Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 13 FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ At- orka keypti í gær 20% eigin hlutafjár af félögum í eigu Margeirs Pétursson- ar og bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasonar. Um var að ræða alls 455,3 milljónir hluta sem Atorka keypti á verðinu 2,65. Kaupverðið hef- ur því numið 1,2 milljörðum króna. Styrmir Þór Bragason, fram- kvæmdastjóri Atorku, segir að félag- inu hafi borist tilboð um að kaupa þennan hlut á mánudag og ákveðið hafi verið að kaupa bréfin með það fyrir augum að leita nýrra fjárfesta að félaginu. „Við töldum þetta vera góð kaup fyrir félagið og teljum okkur geta selt bréfin áfram. Sex fjárfestar hafa þegar komið að máli við mig og leitað eftir að koma að félaginu, annað hvort að kaupa allan hlutinn eða hluta af honum.“ Styrmir segir félaginu heimilt að eiga bréfin í allt að sex mánuði eða færa niður hlutaféð innan sama tíma. Ákvörðun þar um muni ráðast af tækifærum á markaðnum. „Ný stjórn félagsins hefur ekki haft tækifæri til að setjast niður og ræða næstu skref í þessu máli. Við munum hins vegar halda áfram með okkar viðskiptavakt á bréfunum og ef menn vilja kaupa stærri hlut þá geta þeir lagt bein tilboð fyrir stjórnina.“ Um ástæðu þess að bréfin fóru ekki út á almennan markað segir Styrmir að hlutirnir hafi þurft að gerast fljótt en það taki oft lengri tíma að selja á markaði. Þau félög sem seldu í Atorku voru Margeir Pétursson ehf. (seldi 119,7 milljónir hluta), MP Fjárfestingar- banki hf. (seldi 84,4 milljónir hluta) , Fari ehf. (seldi 62,5 milljónir hluta), Hraunbjarg ehf. (seldi 116,8 milljónir hluta), Dexter ehf. (seldi 62,5 milljónir hluta) og Eignarhaldsfélagið Hof (seldi 9,4 milljónir hluta). Félögin eiga enga hluti í Atorku eftir viðskiptin. Fari, Dexter og Hof eru í eigu bræðr- anna Jóns Pálmasonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar og tengdra aðila en Sigfús Ingimundarson er fram- kvæmdastjóri þessara félaga. Þeir eiga jafnframt hluti í MP Fjárfesting- arbanka og Hraunbjargi (áður 3P Fjárhús) ásamt Margeiri Péturssyni. Margeir Pétursson segir að hann og félagar hans hafi tekið ákvörðun um að selja hluti sína í Atorku þar sem þeir vilji beina kröftum sínum í auknum mæli að fjárfestingu sinni í MP Fjárfestingarbanka, sem fékk fjárfestingarbankaleyfi í nóvember síðastliðnum. Ný stjórn Atorku kjörin Aðalfundur Atorku var haldinn í gær og var kosin ný stjórn félagsins. Margeir Pétursson og Sigfús Ingi- mundarson gengu úr stjórn en lög- mennirnir Karl Axelsson og Lárus Blöndal tóku þar sæti. Áfram sitja í stjórn Þorsteinn Vilhelmsson, Aðal- steinn Karlsson og Magnús Jónsson og var hann kjörinn formaður. Selja 20% hlut í Atorku GREININGARDEILD Lands- banka Íslands er ekki fyllilega sammála greiningu KB banka frá því á mánudag sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, þar sem dregin er upp sú mynd að miklar erlendar lántökur upp á síðkastið hafi leitt til mikillar hækkunar hlutabréfa og að orsakasamhengið geti verið á þann veg að hækkun hlutabréfa ýti undir erlendar lán- tökur. Í greiningu KB banka er vitnað í reynsluna frá því á árunum 1999–2000 þegar hlutabréfaverð fór lækkandi samfara mikilli aukn- ingu erlendra endurlána. Í Vegvísi Landsbankans segir að KB banki hafi látið að því liggja að staðan á hlutabréfamarkaði í dag í kjölfar mikillar aukningar erlendra endurlána gefi tilefni til að ætla að lækkanir á hlutabréfaverði og fall krónunnar sé framundan. „Vissu- lega hafa erlendar skuldir aukist hratt upp á síðkastið og verð hluta- bréfa hefur aldrei verið hærra. En samhengi hlutabréfa- og gjaldeyr- ismarkaðar er mun flóknara en svo að hægt sé með einfaldri aðfalls- greiningu að spá fyrir um áhrif minnkandi erlendra endurlána á gengi krónunnar og þróun hluta- bréfaverðs. Þegar tölur um erlend endurlán eru skoðaðar er afar mikilvægt að taka tillit til þeirra skipulagsbreyt- inga sem urðu á íslenskum lána- markaði um mitt ár 2000 þegar FBA og Íslandsbanki sameinuðust. Við þá breytingu færðust öll útlán FBA, rúmlega 100 milljarðar króna á þáverandi gengi, á milli geira í bókhaldi Seðlabankans. Lánin höfðu verið skilgreind sem lán fjárfestingarlánasjóða, en flutt- ust yfir í endurlán innlánsstofnana. Lán FBA voru að meginhluta til gengistengd fjárfestingarlán gömlu lánasjóða atvinnulífsins eins og fiskveiðilánasjóðs og iðnlána- sjóðs. Hér var því ekki um að ræða raunverulega útlánaaukningu inn- lánsstofnana eins og látið er í veðri vaka í greiningu KB banka og þar með fellur sú kenning að hægt sé að tengja síðustu niðursveiflu á hlutabréfamarkaði beint við breyt- ingar á erlendum endurlánum og gengi krónunnar,“ segir í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. Sveiflur urðu á gengi krónunnar í gær og segir í Vegvísinum að hræringarnar virðist mega rekja til umfjöllunar KB banka og umfjöll- unar Morgunblaðsins í gær. Greiningardeild Landsbankans segir einnig í Vegvísi sínum að hún telji enn að krónan haldist sterk í bráð. „Það sem styður við sterka krónu nú er að hagvaxtarskeið er að hefjast, verðlag er stöðugt, fisk- veiðiheimildir hafa verið auknar, lánshæfismat er hátt, fjármögnun viðskiptahallans er auðveld, horfur eru á hækkun stýrivaxta og staða framvirkra gjaldeyrissamninga er lág. Þeir þættir sem helst virka til veikingar eru vaxandi viðskipta- halli, miklar erlendar skuldir, vax- andi fjárfestingar lífeyrissjóða er- lendis, gjaldeyriskaup Seðlabank- ans og óvissa um niðurstöður kjarasamninga.“ Hækkanir nú í einangrun Í hálffimm fréttum í gær fjallaði KB banki áfram um áhrif erlendra endurlána á hagkerfið. „Á síðustu misserum hefur orðið mikil aukn- ing í erlendum lántökum samhliða hækkunum á hlutabréfamarkaði með svipuðum hætti og gerðist vet- urinn 1999–2000. Ef hægt er að draga fram mun á milli núverandi hækkana á eignamörkuðum og þess sem gerðist árið 1999–2000 er ljóst að efnahagslífið sjálft eða raunhagkerfið var í mikilli upp- sveiflu þegar eignaverð tók þá á rás. Núverandi hækkanir á eigna- mörkuðum virðast aftur á móti vera í nokkurri einangrun frá þró- un annarra efnahagsstærða, en til að mynda er atvinnuleysi enn hátt og fjárfesting hefur ekki tekið við sér með viðlíka hætti og gerðist ár- ið 2000. Það fjármagn sem hefur runnið inn í hagkerfið á síðustu mánuðum virðist að mestu hafa farið út á hlutabréfamarkaðinn sjálfan, en ekki aukið raunverulega framleiðslugetu hér innanlands með beinum fjárfestingum,“ segir í hálffimm fréttum KB banka. Ekki sammála um áhrif erlendra endurlána BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að vanga- veltur KB banka um hugsanlegt verðfall hluta bréfa og uppþorn- unar á fjármagns- straumum til landsins í kjölfarið sem síðan hefði áhrif til snöggrar lækkunar krónunn- ar endurspegli svartsýni og ekkert sé í spilunum sem bendi til að mikið verðfall sé yfirvofandi. Birgir Ísleifur segir að gengi hafi hækkað síðustu vikur á síðasta ári og síðan áfram fyrstu vikur þessa árs. Krónan hafi svo verið nokkuð stöðug síðustu vikur. „Ég held að það sé al- veg ljóst að þessar gengisbreytingar hafi afskaplega lítið með stóriðju- framkvæmdir að gera. Það hefur hins vegar flætt töluvert fjármagn inn í landið í formi erlendra lána sem teng- ist mjög þessum skuldsettu yfirtök- um á fyrirtækjum sem hafa verið að gerast hver á fætur annarri. Við sjáum að erlend endurlán bankanna hækkuðu um 16 milljarða króna í jan- úar sem er mikil hækkun. Þannig að það eru augljós tengsl á milli endur- lánanna og hækkunar á hlutabréfa- verði sem hefur orðið.“ Birgir segir að ekkert sé hægt að sjá í spilunum sem bendi til einhverslags hruns eins og KB banki gefur í skyn að geti gerst, hvorki í hlutabréfaverði né gengi. „Þegar við erum með frjálst fjár- magnsstreymi hækkar gengið og lækkar eftir því sem kaupin gerast á eyrinni ef svo má segja. Þetta er allt of mikil svartsýnisspá sem þeir setja fram.“ Birgir segir að væntingar í kringum stóriðjuframkvæmdirnar hafi haft áhrif til aukningar einka- neyslu og geti haft áhrif áfram. „Við megum ekki gleyma því að þessar framkvæmdir eru rétt að byrja. Toppurinn verður ekki fyrr en árið 2006. Það á vafalaust eftir að hafa áhrif, en það er líka óþarfi að mikla það fyrir sér hver áhrifin verða.“ Spurður um orð KB banka um að áhrif stóriðjuframkvæmda virðist hafa verið mögnuð upp segist Birgir ekki vita hver hafi magnað það upp – Seðlabankinn hafi alltént ekki gert það. „Við sögðum að stýrivextir gætu orðið 2,5% hærri en ella á fram- kvæmdatímanum og við gerðum grein fyrir að rík- isfjármálin yrðu að leggja sitt af mörkum sem þau munu gera ef fjár- lög ganga eftir og við sögðum að þetta myndi óhjá- kvæmilega hafa áhrif á gengið sem það hefur gert, þannig að ég sé ekki að við höfum magnað neitt upp.“ Um stöðu krónunnar nú segir hann að gengisvísitalan hafi um skeið verið á bilinu 119–120, en ómögulegt sé að segja til um hvernig hún mun þróast í náinni framtíð. „Svo má ekki gleyma því að mikil lækkun á Bandaríkjadal á alþjóðlegum mörkuðum hefur skapað nokkurt ójafnvægi. Hins vegar hefur evran hækkað lítilsháttar gagnvart krónunni. Því hefur styrking krón- unnar lítið komið niður á þeim sem flytja út á Evrópumarkað.“ Birgir segir að Seðlabankinn vari við því að menn fari of geyst í erlend- ar lántökur. „Við höfum bæði varað við því að þeir sem ekki eru með tekjur í erlendum gjaldmiðlum taki mikið af erlendum lánum, hvort sem er einstaklingar eða fyrirtæki, og við höfum jafnframt varað við því að reiða sig um of á skammtímalán í er- lendum myntum. Bankarnir virðast vera að bregðast við því, með því að lengja í erlendum lánum sínum.“ Stóru orðin voru ýkjur Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra segir spurð um greiningu KB banka að það sé sér ofarlega í huga að það sé að koma í ljós að stóru orðin sem höfð voru uppi af andstæð- ingum stóriðju um gífurleg áhrif hennar á efnahagskerfið hafi verið ýkjur. „Þetta voru orðin einhver að- alrök margra gegn framkvæmdinni á lokastiginu,“ segir Valgerður. Hún segist taka undir með KB banka um að tengsl séu á milli hlutabréfaverðs og erlendra lána og að ef verð á hluta- bréfum falli muni það að óbreyttu leiða til lækkunar á gengi krónunnar. „En það er ekkert í spilunum að það sé mikil lækkun framundan á verði hlutabréfa. Mér finnst óeðlilegt að hlutabréfaverð haldi áfram að hækka með sama hætti og á undanförnum mánuðum en uppstokkun í eignar- haldi fyrirtækja hefur átt sinn þátt í að halda hlutabréfaverði háu.“ Seðlabankastjóri telur KB banka of svartsýnan Óeðlilegt ef hlutabréf hækka áfram með sama hætti og á undanförnum mánuðum, segir viðskiptaráðherra Birgir Ísleifur Gunnarsson Valgerður Sverrisdóttir MARGEIR Pétursson, stjórnar- maður í Jarðborunum, hefur keypt 2 milljónir hluta í félaginu á verð- inu 14,5. Kaupverðið nemur 29 milljónum króna. Um ástæðu kaupanna í Jarðbor- unum segir Margeir Pétursson að með því að selja hluti sína í Atorku hafi hann ekki lengur átt hagsmuna að gæta í Jarðborunum. Hann hafi hins vegar viljað vera þar hluthafi áfram enda sé hann ánægður með félagið og hafi að auki setið í stjórn þess í sjö ár. Heildarhlutafé í Jarðborunum nemur 400 milljónum og er hlutur Margeirs því hálft prósent heildar- hlutafjár. Lokaverð á markaði í gær var 13,5 krónur á hlut og markaðsverðmæti samkvæmt því er 5,4 milljarðar króna. Margeir kaupir í Jarðborunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.