Morgunblaðið - 24.02.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 24.02.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Vor í París 14. - 17. maí Yndisleg vorferð til Parísar þar sem gist verður á 3ja stjörnu hótelinu Home Plazza Bastille í þrjár nætur. Íslenskur fararstjóri er Laufey Helgadóttir, listfræðingur. Verð: 36.475 kr. á mann í tvíbýli auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 72 2 02 /2 00 4 FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur fyrir hönd ríkisins afhent óbyggða- nefnd kröfur sína um þjóðlendur á Suðvesturlandi, þ.e. áður Gull- bringu- og Kjósarsýslu og syðri hluta Árnessýslu. Meðal þeirra svæða sem ríkið gerir kröfur í er efsti hluti Esjunnar og hlutar Botns- súlna, Hellisheiðar, Þrengsla, Jós- efsdals, Bláfjalla og Hengilsins. Síð- an eru engar þjóðlendukröfur í Árnessýslu, ef sveitarfélagið Ölfus er undanskilið, í landi Kolviðarhóls og hjá sveitarfélögunum Árborg, Gaulverjabæjarhreppi, Reykja- nesbæ, Sandgerðisbæ og Garði. Hertaka frekar en landnám? Ekki náðist í Ólaf Sigurgeirsson hrl., sem er lögmaður ríkisins í þess- um málum, en í kröfulýsingum sín- um vitnar ríkið mikið til gamalla landamerkjabréfa og ekki síður til Landnámu þar sem dregið er í efa að um landnám hafi verið að ræða á þessu svæði heldur frekar „hertöku“ eða „yfirráðatöku“. Vitnar ríkið til Landnámu þar sem segir um landnám Ingólfs Arnarson- ar: „En Ingólfur nam land milli Ölf- usár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli ok Öxarár ok öll nes út.“ Landnám hans hafi því náð yfir alla Gullbringu- og Kjósarsýslu, að undanskilinni sneið þeirri af Kjós- arsýslu er liggur milli Brynjudalsár og Botnsár, og Árnessýslu vestan Ölfusár. Takmörkin séu nokkurn veginn glögg á alla vegu. Segir enn- fremur í kröfulýsingum ríkisins að landnám Ingólfs beri „brag af her- töku eða yfirráðatöku lands frekar en námi“ og því nemi aðrir einstök svæði í landnámi Ingólfs. Aðrar kröfur berist innan þriggja mánaða Í tilkynningu frá óbyggðanefnd segir að ríkið kynni nú kröfur sínar í þeim tilgangi að ná til þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Verða kröfurnar auglýstar með formlegum hætti í Lögbirtinga- blaðinu og fleiri fjölmiðlum í byrjun næsta mánaðar. Þar verður skorað á þá er telja til eignarréttinda á því landsvæði sem fellur innan kröfu- svæðis ríkisins að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan næstu þriggja mánaða. Þetta er fjórða landsvæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar en nefndin hefur það hlutverk að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Nefndinni er einnig ætlað að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarrétt- indi innan þjóðlendu. Að loknum áð- urgreindum þriggja mánaða fresti til að lýsa kröfum um eignarréttindi á kröfusvæði ríkisins fer fram opinber kynning á heildarkröfum og stendur í einn mánuð. Eftir það er svæðinu skipt í mál og boðað til fyrstu fyr- irtöku. Síðan fer fram aðalmeðferð fyrir nefndinni og loks kveðnir upp úrskurðir. Nánari upplýsingar um kröfugerðina er hægt að nálgast á vef óbyggðanefndar. Ljósrit allra gagna verða einnig send skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og sýslu- mannsembætta á næstunni. Ríkið setur fram kröfur um mörk þjóðlendna á Suðvesturlandi Krafist hluta af Esjunni, Botnssúlum og Hellisheiði Morgunblaðið/Þorkell Ríkið vitnar mikið til Landnámu í kröfulýsingum sínum. TENGLAR .............................................. www.obyggdanefnd.is ÍSLENSKA ríkið, þ.e. fjármála- ráðherra fyrir hönd þess, gerir eftirtaldar þjóðlendukröfur á Suð- vesturlandi, en svæðin sjást nánar á meðfylgjandi korti:  Hluti Botnssúlna við Hvalfjörð og að Há-Kili.  Efsti hluti Esjunnar og megin- hluti Blikadals.  Mosfellsheiði, Hengillinn, Skarðsmýrarfjall og hluti Hellis- heiðar. Sá hluti Hellisheiðar, sem er utan kröfugerðar, er austan við Orrustuhól við Hengladalsá beina línu í hæsta punkt Reykjafells, sem er ofan Skíðaskálans í Hveradölum. Utan kröfugerðar er land Kol- viðarhóls.  Hluti Þrengsla, Jósefsdals, Heiðarinnar há, Bláfjalla og alls lands ofan Heiðmerkur að Blá- fjöllum.  Land ofan Helgafells og Húsfells og hrauns upp af Straumsvík, en hluti þess svæðis er Almennings- skógar Álftaneshrepps hins forna og hluti Suðurnesjaal- menninga.  Selsvellir, Höskuldarvellir og Geldingarhraun upp af Hvassa- hrauni.  Land Vilborgarkots fyrir norð- an Hólmsá.                                                                                                                  !!"  #             ! %&   !      " Þjóðlendukröfur ríkisins MAÐUR hlaut umtalsverða áverka er hann féll af vinnupalli við Ingunn- arskóla í Grafarholti um kl. 13 í gær. Maðurinn liggur á gjörgæsludeild þar sem hann er undir eftirliti. Að sögn vakthafandi læknis hlaut hann einhver útlimabrot, auk þess sem hann slasaðist talsvert á höfði. Líðan hans var eftir atvikum í gær- kvöldi en hann er ekki í lífshættu. Tildrög slyssins eru ókunn. Féll af vinnu- palli við nýbyggingu FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur- borgar samþykkti fyrir helgina nýj- ar reglur um félagslegt leiguhús- næði og sérstakar húsaleigubætur sem taka eiga gildi hinn 1. mars næstkomandi. Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar þeim sem hvað verst eru settir fjárhagslega á húsnæðismark- aðnum og munu þeir sem eru í leigu- húsnæði á almennum markaði eftir- leiðis geta sótt um að fá samsvarandi niðurgreiðslu og þeir sem búa í íbúð á vegum Félagsbústaða. Reiknað er með að 3–400 einstak- lingar og fjölskyldur muni notfæra sér sérstakar húsaleigubætur þegar þær koma til framkvæmda. Í tilkynningu frá félagsmálaráði segir að skilyrði fyrir veitingu sé að umsækjandi hafi ekki möguleika á að kaupa eigin húsnæði, hann eigi lög- heimili í Reykjavík og hafi átt a.m.k. síðustu 3 ár, meðaltal tekna sé innan við ákveðin tekju- og eignamörk, umsækjandi búi við erfiðar fé- lagslegar aðstæður og eigi í húsnæð- iserfiðleikum og uppfylli skilyrði til almennra húsaleigubóta. Geta ekki farið yfir 75% af leigufjárhæðinni Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem hlutfall af húsaleigu- bótum. Fyrir hverjar 1.000 kr. fær leigjandi 1.300 kr. Þó geta húsaleigubætur og sér- stakar húsaleigubætur aldrei verið meiri en 50.000 á mánuði né farið yfir 75% af leigufjárhæð. Hægt verður að sækja um bæt- urnar á þjónustuskrifstofum Fé- lagsþjónustunnar, í Vesturgarði eða Miðgarði. Sérstakar húsa- leigubætur samþykktar í félagsmálaráði Hámarks- bótafjár- hæð 50 þúsund kr. ÝMSIR fleiri landnámsmenn en Ingólfur Arnarson eru nefndir til sögunnar á ein- stökum landsvæðum í kröfulýs- ingum ríkisins. Eru þetta Ásbjörn Özurar- son, bróðursonur Ingólfs, og Þórður skeggi Hrappsson á því svæði sem kallað er „Stór- Reykjavíkursvæðið“, Ormur hinn gamli Eyvindarson jarl, Álfur hinn egzki og Þórir haust- myrkur í Ölfushreppi, Steinunn hin gamla, frændkona Ingólfs, í Vatnsleysustrandarhreppi, Helgi bjóla Ketilsson flatnefs á Kjalarnesi, Svartkell hinn kat- neski, Valþjófur Örlygsson hinn gamli, Hvamm-Þórir og Þorsteinn Sölmundarson í Kjós og í landi Grindavíkur eru nefndir Molda-Gnúpssynir, Hafur-Björn, Gnúpur, Þor- steinn hrungnir og Þórður leg- gjaldi. Í Þingvallasveit og Grafningi eru nefndir Hjörleif- ur Einarsson barnakarl, Stein- röður sonur Melpatrix af Ír- landi og Þorgrímur bíldur Úlfsson, auk fyrrnefnds Orms Eyvindarsonar jarls. Ýmsir land- námsmenn nefndir KONAN sem lést á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss síðastliðinn föstudag eftir umferðar- slys við Blönduós hét Margrét Þóra Sæmundsdóttir, fædd 1959. Margrét Þóra var til heimilis á Hringbraut 26 í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjú börn og unnusta. Lést eftir bílslys ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.