Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 35 Eftir fermingu lágu leiðir okkar Fríðar lítið saman. Við fórum að heiman, fluttum burtu úr dalnum okkar en hittumst svo aftur mörg- um árum seinna á Akureyri. Þar átti hún heimili, góðan mann og elskulegar dætur og til hennar var gott að koma. Systir mín og hún tengdust vináttuböndum sem héld- ust uns yfir lauk. Fríður hefði verið gott efni í sagnfræðing eða fræðimann. Hún hafði áhuga á öllum fróðleik eins og svo margt hennar skyldmenna, bókhneigð og ættfróð, kunni ógrynni af vísum, mörgum kímileg- um og hafði gaman af. Naut þess að fræðast og miðla öðrum af þekk- ingu sinni. Alltaf glöð og bjartsýn og vongóð um að sigrast á þeim erf- iðu veikindum sem hún barðist við síðastliðið ár. Þar naut hún síns góða eiginmanns og samheldnu og elskulegu fjölskyldu sem launaði henni alla umhyggjuna með ástúð og nærgætni. Það er stórt skarðið eftir hana og dapurt að henni skyldi ekki auðnast að njóta góðra daga. Fríður talaði um „sveitina“ með sérstökum raddblæ. Það var fyrst og síðast Hagi og Hagaland, tjörnin við bæinn, með litlu hólmunum, hraunið með bolla og skjólsælar lautir, túnhólar og hæðir að ógleymdri Laxá með grænum bökkum, skreyttum hvönn og hófsóleyjum, hyljir og strengir, hvítir álftahópar. Heiðarnar báðum megin dalsins og Kinnarfjöllin blá og hvít í norðvestri. Þetta var sum- ar- og sólskinsland Fríðar. Í fallegu stofunni í Birkilundi, heimili Fríðar og Gunnars, hangir stórt málverk eftir Þorra Hringsson, bróðurson Fríðar. Þetta er yndisleg mynd úr Aðaldal. Sumarnótt, þar sem dala- læðan vefst um hóla og hæðir en gullin birta ljómar yfir. Í huga mín- um eiga þessi mynd og Fríður ein- hverja ólýsanlega samsvörun. „Farðu nú vel með þig,“ var kveðja Fríðar til vinkonu sem kom að vitja hennar. Þau orð lýstu henni vel og voru táknræn fyrir þá ástúð og umhyggju sem hún bar í brjósti og var svo örlát á til allra sem kringum hana voru. Hún naut þess að hafa fólk í kringum sig og láta það finna hvað henni þótti vænt um það. Eiginleiki sem er ekki öllum gefinn að láta í ljós, þótt því finnist það innra með sér. Nú er frænku minnar sárt sakn- að en hver minning um hana er heið og hrein, þar ber hvergi skugga á. Innilegar samúðarkveðjur til Gunnars og fjölskyldunnar frá okk- ur systrum. Ása Ketilsdóttir. Þau voru ekki ósvipuð pabbi og Fríður, bæði með dökkt og þykkt hár, fíngerð og snögg í hreyfingum. Stöðugt bros í augunum. Og í kringum þau er ennþá alltaf sama sólin og sumarið; grænt gras, þrestir og lóur að syngja og ilmur af birki og vallhumli sem hafgolan ber um Aðaldalinn. Líkt og blómin sem uxu sumar- langt eða snjórinn forðum eru þau systkinin nú bæði horfin frá okkur á meðan við hin höfum enn fengið örlítið lengri frest hjá samninga- manninum mikla sem heldur um alla okkar þræði og hefur að lokum alltaf betur. Hún Fríður föðursystir mín bjó í Birkilundi á Akureyri með Gunna eins lengi og ég man aftur. Saman eignuðust þau þrjár yndislegar frænkur mínar og bjuggu þeim heimili sem alltaf var gott að koma á og þar voru allir velkomnir. Þær verða reyndar ekki fleiri stundirnar með Fríði við Laxá, á meðan Gunni sveiflar stönginni, ekki fleiri kökurnar sem hún ber á borð, ekki fleiri heimsóknir á vinnu- stofuna í Haga, ekki fleiri bros sem við fáum. Ekki í bili að minnsta kosti. En við sem syrgjum Fríði í dag skulum ekki gleyma því að hún á, og mun alltaf eiga, rúm í hjarta okkar og þannig lifir hún áfram. Við gleymum ekki kæti hennar, einlæg- um áhuga á velferð fjölskyldu sinn- ar og umhyggjunni sem hún veitti af rausn. Á meðan við eigum þessar minningar mun Fríður lifa áfram. Þorri Hringsson. Föðursystir mín er fallin frá, löngu áður en það var tímabært. Hún háði harða og snarpa orrustu við krabbamein en varð að lúta í lægra haldi, þvert á eigin vænting- ar, væntingar fjölskyldu og ástvina. Hennar er sárt saknað. Þegar ég heyrði um veikindi hennar fyrir rúmu ári var mér brugðið en full- vissaði sjálfan mig samstundis um að hún hefði betur; vegna bjartsýni sinnar og jákvæðs krafts sem um- lék hana alla tíð. Annað var óhugs- andi. En nú hefur það óhugsandi gerst. Föðurafi minn og amma völdu sonum sínum sex nöfn úr norrænni goðafræði en dæturnar tvær fengu nöfn sem táknuðu birtu og kærleik. Fríður merkir „elskuleg, sú sem unnað er“ og frænka mín bar nafn með rentu. Það hefur aldrei verið sérstakur skortur á húmor í Haga- ætt og Fríður var ein bjartasta sönnun þeirrar náðargáfu sem felst í að finna sem oftast spaugilegar eigindir tilverunnar og njóta þess að hlæja. Ég mun ævinlega tengja hana við örlæti og gleði. Það geisl- aði einhvern veginn af henni; óvæntur og dýrmætur eiginleiki sem fáum er gefinn en er þeim mun dýrmætari fyrir vikið. Ekki bjarmi sótthreinsaður í heilagleika heldur ósköp jarðneskur bjarmi og því ómótstæðilegur og hrífandi. Þegar hún var nærri og í henni gall eða dillandi hláturinn hljómaði, hrifust meira að segja fýlupokarnir með og rifjuðu upp gömul bros. Fyrir utan blá augu var Fríður dökk á brún og brá, jafnvel hægt að segja hana suðræna útlits en þó var hún svo áþreifanlega íslensk. Hún var sprottin úr Aðaldalnum, sem hverfur aldrei úr blóðinu. Jafnvel ekki þótt fólki haldi sig í öðrum heimshornum. Hún var hröð í hreyfingum, stundum einsog það væri svolítið fum á henni, en þó frekar einsog í líkamanum væri léttleiki og dans. Það var kominn sterkur eyfirskur hreimur í mál- róminn eftir langa búsetu á Akur- eyri og röddin var raunar áberandi þáttur í fari hennar; auðheyrt að hún var uppalin í stórum systkina- hóp þar sem ekki dugði að láta ganga yfir sig þegjandi og hljóða- laust. Í sveitinni lærðist líka snemma að nýta það sem til var og hún bjó að þeim lærdómi: Það var mikið tilhlökkunarefni að koma til hennar og fá ristað brauð með heimagerðu rifsberjahlaupi eða sopa af fjallagrasamjólk. Ég tróð mig út á þessum kræsingum sem krakki og næsta kynslóð var hjart- anlega sammála um ágæti þeirra. Það er merkilegt að þegar maður hugsar til Fríðar er Gunnar alltaf henni við hlið – meira að segja þeg- ar hann var við skipstjórn einhvers staðar á halamiðum. Í augum ut- anaðkomandi var hjónabandið ein- stakt; þegar maður fylgdist með henni stríða Gunna með ívafi dað- urs eða daðra við hann stríðnislega var líkast því sem þau væru enn í tilhugalífinu en hefðu ekki verið gift í áratugi. Raunar tæp fimmtíu ár áður en yfir lauk. Og þótt þannig væri spilað hárfínt á strengi af- brýðiseminnar með alvörulausu orðavali brosti Gunni bara góðlát- lega og maður skildi að þarna ríkti traust. Þeim tókst einhvern veginn að varðveita ástina og neistann alla þessa áratugi, gleði yfir hvors ann- ars návist. Eflaust hefur það á stundum ver- ið erfitt og einmanalegt hlutskipti að axla uppeldi þriggja dætra á meðan Gunni var á sjónum, en aldr- ei fann ég votta fyrir gremju af þeim sökum hjá henni. Hún vissi frá upphafi að hverju hún gekk, hlakkaði til að fá hann í land og til að bæta sér upp fjarvistirnar nýttu þau sér þær stundir sem þau áttu saman tvöfalt betur en ella. Þegar hann lagði frystitogaranum í síð- asta skipti í hitteðfyrra blasti við að þau gætu notið lífsins saman án langs aðskilnaðar; á Akureyri, með skreppiferðum til sólarlanda eða á æskuslóðunum við tjörnina og hraunið í Haga á meðan Gunni væri að berja Laxá. En tilveran er allt annað en réttlát. Hún var vart búin að heimta Gunna af sjónum eftir öll þessi ár, þegar hún var sjálf kölluð til sigl- ingar sem hún gat ekki afþakkað og mun ekki eiga afturkvæmt úr. Við furðum okkur á grimmd dauðans í hvert skipti sem hann birtist okkur og munum aldrei skilja eða sætta okkur fyllilega við duttlunga hans – en við getum fagnað lífinu á meðan það varir. Það held ég að Fríður hafi ætíð gert; hún kunni að skemmta sér og var umkringd fólki sem mat hana að verðleikum. Hún bar nafn með rentu. Við vottum öll Gunna, Hönnu, Línu og Sædísi einlæga samúð okk- ar: Þeirra er missirinn mestur og verður aldrei bættur. En Fríður mun hlæja áfram í minningum okk- ar og þar eigum við hana heila og heillandi til framtíðar. Sindri Freysson. Ég hugsa til þín með hlýhug þar sem þú ert núna en verð þó að við- urkenna að ég get ekki ímyndað mér þig annars staðar en brosandi í eldhúsinu á Akureyri, að búa til fjallagrasamjólk handa mér. Ég sé eftir því að hafa bara komið í heim- sókn einu sinni á ári á leiðinni norð- ur í Haga. Veikindi þín komu mér í opna skjöldu og áttaði ég mig ekki á því hversu alvarleg þau voru fyrr en nú. Til að launa þér allt sem þú hef- ur gert fyrir mig ákvað ég að semja eitt ljóð: Ég hugsa til þín sem engils á himni Hlæjandi og hávær En samt alltaf best Áhyggjur þarf ég ei samt að hafa Því ég veit að himnaríki er betri staður Eftir að þú komst þangað Ég mun sakna þín. Snærós. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. ( H.J.H.) Mig langar í örfáum orðum að minnast Fríðar Jóhannesdóttur. Hún var kölluð úr okkar heimi allt of fljótt 24. febrúar sl. eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Fríður fæddist í Haga í Aðaldal og sleit þar barnsskónum í stórum systkinahópi. Þar hófust kynni Fríðar og móður minnar Láru sem ólst upp hinum megin Laxárinnar, á Hólmavaði. Þær tengdust traust- um vináttuböndum sem aldrei bar skugga á og voru duglegar að rækta vinskapinn, hvort sem var með heimsóknum eða tíðum símtöl- um. Ég man fyrst eftir Fríði eftir að hún var farin að búa á Akureyri, en þar hafði hún gifst yndislegum manni, Gunnari Jóhannssyni skip- stjóra. Þau eignuðust þrjár dætur. Þau áttu fallegt heimili sem bar vott um samheldni og smekkvísi þeirra hjóna. Vegna starfs síns var Gunni oft langtímum á sjó og Fríð- ur því ein heima með dæturnar, en því skilaði hún með sóma eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Ég veit að það hefur oft verið erfitt að kveðja en þau voru líka dugleg að njóta þess tíma er þau áttu sam- an. Fríður var trygg og trú og oft var hún öðrum stoð og stytta. Hún var móðir sem elskaði mann sinn, dætur, barnabörnin og tengdasyn- ina, það heyrði maður í samtölum sínum við hana. Fjölskyldan var henni allt. Nú hefur Fríður kvatt okkur og efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa þekkt þessa góðu konu. Þakk- læti til hennar fyrir tryggð hennar og vináttu við fjölskyldu mína alla. Guð blessi minningu Fríðar Jó- hannesdóttur. Elsku Gunni, Hanna, Lína, Sæ- dís, barnabörn og tengdasynir, missir ykkar er mikill en ég veit að eins og hún hefði viljað þá munuð þið standa þétt saman og styðja hvert annað. Megi góður Guð veita ykkur styrk. Innilegar samúðarkveðjur. Hulda Jónsdóttir og fjölskylda, Húsavík. Móðir okkar, amma og langamma, ÁRNÝ KOLBEINSDÓTTIR, Víðihvammi 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 3. mars, kl. 15.00. Rósa Björk Ásgeirsdóttir, Ingvar Ásgeirsson, ömmubörn og langömmubarn. Elskuleg móðir, stjúpmóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Ormsstöðum, Eiðaþinghá, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, þriðjudaginn 10. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Oktavía Stefánsdóttir. Bróðir okkar, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON, Vöglum, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. mars kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, systur hins látna. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ÞURÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR HAUKELAND, Toppenhaugveien 9, Drammen, Noregi, lést á heimili sínu mánudaginn 1. mars. Útför hennar fer fram í Drammen þriðjudaginn 9. mars. Kristín Haukeland, Thor Elias Haukeland, Linda S. Haukeland, Lars Haukeland, Hege W. Haukeland og barnabörn, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Elísabet Auður Eyjólfsdóttir, Ásmundur Eyjólfsson. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN BJÖRN ÓLAFSSON múrarameistari, Ólafsvegi 2, Ólafsfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku, Ólafs- firði, sunnudaginn 29. febrúar. Útförin auglýst síðar. Sóley Stefánsdóttir, Guðmundur Oddsson, Stefanía Guðmundsdóttir, Þorsteinn Geirsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Sunna Guðmundsdóttir, Ívar Sigurjónsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGURLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR, Ási, Vatnsdal, lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss sunnudaginn 15. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Eggert Guðmundsson, Ingunn Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.