Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 15 Aðalfundur Íslandsbanka hf. árið 2004 verður haldinn í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, mánudaginn 8. mars 2004 og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningar félagsins fyrir árið 2003 verða hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi, Reykjavík, frá og meðmánudeginum 1. mars nk. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á isb.is. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Framboðum skal skila til skrifstofu forstjóra Íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík. Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 12:00 á fundardegi, mánudaginn 8. mars nk. 24. febrúar 2004, bankaráð Íslandsbanka hf. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta félagsins. Tillaga bankaráðs til breytinga á samþykktum félagsins: – Að hlutafé félagsins verði lækkað úr 10.500 milljónum króna í 10.000milljónir króna – að nafnvirði með niðurfærslu 500milljóna króna að nafnvirði. Með lækkun hlutafjár – leitast félagið við að auka hag hluthafa sinna. – Að framlengja hækkunarheimild bankaráðs á hlutafé til ársloka 2006. Tillaga um sameiningu menningarsjóða Íslandsbanka og Sjóvá-Almennra. Tillaga um heimild til bankaráðs til kaupa á hlutabréfum í Íslandsbanka hf. Önnur mál, löglega upp borin. 1. 2. 3. 4. 5. Aðalfundur Íslandsbankahf. F í t o n F I 0 0 8 8 9 7 DAGSKRÁ: Aðeins í 4 daga Höfum ákveðið að selja ýmsar vörur frá og með 50% afslætti Vegg- og loftljós með 40% afslætti Húsgögn með 15-80% afslætti Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is Lokadagar útsölunnar FYRRVERANDI forseti Haítís, Jean-Bertrand Aristide, fullyrti í símaviðtali við AP-fréttastofuna á mánudagskvöld að bandarískir her- menn hefðu þvingað sig í útlegð. Ar- istide var þá staddur í Mið-Afríku- lýðveldinu en hann er sagður ætla að fá landvist í Suður-Afríku. Aristide sagði hermennina sem hann lýsti sem „hvítum Bandaríkja- mönnum“ hafa tjáð sér að ef hann færi ekki strax úr landi myndu hefj- ast blóðsúthellingar á Haítí. Hann var staddur í forsetahöllinni í höfuð- borg Haítís, Port-au-Prince. „Þeir komu að næturlagi … Þeir voru of margir. Ég gat ekki talið þá,“ sagði Aristide en sagði jafnframt að Bandaríkjamennirnir hefðu verið „vingjarnlegir og hlýlegir“. Sagðist hann í fyrstu hafa talið að hann yrði fluttur til eyjarinnar Antigua á Kar- íbahafi en eftir millilendingu í Dóm- íníska lýðveldinu var haldið áfram til Afríku. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það alrangt að Aristide hefði verið beittur þvingun- um. „Honum var ekki rænt. Við þvinguðum hann ekki til að fara í flugvélina. Hann fór þangað af fúsum og frjálsum vilja,“ sagði Powell. Forsetinn fyrrverandi kom ásamt eiginkonu sinni og fáeinum sam- ferðamönnum á mánudagsmorgun til Mið-Afríkulýðveldisins og var far- kosturinn flugvél sem Bandaríkja- stjórn var með á leigu. Engin viðhöfn var á flugvellinum þegar Aristide steig út úr vélinni ásamt eiginkonu sinni og engir hermenn á staðnum. Vill rannsókn Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson, sem útvegaði AP-fréttastof- unni viðtalið við Aristide, hefur hvatt þingið í Washington til að láta rann- saka hvort Bandaríkjastjórn og þá einkum leyniþjónustan, CIA, hafi átt þátt í byltingunni á Haítí sem lyktaði með afsögn Aristide sl. sunnudag. Bandarískur þingmaður, Maxine Walters frá Kaliforníu, sagði frétta- mönnum að Aristide hefði hringt í sig frá Bangui, höfuðborg Mið-Afríku- lýðveldisins, og sagst vera þar í varð- haldi eftir að Bandaríkjamenn hefðu „rænt“ sér. En utanríkisráðherra landsins, Charles Wenezoui, vísaði öllum slíkum sögusögnum á bug. „Hann er frjáls maður og miklar ör- yggisráðstafanir við forsetahöllina eru til að tryggja hans eigið öryggi,“ sagði Wenezoui. Aristide segir sér hafa verið rænt Bangui í Mið-Afríkulýðveldinu. AP. Reuters Bandarískir hermenn á varðbergi við forsetahöllina í Port-au-Prince í gær. Fréttir á SMS Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.