Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 15 Aðalfundur Íslandsbanka hf. árið 2004 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, mánudaginn 8. mars 2004 og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 2003 verða hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi, Reykjavík, frá og meðmánudeginum 1. mars nk. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á isb.is. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Framboðum skal skila til skrifstofu forstjóra Íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík. Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 12:00 á fundardegi, mánudaginn 8. mars nk. 24. febrúar 2004, bankaráð Íslandsbanka hf. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta félagsins. Tillaga bankaráðs til breytinga á samþykktum félagsins: – Að hlutafé félagsins verði lækkað úr 10.500 milljónum króna í 10.000milljónir króna – að nafnvirði með niðurfærslu 500milljóna króna að nafnvirði. Með lækkun hlutafjár – leitast félagið við að auka hag hluthafa sinna. – Að framlengja hækkunarheimild bankaráðs á hlutafé til ársloka 2006. Tillaga um sameiningu menningarsjóða Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í Íslandsbanka hf. Önnur mál, löglega upp borin. 1. 2. 3. 4. 5. Aðalfundur Íslandsbankahf. F í t o n F I 0 0 8 8 9 7 DAGSKRÁ: Aðeins í 4 daga Höfum ákveðið að selja ýmsar vörur frá og með 50% afslætti Vegg- og loftljós með 40% afslætti Húsgögn með 15-80% afslætti Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is Lokadagar útsölunnar FYRRVERANDI forseti Haítís, Jean-Bertrand Aristide, fullyrti í símaviðtali við AP-fréttastofuna á mánudagskvöld að bandarískir her- menn hefðu þvingað sig í útlegð. Ar- istide var þá staddur í Mið-Afríku- lýðveldinu en hann er sagður ætla að fá landvist í Suður-Afríku. Aristide sagði hermennina sem hann lýsti sem „hvítum Bandaríkja- mönnum“ hafa tjáð sér að ef hann færi ekki strax úr landi myndu hefj- ast blóðsúthellingar á Haítí. Hann var staddur í forsetahöllinni í höfuð- borg Haítís, Port-au-Prince. „Þeir komu að næturlagi … Þeir voru of margir. Ég gat ekki talið þá,“ sagði Aristide en sagði jafnframt að Bandaríkjamennirnir hefðu verið „vingjarnlegir og hlýlegir“. Sagðist hann í fyrstu hafa talið að hann yrði fluttur til eyjarinnar Antigua á Kar- íbahafi en eftir millilendingu í Dóm- íníska lýðveldinu var haldið áfram til Afríku. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það alrangt að Aristide hefði verið beittur þvingun- um. „Honum var ekki rænt. Við þvinguðum hann ekki til að fara í flugvélina. Hann fór þangað af fúsum og frjálsum vilja,“ sagði Powell. Forsetinn fyrrverandi kom ásamt eiginkonu sinni og fáeinum sam- ferðamönnum á mánudagsmorgun til Mið-Afríkulýðveldisins og var far- kosturinn flugvél sem Bandaríkja- stjórn var með á leigu. Engin viðhöfn var á flugvellinum þegar Aristide steig út úr vélinni ásamt eiginkonu sinni og engir hermenn á staðnum. Vill rannsókn Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson, sem útvegaði AP-fréttastof- unni viðtalið við Aristide, hefur hvatt þingið í Washington til að láta rann- saka hvort Bandaríkjastjórn og þá einkum leyniþjónustan, CIA, hafi átt þátt í byltingunni á Haítí sem lyktaði með afsögn Aristide sl. sunnudag. Bandarískur þingmaður, Maxine Walters frá Kaliforníu, sagði frétta- mönnum að Aristide hefði hringt í sig frá Bangui, höfuðborg Mið-Afríku- lýðveldisins, og sagst vera þar í varð- haldi eftir að Bandaríkjamenn hefðu „rænt“ sér. En utanríkisráðherra landsins, Charles Wenezoui, vísaði öllum slíkum sögusögnum á bug. „Hann er frjáls maður og miklar ör- yggisráðstafanir við forsetahöllina eru til að tryggja hans eigið öryggi,“ sagði Wenezoui. Aristide segir sér hafa verið rænt Bangui í Mið-Afríkulýðveldinu. AP. Reuters Bandarískir hermenn á varðbergi við forsetahöllina í Port-au-Prince í gær. Fréttir á SMS Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.