Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ uríður Backman, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði á í umræðum utan dagskrá Al- þingi í gær um heimahjúkrunardeiluna að heilbrigðisráðherra, Jón Krist- jánsson, gæti ekki lengur beðið átekta í deilunni. Hún sagði að gripi ráðherra ekki þegar til aðgerða myndi fljótlega skapast algjört neyðarástand hjá sumum skjólstæðingum heimahjúkrunar og fjöl- skyldum þeirra. Ráðherra sagði í andsvari sínu að það bæri að leita leiða til að leysa deiluna. Hvatti hann deilendur til að setjast yfir málið og ná sam- komulagi. Heimaþjónustan væri bráðnauðsynleg þjónusta. Ráðherra sagði einnig aðspurður að heilbrigð- isráðuneytið hefði ekki sett fram kröfu um sparnað í heimahjúkrun í Reykjavík. Hann ítrekaði enn- fremur að með breytingum á greiðslufyr- irkomulagi fyrir akstur væri ekki verið að ná fram fjárhagslegum sparnaði. „Það er í raun ekki verið að breyta greiðslufyrirkomulaginu fyrir akstur til að ná fram fjárhagslegum sparnaði í heild. Það sem vakir fyrir stjórnendum heilsugæslunnar er að byggja upp öflugra kerfi heimahjúkrunar til lengri tíma litið. Heilsugæslan er að reyna að bæta þjón- ustuna við skjólstæðingana svo sem margsinnis hefur komið fram hjá forsvarsmönnum hennar,“ sagði hann. „Þrisvar hefur heilsugæslan gert tilraun til að breyta akstursgreiðslufyrirkomulaginu af þeirri einföldu ástæðu að forsvarsmenn hennar telja að þetta kerfi hamli frekari framþróun á því mik- ilvæga sviði sem heimahjúkrun er. Þeir starfsmenn sem sjá sér hag í kerfinu hafa ávallt sett sig á móti breytingum á því.“ Hefur teygt sig langt Ráðherra hafnaði því að heilsugæslan hefði kom- ið fram af óbilgirni í þessu máli. „Í því sambandi er rétt að fram komi að heilsugæslan hefur teygt sig langt til að koma til móts við starfsmennina. Í fyrsta lagi hefur verið boðið upp á bíl og tveggja launaflokka hækkun til allra til að koma til móts við þá sem bera skarðan hlut frá borði. Þessi tveggja launaflokka hækkun virðist mér nokkuð gott boð miðað við þá launahækkun sem rætt er um í samn- ingaviðræðum sem nú standa sem hæst á almenn- um markaði. Í öðru lagi er starfsmönnum áfram boðið að nota eigin bíl og fá tveggja launaflokka hækkun, færa akstursdagbók og fá greitt í sam- ræmi við ekna kílómetra auk þess að fá greidda 1.300 kílómetra á ári fyrir akstur, sé starfsmað- urinn í fullu starfi. Það eru því öfugmæli að kalla þessi tilboð óbilgirni af hálfu heilsugæslunnar. Til- boð sem felur í sér það eitt að fá svigrúm til að skipuleggja þjónustuna við skjólstæðingana þann- ig að hún batni enn frá því sem nú er.“ Ráðherra lagði áherslu á að engin skrifleg gagn- tilboð hefðu komið fram af hálfu stéttarfélaganna í þessu máli. „Í þeim viðræðum sem fram fóru, áður en starfsmennirnir hættu störfum, hafa aðeins komið fram munnlegar kröfur um sólarlagsákvæði í fimm ár auk kröfu um þriggja eða fjögurra launa- flokka hækkun.“ Síðar sagði hann að ekki mætti gleyma því að akstursgreiðslukerfi af því tagi sem væri í Reykja- vík væri verulega frábrugðið því sem tíðkaðist ann- ars staðar. „Menn verða að svara því af hverju þessir starfsmenn ríkisins skyldu ekki færa akst- ursdagbækur eins og aðrir þurfa að gera.“ Þuríður var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði að framganga forystu heilsugæslunnar í þessu máli væri beinlínis andstæð þeirri stefnu að efla og tryggja viðunandi heimaþjónustu. „Skerð- ing á heimahjúkrun í Reykjavík og Kópavogi bitn- ar ekki eingöngu á þeim sjúklingum og aðstand- endum þeirra sem fá þjónustu í dag heldur mun skerðingin strax valda mikilli röskun á starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss og annarra sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Það verður hvorki hægt að útskrifa sjúklinga eins fljótt né eins mikla umönnunarsjúklinga og áður. Það er stað- reynd sem þegar er komin í ljós. Eins má búast við ótímabærum innlögnum vegna manneklu í heima- hjúkrun.“ Þuríður sagði síðar í umræðunni að stétt- arfélögin hefðu sýnt fulla ábyrgð í kjaradeilunni og að þau hefðu reynt að ná sáttum. Hún sagði enn- fremur að heilbrigðisyfirvöld bæru fulla ábyrgð á málinu og að ráðherra gæti ekki lengur beðið átekta. Heimahjúkrun væri ódýr heilbrigðisþjónusta og hana ætti að byggja upp og efla um land allt. Skortur á framtíðarsýn Margir þingmenn tóku til máls í umræðunni. Ágúst Ólaf- ur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, minnti á að flokkurinn hefði lýst yfir mikl- um áhyggjum af þeirri óvissu sem nú ríkti í heimahjúkrun. „Þessi deila, ásamt ýmsum öðrum aðgerðum í heil- brigðisþjónustunni undanfarna mánuði, end- urspeglar bæði óraunhæfar hugmyndir um fjár- þörf í grunnþjónustu og skort á pólitískri forgangsröðun. Að sjálfsögðu þurfa aðilar máls að vera opnir fyrir nýjum leiðum til að hagræða og bæta þjónustuna svo fremi sem kjör þeirra séu tryggð. Þessi deila snýst hins vegar að stærstum hluta um áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um vanda heilbrigðisþjónustunnar. Deilan snýst einnig um skort á framtíðarsýn. Slík sýn fyrirfinnst ein- faldlega ekki hjá ríkisstjórnarflokkunum.“ Ásta Möller, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði m.a. að frá upphafi hefði verið viðurkennt að akstursgreiðslurnar væru launauppbót enda hefðu starfsmönnum verið boðnar launaflokkahækkanir í stað greiðslnanna. „Þetta fyrirkomulag hefur einn- ig verið notað sem afkastahvetjandi kerfi án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar,“ sagði hún. „Uppsagnir akstursgreiðslna eru ekki gerðar í sparnaðarskyni eins og kom fram hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra. Önnur sjónarmið liggja þar að baki. Lítið virðist bera í milli fulltrúa stéttarfélaga og yfirstjórnar heilsugæslunnar í Reykjavík um lausn málsins, svo lítið að það er ekki réttlætanlegt að halda sjúklingum í heimahúsum í óvissu. Heima- hjúkrun er einn mikilvægasti þáttur í grunnþjón- ustu samfélagsins. Hún skiptir sköpum fyrir hundruð manna og gerir þeim kleift að búa heima þrátt fyrir skerta getu til sjálfsbjargar.“ Hvatti Ásta deilendur til þess að binda enda á ófremdar- ástandið og ljúka samningum strax. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að heilbrigðisráðherra gæti ekki setið hjá og horft á umrædda deilu stigmagnast. „Heilbrigðisráðherra ber að sjá til þess að lögum um heilbrigðisþjónustu sé framfylgt eins og þau mæla fyrir um en þar er réttur sjúkra settur í for- gang. Heilbrigðisráðherra telur að góð tilboð liggi þegar fyrir frá vinnuveitendum til lausnar á deil- unni og er í raun undrandi á að ekki skuli hafa tek- ist samkomulag. Væri ekki rétt að hæstvirtur ráð- herra ræddi við hjúkrunarfólkið og beitti sér fyrir lausn á þessari einkennilegu deilu?“ Kvenfjandsamleg stefna Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði að með deil- unni væri enn á ný vegið að kjörum kvenna sem sinntu sjúkum og öldruðum. „Þetta er kvenfjand- samleg stefna og var ekki launamisréttið nægj- anlegt fyrir?“ spurði hann. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði að stjórnvöld hefðu gengið fram af mikilli óbilgirni gagn- vart starfsfólki heimahjúkr- unar; starfsfólkið væri ekki að fara fram á kjarabætur heldur væri það að verja kjör sem það þegar hefði. Ögmundur Jónasson, þing- maður VG, sagði sömuleiðis að starfsfólkið væri ekki að krefj- ast kjarabóta heldur væri það að koma í veg fyrir kjaraskerðingu. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsókn- arflokks, sagði að krafan hlyti að vera sú að deil- endur settust við samningaborðið og Magnús Stef- ánsson, samflokksmaður hennar, sagði að akstursgreiðslur ættu ekki að vera launauppbætur heldur ættu þær að vera til þess að bera uppi eðli- legan rekstrarkostnað bifreiða miðað við tiltekinn akstur. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði allt þetta mál afar sérstakt, í ljósi þess að fram hefði komið að ekki væri stefnt að því að spara með umræddum aðgerðum heilsu- gæslunnar. „Hvert er deiluefnið?“ spurði hann. „Um hvað snýst þessi deila? Snýst hún um að bæta gæði þjónustunnar með því að taka bíla á rekstr- arleigu til þess að afnema þessar greiðslur til þess- ara heiðurskvenna sem eiga allt gott skilið og stunda óeigingjarnt og óbilgjarnt starf í þágu lands og þjóðar? Ég verð að segja að þegar líka kemur hljóð frá embættismönnum sem segja: Ja, við ætl- um ekki að láta gera okkur afturreka í þriðja sinn, segir það manni að það er ekki allt sem sýnist í þessu máli.“ Síðan sagði Guðmundur: „Virðulegi heilbrigð- isráðherra. Hvers vegna er þessi deila upp komin nú enn einu sinni? Efnið er nákvæmlega eins og það var fyrir ári. Það hefur ekkert breyst, bara að auka gæði þjónustunnar með því að taka bíla á rekstrarleigu. Þvílík vitleysa.“ Ekki verið að einkavæða Ráðherra svaraði Guðmundi í lok umræðunnar með eftirfarandi orðum: „Varðandi þá sem hafa lagt í söguskýringar í þessu máli, samstarfsmenn mínir í ríkisstjórn, þá vil ég minna á að það er til nokkurra ára gamalt bréf frá fjármálaráðuneytinu, þar sem þess er krafist að þetta kerfi verði lagt af. Það er þess vegna sem verið er að taka þetta upp og menn skulu bara kannast við það hér […]. Það er þess vegna sem verið er að taka upp launahækk- anir í staðinn fyrir þetta kerfi.“ Í lokin ítrekaði ráðherra að ekki væri verið að einkavæða heimaþjónustuna. Að síðustu sagði hann: „Það var gerð tilraun til þess að semja við fyrirtæki í Kópavogi til þess að koma inn í og hjálpa ef þetta ástand varir. Og það er mjög slæmt, ef það er rétt, að verið sé að reyna að koma í veg fyrir þessa þjónustu.“ Umræður utan dagskrár um stöðu heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu Ráðherra hvetur deilendur til að setjast að samningaborðinu Þingmenn stjórnarand- stöðu segja að heilbrigð- isráðherra geti ekki lengur beðið átekta Morgunblaðið/Þorkell Starfsfólk í heimahjúkrun í Reykjavík var meðal þeirra sem mættu á þingpallana í gær. HELGI Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær og spurði hvaðan dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hefði heimildir til að lýsa yfir allt að 250 milljóna kr. út- gjöldum á næsta ári. Vísaði þingmað- urinn þar til eflingar sérsveitar lög- reglunnar, sem ráðherra boðaði í fyrradag. Sagði Helgi að það verkefni væri gæluverkefni og bernskudraum- ar Björns Bjarnasonar. „Spurt er hvaðan ráðherranum koma heimildir til að lýsa yfir allt að 250 millj. kr. útgjöldum á ári á næstu árum og hvort samstaða sé um það í ríkisstjórninni og hvernig á því standi að hér séu til peningar í verkefni af þessu tagi sem engar heimildir virð- ast fyrir í fjárlögum,“ sagði þingmað- urinn m.a. Ráðherra benti á í svari sínu að Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hefði óskað eftir umræðu utan dagskrár um sérsveitarmálið á fimmtudag. Þá hefði þingheimur tækifæri til að ræða þessi mál. Hann ætlaði því ekki að ræða málið efnis- lega að þessu sinni. Spurt um fjárheimildir vegna sér- sveitarinnar ♦♦♦ AÐ mati 57% landsmanna er sam- eining í bankakerfinu orðin of mikil, skv. viðhorfskönnun Þjóðarpúls Gallup. Tæplega 37% telja að hún sé hæfileg og rösklega 6% telja að sam- eining í bankakerfinu sé of lítil. Um 52% stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar eru þeirrar skoðunar skv. könnuninni að sameining í bankakerfinu sé of mikil og um 62% stjórnarandstæðinga eru á sama máli. 42% íbúa á landsbyggðinni telja sameiningu banka vera orðna of mikla og um 55% íbúa á höfuðborg- arsvæðinu eru þeirrar skoðunar. Könnunin var gerð 11.–24. febr- úar. Úrtakið var 1.223 manns og svarhlutfallið 63%. 57% telja sam- einingu í banka- kerfinu of mikla ÞRÍR þingmenn Samfylkingarinnar hafa beint skriflegum fyrirspurnum til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvernig hrundið hafi verið í fram- kvæmd aðgerðum til að ná fram jafn- rétti kynjanna. Er vísað til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna en þingsályktunin var sam- þykkt á Alþingi 28. maí 1998. Er ósk- að eftir því að gerð verði grein fyrir hverju verkefni fyrir sig og hve miklu fé hafi verið varið til aðgerðanna. Spurt um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna ♦♦♦ ♦♦♦ ATLI Gíslason, þingmaður VG, hef- ur lagt fram tvær fyrirspurnir til for- sætisráðherra varðandi gildissvið stjórnsýslu- og upplýsingalaga. Er forsætisráðherra spurður hvort hann telji koma til álita að breyta gildissviði þessara tveggja laga þannig að þau taki eftir því sem við geti átt „til fyrirtækja, svo sem banka, fjölmiðla, olíufélaga, trygg- ingafélaga, verslunarsamsteypa, og annarra stórfyrirtækja, sem hafa mikla eða ráðandi markaðshlutdeild og fyrirtækja sem taka að sér þjón- ustuverkefni í almannaþágu?“ Spyr um gildissvið stjórnsýslulaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.