Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 39 hópnum sem hefur fylgt þeim til margra ára. Hún hafði bjart yf- irbragð, var glæsileg kona. Barna- börnin voru henni kær og hefði tím- inn mátt vera lengri, en stundin var komin og hún hélt inn á nýtt til- verustig. Megi hið eilífa ljós lýsa henni á nýjum leiðum. Megi Guð gefa eftirlifandi eig- inmanni, sonunum, tengdadætrum, barnabörnum, svo og allri fjölskyld- unni styrk í sorg þeirra. Hafðu þökk. Blessun Guðs fylgi þér. Sigrún og Sigurður Albert. „Það er hér kona sem ég þarf að kynna þig fyrir,“ sagði Finnbogi Jó- hannsson, skólastjóri Fellaskóla, við mig á fyrstu haustdögum skólaárs- ins 1974. Konan sem hann vildi endilega kynna mig fyrir var nýi skólaritarinn, Herborg Jónasdóttir. Ástæða þess að hann vildi kynna okkur var ekki eingöngu sú að hún var nýr starfsmaður skólans, heldur vegna þess að ég var nýkomin frá því að ganga í Loðmundarfjörð og hann vissi, að sem mikill Austfirð- ingur hafði Herborg áhuga á öllu sem snerti Austfirði. Þegar við tók- um svo tal saman kom í ljós að hún hafði gengið í Alþýðuskólann á Eið- um og hafði þar verið bekkjarsystir mannsins míns. Allt frá þessum fyrstu kynnum höfum við verið vin- konur. Vinkonur í 30 ár. Vinkonur sem vorum svo lánsamar að búa í nágrenni hvor við aðra. Meðan hverfið okkar var nýbyggt og gróð- urinn ekki orðinn mjög hávaxinn sá Herborg úr sínu húsi yfir til mín og sagði oft í gríni að hún gæti fylgst með öllum mannaferðum í mitt hús. Herborgu var margt gefið í vöggugjöf. Hún var glæsileg í útliti, lífleg og hress í samskiptum við annað fólk, ákaflega gestrisin og mikill dugnaðarforkur. Hún var líka með afbrigðum minnug. Það var al- veg ótrúlegt hvað hún gat munað eftir fólki og nemendum sem hún hafði haft samskipti við. Við sögðum stundum að hún kynni örugglega utanbókar kennitölur og símanúmer allra nemenda og kennara skólans. Herborg og Guðjón ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan. Þær eru ekki fáar ferðirnar sem við höfum farið saman bæði að sumri sem vetri. Hvort sem sofið var í tjöldum eða skálum var eitt sem aldrei brást, það var nestið hennar Heddu. Á meðan við hin drógum upp flatbrauð og hangikjöt töfraði hún fram hina girnilegustu rétti sem hún hafði útbúið heima og auð- vitað hafði hún útbúið það ríflega að nóg var fyrir allan hópinn. En það var ekki bara í þessum ferðum okk- ar sem rausnarskapurinn sýndi sig. Matarboðin á Seljabrautinni og seinna í Ljárskógunum voru alltaf tilhlökkunarefni. Tilhlökkunarefni, ekki bara vegna góða matarins sem maður vissi að beið manns heldur líka notalegheitanna sem fylgdu því að vera með henni. Manninum í lífi sínu, honum Guð- jóni, kynntist Herborg á meðan þau voru bæði nemendur á Eiðum. Þau hafa því fylgst að í tæp fjörutíu ár. Saman eignuðust þau synina tvo sem hún var svo stolt af. Seinna komu svo yndislegar tengdadætur og ekki síður yndisleg barnabörn. Æskustöðvarnar voru henni ávallt kærar. Hún talaði mikið um ættingjana og vinina á Norðfirði og kom þar í ljós hve henni þótti vænt um fólkið sitt og æskuslóðirnar. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór að bera á breytingum hjá Heddu. Hún greindist með sykursýki og fleiri kvilla sem urðu til þess að halla tók undan fæti. Smátt og smátt hvarf þessi yndislega og duglega mann- eskja sem við þekktum svo vel og þótti svo vænt um. En þannig er nú gangur lífsins. Jafnvel þeir sem manni virðast sterkari og duglegri en flestir geta lent í því að ráða ekki við lífið. Eftir stöndum við hnípin og full vanmáttar yfir hlut- um sem við gátum ekki breytt. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka kærri vinkonu vináttuna, tryggðina og samfylgdina öll þessi ár. Guðjóni, Jónasi, Bóa, tengdadætrum og barnabörnum sendum við Siggi okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir. Það var haustið 1978 sem ég og fjölskylda mín fluttum í næsta hús við Svenna og Jensu. Fljótlega tókust góð kynni okkar á milli og var ég tíð- ur gestur í eldhúsinu hjá Jensu. Ósjaldan hringdi Jensa eða kallaði og bauð í heitar pönnukökur, jóla- köku eða „drylur“, og var margt spjallað yfir kaffibollunum. Þegar ég fór að fá áhuga á smíðum og smíðavinnu var Svenni góður haukur í horni. Ég var búin að sjá handverk hans í gegnum tíðina og vissi því að hann gæti leiðbeint mér. En hann var lítillátur og var við- kvæðið oft „ég get þetta ekkert“ eða „ég kann þetta ekki“. En raunin var önnur, hann var nánast snillingur í SVEINN G. SVEINSSON ✝ Sveinn Guð-mundsson Sveins- son fæddist í Hafnar- firði 4. júní 1920. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 10. febrúar síðastliðinn og var út- för hans gerð í kyrr- þey frá Hvalsnes- kirkju 21. febrúar. höndunum og vand- virkur með afbrigðum. Oft fór ég yfir til hans uppfull af hug- myndum, lýsti þeim fyrir honum og stuttu síðar var hann búinn að búa til jafnvel fleiri en eina útgáfu af þessum hugmyndum mínum. Hann kenndi mér á rennibekk og sagði mér til þegar ég þóttist standa í bílaviðgerðum. Það var mikill missir fyrir mig þegar þau ákváðu að selja húsið sitt og flytja í íbúð eldri borgara í Miðhúsum árið 2001. En þau voru þá bæði að verða svo heilsulítil að þau gátu ekki hugsað um hús og lóð eins og þau vildu að yrði gert. Ég hugsa með miklu þakklæti til Svenna, hann var alltaf tilbúinn til að aðstoða og ætlaðist ekki til neins í staðinn. Elsku Jensa við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og minnumst allra góðu stundanna með þökk og gleði. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Bjarney og fjölskylda. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Yfirvélstjóri óskast Yfirvélstjóri óskast á togara sem gerðu er út á Flæmska hattinn. Upplýsingar í síma 893 3023. Hressingarskálinn óskar eftir vaktstjóra og þjónum/aðstoðarfólki í sal. Kristín Björk gefur upplýsingar í síma 863 9343. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Nýjungar í meðferð astma Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræð- ingur í astma- og ofnæmissjúkdóm- um, heldur fyrirlestur á vegum Astma- og of- næmisfélagsins, um nýjungar í meðferð astma í húsi SÍBS í Síðumúla 6 miðviku- daginn 3. mars 2004. Fundurinn hefst kl. 20:00 og er öllum opinn. Kynntar verða lagabreytingar. Astma- og ofnæmisfélagið. Aðalfundur FÍ Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn í FÍ-salnum Mörkinni 6, fimmtudaginn 11. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Valsmanna hf. verður haldinn að Hlíðarenda miðvikudaginn 17.mars nk. kl. 17.15. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins Hvetjum alla hluthafa til að mæta á fundinn. Stjórnin. KENNSLA                                                   !!"          #$  #%   &&' ($))      TILKYNNINGAR Breytt heimilisfang Frá og með 1. mars 2004 hefur Friðjón Örn Friðjónsson hrl. flutt lögfræðiskrifstofu sína í Lágmúla 7, 108 Reykjavík. Nýtt símanúmer er 581 1155, fax 581 1170 og netfang: fridjon@advocates.is . UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Austur- vegi 6, Hvolsvelli, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Eyvindarmúli, Rangárþingi eystra, lóð nr. 187-167, 25% eignarhl. gerðarþ., þingl. eig. Sigurður Trausti Þórðarson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., Sandgerði, miðvikudaginn 10. mars 2004 kl. 11:00. Geitasandur 4, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Kristjón L. Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 10. mars 2004 kl. 11:00. Gularás, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Ólafur Árni Óskarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Hvolsvelli, miðvikudaginn 10. mars 2004 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 2. mars 2004. Uppboð Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á Hlíð- arvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 10. mars 2004 kl. 16:00: PS-143 UX-296 Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 2. mars 2004. ÝMISLEGT Leitað er að einbýlishúsi eða rúmgóðri hæð með húsgögnum á stór-Reykjavíkursvæðinu, byggingarár ca 1960-1965, til að taka á leigu í eina viku á tíma- bilinu 14.—25. mars fyrir kvikmyndatökur. Afnot takmarkast við forstofu, stofu og eldhús. Allar nánari upplýsingar veitir Helga í síma 896 0312 (helgais@simnet.is).  GLITNIR 6004030319 III Myndakvöld FÍ miðvikudaginn 10. mars kl. 20.00 í FÍ-salnum, Mörkinni 6. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðing- ur, fjallar um rjúpuna í náttúru Íslands. Eftir hlé sýnir Sveinbjörg Sveins-dóttir myndir af hálendi Íslands. Verð kr. 500, innifalið kaffi. Allir velkomnir  HELGAFELL 6004030319 IV/V I.O.O.F. 9  184338½  9.III I.O.O.F. 7  18430371/2  I.O.O.F. 18  184338  8½ I* Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Heilunar- og hugleiðslustund í kvöld kl. 20.00 í Ljósheimum, Brautarholti 8. Aðgangseyrir kr. 500. Hjartanlega velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.