Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 33 ✝ Þuríður Billichfæddist á Lauga- vegi 54 12. ágúst 1913. Hún lést þriðjudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Þuríður var dóttir hjónanna Jóns Sig- urðssonar járnsmiðs, f. 2. júlí 1871, og Sig- urborgar Jónsdóttur húsmóður, f. 9. jan- úar 1881. Þuríður ólst upp á Laugavegi 54 í hópi sjö systk- ina, þau eru: Sigur- jón, f. 12. júní 1906, kvæntur Önnu Jónsdóttur, f. 31. desember 1912, Vilborg Hjalte- sted, f. 13 maí 1908, gift Kjartani Hjaltested, f. 17. október 1902, Ólöf Hólmfríður, f. 6. apríl 1910, Ögmundur, f. 17. nóvember 1911, kvæntur Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, f. 24. nóvember 1917, Gunnar, f. 6 júlí 1918, kvæntur Jóhönnu Sveinsdóttur, f. 6. apríl 1926, og Hjalti, f. 13. mars 1923. Vilborg lifir systkinin og einnig Ingibjörg, ekkja Ögmundar, og Jóhanna, ekkja Gunnars. Þuríður giftist 27. maí 1939 Carli Billich tónlistarmanni, f. í Vínarborg 23. júlí 1911, d. 23. október 1989. Bjuggu þau lengst af í Barma- hlíð 30 í Reykjavík. Dóttir þeirra er Sig- urborg Elisabeth Billich meinatækn- ir, f. 20. febrúar 1951, gift Odda Er- lingssyni sálfræð- ingi, f. 13 mars 1950. Þau eiga tvo syni, Karl Erling, f. 5. júní 1983 og Kjartan, f. 20. sept- ember 1990. Þuríður gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og auk þess Pitman’s College í London. Hún starfaði ung á skrifstofu Hótel Borgar og síðar var hún verslunarstjóri í versluninni Feldinum um árabil. Seinna starfaði hún í Miðbæjar- markaðinum við verslunarstörf en síðustu starfsárin starfaði hún á elliheimilinu Grund, þar sem hún síðan bjó síðasta eina og hálfa ár ævi sinnar í góðu yfir- læti. Útför Þuríðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan klukkan 15. Í dag kveð ég Þuríði Billich, eða Þuru systur eins og Villa systir hennar kallaði hana alltaf. Þura var fjórða í röðinni af sex systkinum og voru þau öll fædd hér í Reykjavík, á Laugavegi 54 þar sem faðir þeirra rak járnsmiðju til margra ára. Öll eru þau nú látin nema Vilborg er lifir í hárri elli 96 ára. Sem unglingur dvaldi Þura á Völl- um í Ölfusi hjá ættingjum föður- fólksins yfir sumartímann. Er árin liðu og skólagöngu lauk snerist hug- ur Þuru til verslunarstarfa. Hún hóf störf í Feldinum hjá þeim Lárusi og Arnbirni, varð fljótlega verslunar- stjóri og vann þar í mörg ár enda annálaður fagurkeri og fylgdi tísk- unni vel eftir í þá daga. Í maí 1939 gekk Þura að eiga Carl Billich, austurrískan hljómlistar- mann er spilaði á Hótel Íslandi. Carl var hár og myndarlegur og ekta „Gentleman“ er vann hug allra. Þau lifðu í ástríku hjónabandi í 50 ár eða þar til Carl féll frá 1989. Mikið áfall varð þegar Bretar hertóku Ísland en þá voru allir Þjóðverjar og Austur- ríkismenn teknir og fluttir til Eng- lands. Með mikilli harðfylgni og seiglu tókst Þuru að fara út og frelsa Carl og koma með hann heim aftur til Íslands. Þura og Carl eignuðust eina dótt- ur, Sigurborgu Elísabetu, sólar- geislann mikla í þeirra lífi. Hún er gift Odda Erlingssyni og eiga þau tvo syni, Karl Erling og Kjartan, augasteinana hennar Þuru. Þura var ekki há í lofti en kvik og létt á fæti líkt og móðurfólk hennar frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. Þær systur Þura og Villa voru mjög samrýndar en að mörgu leyti ólíkar, önnur rauðhærð en hin dökkhærð, og eins og faðir þeirra vildu þær allt fyrir alla gera. Ég er þakklátur Þuru fyrir að líta inn til Villu síðustu árin en þær dvöldu báðar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Við fjölskylda mín kveðjum þessa góðu konu með söknuði og þakklæti. Elsku Þura mín hafðu þökk fyrir allt og allt. Bestu kveðjur frá Villu systur þinni. Ég og fjölskylda mín sendum Siddu, Odda og strákunum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Walter Hjaltested. Í dag kveðjum við með djúpri virðingu og söknuði merkiskonuna Þuríði Billich. Þura var okkur öllum afar kær, hún var heimskona í orðs- ins fyllstu merkingu, gáfuð, glæsileg og hafði sérstaklega skemmtilegan húmor og sýndi okkur alla tíð mik- inn kærleika. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í Barmahlíð 30 þar sem Þura, Carl og Sidda Lísa bjuggu á efri hæðinni. Þetta voru mikil for- réttindi, því heimili Þuru og Carls stóð okkur alltaf opið, sem veitti okkur mikið öryggi öll okkar upp- vaxtarár. Við nýttum þetta vel, jafn- vel misnotuðum. Heimili Þuru og Carls var mjög fallegt og sérlega snyrtilegt, og oft var handagangur í öskjunni þegar innrásarliðið af neðri hæðinni var í heimsókn, því oft var sagt „komum upp til Þuru“. Alltaf vorum við vel- komin til þeirra, og hún Þura var svo skemmtileg og í kringum hana var alltaf gleði og hlátur. Í dag væri þetta ekki boðlegt og myndi flokkast undir heimilisófrið eða eithvað slíkt, umburðarlyndi Siddu Lísu að deila foreldrum sínum með „fimm villing- um“ af neðri hæðinni ber að þakka. Engan þekkjum við sem sagði betur frá en hún af lífinu og tilver- unni, og þegar hún sagði okkur brandara, sem var nú ekki sjaldan, fór hún alveg á kostum, hún var svo fyndin að við grétum alveg úr hlátri. Þura og Carl máttu líða ýmislegt þegar þau voru í tilhugalífinu á stríðstímum, en ást þeirra og virð- ing hvort til annars var svo mikil, að eftir erfiðan aðskilnað náðu þau saman að nýju og þá varð ekki aftur snúið. Sólargeislinn í lífi þeirra var Sidda Lísa, hún lýsti upp hjörtu þeirra og þau bæði gáfu henni alla þá ást sem hægt er að gefa. Þegar við vorum orðin eldri og flutt upp í ris var gott að eiga Þuru sem vin, því stundum var betra að fara inn um útidyrnar hjá henni þeg- ar við vorum að læðast heim um nætur. Þura var okkar trúnaðarvin- kona, við hana gátum við rætt um öll mál, t.d. ástamál, það þótti Þuru ekki leiðinlegt, hún hlustaði á vanda- málin og reyndist ávallt ráðagóð. Það var oft mjög mannmargt á heimilinu hjá þessum frábæru hjón- um, bæði áttu þau góða vini og fjöl- skyldu, einnig var Carl að æfa heilu söngleikina, undirbúa tónleika og alls kyns uppákomur, að ógleymdum barnaleikritum, með virtasta tónlist- arfólki landsins, ásamt því að Carl kenndi á píanó í mörg ár inni á heimilinu. Alltaf var húsfreyjan hún Þura í sínu fínasta pússi og sérlega opin og hlý og Carl þessi rólegi þús- undþjalasmiður sem alltaf var tilbú- inn að aðstoða okkur og kenna. Nú þegar amstri lífsins og lífsbar- áttu er lokið hjá Þuru, þá drúpum við höfði í virðingarskyni við þessa frábæru konu sem var með okkur í gegnum allt okkar líf og við þökkum henni fyrir allt, fullviss þess að margir hafa beðið lengi eftir þessum gleðigjafa og þar er örugglega ekki leiðinlegt í dag, því Þura er mætt. Með þessum orðum viljum við kveðja Þuru sem lifði yndislegu lífi umvafin kærleika eiginmanns með- an hans naut við og yndislegrar dóttur sem umvafði foreldra sína ást og umhyggju. Elsku Sidda, megi góður Guð styrkja þig og þína fjölskyldu. Blessuð sé minning Þuru. Systkinin Barmahlíð 30. Þuríður Billich, elskuleg vinkona mín, er mér nú horfin. Ég sá hana fyrst fyrir mörgum árum, þegar við báðar stunduðum leikfimi sem ung- lingar, þar gekk hún fremst í flokki, því hún var bæði lipur og dugleg. Það var ekki fyrr en mörgum ár- um seinna að ég kynntist henni náið, eða í stríðsbyrjun, þegar makar okk- ar beggja voru fluttir, að ósekju, frá Íslandi til Bretlands. Þá myndaðist með okkur góður vinskapur sem aldrei bar skugga á. Þuríður var góður vinur vina sinna. Ég átti því láni að fagna að eiga hana sem vinkonu í yfir 60 ár. Ég minnist margra yndislegra stunda sem ég og maðurinn minn áttum, að stríði loknu, með þeim hjónum Þuríði og hennar prúða manni Carli Billich. Þura, en svo var hún kölluð, var framúrskarandi minnug á það sem var löngu liðið og var gaman að heyra hana segja frá prakkarastrik- um sínum í bernsku, sem öll voru þó í meinlausari kantinum. Hún átti gott með að sjá spaugilegu atvikin sem komu fyrir og ekki síst hvað hana sjálfa snerti. Á stríðsárunum vann hún sem verslunarstjóri í „Feldinum“ sem þá var stór dömuverslun í Austur- stræti. Það vissi ég að eigendur verslunarinnar voru heppnir að hafa svo góðan starfsmann sem Þuríður var. Það var okkur báðum gleðiefni að geta talast við á hverjum degi. Þótt fréttirnar væru ekki miklar í ellinni þá fannst okkur gott að geta sagt þó ekki væri nema – góða nótt. Nú kveð ég elskulega vinkonu mína og þakka henni öll elskulegheit í minn garð. Fríður Guðmundsdóttir. Þegar ég var lítil, aðeins tveggja ára, var ég svo lánsöm að búa með foreldrum mínum í Barmahlíðinni. Þar kynntist ég henni Siddu vinkonu minni. Þau kynni hafa haldist allt mitt líf síðan. Það á ég henni Þuru að þakka. Þura var alveg einstök kona. Þótt langt yrði á milli okkar Siddu, landfræðilega, tveimur árum eftir kynnin, ég aðeins fjögurra ára þá sá Þura til þess að vinskapur okkar héldist. Símasamband lítið og samgöngur erfiðar, það stóð ekki fyrir henni Þuru. Það var mikil reynsla og ánægja fyrir mig að njóta heimilis Þuríðar og Karls Billich, lítil stelpa. Mér fannst ég alltaf eins og prinsessa heima hjá þeim, Karl færði okkur Siddu morgunmat í rúmið og grape fruit-ávöxturinn fylgdi alltaf með. Slíkan ávöxt fékk ég hvergi annars staðar. Aðdáun mín á Þuru var mikil og ég skemmti mér aldrei betur en þegar hún sagði mér sögur frá æsku sinni og prakkarastrikum. Enginn önnur manneskja, fullorðin, sagði mér slíkar sögur og ekki var verra að sögunum fylgdi dillandi, smitandi hlátur Þuru. Oft var ég látin njóta þess, líkt og ég væri systir Siddu, þegar hún fékk eitthvað fallegt. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég fékk heima- smíðað dúkkueldhús sem afi Siddu í Austurríki, hafði smíðað handa okk- ur. Enginn annar en við Sidda átti slíka gersemi. Líf Þuru og Karls var mjög óvenjulegt eftir seinni heimsstyrj- öldina, og Þura sagði mér oft sögur af því. Hún vann margar hetjudáð- irnar og óþrjótandi seiglan og þor Þuru voru mér mikið aðdáunar- og umhugsunarefni. Þura veitti mér innsýn inn í veröld mér framandi og er ég henni þakklát fyrir þann þroska sem það veitti mér. Hún gaf mér möguleika á að setja mig í spor þeirra sem þurfa að þola stríð. Þvílík lífsreynsla. Þura var að öllu leyti einstök manneskja. Það var mikil blessum fyrir mig að fá að kynnast henni og fá hlutdeild í lífi hennar. Ég votta vinkonu minni, Siddu, og fjölskyldu hennar, mína dýpstu samúð. Villa frænka, systir Þuru, lifir systur sína. Hennar missir er mikill. Guð blessi hana. Drífa Kristjánsdóttir. Þuríður Billich var nett og fínleg kona og málshátturinn „margur er knár, þótt hann sé smár“ hefði auð- veldlega getað verið saminn um hana. Leiðir okkar Þuríðar lágu fyrst saman þegar ég var lítil telpa og horfði aðdáunaraugum á austur- ríska píanóleikarann Carl Billich og Þuríði konu hans. Þá hafði ég auð- vitað enga hugmynd um þá lífs- reynslu sem þau hjón höfðu upplifað né þær hindranir sem Þuríður hafði rutt úr vegi á leið sinni til að fá eig- inmann sinn til Íslands eftir stríðið, þar sem hann hafði dvalið í fanga- búðum. Við kynntumst aftur árið 1996, þegar Lízella dóttir mín benti mér á ótrúlega lífssögu konu sem hún kynntist á Elliheimilinu Grund í þáttinn „Milli mjalta og messu“. Það var konan sem hafði sagt nettu ung- lingsstúlkunni að hún skyldi nú bara líta á sig, sér hefði verið sagt að dýr- mætustu hlutirnir kæmu í minnstu pakkningunni. Sú kona var Þuríður Billich. Síðar, þegar mér hafði verið falið að skrá bók úr nokkrum þáttanna, leitaði ég aftur til Þuríðar eftir sögu hennar, sem er í raun merkileg heimild um Ísland og Evrópu eft- irstríðsáranna. Við áttum gott og lærdómsríkt samstarf. Hún var minnug, hnyttin og hafði ríka frásagnargáfu. Ein- staklega vænt þótti mér um hlýhug hennar til Tékka og þá virðingu sem hún bar fyrir tékknesku þjóðinni. Þegar kom að blaðamannafundi vegna útgáfu bókarinnar sagði ég Þuríði að þar yrði boðið upp á kaffi og kökur: „Og sherry…“ bætti hún við og hló. Hún kunni þetta, verald- arvana heimskonan Þuríður. Hún sagði í lok bókarkaflans í Lit- rófi lífsins, að hún væri ekki viss um að hún myndi hitta eiginmann sinn aftur. „Á hinn bóginn vil ég gjarna að svo sé og að Carl og þeir sem eru farnir á undan mér taki á móti mér þegar minn tími kemur.“ Ég trúi því að svo hafi verið. Ég sendi hlýjar kveðjur til Vil- borgar, eftirlifandi systur Þuríðar, sem saknar hennar sárt og þakka þeim systrum þá alúð og rækt sem þær sýndu dóttur minni í upphafi starfsferils hennar. Einkadótturinni Sigurborgu El- ísabetu, eiginmanni hennar og son- um færi ég einlægar kveðjur frá okkur Lízellu. Myndina af hefðarkonunni Þuríði Billich geymi ég í hjarta mér og bið Guð að varðveita minningu hennar. Anna Kristine Magnúsdóttir. ÞURÍÐUR BILLICH  Fleiri minningargreinar um Þuríði Billich bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Mig langar í örfáum orðum að minnast móðurbróður míns, Gests Jónssonar, sem ég kynntist á lífsleið- inni. Síðustu æviár hans var hann mikill einstæðingur. Hann blandaði ekki geði við fólk og var fastur fyrir, snyrtimenni var hann, allt varð að vera í röð og reglu og alltaf sópað og þurrkað af þó svo að hann hafi verið hættur að geta hugsað um sínar per- sónulegu þarfir. Hann var fróður GESTUR JÓNSSON ✝ Gestur Jónssonfæddist á Sæbóli á Siglunesi 20. júní 1921. Hann lést á Heilsustofnun Blönduóss 24. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Gestsson, f. 1884, og Kristjana Jóna Guð- jónsdóttir, f. 1888 í Otradal. Systkini hans voru: Baldur Ármann, f. 1914, Jó- hanna, f. 1918, Jó- hann, f. 1918, Vil- borg, f. 1923, og Jónína Andrós, f. 1925. Þau eru nú öll látin nema Vilborg. Gestur ólst upp við Breiðafjörð en flutti til Akraness 1937 og það- an til Blönduóss 1969, þar sem hann lést. Útför Gests verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. maður, fylgdist vel með gangi mála í þjóðfélag- inu en var ekki alltaf sammála. Hann elskaði náttúruna og fylgdist vel með flóði og fjöru, tók veðrið oft á dag og enginn mátti trufla hann á meðan. Mér finnst ég vera betri manneskja og skilja betur annmarka þjóð- félagsins eftir að hafa kynnst honum frænda mínum. Okkur varð vel til vina og ég minnist handtaks hans síðast þegar við hitt- umst, þétt og ákveðið og þakkaði mér fyrir allt. Að fæðast, komast á legg, þrosk- ast að visku og vexti, verða fullorð- inn, eldast og deyja með reisn er lífs- ins gangur. Menn fæðast á mismunandi tímum og við marg- breytilegar aðstæður. Lífsbaráttan reynist mörgum misgjöful eins og gengur. Hver einstaklingur markar sín spor í samtímanum. Við ferðarlok skilja menn eftir sig minningar um gleði og sorg. Þeim fer nú óðum fækkandi þeim einstaklingum sem fæddir eru um og upp úr aldarmótum 1900. Samfélag þess tíma einkenndist af atvinnu- leysi og harðri lífsbaráttu við kulda og vosbúð. Atvinnuöryggi var óþekkt og líf fólks snerist um það að þrauka frá degi til dags. Lífsbjörgin var sótt í hafið við erfiðar aðstæður. Gestur missir föður sinn ungur að árum í hafið. Móðirin verður að tvístra barnahópi sínum og fara í ráðsmennsku. Gestur á því láni að fagna að fá að fylgja henni. Árið 1937 flytjast þau til Akraness, þar sem hann fer í Iðnskólann og lærir skipa- smíði. Hann vann verkamannastörf, aðallega hjá Haraldi Böðvarssyni, til ársins 1942. Þá er hann búinn að ljúka námi og vinnur við nýsmíði og viðgerðir í skipum á Akranesi í ein tuttugu ár. Gestur byggði íbúðarhúsið á Skagabraut 42 og bjó með móður sinni þar til hún lést 1964. Mjög kært var með þeim mæðginum og missir hans var mikill. Segja má að hann hafi misst fótanna eftir að móðir hans lést. Árið 1969 flytur hann til Blönduóss þar sem hann festir kaup á Vallholti. Hann vinnur þar algenga verkamannavinnu í vélsmiðjunni Vísi, hjá hreppnum og Kaupfélagi Húnvetninga, ásamt því að vera með smábúskap. Hann var laghentur mjög, smíðaði árabáta og dundaði sér við að gera líkön af skipum og skar einnig út. En nú er komið að leiðarlokum og kveð ég elskulegan frænda minn með þakklæti í huga fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Þín frænka Nanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.