Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 27 ÉG þakka Sigurði Bessasyni svör hans í Morgunblaðinu laugardaginn 28. feb. sl. við grein minni í blaðinu 19. febr. sl. Ég get tekið undir það að þegar tveir kjarasamningar eru bornir saman sé mikilvægt að þeir séu um sambærilega hluti. Ég er ósamála þér Sigurður þegar þú segir að samningur við starfsmenn Öryggis- miðstöðvarinnar sé formlega mjög ólíkur samningi við starfs- menn Securitas, að ekki sé hægt að bera þá saman. Það er og verður alltaf erfitt að bera saman samninga þegar aðeins annar sér dagsins ljós en hinn ekki. Ef að ég ber saman það sem ég veit um þá báða það er launatöflurnar þá er uppsetning þeirra alveg eins, sama 39% vaktaálagið fyrir nætur- vinnu, en eini munurinn á þeim eru tölurnar sem í flokkunum standa. Annað dæmi: í 8. kafla í sérsamn- ingi Securitas kafli 8.3 stendur „Starfsmenn skulu að auki fá 48, 84 eða 96 klst. frí að vetri miðað við fullt starf, en hlutfallslega sé um hlutastarf að ræða. 96 klst. vetr- arorlofs njóta aðeins þeir starfs- menn sem starfað hafa hjá fyr- irtækinu sex ár eða lengur. 84 klst. þeir starfsmenn sem starfað hafa þar í fjögur ár en 48 klst. þeir starfsmenn sem starfað hafa þar í tvö ár. Hafa skal samráð við hlut- eigandi starfsmann um úttekt frí- daga.“ Hjá Öryggismiðstöðinni tek- ur fjögur ár að fá þessi réttindi. Á þessu tvennu sést að Efling og Ör- yggismiðstöðin hafa tekið samning Securitas og fært hann í nútíma horf. Að fela það undir þeim for- merkjum að hann sé vinnustaða- samningur en hinn ekki það kaupi ég ekki. Mér sýnist ein helsta röksemd þín Sigurður fyrir betri samningi starfsmanna Öryggismiðstöðv- arinnar vera sú að Ör- yggismiðstöðin sé ekki innan Samtaka at- vinnulífsins og þar af leiðandi sé samningur starfsmanna þess við eigendur „frjálsir“ og betri (hærri). Mein- arðu virkilega með þessu að það sé óþarft með öllu að stéttarfélagið (félög) komi að samningsgerð? Ég vil einnig leiðrétta þig Sig- urður í því að launakerfi Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar er ekki byggt upp á ólíkan hátt að mínum dómi. Launakerfið, sem unnið er eftir hjá Securitas byggist á hinni opinberu launatöflu grunnlauna eins og hjá Öryggismiðstöðinni, en ekki á bónuskerfum eins og þú seg- ir. Bókun IV í síðasta launasamn- ingi hljómar svona: „Með vísan til bókunar um bónusgreiðslur sem gerð var með samkomulagi vegna kjarasamninga 1997, er það sameig- inlegur skilningur aðila að ein- staklingsbundnar bónusgreiðslur vegna fastráðningar 8.764 kr. verði felldar niður í tengslum við hækkun vaktaálags 20. febrúar 2000. Það að fyrirtækið greiði ef til vill einhverjum starfsmanna sinna ein- hvern bónus sem ekki er skráður í kjarasamningi getur ekki talist til álagsgreiðslna byggðra ofan á grunnlaunin. Það á enginn starfs- maður rétt á bónus samkvæmt kjarasamningi. Það er svo allt ann- að mál og að mínu mati graf- alvarlegt að þeir sem fá bónus skulu ekki fá vaktaálg 39% ofan á hann eins og grunnlaunin. Sú hugs- un kemur fram í hugann að fyr- irtæki sem eru með greiðslur utan kjarasamninga geri það í þeim eina tilgangi að geta kippt þeim í burtu þóknist þeim það, einnig sloppið við vaktaálagið þannig að Verkalýðs- félagið geti ekki komið þar nærri. Ég er sammála þér í því Sigurður að menn geta alltaf verið óánægðir með samninga og þá ekki síst vaktaálagið 39%. Ég spurði í bréfi mínu hvort samninganefndin muni beita sér fyrir hækkun á % álagi til samræmis við önnur stéttarfélög innan Eflingar? Þessu svaraðirðu ekki. Samtök atvinnulífsins hafa engin rök fyrir því að mínum dómi að greiða ekki sömu vakta% til Sec- uritasstarfsmanna og annara laun- þega innan stéttarfélagsins. Þessi skrif mín eru ábending til samningamanna Eflingar um að hvika hvergi frá réttlátum kröfum launþega sem verst eru settir launalega í þjóðfélaginu. Sigurður, þú segir að að lokum megi geta þess að það var mikil óánægja með kjarasamning Sec- uritas meðal starfsmanna fyrir samningsárið 2000. Óánægjan er þar enn. Um samningamál öryggis- varða hjá Eflingu stéttarfélagi Björn Kristmundsson svarar Sigurði Bessasyni ’Það er og verður alltaferfitt að bera saman samninga þegar aðeins annar sér dagsins ljós en hinn ekki.‘ Björn Kristmundsson Höfundur er öryggisvörður. ÝMSIR talsmenn Sjálfstæð- isflokksins tala mjög fjálglega um stjórnarforustutímabil Sjálfstæð- isflokksins frá 1991 og segja, að aldrei hafi verið annar eins upp- gangur á Íslandi, aldrei hafi verið eins mikill hagvöxtur. Slíkar yfirlýs- ingar má t.d. heyra reglulega hjá tals- manni Sjálfstæð- isflokksins á Útvarpi Sögu. En er þetta rétt? Svarið er nei. Undanfarin ár hefur að vísu verið góðæri hér á landi. En þó hef- ur hagvöxtur aðeins verið hóflegur miðað við fyrri hagvaxt- arskeið. Á tímabilinu 1991–1995 var enginn hagvöxtur hér á landi enda hafði þá verið samdráttur í aflaheimildum, allt frá 1988. Eftir 1995 byrjaði uppsveifla hér, sem hélst í hendur við almenna uppsveiflu efnahagslífs Vest- urlanda. En ef litið er á hagvöxt á Íslandi 1996–2000 í samanburði við önnur OECD-ríki kemur í ljós, að hagvöxturinn hér á þessum tíma er aðeins nálægt meðallagi hagvaxtar OECD-þjóða. Á þessu tímabili er Ísland í 7. sæti OECD-ríkja að því er hagvöxt varðar. Slakur hagvöxtur 1991–2002 Ef litið er á hagvöxt áratugarins 1991–2002, þ.e. áratugar stjórn- arforustu Sjálfstæðisflokksins, kem- ur í ljós, að meðaltalshagvöxtur á ári á mann er tæp 2% á þessu tíma- bili. Á þessum áratug er hagvöxtur á Íslandi slakur miðað við hagvöxt annarra OECD-þjóða. Ísland er í 16. sæti OECD-ríkja á þessu tíma- bili! Af þessu sést, að það stenst ekki, sem talsmenn Sjálfstæð- isflokksins hafa sagt, að hér hafi þá verið meiri uppgangstími en áður og meiri hagvöxtur en í öðrum ríkj- um OECD. Staðreyndir leiða allt annað í ljós. Mestur uppgangur 1971–1980 Það þarf að fara allt aftur til tímabilsins 1971–1980 til þess að finna mesta uppgangs- tímann í efnahags- málum. En á því tíma- bili jókst hagvöxtur um rúm 5%, þ.e. meðaltals- hagvöxtur á ári á mann. Og á því tímabili jókst kaupmáttur um 5,7% á ári, þ.e. kaup- máttur ráðstöf- unartekna á mann, meðalbreyting á ári. En kaupmáttur ráðstöf- unartekna sl. áratug (1991–2002), þ.e. meðalbreyting á ári á mann, hefur aðeins aukist um 1,8%. Er það miklu minni aukning en á ára- tugnum 1971–1980. Þetta eru stað- reyndir málsins. Sjá nánar á heima- síðu minni: www.gudmundsson.net. Goðsögnin um afrek Sjálfstæð- isflokksins í efnahagsmálum á stjórnartíma flokksins frá 1991 stenst því ekki. (Tölur um hagvöxt og aukningu kaupmáttar eru byggð- ar á skýrslu Stefáns Ólafssonar pró- fessors frá 2003.) Hver kom með frelsi? Talsmenn Sjálfstæðisflokksins guma einnig mikið af því, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi innleitt frelsið í íslenskt viðskiptalíf. En það er einnig rangt. Það var EES- samningurinn sem færði okkur frelsið. Ég segi ekki, að við höfum fengið EES-samninginn sendan á telefaxi frá Brussel. En frelsið kom alla vega frá Brussel, þ.e. frá Evr- ópusambandinu. Sjálfstæðisflokk- urinn var í fyrstu algerlega á móti því, að Ísland gerðist aðili að EES, og ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða værum við ekki aðilar að EES-samningnum. Það þurfti harða baráttu á Alþingi til þess að koma EES-samningnum í gegnum þingið. Alþýðuflokkurinn hafði forustu í baráttunni fyrir aðild Íslands að EES og hafði sigur í þeirri baráttu. Einkavæðing bankanna Sjálfstæðisflokkurinn má hins vegar þakka sér einkavæðingu bankanna enda þótt ekki megi á milli sjá hvor stjórnarflokkanna hafi verið ólmari í þá einkavæðingu. Framsókn, áður flokkur samvinnustefnunnar, hefur keppst við að koma bönkunum í einkaeign. Einkavæðingin er efni í aðra grein og verður fjallað um hana síðar. Goðsögnin um afrek Sjálf- stæðisflokksins stenst ekki Björgvin Guðmundsson fjallar um sögu efnahagsmála Björgvin Guðmundsson ’Það stenst ekki, semtalsmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa sagt, að hér hafi þá verið meiri uppgangstími en áður og meiri hagvöxtur en í öðrum ríkjum OECD.‘ Höfundur er viðskiptafræðingur. NÝLEGA svaraði heilbrigð- isráðherra eftirfarandi spurn- ingum frá undirrit- aðri um málefni heilabilaðra á Íslandi: 1. Hversu margir heilabilaðir ein- staklingar hafa verið á biðlista eftir viðeig- andi dvalarrými, skipt eftir árum frá árinu 2000? 2. Hefur verið grip- ið til sérstakra ráð- stafana til að stytta biðlistana? Ef svo er, til hvaða ráðstafana? 3. Hvaða stuðn- ingur stendur til boða þeim aðstandendum sem annast heilabil- aða í heimahúsum? 4. Hefur verið met- ið hver áhrif ónógt dvalarrými hefur á atvinnuþátttöku og heilsufar aðstandenda sem annast heilabilaða í heimahúsum? Aðstæður á heimilum Stefna íslenskra heilbrigðisyf- irvalda er að gera öldruðum fært að dvelja á heimilum sínum eins lengi og kostur er og auka og bæta stoðþjónustu til að það sé gerlegt. Það er dýrmætt fyrir heilabilaða, en algengur fylgifiskur þess sjúkdóms er óöryggi og hræðsla sjúklingsins við nýtt, ókunnugt umhverfi. Slík úrræði hljóta þó ætíð að byggjast á að fyrir hendi séu viðunandi að- stæður, ekki einungis fyrir þann sjúka heldur einnig fyrir aðstand- endur viðkomandi, sem takast á hendur umönnunar- og gæslu- hlutverk. Mat á getu sjúklingsins og aðstæðum er erfitt og vanda- samt, ekki síst þar sem sjúklingar segjast gjarnan færari og frískari en raun er á og aðeins þeir sem umgangast viðkomandi náið, vita betur. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, skrifar grein í Morg- unblaðið nýlega þar sem hann lýs- ir m.a. aðstæðum nokkurra ein- staklinga sem stríða við heilabilun og búa í heimahúsum. Lýsing Ólafs kemur heim og saman við upplýsingar fleiri aðstandenda, sem líkt og lýst er í greininni verða fyrir miklu andlegu og lík- amlegu álagi, missa úr vinnu og hætta á atvinnumissi vegna fjar- vista við umönnun ættingja eða maka. Einnig eru makar oft, eðli málsins samkvæmt, sjálfir aldraðir og heilsuveilir og eiga því óhægt um vik að takast á hendur umönn- unina. Viðeigandi vistunarúrræði Meðal þess sem fram kom í svörum heil- brigðisráðherra var að 365 einstaklingar hafa verið metnir í brýnni þörf eftir viðeigandi vistunarúrræði og að ekki er sundurgreint við skráningu hvort um heilabilaðan ein- stakling er að ræða eða vistunarþörf af öðrum orsökum. Jafn- framt að Alzheimer- sjúklingar eru vistaðir með öðrum öldruðum sem oft á tíðum er af- ar óheppilegt vegna truflandi sjúkdóms- einkenna Alzheim- ersjúklinga. Í fréttum þriðju- dagskvöldið 24. febr- úar kom fram hjá for- stöðukonu Sóltúns að þó vistunarrýmum fyrir aldraða væri fjölgað fækkaði ekki á biðlistum vegna þess að verið væri að loka sjúkradeildum og einstaklingar þaðan tækju þau nýju pláss sem stæðu til boða. Hækkaður meðalaldur – fleiri heilabilaðir Það eru ekki fréttir að íslenska þjóðin sé að eldast. Eitt af því sem fylgir hækkuðum aldri er fjölgun heilabilaðra en samkvæmt fréttum nýverið óttast breskir og banda- rískir sérfræðingar að Alzheimer- faraldur muni ganga yfir heiminn á næstu áratugum. Þeir spá því að árið 2050 muni Alzheimer-sjúkum hafa fjölgað um 150% frá því sem nú er. Talið er að elliglöp geri vart við sig hjá einum af hverjum fimm einstaklingum eftir áttrætt. Það er skömm að því hvernig málefnum aldraðra og fárveikra einstaklinga er sinnt í þessu vel- ferðarsamfélagi sem Ísland á að heita. Eða treystir einhver sér til að halda því fram að sómasamlegt sé að fárveikur, óttasleginn ein- staklingur sé látinn bíða mánuðum saman eftir viðeigandi vistun? Samkvæmt upplýsingum ráðherra eru það 365 einstaklingar sem þannig er ástatt um í dag. Fagfólk hefur lagt til úrræði en á þau er ekki hlustað. Það telst líklega of dýrt. Og sjúklingarnir bíða … Anna Kristín Gunnarsdóttir skrifar um biðlista fyrir heilabilaða Anna Kristín Gunnarsdóttir ’Fagfólk hefurlagt til úrræði en á þau er ekki hlustað.‘ Höfundur er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í norðvesturkjördæmi. ÞAR sem starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar, Gísli Víkingsson og Droplaug Ólafsdóttir, telja sig þurfa að draga fram kjarna málsins varðandi „hrefnurannsóknir og hvalaskoðun“ sam- anber grein þeirra í Morgunblaðinu mánu- daginn 1. mars vil ég fyrir hönd Hvalaskoð- unarsamtaka Íslands taka fram eftirfarandi: Kjarni málsins er þessi: Loforð voru svikin. Það skiptir í raun engu hvort veið- arnar fóru fram á öðr- um tímum en þegar hvalaskoðun var í gangi eða hvort bátarnir voru annars staðar þegar dýrin voru veidd. Áður en veiðarnar hófust voru gefin loforð um að ekki yrði veitt innan hvalaskoðunarsvæða. Þau loforð voru einfald- lega svikin. Gísli og Droplaug vísa í mismunandi túlk- un á svæðum, toga þau til og túlka sér í vil. Lof- orð eru ekki teygjanleg, þau skulu einfaldlega standa. Að endingu um svikin loforð Ásbjörn Björgvinsson skrifar um hvalveiðar og hvalaskoðun Ásbjörn Björgvinsson ’Áður en veiðarnar hóf-ust voru gefin loforð um að ekki yrði veitt innan hvalaskoðunarsvæða.‘ Höfundur er formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.