Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 23 L iðið ár bauð upp á gríðarlegt framboð spennandi stórsýn- inga og listakaupstefna og allt bendir til þess að yfirstand- andi bæti um betur þótt Dókumenta í Kassel sé langt fjarri og enginn tvíæringur í Feneyjum. Þetta var framvindan um langt skeið, ný listasöfn halda áfram að rísa um víðan völl, hin gömlu stækka og/eða gangast undir víðtækar endurbætur. Slíkt gæti ekki gerst ef þjóðirnar væru ekki með á nótunum um eigið sjálfstæði metnað og ris, hvað sem öllu tali um alþjóða- væðingu líður. Rétt að minna hér enn einu sinni á, að þeir sem hæst tala um alþjóðamenn- ingu reisa stærstu múrana til að vernda eigin sérkenni, en miðla sínum viðhorfum til ann- arra með þrælskipulegri markaðssetningu og klappa lítilþægum viðhengjum föðurlega á öxl- ina. Eins og kunnugt er var Graz menningar- borg Evrópu 2003, og hafði ég mikinn hug á að sækja hana heim og endurnýja um leið tak- mörkuð kynni af Vín- arborg, en eins og áður hermir hindruðu per- sónulegar ástæður fyrirhugaða athafnasemi á vit listviðburða meginhluta ársins. Meðal þess sem ég missti af voru margar og mikilsháttar sýningar á verkum Pauls Klee (1879–1940), f. í Münchenbuchsee í nágrenni Basel 1879 d. Í Locarno-Muralto 1940, sviss- nesk-þýskur málari, grafíklistamaður og list- fræðingur (ekki listsögufræðingur). Hér skil- ur á milli að listfræðingurinn gengur út frá óhlutbundinni hugsun, meðvitundinni um sjálfið, innsæið og dómgreindina, jafnframt greiningu á því sem skilningarvitin nema, en verksvið listsögufræðingsins telst öðru fremur sagan, fræðin og rannsóknir á afmörkuum tímaskeiðum. Klee var ótvírætt einn af risunum í málara- list síðustu aldar og ásamt Kandinsky og Jo- hannes Itten einn af aðalkennurum Bauhaus- skólans í lit- og formfræði. Haldi einhverjir að engin hugmyndafræði liggi að baki því að raða niður litum og formum, sem og táknfræði riss- ins (semiotik), ættu þeir að kynna sér það sem Klee festi á blað og hafði að segja hér um, og enn er í fullu gildi. Mikilvægust er þó dul- mögnuð og óútskýranleg útgeislan myndverka hans sem hermir eitt og annað af undirmeðvit- undinni, náttúru skynfæranna og þjálfun þeirra. Á þeim sviðum hafði hann ómæld áhrif á samtímamálara sem og eftirkomendur, einn- ig vel greinanlegt í íslenzkri myndlist. Fannst rétt að minna á þetta í framhjá- hlaupi meður því að Klee-árinu voru að ég best veit engin fullnægjandi skil gerð í íslenzkum fjölmiðlum, frekar en van Gogh og Kasimir Malevich. Vísa um leið til þess að á þessu ári beinast augun að Salvador Dali, tilefnið að hundrað ár eru frá fæðingu þessa umdeilda meistara og trúbadúrs. Dali var Katalóníubúi, fæddur í litla þorpinu Figueras í nágrenni Gerona 11. maí 1904, fulla nafnið Salvador Fel- ipe Jacinto Dali y Domenech. Sem að líkum lætur hófst listferill Dalis í Barselóna, höfuð- borg Katalóníu, þótt grunnmenntun sína hlyti hann í Akademíu S. Fernando í Madrid, þar sem Goya hafði numið löngu áður. Þar tileink- aði Dali sér óviðjafnanlega tækni hvað varðar gegnsæjan litahjúp, á fagmáli lasur, sem gerði honum mögulegt að nálgast viðföng sín af vís- indalegri nákvæmni og hagnýtti sér meira og minna upp frá því. Í Madrid lenti Dali í flasið á Garcia Lorca og Luis Bunuel sem var með hóp anarkista kringum sig, varð fyrir áhrifum af Ítölunum Giorgio de Chirico og Carlo Carra, þannig á réttum stað á réttum tíma. Listaveislan hófst í Barselóna 27. jan-úar með viðamikilli farandsýningu;Dali og fjölmenningin, inniber 300málverk ásamt teikningum, kvik- myndum og hlutum (objects), stendur til 23. maí. Er ekki að efa að hér munu menn upplifa hinn rétta Dali en ekki ódýrar og misþyrmdar útgáfur. Í Passau í nágrenni München stendur yfir sýning sem hefur með súrrealíska hlið hans að gera; 350 ætimyndir, litþrykk, stein- þrykk og ljósmyndaklipp til 14.3. Síðan er það aftur Barselóna, hvar sýningin „Gula stefnu- yfirlýsingin“ verður opnuð 18. júní, hermir af umhverfi og upphafi katalónsku and-lista- stefnuyfirlýsingarinnar frá 1926, sem Dali tók einnig þátt í, stendur til 26. september. Loks má nefna sýningu 150 málverka í Grassi-höll- inni í Feneyjum, ásamt hlutum, kvikmyndum og skrifum súrrealistans 5.9.–9.1. 2005. Þetta eru hinar veigameiri sýningar en svo má einn- ig búast við fjölda annarra og óvandaðri í til- efni ársins ef ég þekki listheiminn rétt. Ef ein- hverjir hafa áhuga á að kynnast hinum rétta Dali mæli ég með þessum sýningum hverri fyrir sig og ekki væri það ónýtt að menn stadd- ir í Barselóna gerðu sér dagsferð til Figueras til að kynna sér umhverfi listamannsins sem sótti mörg súrrealísk viðföng sín þangað og var þannig rækilega jarðtengdur æskuslóðun- um, vel að merkja. Hafi menn svo í hyggju að kynna sér sam- tímalist á breiðum grunni, opna augun fyrir fleiru en sértrúarbrögðum sem rata til ystu út- nára, skal helst mælt með listakaupstefnunum í Basel (16.6.–21.6.), Berlín (Art Forum, 29.9.– 3.10.), París (FIAC, 21.10.–25.10.) og Köln (38. Art Cologne, 28.10–1.11.). Hreint ævintýri að reika milli básanna á fyrsta degi og mæta svo snemma einhvern hinna dagana og skoða vel og skipulega. Á slíkum kaupstefnum geta menn á einum stað séð úrvalið af framboði hundraða listhúsa í Evrópu og einstakra frá öðrum heimsálfum. Að mynda sér skoðanir í sjón og raun, síður því sem haldið er að þeim í skólum og af hagsmunaaðilum, er það sem máli skiptir. Hér einungis nefndar fjórar hinna mikilvægustu í Evrópu, en mikilsháttar listakaupstefnur eru á fimmta tuginn ef með- taldar eru einstakar antík- og ljósmyndastefn- ur svo og ein bókakaupstefna í Frankfurt (Buchmesse Frankfurt, 6.10.–11.10.), kemur sjónlistum einnig við fyrir útgáfustarfsemi er skarar myndlist, sem einnig opnar sýn til margra átta. Svo bætist auðvitað við fjöldi minniháttar listakaupstefna sem komast ekki á lista, art-Das Kunstmagasin, og má hér nefna Kunst Forum, í samnefndri kaupstefnu- höll í Kaupmannahöfn, sem haldin er á hverju sumri, en um dagsetningarnar í ár er mér ókunnugt. Vert fyrir íslenzka myndlistarmenn, list- unnendur, listsögufræðinga og ekki síst safn- stjóra að gefa þessu gaum nú þegar stöðugt verður auðveldara að fljúga til Evrópu og áfangastaðir fleiri. Óvinnandi vegur að geta hér allra helstu stórviðburða á myndlistarvett- vangi í öllum viðkomuborgum flugfélaganna en vík eitthvað að því seinna, Þó vert að vísa til og minna enn einu sinni á, að fleiri sækja söfn og mikilsháttar sýningar en íþróttaviðburði og einstök stórsöfn státa af 4–6 milljónum sýn- ingargesta á ári. Þetta gerist á sama tíma og raddir eru uppi um að listasöfn séu óþörf (!), einnig að málverkið sé liðið undir lok (!), fremd þess þó einmitt aldrei meiri en undangengin ár. Þannig var, að því er ég las í Weekendav- isen nýlega, hálfgerð martröð að blanda sér í biðraðirnar fyrir utan þrjú stærstu málverka- söfnin í París um síðustu hátíðir. Þessu átti ég bágt með að trúa, en viðkomandi tóku þann kostinn að beina athylinni að minni söfnum sem þeir hefðu annars trauðla heimsótt og gerðu margar mikilsverðar uppgötvanir. Þá er ekki úr vegi að upplýsa um ráðn-ingu sýningarstjóra, kúrators, fyrirDokumenta í Kassel 2007, og und-irbúningur strax hafinn. Má vera köld vatnsgusa framan í marga að um er að ræða fagurfræðing, Schöngeist, eins og hann sjálfur gefur til kynna en þrátt fyrir það telur hann enga stórsýningu mögulega án þess að félagsfræðileg spursmál séu inni í myndinni. Roger M. Buergel er Þjóðverji en menntaður í Vínarborg, upprunalega vildi hann verða mál- ari en lagði penslana á hilluna til hags fyrir skrif um list og skipulagningu sýninga, var meðal annars í tvö ár ritari athafnalistamanns- ins Hermanns Nitsch. Stefnuskrá Buergels fyrir Dokumenta 2007 nokkuð frábrugðin tveimur síðustu forverum hans, Chaterinu Davis og Okwui Enwesor, að því leyti að nú skal framkvæmdin á heimsvísu, með áherslu á styrkleika sjálfra verkanna – ekki fræðikenn- inga. Vill afnema hina hugsýkislegu einsýni fyrri stjórnenda Dokumenta, eins og hann orðaði það á blaðamannafundi. Lítur ekki á sig sem höfund sýningarinnar heldur fram- kvæmdastjóra. Orðrétt: „Ausserdem möchte der Kurator die „neurotische Fixierung“ auf der leiter der Dokumenta beenden.“ Stefnumörkin boða ótvírætt meiri lýðræði, að slakað verði á einsýni og ofurvaldi sýning- arstjóranna á Dokumenta í Kassel 2007, hollt fyrir alla framsækna myndlistarmenn á út- skerinu að vera hér meðvitaðir á upphafsreit. (Framhald síðar.) Árið 2004 Roger M. Buergel verður í forsvari nýrra áherslna á 12 Dokumenta 2007. Hér til hægri ásamt ráðherra og fjármálastjóra verkefnisins. Framkvæmdin skal nú vera á heimsvísu. Listi yfir þýðingarmestu listakaupstefnur í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu 2004. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Í NÝUPPGERÐU félagsheimili sínu feta Hörgdælir slóð hefðarinn- ar og setja upp sígildan gamanleik. Klerkar í klípu er vel skrifaður farsi sem gerist árið 1944 í litlu þorpi í Englandi. Leikritið fjallar um lang- sóttan misskilning sem hefst af því í fyrsta lagi að fólk þarf að sýnast annað en það er vegna fordóma og hneykslunar siðgæðispostula og í öðru lagi af þeirri einföldu brellu að fara í föt af öðrum. Gert er góðlát- legt grín að prestum og skinhelgi þeirri sem vill loða við starfsfólk kirkjunnar en einnig beinir höfund- urinn spjótum sínum að hernaði og stríði. Hvert einasta tækifæri er notað í verkinu til að búa til mis- skilning og klaufalegar aðstæður en til þess að koma auga á það allt þarf reyndan leikstjóra. Saga Jónsdóttir setur nú upp sýningu með Hörgdæl- um í annað sinn en sú fyrri var Þrek og tár sem var sýnt við góðar vin- sældir fyrir tveimur árum. Saga er reynd leikhúslistakona og sannar það hér enn með vandaðri leik- stjórn. Leikstjórinn býr að reyndum leik- urum í Leikfélagi Hörgdæla sem á sögu frá 1928. Eitt af allra erfiðustu leikhúsformunum er farsinn því að allt verður að ganga snöggt og vel fyrir sig; innkomur verða að vera hraðar og tímasetningar allar í lagi hjá leikurum þegar aulahúmor og misskilningur er hálft verkið og mikið undir því komið að detta hratt og hlaupa hratt. Þetta gekk eftir með miklum sóma á frumsýningunni og mikið hlegið. Mesta hrifningu vakti Þórður Steindórsson í hlut- verki biskupsins sem kemur nokkuð óvænt í heimsókn þegar atburða- rásin nær hámarki sínu. Í smæstu atriðum, hvort sem voru fínlegar handahreyfingar, augnaráð, göngu- lag eða annað, var Þórður jafnoki bestu gamanleikara; allt vakti hlát- ur. Hann hafði líka alveg á valdi sínu þá tækni að leika fram í salinn þegar það átti við en gætti þó alltaf hóf- stillingar. Guðmundur Steindórsson, bróðir Þórðar, hafði sömu eðlislægu gríntaktana og tímasetningar voru fullkomnar hjá honum í hlutverki séra Humphreys. Þeir voru báðir dásamlega fyndnir þegar þeir urðu eins og tungl í fyllingu við að brosa heiðríkt út að eyrum þegar minnst varði. Mæðgurnar Sesselja Ingólfs- dóttir og Fanney Valsdóttir eru einnig hæfileikaríkar leikkonur sem skipa sér á bekk með þeim færustu. Sesselja bjó til sérstaklega heil- steypta persónu úr hinni fordóma- fullu og smáborgaralegu ungfrú Skillon og var fyndin í öllu sem hún gerði. Fanney lék í raun erfiðasta hlutverkið, prestfrúna Penelópu sem þarf að vera jarðbundin og raunsæ til að hægt sé að trúa á hana sem þann burðarás sem heldur öllu saman. Í stuttu máli gerði Fanney þetta svo vel að hún stendur uppi sem sigurvegari hópsins. Hin unga leikkona Ásta Júlía geislaði af eðli- legum þokka og lék Idu vinnukonu áreynslulaust og skemmtilega. Sig- mar Bragason sem lék Clive er óreyndur leikari en það var ekki að sjá í fjölmörgum atriðum þar sem reyndi á snerpu og hraða. Aðrir fylltu vel upp í heildarmyndina og þó sjá mætti hverjir voru óreyndir var það síður en svo til trafala. Sviðsmyndin var falleg og stíl- hrein og lýsingin látlaus; stofa með húsgögnum og skáp til að fela í fólk, smekklegum garðdyrum og stiga upp á loft en engum hlutum ofaukið nema einum stólkolli fremst á svið- inu en hann virtist vera úr allt öðr- um tíma. Búningarnir voru vel unnir og trúir tímanum sem verkið gerist á og hárgreiðslan og förðunin svo eðlileg að það var fyndið í sjálfu sér. Eftir að hafa eytt kvöldstund á Mel- um hlæjandi og brosandi er ekki hægt annað en að taka undir með barninu sem sagði eftir sýninguna: ,,Þetta var snilld bara!“ Prestar á harðahlaupumLEIKLISTLeikfélag Hörgdæla Höfundur: Philip King. Leikstjóri: Saga Jónsdóttir. Leikmyndahönnun: Þórarinn Blöndal. Búningaumsjón: Saga Jóns- dóttir. Hönnun lýsingar: Ingvar Björns- son. Förðun og hárgreiðsla: Sigrún Arn- steinsdóttir, Svanhildur Axelsdóttir. Frumsýning á Melum 27. febrúar 2004. KLERKAR Í KLÍPU Hrund Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.