Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 53

Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 53
STEFNUMÓTAMYND ársins – hingað til – er klárlega 50 fyrstu stefnumótin, nýjasta gamanmynd Adams Sandlers. Það er náttúrlega deginum ljósara þegar sá spaugari er ann- ars vegar að annaðhvort elskar fólk hann eða hatar og þeir sem elska hann eru greinilega alveg að fara á límingunum yfir þessari nýjustu mynd hans. Þarna leikur hann líka á móti eftirlætis mótleikkonu sinni, henni Drew Barrymore, sem heillaði ekki bara hann upp úr skónum heldur flesta aðra í The Wedding Singer. 50 fyrstu stefnu- mótin rauk á toppinn um síðustu helgi og var sú eina sem gerði góða hluti um þessa helgi. Þannig fór hún líka létt með að standast áhlaup nýrra mynda sem ollu flestar vænum vonbrigðum. Unglingamyndin Játningar dramadrottingar (Confessions of a Teenage Drama Queen) með Lindsay Lohan úr Freaky Friday gekk þó skást af nýju myndunum og fór í annað sætið. Pólitíska grínmyndin Velkomin til Elghafnar (Welcome to Moose- port) er með Ray Romano úr All- ir elska Raymond og Gene Hack- man komst ekki nema í fjórða sætið, unglingamyndin Evr- ópureisa (Eurotrip) fór í fimmta og Ein í hringnum (Against the Robes) hnefaleikagamanmynd með Meg Ryan ekki ofar en í átt- unda sæti. Kraftaverkið (Miracles) er ís- hokkí-mynd frá Disney með Kurt Russell sem hefur merkilegt nokk hlotið hreint aldeilis fína dóma, þvert yfir línuna, og heldur góð- um velli í þriðja sæti eftir þrjár vikur á lista. Píslarsaga Krists verður frum- sýnd á öskudag vestra og bíða menn mjög spenntir eftir því hvernig viðtökur hún fær hjá al- menningi en hún verður frum- sýnd í fleiri kvikmyndahúsum en dæmi eru um nokkra aðra mynd af trúarlegu tagi. Að auki hefur mynd á annarri tungu en ensku aldrei verið frum- sýnd jafn víða.                                                                                                   !   "#$   #  "  %&# #  '           () *) +) ,) -)- -). .)( .) )* )+ ,). *)  ) ,) -)- .) ,*) .) .)( .-()( Sandler í algleymingi skarpi@mbl.is Á hverjum degi gleymir hin minnislausa Drew Barrymore að hún sé með Adam Sandler í 50 fyrstu stefnumótunum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 53 21.02. 2004 8 2 8 6 6 5 4 0 8 5 7 15 22 24 30 26 18.02. 2004 8 14 16 38 43 47 17 26 EINFALDUR 1. VINNINGUR Í NÆSTU VIKU! VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 4741-5200-0002-5562 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl. tal. KRINGLAN kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Tilnefningar til óskarsverðlauna KRINGLAN kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 4, 7 og 10. AKUREYRI kl. 8. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.15. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com B.i. 16 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 7 og 10. b.i. 14 . SV MBL ALLT frá því að Orson Welles setti Bandaríkin á annan endann árið 1938, með sögufrægri útsendingu út- varpsleikrits sem hann byggði á Inn- rásinni frá Mars, hafa gestakomur utan úr geimnum verið vinsælt um- fjöllunarefni í skemmtanaiðnaðin- um, ekki síst kvikmyndum. Dýrateg- undir hafa þó verið afar fátíðar í röðum geimvera, eina tilfellið er Howard the Duck, fokdýr skellur sem kvikmyndaiðnaðurinn vill helst af öllu gleyma. Innrásir utan úr geimnum Allt frá því að Jules Verne lyfti sjónum sínum til tunglsins á 19. öld, hafa rithöfundar verið iðnir við að semja skáldsögur um geim- ferðir og geimverur af öllum stærðum og gerðum. H.G. Wells, Jack Finney, Ray Bradbury, Stephen King, svo nokkur skáld séu nefnd sem hafa heillast af efninu. Fjöldi þessara ritverka hefur endað á hvíta tjaldinu, allt frá því að Frakkar kvikmynduðu Ferðina til tunglsins – De la Terre à la Lune, undir nafninu Le Voyage dans la lune, árið 1902. Japanar hafa verið stórtækir í gerð B-mynda um geim- verur, í þann flokk skipuðust einnig flestar bandarískar geimmyndir langt fram eftir síðustu öld. Framleiðslan var frekar óburðug yfir höfuð og gjarnan sýnd sem aukasnarl með betra verki á meðan sá háttur tíðkaðist. Mynd- irnar báru gjarnan nöfn eins og It Came From Outer Space, Invaders From Mars, jafnvel Termites From Mars, uns vegur þeirra fór vaxandi um og eftir miðja, síðustu öld. Invasion of the Body Snatchers, eftir Don Siegel, var tímamótamynd er hún kom á markaðinn árið 1956. Segir af geimverum sem taka sér bólfestu í líkömum manna án þess að þeir breytist í útliti. Myndin er byggð á sögu Jacks Finney sem var gjarnan túlkuð sem gagnrýni á nornaveiðar McCarthys, sem sá kommúnista í öðrum hverjum lista- manni vestra á þessum tíma. Því hef- ur líka verið haldið fram að bókin sé líkingasaga um hættuna af komm- únismanum sem sannarlega gróf um sig um á þessum döpru tímum. Endurgerð Philips Kaufman frá 8. áratugnum er einnig vönduð og at- hyglisverð afþreying. Glæsilegasta og skemmtilegasta innrásarmyndin af þeim öllum er Independence Day, sem varð ein vinsælasta mynd allra tíma er hún kom á markaðinn á síðasta tug 20. aldar. Í rauninni er hún byggð á gömlu B-mynda formúlunni, aðeins sett í dýran og vandaðan búning, krydduð frábærum brellum og góðu gríni. Mars Attacks, Dreamcatcher og Signs eru á hinn bóginn nýleg dæmi um dýrar og vandaðar geim- veruheimsóknir sem hafa ekki staðið undir væntingum. Þá má ekki gleyma Star Trek: First Contact, þessi besta mynd bálksins er einmitt um heimsókn geimvera til móður jarðar. Myndin er ein af mörgum kvikmyndaút- færslum sjónvarpsþátta, en sá miðill hefur lagt mikið af mörkum af slíku efni. Eftirminnilegastir af þeim toga eru þættir sem heita því stutta og laggóða nafni, V. Fjölskyldumyndin Hundalíf eða Good Boy! er komin í bíó Geimhundurinn eignast góðan vin á Jörðinni í myndinni Hundalíf! Eru gæludýr geimverur? saebjorn@mbl.is Öndin Hávar gerði enga frægðarför úr geimnum því myndin kolféll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.