Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 52
Eldmóður dansar sigurdansinn í hópdansi á Íslandsmeistarakeppninni. Á SUNNUDAGINN var hin árlega dans- keppni sem kennd er við Tónabæ og kallast Freestyle eða frjáls aðferð, haldin í tutt- ugasta og þriðja sinn og fór fram í Laug- ardalshöllinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Í sjálfri keppninni taka aðeins þátt krakkar sem eru á aldrinum 13–16 ára og er bæði hóp– og einstaklingskeppni. Áður kepptu líka 10–12 ára krakkar en nú hefur orðið sú breyting að þeim stendur til boða að taka þátt í sérstakri freestylesýningu og er það gert til að hvetja unga og áhugasama dansara til að taka þátt í danssýningu án þess að vera undir keppnisálagi og einnig til að gefa þeim tæki- færi til að þjálfa sig upp í að sýna fyrir fullum sal af fólki. Aðeins einn strákur tók þátt í keppninni að þessu sinni og náði þeim góða árangri að verða í þriðja sæti í Íslandsmeistarakeppni einstaklinga. Þessi hugrakki drengur heitir Aron Magnússen og er nýfluttur frá Fær- eyjum til Sandgerðis. Húrra fyrir honum, hugrekki hans og að standa sig svona vel í öll- um þessum kvennafansi! Aldrei lært dans Annars urðu helstu úrslit þau að Inga Birna Friðjónsdóttir hreppti fyrsta sætið í Ís- landsmeistarakeppni í einstaklingsdansi. Inga Birna er frá Sauðárkróki en býr núna á heimavistinni á Akureyri því hún er í MA. „Ég hef aldrei lært dans en alltaf verið dansandi inni í stofu heima hjá mér, ýmist ein eða með vinkonum mínum á meðan foreldr- arnir drekka kaffi,“ segir Inga Birna sem er mikil áhugamanneskja um dans en hún æfir fótbolta og var líka í frjálsum íþróttum. Hún segist hafa verið í tvær vikur að semja og æfa dansinn og fékk vin sinn til að mixa tónlist með U2 og Missy Elliot, við dansverkið. „Ég fékk m.a. í verðlaun að fara á dansnámskeið hjá Darrin Henson sem kemur til Íslands um næstu helgi og hann hefur kennt bæði Brit- ney Spears og Justin Timberlake að dansa, þannig að það verður frábært tækifæri og ég er til í allt ef eitthvað býðst í dansinum, en annars gengur fótboltinn hjá mér mjög vel og metnaðurinn liggur þar.“ Sömdu dansinn sjálfar Íslandsmeistarar í hópdansi urðu Eld- móður, sex stelpur úr Reykjavík, þær Hug- rún, Hildur Jakobína, Eva Dögg, Heiða Björk, Ólöf og Nanna. Hugrún tjáði sig um málið fyrir hönd hópsins. „Við sömdum dans- inn sjálfar en danskennararnir okkar, Birna og Guðfinna Björnsdætur, fóru yfir þetta með okkur í lokin og fínpússuðu með okkur,“ segir Hugrún og bætir við að þær hafi allar stundað freestyle-dansnám í Dansskóla Birnu Björnsdóttur síðastliðin fimm ár. „Auðvitað langar alla að vinna, en það kom okkur dálítið á óvart, því við vorum alveg vissar um að Helía myndi vinna, þær sem voru í öðru sæti, en ein í þeim hóp er vinkona mín.“ Hugrún segir að þær stelpurnar í Eldmóði hafi strax fengið ýmis tilboð um að sýna dans og það sé mikill heiður fyrir þær að þeim var boðið að dansa með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í mars og apríl við tónverkið Nótt á Nornagnípu. „Svo er líka búið að panta okkur til að dansa á öskudaginn í Valhúsaskóla, þannig að þetta er bara gaman.“ Helía urðu í öðru sæti í hópdansi Íslandsmeistara. Morgunblaðið/Eggert Inga Birna Friðjónsdóttir Íslands- meistari í einstaklingsflokki. Íslandsmeistarar frá Sauðarkróki og Reykjavík khk@mbl.is Freestyle–danskeppni Tónabæjar 52 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Frá bæ r g am an my nd me ð f ráb ær ri t ón lis t. Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföldum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlaunahafanum Cuba Gooding Jr. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents KRINGLAN kl. 4. Ísl tal. / kl. 6. Enskt tal.EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. HJ. MBL  ÓHT. Rás2 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 10. B.i. 16. Heimur fa rfuglanna Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 8 OG 10.30. B.i. 14 ára. Mögnuð mynd með Óskarsverðlaunahöfunum Ben Kingsley og Jennifer Connelly Tilnefningar til óskarsverðlauna3 Sýnd kl. 5.50. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.30, 8, 9.15 og 10.30.  Kvikmyndir.com  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Gamanmynd eins og þær gerast bestar ! Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“.  Roger Ebert  HJ MBL  ÓHT Rás2 ÓHT Rás2  VG DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 7.05 og 8.10 Kynnir SV MBL SV MBL HJ. MBL ATH! Aukasýning kl. 9.15 RÚNAR Júlíusson er alltaf að og dælir út plötunum eða svo gott sem. Um páskana kem- ur út ný skífa, trúarleg plata er nefnist Trú- brotin 13. „Ég er að verða búinn með hana,“ segir rokkarinn síungi í spjalli við blaðamann. „Platan kemur svo út í byrjun apríl. Þetta eru 13 trúarleg lög, bæði þá tónlistarlega og textalega séð. Þetta er gospel frá sjónarhorni rokks, popps og kántrís. Mikið um raddaðan söng og slíkt.“ Að baki þessari útgáfu er sérstök ástæða en Rúnar gefur plötuna út í minningu foreldra sinna. Móðir hans söng í kirkjukór í 45 ár og pabbi hans hefði orðið 100 ára á þessu ári. Plötuna gerir hans svo með sonum sínum og segir hann að öll fjölskyldan komi að þessu á einn eða annan hátt, auk fjölda hljóðfæraleik- ara og söngvara. „Ég þurfti að fresta plötunni út af Hljóma- fárinu,“ segir Rúnar og kímir. „Ég stefndi upprunalega að útgáfu um síðustu jól en pásk- arnir eru auðvitað mjög fínn tími líka fyrir svona plötu.“ Rúnar segist vera búinn að vinna að plöt- unni með öðru í um eitt ár. „Slatti af lögunum er frumsaminn en svo eru þarna líka klassískir sálmar. Allt er þetta samt sungið með mínu nefi að sjálfsögðu (hlær). Að þessu loknu er það svo önnur Hljómaplata en það er önnur saga…“ Rúnar Júlíusson gefur út trúarlega plötu Í minningu foreldra sinna arnart@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Trúbrotin 13 eru gerð í minningu foreldra Rúnars Júlíussonar. NIC Harcourt er tónlistarstjóri útvarps- stöðvarinnar KCRW í Kaliforníu og stýrir þar hinum daglega þætti Morning Becomes Eclectic (í lauslegri þýðingu: Hinn margræði morgunn). Í nýlegu hefti New York Times er spilunarlisti hans birtur og nefnir hann þar sjö sveitir og listamenn úr hinum og þessum áttum. Þarna eru t.d. Franz Ferdin- and, skoska nýbylgjusveitin sem er afskap- lega „heit“ um þessar mundir, og rafsveitin Zero 7 sem fylgir hinni vinsælu Simple Things frá 2001 eftir í mars næstkomandi. Þá eru á listanum stjörnur morgundagsins eins og ný-sálartónlistarmaðurinn Van Hunt og rómanska tilraunapoppsöngkonan Julieta Venegas. Að síðustu nefnir hann svo Ske þar sem hann segir að svo virðist sem fleiri hljóm- sveitir séu á fermílu á Íslandi en í nokkru öðru landi. Harcourt segir Ske fylgja í fót- spor Bjarkar, Gus Gus og Sigur Rósar og segir að frumburður sveitarinnar, Life, Death, Happiness & Stuff, sé sannfærandi verk sem innihaldi tilraunakennt, jaðarskot- ið melódískt popp. Hann klykkir út með því að segja að veturinn hafi hlýnað er hann heyrði plötuna. Life, Death, Happiness & Stuff kom út í október 2002 og lifir greini- lega enn góðu lífi. Ske á spilunarlista virts plötusnúðs í Bandaríkjunum Gera veturinn hlýrri www.kcrw.com www.ske.is Ske.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.