Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 29 m, meðal um, sem aráðið í gja daga úthelling- að fresta rnarskrár ag. sjíta og meiginlegs dad til að sýna still- era stað- friði og ðjuverka- mannanna er að etja súnnítum og sjítum saman. Við verðum að vera varfærin,“ sagði Mahmud Ot- hman, Kúrdi í íraska fram- kvæmdaráðinu í Bagdad. Fleiri tilræðum afstýrt Íraska lögreglan kom í veg fyr- ir tvö sprengjutilræði í borginni Basra í Suður-Írak nokkrum klukkustundum eftir tilræðin í Bagdad og Karbala. Bílsprengja fannst við mosku sjíta í Basra og tveir menn, Sýrlendingur og Íraki, voru handteknir. Lögreglan handtók einnig tvær konur, sem voru með sprengjubelti til sjálfs- morðsárása, á göngu sjíta í borg- inni. Þremur sjálfsmorðsárásum var einnig afstýrt í borginni Naj- af, um 180 km sunnan við Bag- dad. Þá beið bandarískur hermaður bana og annar særðist þegar sprengju var kastað á bíl þeirra í Bagdad. Leiðtogar fjölmargra ríkja heims fordæmdu tilræðin og tals- maður Bush Bandaríkjaforseta sagði að þeim sem stóðu fyrir árásunum myndi ekki takast að koma í veg fyrir lýðræði í Írak. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði eftir fund í Berlín með Abdullah II Jórdaníu- konungi að þeir væru sammála um að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu að gegna auknu hlutverki í Írak til að koma á friði. á sjía-múslíma í borgum í Írak og Pakistan þegar þeir héldu helgustu hátíð sína nfall stjórn féll      5?49< <<> :4> 3> *#A ,  B2 ,*A ,  ’Helsta markmiðhryðjuverkamann- anna er að etja súnnítum og sjítum saman. Við verðum að vera varfærin.‘ AÐ MINNSTA kosti 41 lét lífið og tugir særðust þegar skothríð var hafin á skrúð- göngu sjía-múslíma í borginni Quetta í Pakistan í gærmorgun. Hópar sjíta svöruðu skotárásinni með því að ganga berserksgang, leggja eld að versl- unum, kveikja í hjólbörðum og reisa vega- tálma. Skrúðgangan var liður í árlegum Ashura-hátíðahöldum sjíta, er þeir minnast píslarvættis dóttursonar Múhameðs spá- manns árið 680. Háttsettur embættismaður sagði að 41 hefði beðið bana, þar af fimm lögreglu- menn. Óljóst var hvort sjítarnir sem létu lífið urðu fyrir skotum árásarmanna, annarra sjíta eða lögreglu- og varðmanna sem hófu skothríð út í loftið eftir að sprenging og byssuhvellir efst í húsi sem skrúðgangan fór hjá ollu því að fólkið reyndi að flýja í ofboði og ruddist áfram. „Fólk í skrúðgöngunni svaraði skothríð- inni í sömu mynt,“ sagði leyniþjónustumað- ur í Quetta sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Lögreglumenn hófu einnig skothríð án þess að vita hvaðan skotið hafði verið, fólk hafði ekki hugmynd um hver var að skjóta á hvern. Þetta leiddi til algers glund- roða og fólk ruddist áfram. Skothríðin kom úr þremur áttum.“ Herinn kallaður til Vegna glundroðans neyddust yfirvöld til að setja útgöngubann í borginni og kalla herinn til, sagði borgarstjórinn, Mohammad Rahim Kakar. Forseti Pakistans, Pervez Musharraf, fordæmdi ódæðisverkin og sagði þau „hryðjuverk“. Sheikh Rashid upplýsingamálaráðherra sagði um að ræða árás eins trúarhóps á annan, og að nokkrir hefðu verið handteknir vegna málsins. Í júlí voru 48 sjía-múslimir skotnir til bana er þeir voru við bænahald í mosku í Quetta. Var öfgasinnuðum súnní-múslimum kennt um það ódæðisverk. Alls búa um 140 milljónir múslima í Pakistan, og þar af eru um 20% sjítar. Undanfarna tvo áratugi hafa átök öfgasinnaðra sjía- og súnní-múslíma kostað tugi mannslífa í Pakistan. AP sjúkrahús i pakistönsku borginni Quetta í gær eftir mannskæða skotárás á skrúðgöngu sjía-múslíma. Yfir 40 manns féllu í Pakistan Quetta. AFP. SÆRÐUR sjíapílagrími fluttur á börum á sjúkrahús eftir sprengju- tilræðin í Bagdad í gærmorgun, á síðasta degi Ashura-hátíðarinnar, þegar sjía-múslímar minnast písl- arvættis ímamsins Husseins, sem var dóttursonur Múhameðs spá- manns og myrtur af her Jasíds kalífa í borginni Karbala í Írak ár- ið 680. Eftir tilræðin í gær kom upp mikil reiði meðal sjíta og beindist hún ekki síst að bandarískum her- mönnum í írösku höfuðborginni. Svo virtist sem sjítarnir væru reið- ir yfir því að hermennirnir hefðu ekki getað komið í veg fyrir til- ræðin. Tveir bandarískir hermenn særðust þegar kastað var í þá grjóti og rusli. „Þetta er verk gyðinga og bandaríska hersetuliðsins,“ var sagt í hátalara fyrir utan moskuna þar sem tilræðin voru framin í Bagdad. Innandyra sagði klerkur við reiðan múg: „Við krefjumst þess, að fá að vita hverjir voru að verki, til að við getum hefnt píslarvotta okkar.“ Þrír leiðtogar íraskra sjíta kenndu einnig Bandaríkjastjórn og stefnu hennar í öryggismálum Íraks um blóðsúthellingarnar. „Hernámsliðið ber ábyrgðina á þessu,“ sagði Sayyed Ahmed Saffi, talsmaður áhrifamesta trúar- leiðtoga íraskra sjíta, Alis al- Sistanis erkiklerks. „Hernámið hvetur til slíkra árása.“ AP Glundroði og reiði í Bagdad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.