Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 43 DAGBÓK Lífrænt ræktaðar vörur Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082. SÍMI 530 1500 STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert opin/n og gefandi og leggur svo mikið upp úr vel- ferð heildarinnar að þú átt það jafnvel til að ganga fram af sjálfri/sjálfum þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Farðu varlega í að eyða pen- ingum í dag. Það er hætt við að gerðir þínar þjóni ekki tilgangi sínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að forðast átök við for- eldra þína og yfirmenn í dag. Það er hætt við að þú verðir misskilin/n og að gerðir þínar verði mistúlkaðar. Bíddu til morguns með að standa fyrir máli þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það hefur ekkert upp á sig að rökræða um skoðanir þínar í trú- og stjórnmálum í dag. Jafnvel þótt þú reynir að tala skýrt muntu verða misskilin/n. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er ekki rétti dagurinn til að fá eitthvað að láni. Það er mikil hætta á einhvers konar ruglingi eða misskilningi og vinir þínir munu jafnvel efast um heilindi þín. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Reyndu að tala skýrt og vertu á verði gagnvart óheilindum annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki falla í þá gryfju að reyna að stytta þér leið í vinnunni í dag. Þig langar mest til að stinga skylduverkunum undir stól en það eru miklar líkur á að það komi þér í vandræði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er freistandi að grípa til ósanninda í dag, sérstaklega í samskiptum við börn og í vinnu sem tengist íþróttum eða skemmtanaiðnaðinum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er líklegt að einhvers kon- ar ruglingur komi upp í sam- skiptum þínum við aðra í fjöl- skyldunni í dag. Fólk talar ekki af heilindum og það skap- ar óvissu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu vel að því hvað þú borð- ar og drekkur í dag. Láttu ekkert vafasamt inn fyrir þín- ar varir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að taka sem minnsta áhættu í dag. Sköpunargáfa þín er hins vegar upp á sitt besta þannig að þú ættir að einbeita þér að skapandi tján- ingu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir freistast til að grípa til lyginngar til að forðast óþægindi á heimilinu. Mundu að það tekur langan tíma að byggja upp traust en skamm- an tíma að brjóta það niður. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Farðu varlega í umferðinni í dag hvort sem þú ert gang- andi, akandi eða á hjóli. Þú ert viðkvæm/ur fyrir truflunum og því er þér hættara við slysum en venjulega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KONAN MEÐ HUNDINN Í borginni við fjallið eru grænir pálmagarðar og gamlir minnisvarðar, sem rísa yfir sænum. Þar sat ég oft á daginn, er sólin skein sem heitast og sál mín tók að þreytast á umferðinni í bænum. En daglega í sama mund og sólin skein í vestur, þá settist annar gestur, á bekkinn með sitt nesti. Það var ævagömul kona í afargömlum frakka, með ofurlítinn rakka í perluhvítri festi. – – – Tómas Guðmundsson LJÓÐABROT HLUTAVELTA NEMENDUR í 4. til 8. bekk í Grunnskólanum á Hólum tóku sig til nú í febrúar og söfnuðu peningaupphæð, sem afhent var fulltrúa Skagafjarðardeildar Rauða kross Ís- lands og skal söfnunarféð renna til uppbyggingarstarfs á jarðskjálftasvæðunum í Íran. Söfnunin fór þannig fram að heimili nemendanna lögðu til hráefni sem komið var með í skólann, en síðan voru með aðstoð heimilisfræðikennara bakaðar kökur og kaffibrauð sem selt var í Hólaskóla og varð afraksturinn þrettán þúsund krónur. Ásta K. Guð- jónsdóttir heimilisfræðikennari aðstoðaði nemendur við framkvæmdina sem er liður í lífsleikninámi þeirra. LOKAUMFERÐIRNAR í tvímenningi Bridshátíðar voru æsispennandi, enda mörg pör í baráttunni og umskipti tíð á toppnum. Þegar mótið var blásið af eftir 92 spil stóðu Ásmundur Pálsson og Guðm. P. Arn- arson uppi sem sigurveg- arar með 809 stig yfir með- alskor (56,7% skor). Daninn Lars Blakset og Svíinn Pet- er Fredin urðu í öðru sæti með 797 stig (56,6%), en í þriðja sætið kom í hlut þeirra frænda og nafna, Helga Jónssonar og Helga Sigurðssonar (696 stig). Jafnir þeim, en þó fjórðu vegna innbyrðis við- ureignar, urðu bræðurnir Hermann og Ólafur Lár- ussynir. Peter Fredin er sannkall- aður villimaður við spila- borðið og er þá átt við sagn- irnar en ekki framkomuna, sem er óaðfinnanleg. Tvö efstu pörin mættust í þriðju síðustu umferð og höfðu hinir sænsk-dönsku vinn- inginn, ekki síst fyrir ótrú- legt útspilsdobl Fredins í þessu spili: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠10873 ♥D9 ♦KD5 ♣KG109 Vestur Austur ♠ÁD9 ♠KG62 ♥KG86 ♥43 ♦10943 ♦G76 ♣53 ♣8764 Suður ♠54 ♥Á10752 ♦Á82 ♣ÁD2 Vestur Norður Austur Suður Blakset Ásmundur Fredin Guðm. -- Pass Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Dobl ! Allir pass Það þarf töluvert áræði og hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að dobla á spil austurs. Hann á 5 punkta og makker hefur ekkert blandað sér í sagnir. En sagnir NS hafa verið upplýsandi. Styrkurinn er augljóslega knappur og þar með er útreiknanlegt að vestur á töluverð spil. Og doblið hefur þann meg- inkost að biðja um spaða út – lit blinds. Blakset lagði niður spaða- ásinn í byrjun og vörnin fékk fjóra fyrstu slagina á spaða. Fimmti slagurinn hlaut að koma á hjartakóng og Fredin uppskar 123 stig af 132 mögulegum fyrir do- blið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. h3 Bd7 5. O-O Rf6 6. d3 h6 7. Be3 a6 8. Ba4 Be7 9. Rc3 O-O 10. Re2 Rd4 11. Bxd7 Rxf3+ 12. gxf3 Dxd7 13. Kh2 c6 14. Rg3 d5 15. Rf5 d4 Staðan kom upp í Meistaramóti Tafl- félagsins Hellis sem lýkur innan tíðar. Stefán Freyr Guð- mundsson (1920) hafði hvítt gegn Elsu Maríu Þorfinns- dóttur. 16. Bxh6! gxh6 17. Hg1+ Kh7 18. Dd2 Rg8 19. Hg7+ Kh8 20. Hxg8+ Kxg8 21. Hg1+ Kh7 22. Dxh6#. Hörð bar- átta um meistaramótstit- ilinn stendur á milli Sig- urðar Daða Sigfússonar og Björns Þorfinnssonar og verður hún útkljáð í síðustu umferð sem fram fer á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu við versl- unarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri og söfnuðu 3.840 krónum til styrktar Rauða krossinum. Stelpurnar heita, talið frá vinstri: Alexandra Ýr Thorarensen, Pála Sigríður Tryggvadóttir, Sandra Marín Sigurðardóttir, Ester Ósk- arsdóttir og Alma Skaptadóttir. FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um erfðafjár- skatt. Frumvarpið felur í sér ýmsar jákvæðar breytingar á núgildandi lögum, svo sem ein- földun skattheimtunnar, lækkun skatthlutfalls og skattleysis- marka, svo og afnám stighækk- andi skatthlutfalls. Í athuga- semdum við frumvarpið er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af erfðafjárskatti muni minnka úr um 800 milljónum í um 400 milljónir á ári vegna breyting- anna. Frjálshyggjufélagið leggur til að frumvarpið verði endurskoð- að með það í huga að stíga til fulls skrefið til afnáms þeirrar óréttlátu skattheimtu sem erfða- fjárskattur er. Háir skattar eru lagðir á tekjur einstaklinga þeg- ar þeirra er aflað. Sá hluti tekn- anna sem ekki er varið til neyslu myndar eign þeirra. Öllum ætti að vera frjálst að ráðstafa þess- ari eign sinni að vild. Þar með talið við eigið andlát. Að mati Frjálshyggjufélags- ins er mikið um óréttláta skatt- heimtu ríkisins. Telst erfðafjár- skattur tvímælalaust til hennar. Notum nú tækifærið. Afnemum erfðafjárskatt. Erfðarfjárskattur óréttlátur ÚT er komin bókin Krakkarnir í Kátugötu eftir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur rithöfund og Jean Posocco teiknara. Bókin er sú fyrsta í nýjum bókaflokki sem höf- undarnir vinna fyrir umferð- arskólann Unga vegfarendur en alls verða bækurnar sex. Nýi bókaflokkurinn mun smátt og smátt leysa af hólmi eldri um- ferðarfræðslubækur sem eru bún- ar að þjóna hlutverki sínu í um áratug. Líkt og fyrri bókum um- ferðarskólans verður þeim dreift endurgjaldslaust til allra 3–7 ára barna á landinu. Fyrstu tvær bæk- urnar fá þau þegar þau eru þriggja ára, en síðustu verkefn- unum er dreift til sjö ára barna. Í þessari fyrstu bók fá lesendur að kynnast aðalsöguhetjunum Matthildi, Dodda og innipúkanum sem þurfa að takast á við ýmis vandamál í umferðinni. Meðal þess sem fjallað er um er mikilvægi þess að börn leiki sér á öruggum leiksvæðum, hvernig þeim beri að haga sér á gangstétt og hvernig eigi að fara yfir gangbraut. Bók- unum er ætlað að vekja börnin til umhugsunar á jákvæðan og skemmtilegan hátt um umferðina og þær hættur sem henni fylgja. Mælt er með því að foreldrar gefi sér góðan tíma til að lesa sög- urnar fyrir börnin og ræða um efni þeirra. Nýtt fræðslurit umferðarskólans ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.