Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ 182 FÓRUST Í ÍRAK Íraskir embættismenn segja að a.m.k. 182 hafi beðið bana í árásum eldsnemma í gær er beindust gegn sjía-múslímum í landinu. 112 féllu í Karbala, helgustu borg sjía-múslíma, og 70 í Bagdad, höfuðborg Íraks. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Írak eftir ódæðisverkin í gær en dagurinn er sá blóðugasti frá því að meiriháttar hernaðarátökum lauk í Írak í fyrra. Bandaríkjamenn kenna Abu Mussab al-Zarqawi, sem sagður er hafa tengsl við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin, um ódæðin. Líf á Mars? Bandaríska geimferðastofnunin (NASA) segir engan vafa leika á því að vatn var einu sinni að finna á yf- irborði Mars og að aðstæður hafi verið með þeim hætti að hugsanlegt sé að líf hefði getað þrifist þar. Kerry líklegur Kosið var í gær í tíu ríkjum í for- kosningum demókrata vegna for- setakosninga sem fram fara í Banda- ríkjunum í haust. Þótti afar líklegt að John Kerry, öldungadeildarþing- maður frá Massachusetts, myndi endanlega tryggja sér útnefninguna sem frambjóðandi Demókrataflokks- ins. Hnífur fundinn Kafarar Landhelgisgæslunnar fundu hníf í sjónum nálægt neta- bryggjunni í Neskaupstað í gær eftir nær tveggja daga leit að hugs- anlegum sönnungargögnum vegna líkfundarins í febrúar. Raforka niðurgreidd Dreifingarkostnaður raforku í dreifbýli verður niðurgreiddur um 230 milljónir á ári og verður sá kostnaður tekinn af fjárlögum í stað sérstaks jöfnunargjalds á raforku- dreifingu. Þetta er inntak frumvarps sem iðnaðarráðherra lagði fram á Al- þingi í gær. Órói á gjaldeyrismarkaði Gengi krónunnar veiktist um 0,57% í 11 milljarða króna við- skiptum þegar mikill órói skapaðist á gjaldeyrismarkaði í gær. Vísitalan endaði í 120,6 stigum. Þá lækkaði Úr- valsvísitalan um 2,38%, sem er mesta lækkun á einum degi í tvö ár. Smærri hluthafar verndaðir Sex þingmenn úr öllum flokkum lögðu í gær fram tvö frumvörp um breytingar á lögum um verðbréfa- viðskipti og hlutafélög með það að markmiði að treysta hagsmuni smærri fjárfesta í fyrirtækjum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 32/37 Erlent 14/16 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 18 Bréf 42 Akureyri 19 Dagbók 44/45 Suðurnes 20 Íþróttir 46/49 Landið 21 Leikhús 50 Daglegt líf 22 Fólk 50/53 Listir 23/24 Bíó 50/53 Umræðan 25/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur UMTALSVERÐ gjá er á milli launa- krafna Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsfélaganna annars vegar og þeirra hækkana sem Sam- tök atvinnulífsins bjóða í yfirstand- andi kjaradeilu, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. SA leggur áherslu á að launa- kostnaður hækki ekki meira hér á landi en í samkeppnislöndunum. Eru samtökin ekki reiðubúin að semja um meiri hækkanir í upphafi samn- inga en samið var um í seinustu samningum og að prósentuhækkanir lækki þegar líður á samningstímann, sem gert er ráð fyrir að verði fjögur ár. Í síðustu samningum nam pró- sentuhækkun launa 3% í janúar 2002 og 2,75% 1. janúar 2003 hjá SGS. Því til viðbótar kom svo 0,4 prósentu- stiga hækkun 2002 skv. desem- bersamkomulagi ASÍ og SA um rauð strik í samningum vegna verðbólgu. Í upphaflegri kröfugerð SGS og Flóabandalags er farið fram á 5% ár- lega launahækkun á fyrstu tveimur árum samningsins og 4% á síðari tveimur árunum. Náðst hefur sam- komulag um að taka upp nýja launa- töflu í tveimur áföngum 2004 og 2006 sem feli í sér launahækkun, sem metin er til um 1% í hvort skipti. Skv. heimildum úr verkalýðs- hreyfingunni er mikil óánægja í röð- um hennar, bæði vegna þess að ekki hafa fengist svör frá ríkisstjórninni um væntanlegt innlegg hennar til að greiða fyrir samningum og ekki síð- ur vegna þeirra hækkana sem SA buðu á viðræðufundinum sl. mánu- dag en launþegafélögin meta þær að samanlögðu til 2–3% á ári. Ólíkar kröfur um prósentu- hækkanir ELDINGU laust niður í Fokker- flugvél Flugfélags Íslands (FÍ) á leið til Akureyrar upp úr kl. tvö í gær eða um tíu mínútum eftir að vélin hóf sig á loft af Reykjavík- urflugvelli. Vélinni var þá snúið við til Reykjavíkur en samkvæmt upp- lýsingum frá FÍ er venja að gera það í tilvikum sem þessu. Óveruleg- ar skemmdir urðu á vélinni en nauð- synlegt var talið að fara yfir ýmsan búnað í henni. Þriðja árið í röð sem vélar FÍ verða fyrir eldingu Á heimasíðu FÍ segir að farþegar hafi verið boðaðir í sérstakan sal í flugstöðvarbyggingunni þar sem flugstjóri og flugrekstrarstjóri fóru yfir hvað gerist þegar flugvél lendir í eldingu og hver viðbrögðin eru. Þá var farþegum einnig boðin áfalla- hjálp. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir eldingunni hafa lostið niður í nef flugvélarinnar og svo hafi virst sem hún hefði farið þar út aftur. Flugvélar væru þannig útbúnar að eldingin ætti að fara út í nefi, væng- endum og stéli. Að sögn Jóns Karls urðu farþegar og áhöfn vör við mik- ið högg þegar eldingunni laust niður en að öðru leyti verði farþegar ekki varir við neitt nema í myrkri en þá komi mikill ljósblossi. Jón Karl seg- ir að þetta sé þriðja árið í röð sem flugvél Flugfélagsins verður fyrir eldingu en hér áður fyrr hafi það ekki gerst nema á margra ára fresti. Hann segir að skýringanna sé að leita í breyttu og hlýnandi veðurfari hérlendis. Eldingu laust niður í Fokker FÍ MISTÖK virðast hafa átt sér stað við veigamiklar kerfisbreytingar hjá Reiknistofu bankanna helgina 21. og 22. febrúar sem m.a. urðu til þess að mjög háar innstæður urðu til á reikningum hjá nokkur hundruð við- skiptavinum Landsbankans. Kerfi sem heldur utan um greiðsludreif- ingu hjá bankanum greiddi þá ógreidda reikninga af þessum reikn- ingum og hefur Landsbankinn verið að vinna að því að leiðrétta þær færslur og að sögn forstöðumanns upplýsingasviðs Landsbankans er þeirri vinnu nú rétt að ljúka. Hjá Reiknistofu bankanna könn- uðust menn ekki við að bankar hefðu þurft að eyða miklum tíma í að leið- rétta færslur vegna kerfisbreytinga umrædda helgi. Reiknistofan ynni reyndar að breytingum nær allar helgar og í miðri viku einnig; allar breytingar sem gerðar væru á hug- búnaði væru viðkvæmar. Í þessu til- viki hefðu menn verið að vinna að talsvert viðamiklum breytingum á kerfinu sem ekki væri hægt að greina frá í smáatriðum. Urðu skyndilega til háar innstæður á reikningum Guðmundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingasviðs Landsbankans, segir bankann vera með sérstakt tölvukerfi sem haldi ut- an um innheimtur og greiðslur fyrir viðskiptavini Landsbankans, t.d. fyr- ir þá viðskiptavini sem eru í greiðslu- þjónustu hjá bankanum. „Það sem gerðist hjá okkur var að skyndilega urðu til mjög háar inn- stæður á reikningum þessara við- skiptavina okkar, þ.e. mistökin lágu í því að þessir peningar urðu þarna til úr engu. Kerfið hjá okkur fann allt í einu nægt fé inni á þessum reikn- ingum og greiddi upp allar útistand- andi kröfur. Við höfum því lent í því að þurfa að bakfæra og leiðrétta þessar hreyfingar og það er kannski ekki það skemmtilegasta sem við gerum. Menn hafa þó lagst á eitt jafnt innan bankans sem utan að koma þessu í samt lag, þ.á m. þeir sem áttu kröfurnar. Við höfum auð- vitað þurft að leita heimildar hjá þeim til þess að fá að bakfæra þessar greiðslur og þeir hafa má segja allir sem einn brugðist mjög vel við því og haft skilning á vandamálinu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það hafa kostað margra daga og mikla vinnu að leið- rétta þessi mistök. „Það voru vissulega mikil von- brigði fyrir okkur að lenda í þessu. Óþægindi voru líklega ekki mikil fyr- ir þá viðskiptavini okkar sem fengu óvænt peninga heldur miklu frekar fyrir kröfuhafa sem fengu reikninga greidda og voru kannski búnir að ráðstafa því fé í annað þegar við höfðum samband þar sem þeir höfðu einfaldlega ekki áttað sig á því sem hafði gerst.“ Óvæntir peningar inn á reikninga viðskipta- vina Landsbankans ÞESSUM þremur mönnum hefur vafalaust þótt notalegt að sitja yfir rjúkandi kaffibolla á Granda- kaffi og heyra vindinn gnauða fyrir utan og rign- inguna lemja glerið á meðan þeir sátu saman að spjalli. Ekki liggur fyrir hvert umræðuefnið var en miðað við hversu djúpt þeir virðast sokknir í sam- ræðurnar hefur það líklega verið af alvarlegri tog- anum. Samdrykkja í rigningunni Morgunblaðið/Ásdís DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og kona hans, Ástríður Thorarensen, halda utan síðla í dag til Danmerkur þar sem þau verða í opinberri heim- sókn fram á föstudag. Á morgun þiggja Davíð og Ástríð- ur kvöldverð í boði danska forsætis- ráðherrans, Anders Fogh Rasmus- sen, og konu hans Anne-Mette Rasmussen. Á föstudaginn þiggja þau m.a. hádegisverð í boði danska krónprinsins í Amalíuborg og síðar þann dag munu Davíð og danski for- sætisráðherrann ræða saman í Kristjánsborgarhöll. Davíð í heimsókn í Danmörku ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.