Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 11 Forréttur Andalifraterrine bori› fram á salatbe›i me› “balsamica etrusca” Milliréttur Ostafyllt ravioli me› tómat og chili A›alréttur Ofnsteikt kjúklingabringa me› mascarpone, timjan og sítrónu Eftirréttur Súkkula›ijass kr. 4.300 Í samstarfi vi› vínframlei›andann Castello Banfi b‡›ur veitingasta›urinn La Primavera gestum sínum upp á líflega skemmtun öll fimmtudagskvöld í mars, en flá mun Tríó Björns Thoroddsen leika fyrir matargesti. Í bo›i ver›ur fjögurra rétta matse›ill og ver›ur n‡r se›ill settur saman í hverri viku. Ásamt flessu ver›a kynnt vín frá framlei›andanum Castello Banfi í Toscana. Jass hefur löngum hljóma› í veitingasal La Primavera. Nú ver›ur hins vegar í fyrsta sinn bo›i› upp á lifandi tónlist me›an matargestir njóta andrúmslofts Toscana í gó›um mat og ilmandi víni. JASS Á LA PRIMAVERA Fjögurra rétta matse›ill, fimmtudaginn 4. mars: AUSTURSTRÆTI 9, S: 561 8555 RANNSÓKNASJÓÐUR hefur samþykkt að úthluta 380 milljónum króna til vísindarannsókna í ár. Fjárveiting til nýrra verkefna og rannsóknastöðustyrkja nema um 160 milljónum króna. Átta rann- sóknaverkefni fá svokallaða önd- vegisstyrki og nema þeir samtals 60 milljónum króna. Öndvegisverk- efnin eru styrkt í þrjú ár og eru fjögur þeirra nú styrkt í fyrsta skipti. Hafliði P. Gíslason, formað- ur stjórnar Rannsóknasjóðs, segir þá hæstu styrki sem veittir séu til rannsókna hér á landi eða sex til 12 milljónir króna á ári. Slíkir styrkir hafa ekki verið veittir í tvö ár. Umsóknir til Rannsóknasjóðs um verkefnis- og rannsóknastöð- ustyrki að þessu sinni voru alls 386. Þar af voru 96 umsóknir um styrki til framhaldsverkefna og 290 til nýrra verkefna. Stjórn Rann- sóknasjóðs samþykkti að styrkja 70 framhaldsverkefni og 71 nýtt verkefni. Hafliði segir að minna en fjórð- ungur nýrra umsókna hafi ekki fengið styrk að þessu sinni og margar þeirra séu mjög góðar. Þetta sé í fyrsta skipti sem út- hlutað sé úr Rannsóknasjóði eftir að hann var stofnaður með lögu með í ársbyrjun 2003. Hann taki við hlutverki vísindasjóðs og tæknisjóðs og hlutverk hans sé að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi samkvæmt áherslum vísinda- og tækniráðs. Hafliði segir að þegar búið verði að úthluta styrkjum úr öllum sjóðum á vegum ráðsins síð- ar á árinu verði fyrst hægt að meta hvort úthlutunarstefnan gæti hags- muna þeirra sem sjóðnum sé ætlað að hlúa að. Ljóst sé að hækkun framlaga í sjóðinn um 200 milljónir króna á ári auki verulega svigrúm hans til að styrkja bestu verkefnin á hverju fagsviði. Fagleg afgreiðsla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ríka áherslu lagða á faglegt mat verk- efna þegar ákvörðun um styrki er tekin. Rannsóknasjóður sé með fjögur fagráð sem hvert sé skipað sjö sérfræðingum. Jafnframt séu umsóknir sendar til tveggja óháðra sérfræðinga á viðkomandi sviði sem gefi skriflega umsögn. Þetta fyrirkomulag á að tryggja eins og kostur er sanngjarna afgreiðslu, segir menntamálaráðherra. Rannsóknasjóður úthlutar 380 milljónum króna Fjögur ný öndveg- isverkefni styrkt Morgunblaðið/Þorkell Kristinn Andersen, rannsóknarstjóri Marel, gerir grein fyrir verkefni sem hlaut styrk Rannsóknasjóðs í gær. Í því felst að þróa nýja gerð skynjara til röntgenmyndgreiningar sem henta sérstaklega við matvælaeftirlit. Einar Árnason DNA-stofnerfðafræði og upp- runalandafræði fiska úr Norður- Atlantshafi. Beita á aðferð stofn- erfðafræði byggðri á ættar- og DNA-greiningu til að leggja grunn að víðtækri þekkingu á sögulegri vistfræði beinfiska. 10 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Guðmundur H. Guðmundsson Innanfrumuboðleiðir nátt- úrulega varnarkerfisins. Mark- miðið er að skilgreina stjórnun tjáningar á gegnum fyrir bakt- eríudrepandi peptíð og kortleggja hugsanlegar glufur í kerfinu. 9 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Hannes Jónsson Ný efni til geymslu á vetni: Mark- miðið er að finna kerfi sem hægt er að nota til geymslu og flutninga á vetni sem orkugjafa í bílum og bát- um. 7,5 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Lárus Thorlacius Skammtarúmfræði. Eitt af mark- miðunum er framhaldsmenntun á háskólastigi og þjálfun ungra vís- indamanna í aðferðum nútíma kennilegri eðlisfræði. 7 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Öndvegisstyrkirnir GUNNÞÓRUNN Guðmundsdóttir fékk rannsóknarstöðustyrk Rann- sóknarsjóðs til að að kanna íslensk æviskrif á síðari hluta 20. aldar, með tilliti til þróunar slíkra skrifa annars staðar í Evrópu og í Norður- Ameríku. Hún segist ætla að kanna ævisöguleg skrif af ýmsum toga; sjálfsævisögur, ævisögur, dag- bækur og endurminningar. Til- gangurinn með þessari könnun sé að átta sig á formeigindum og hlut- verki slíkra verka í ljósi póstmód- ernisma. Markmið verkefnisins er annars vegar fræðileg úttekt á þessum bókmenntagreinum og hins vegar nákvæm könnun á völdum verkum í því skyni að öðlast skiln- ing á bókmenntalegri stöðu þeirra. Kannar íslensk æviskrif EYÞÓR Ingi Guðmundsson tók þátt í að gefa hestum við bæinn Þorkelshól í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, en hestunum á bænum er gefið úti. Það sama á við um hesta víða um land. Ekki væsir um hestana ef þeim er gefið reglulega og þeir hafa eitthvert skjól til að standa af sér verstu veðrin. Morgunblaðið/Eggert Hestarnir á Þorkelshóli ÞRÁTT fyrir að ríkið hafi frá 1998 lagt tugi milljarða inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hafa lífeyris- skuldbindingar ríkissjóðs vaxið hraðar á þessu tímabili en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur fram í sam- antekt Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ, sem hann kall- ar „Lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga komnar úr böndun- um“. Gylfi segir að landssambönd og félög innan ASÍ hafi á undanförn- um vikum lagt töluverða vinnu í að skoða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Ástæðan sé sú um- ræða sem skapaðist um lífeyrisrétt- indi æðstu ráðamanna þjóðarinnar í desember sl., en í kjölfarið settu ASÍ-félögin fram kröfu um að líf- eyrisréttindi almenns launafólks verði jöfn á við réttindi opinberra starfsmanna. Gylfi segir í grein sinni að niðurstaðan sé grafalvarleg og gefi tilefni til að staldrað sé við. Skuldbindingar umfram eignir 317 milljarðar Niðurstaða ASÍ er að skuldir um- fram eignir lífeyrissjóða með ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga hafi numið 317 milljörðum króna í árs- lok 2002. Það jafngildir því að hver Íslend- ingur skuldi ríflega eina milljón vegna þessara réttinda. Ef skuld- bindingin yrði sett á 40 ára skulda- bréf (líkt og húsbréf) yrði greiðslu- byrðin hjá fjögurra manna fjölskyldu ríflega 239 þúsund króna á ári, eða sem svarar um 4,8% af meðalatvinnutekjum hjóna. Gylfi bendir á að landsframleiðsla á Íslandi hafi numið 779 milljörðum árið 2002 þannig að 317 milljarða gat í lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna jafngildi ríflega 40% af landsframleiðslu. Stærstur hluti af þessari skuldbindingu falli á ríkið eða 255 milljarðar, en rúmlega 62 milljarðar falli á sveitarfélögin. Gylfi vekur athygli á því hvað skuldbindingarnar hafi vaxið hratt á allra síðustu árum. Skuldbind- ingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi vaxið um 18 milljarða á ári að meðaltali frá árslokum 1997. 90% þessarar aukn- ingar megi rekja til launahækkana opinberra starfsmanna. Gylfi segir að 1% launahækkun hafi engin áhrif á áfallinn lífeyrisrétt í al- mennu lífeyrissjóðunum, en myndi auðvitað grunn að réttindum í framtíðinni með því iðgjaldi sem af hækkuninni er greitt. Þessu sé hins vegar öðruvísu farið hjá opinberum starfsmönnum. 1% launahækkun til þeirra hafi bæði áhrif á áfallinn rétt og framtíðarréttinn. 1% launahækk- un leiði til þess að ríkissjóður þurfi að greiða 813 milljónum meira í laun en áður, en þessi sama launa- hækkun auki hins vegar lífeyris- réttindi starfsmanna og allra þeirra sem verið hafi í starfi hjá ríkinu ásamt mökum á síðustu öld og enn eru á lífi um 3.796 milljónir króna. Launakostnaðurinn aukist því ekki um 1% heldur um 6% þegar allt sé talið. Frá 1998 hafa lífeyrisskuldbind- ingar aukist um 145 milljarða. Ríkið hefur hins vegar greitt 45,1 milljarð inn í LSR og inngreiðslur og ávöxt- un hafa að auki skilað 16,7 millj- örðum. „Af þessu tvennu frádregnu hefur ábyrgð ríkisins vaxið um 84 milljarða króna. Það er dálítið kald- hæðnislegt, að þrátt fyrir að bróð- urparturinn af afrakstri einkavæð- ingarinnar sl. fimm ár hafi verið lagður inn í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins hafa skuldbindingar ríkissjóðs vaxið hraðar en nokkru sinni fyrr,“ segir Gylfi að lokum í grein sinni. Framkvæmdastjóri ASÍ um lífeyrisskuldbindingar ríkisins Skuldbindingarnar aldrei vaxið hraðar Gerist þrátt fyrir að tugir milljarða hafi verið settir í LSR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.