóðlegum samningum og skuld- bindingum. Þá er ekki boðað breytt eignarhald á mjólkursam- sölum. Árið 2002 námu beingreiðslur vegna mjólkurframleiðslu 3.800 milljónum króna sem nemur um 36 krónum á hvern mjólkurlítra. Búa sig undir samkeppni Það er mat nefndar landbúnað- arráðherra að sú þróun sem átt hefur sér stað á gildistíma núgild- andi samnings sé um margt já- kvæð og að stykleikar núverandi fyrirkomulags vegi þyngra en veikleikar. Því leggur nefndin til að næsti mjólkursamningur verði gerður á sömu grundvallarfor- sendum og gildandi samningur. Lýsir nefndin markmiðum nýs samnings um starfsskilyrði mjólk- urframleiðslu eins og að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða og stuðn- ingur við greinina stuðli að áfram- haldandi hagræðingu, bættri sam- keppnishæfni og lægra vöruverði. Þá á fjárhagslegur stuðningur ríkisins að nýtast sem best til að lækka vöruverð til neytenda. Við- halda á þeim stöðugleika sem hef- ur náðs á milli framleiðslu og eft- irspurnar og greinin á að fá svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni. Annað markmið nýs samnings er að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt verði að endurnýja fram- leiðsluaðstöðu með eðlilegum hætti. Þá á að gæta sjónarmiða um dýravelferð og heilnæmi. Í skýrslunni er lýst áhyggjum yfir skuldaaukningu margra framleiðenda en jafnframt bent á að endurnýjun fjárfestinga hafi verið óeðlilega lítil fram til ársins 1998. Sagt er að sú uppbygging og samþjöppun sem orðið hefur þessi ár hafi kostað sitt og komi það fram í skuldaaukningunni. Ljóst sé að mjólkurframleiðendum muni fækka áfram og að búin muni halda áfram að stækka í við- leitni til að tryggja hagkvæmari og samkeppnishæfari framleiðslu. Óbreytt fyrirkomulag í mjólkurframleiðslu boðað Hagræðing á að skila sér til neytendanna Guðni Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.