Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 22
Sjónin skipar aðalhlutverkiðen heyrn, lykt, bragð ogsnerting aukahlutverk ímenningu nútímans. Ver- öldin verður æ myndrænni og fátt virðist ætla að breyta þeirri þróun. Lyktarskynið þróaðist þó fyrst í ævisögu mannsins. Manneskjan reiðir sig ekki á lykt- ina eins og áður en oft vill gleymast að lyktin hefur ómeðvituð áhrif. Hún finnur lyktina en tekur ekki alltaf eftir því vegna þess að önnur skyn- færi eru áreitt meira. Lyktin leikur hlutverk í sam- skiptum manna, því hver manneskja hefur eigin lykt sem sett er saman úr angan líkamans, hreinlæti, fötum og nánasta umhverfi. Ilmblær ein- staklings getur verið fráhrindandi og of harðir dómar geta því fallið við fyrstu kynni. Lykt annarrar persónu getur laðað að sér fólk. Kynferðisleg lykt Ferómón er afar þekkt lyktarefni enda gefa mörg dýr það frá sér. Kvendýr ýmissa skordýra framleiða það yfir fengitímann og laða þannig karldýrin að. Ferómón er líka áhrifaþáttur í kynhegðun spendýra. Konur framleiða ferómón þegar mestar líkur eru á getnaði, þó ekki sé það mikið. Konur virðast vera nokkuð næm- ar á ilm af moskusefnum sem ýmsir karlar „gefa frá sér“. Moskusilmur er sagður kynörvandi, og hafa ilm- vatnsframleiðendur á undanförnum árum sett á markað ilmvötn handa körlum með moskusefnum. Vonin stendur til þess að grípa athygli kvenna með þessum ilmi. Konur eru næmari á lykt en karl- ar og óléttar konur eru sérlega næmar á lykt. Það er ekki nauðsyn- lega kostur því óþefurinn getur truflað þær. Þær nota ilmefni meira en karlar og eru m.a. af þessum sök- um með þjálfaðra þefskyn. Lyktarstöð mannsins spannar 1/ 20 af heilaberkinum og er stöðin ná- tengd elsta hluta heilans þar sem miðstöð tilfinninganna er. Ilmur, lykt, óþefur, stybba og hvaðaeina annað á lyktrænu formi hefur því fyrst og fremst hvatræn áhrif en ekki vitræn, það er sennilega meg- inástæðan fyrir því að áhrifin eru einnig oftast ómeðvituð. Vond matarlykt, ýlda og fleira fælir fólk frá t.d. skemmdum mat. Það getur aftur á móti verið erfitt að standast ilmandi poppkorn, kaffi, pönnukökur og fleira matarkyns, en auðvelt ef það stendur ilmlaust á borðinu frá deginum áður. Ilmur minninganna Lykt getur vakið minningar. Manneskja finnur allt í einu sér- staka lykt og verður hugsað t.d. til híbýla afa síns og ömmu. Þannig get- ur lyktin vakið gamlar minningar af löngum svefni. Markaðs- og sölufólk hefur lengi nýtt sér þekkingu á ómeðvituðum áhrifum lyktar á kaupendur. T.d. með því að nota lyktarefni í loftræsi- kerfum í búðum. Lyktin á þá ann- aðhvort að vekja æskileg hughrif sem hugsanlega skapa góða minn- ingu og auka kaupgleðina. Sagan segir að salan í stórmarkaði í Þýska- landi hafi aukist um þriðjung eftir að tilteknum ilmi var var bætt við blást- urinn í loftræstingunni. Leynd- armálið á bak við þetta fæst þó ekki staðfest eða uppgefið. Vörur í búðum þurfa að líta vel út enda er iðulega spilað á sjónina; epli verða t.d. rauðari í grænum bak- grunni. Algengt er að láta tiltekna tónlist hljóma í loftinu til að gleðja eyrun. Snertiskynið er oftast látið í friði, en bragðskynið er stundum ert með því að bjóða fólki að smakka. Markaðsfræðingar geta nýtt sér þá þekkingu að lykt vekur minn- ingar og myndir. Þannig er tilbúinn vor- eða sumarilmur um vetur lík- legur til að vekja jákvæðar minn- ingar. Franskur efnafræðingur hóf t.d. framleiðslu á ilm sem átti að skapa tilfinningu fyrir kulda og öðr- um ilm sem átti að minna á sum- arhita. Lyktin var notuð í hús- gagnaverslunum. Á vetrum var heita ilminum úðað og á sumrum hinum kalda. Ilmir Frakkans voru síðar notaðir til að skapa tilfinningu fyrir afslöppun í svefnherbergjum á hótelum, vingjarnleika á mat- sölustöðum o.fl. Starfræktar eru verksmiðjur sem framleiða vörur og efni á brúsum til að endurskapa „loftið“ á vinnustöð- um og í verslunum. Áhugasamir geta skoðað þetta á slóðinni www.odourcontrol.co.nz. „Nýjabílslykt“ á brúsum Í ilmfræðunum er áhersla lögð á að lykt tilheyri menningarheimum og löndum. Ilmur sem á að örva sölu á tiltekinni vöru virkar ekki í öllum menningarhópum. Ilmur er smekks- atriði þó hann sé einnig háður þjóð- um. Japönum finnst flestum, svo dæmi sé tekið, lykt kamfórutrés afar góð en það þykir fæstum Evrópubúum. Mjög vinsælt er í Evrópu að selja uppþvottalög með sítrónulit og ilm, en það er víst ekki vænlegt til sölu í Bandaríkjunum. Mynta er mjög vinsæll ilmur (og bragð) á Vesturlöndum, en hann er talinn vekja tilfinningu fyrir pen- ingum eða ríkidæmi, vera eins konar peningalykt. Önnur vinsæl lykt er svokölluð „nýjabílslykt“. Flestir þekkja lyktina inni í nýjum bílum, en hún fæst af vúlkaníseringu; gúmmí og brennisteinn ganga í efna- samband til að auka þol efnisins. Þessi lykt var raunveruleg fyrir nokkrum áratugum. Ný efni hafa hins vegar gert það að verkum að hún fæst ekki lengur eðlilega fram og fannst bílaframleiðendum það ótækt. Málið var samt leyst: Gömlu „nýjabílslyktinni“ er einfaldlega úð- að úr brúsum inn í nýja bíla til að hefðin haldist og viðskiptavinurinn verði örugglega ánægður. Stafræn lykt fylgir tölvum Neytendur finna sárlega fyrir því að eitthvað vantar þegar myndir af ferðamannastöðum eru skoðaðar. Það sem vantar er lyktin í loftinu og hitinn. Tilraunir hafa verið gerðar til að vinna bug á þessum ókosti: staf- ræn lykt sem fyllir vit skoðandans með því að tengja tölvur við rafræn- an lyktarstauk. Heimasíður sýna myndir og spila hljóð, en þær yrðu mun áhrifaríkari ef lyktin fylgdi með, t.d. mengunarlyktin í London sem hefur aðdráttarafl. Heimasíða pítsustaðar gæti vakið pítsugerð- arilm. Ef til vill mun þetta í framtíð- inni teljast jafnnauðsynlegt og hátal- arar með tölvum í dag. Kaupmenn spila á lyktarskynið Söluaukning: Franskur efnafræðingur hóf framleiðslu á ilm sem átti að skapa tilfinningu fyrir kulda og annan ilm sem átti að minna á sumarhita. Lyktin var notuð í húsgagnaverslunum. Ilmur: Flestir þekkja lyktina inni í nýjum bílum, henni er einfaldlega úðað af brúsum inn í bílana. Snöggur úði af réttum ilmi getur örvað söluna í búðum. Ilmur að vetri sem minnir á vorið örv- ar söluna. Gunnar Hersveinn kynnti sér hvernig taka megi neyt- endur í nefið með réttri lyktarsamsetningu og tímasetningu. guhe@mbl.is  NEYTENDUR|Ilmur, angan, lykt, óþefur, stybba, fýla, fnykur… Morgunblaðið/Árni Sæberg 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER ofsalega stór stund að fara með barn heim af fæðing- ardeildinni. Kona sagði eitt sinn við mig: „Og mundu bara að þegar þú ferð upp á spítala, þá kveðurðu heimilið þitt þannig að það verður algjörlega allt breytt þegar þú kemur heim aftur, ekkert verður eins!“ Auðvitað mundi ég þetta svo sem ekkert þegar ég fór á spít- alann, en ég mundi þetta þegar ég kom heim og þetta er alveg rétt: Heimilið breytist einhvern veginn alveg og allt munstrið okkar með. Maður fær meira að segja alls kyns hugmyndir í kollinn. Vinur minn sagði mér t.d. frá því að þegar fyrsta barn þeirra hjóna fæddist fékk hann eitthvert „sótthreins- unar-ofsóknaræði“ í marga mánuði á eftir. Þannig fór hann helst aldr- ei í vinnuna á morgnana nema að vera búinn að skúra, ryksuga og lofta út 200 fermetra heimilið þeirra fyrst! Ég gæti vel gert grín að þessum manni, þetta var náttúrulega al- gjörlega óþarft og öll „paranoia“ fyrst og fremst í hausnum á hon- um. Hið rétta er að eflaust ganga flestir foreldrar í gegnum eitthvað skringilegt í þessum dúr. Ég fór t.d. fljótlega að taka eftir því að ég var alltaf svo hrædd um að detta um koll, haldandi á þér í fanginu. Ég meina, ég varð bara allt í einu hrædd um að ég gæti verið að ganga um heima hjá mér og bara dottið! Samt man ég ekki til þess að ég hafi nokkru sinni dottið uppúr þurru heima hjá mér. Til öryggis reyndi ég samt að rýma allan gang- veg þannig að þessi hugsanlega slysahætta væri sem minnst. Allt breytt Meira á morgun.  DAGBÓK MÓÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.