Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Og af hverju ertu með svona stór eyru, amma mín? Fyrirlestrar um sálfræðilegt sjónarhorn Fleiri þættir í brennidepli Þunglyndi: Sálfræði-legt sjónarhorn, erheiti á fyrirlestra- röð sem Félag sérfræð- inga í klínískri sálfræði stendur fyrir í mars. Alls eru fyrirlestrarnir átta, tveir og tveir fyrirlestrar á hverju kvöldi. Fyrirlestr- arnir hefjast nk. fimmtu- dag og verða næstu fjögur fimmtudagskvöld. Fyrir- lestrarnir eru öllum opnir, en þeir eru haldnir í Nám- unni, sal Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7 í Reykjavík. Oddi Erlingsson sál- fræðingur, formaður Fé- lags sérfræðinga í klín- ískri sálfræði, var spurður nokkurra spurninga. – Hvað þýðir að vera klínískur sálfræðingur? „Klíník er erlent heiti yfir sjúkrahús eða lækningastofu og því er átt við sálfræðinga sem starfa við sjúkrahús eða annars staðar þar sem veitt er meðferð við geðröskun, eins og t.d. þung- lyndi.“ – Hverjir eru klínískir sálfræð- ingar? „Til þess að mega kalla sig klín- ískan sálfræðing þarf að hafa sér- fræðileyfi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og til að öðlast slíkt leyfi þarf að upp- fylla ákveðin skilyrði að loknu lokaprófi í sálfræði. Vinna þarf a.m.k. í fimm ár á ólíkum deildum sjúkrahúsa eða stofnana, en einn- ig þarf að uppfylla skilyrði um endurmenntun, handleiðslu og ritsmíð.“ – Hvað merkir yfirskriftin „sál- fræðilegt sjónarhorn“? „Með sálfræðilegu sjónarhorni er verið að vísa til breiðari sýnar á einkenni og meðferð á þunglyndi en algengast er að gera. Athyglin hefur í alltof miklum mæli beinst að líffræðilegum þáttum, bæði sem orsakaskýringu á þunglyndi og við meðferð á þunglyndi. Með sálfræðilegri sýn eru fleiri þættir í brennidepli eins og aðstæður, hugsanir og hegðun viðkomandi sem bæði viðheldur þunglyndis- einkennum og eru gífurlega öfl- ugir þættir þegar að meðferð kemur.“ – Hversu vel virka þessar að- ferðir við meðferð á þunglyndi? „Það hefur margoft verið stað- fest að sálfræðileg meðferð, eink- um hugræn atferlismeðferð hafi a.m.k. jafngóð áhrif á þunglyndi og stundum betri áhrif en lyfja- meðferð, einkum þegar til lang- tímaáhrifa meðferðarinnar er lit- ið. Engar aukaverkanir eru af meðferðinni og sá grundvallar- munur er á þessum aðferðum að í hugrænni atferlismeðferð er vak- ið upp það viðhorf hjá þeim þung- lynda að hann geti sjálfur með hegðun sinni og hugsun haft áhrif á líðan sína.“ – Hvernig stendur á því að meðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum er ekki niðurgreidd af Tryggingastofnun ríkisins? „Í áratugi hafa sál- fræðingar barist fyrir þessu réttindamáli geðsjúkra og allir virð- ast nú orðnir sammála um að svona geti þetta ekki gengið leng- ur. Þessi skoðun er líka í ráðu- neytinu, en lokasvörin hafa hing- að til ávallt verið að ekki séu til peningar. Samkeppnisráð úr- skurðaði um þetta mál árið 1999 og mælti með að Tryggingastofn- un tæki þátt í þessum kostnaði, annað væri brot á samkeppnislög- um og í lögum er heimild til að Tryggingastofnun taki þátt í þessum kostnaði. Það er líka eðli- legt að klínískur sálfræðingur vinni á sérhverri heilsugæslu- stöð.“ – Gæti bætt aðgengi að sál- fræðingum lækkað stóraukinn og sívaxandi kostnað ríkisins vegna geðdeyfðarlyfja? „Þessi mál mega ekki bara snú- ast um peninga, heldur snýst þetta ekki síst um rétt sjúklinga og skyldur ríkisins samkvæmt lögum. Það er siðferðilegt vanda- mál þegar sjúklingar eru útilok- aðir frá meðferð vegna lítilla fjár- ráða. Sjúklingar eiga rétt á að sækja sálfræðilega meðferð óháð efnahag. Langtímaáhrif meðferð- arinnar eru ótvíræð og því eðli- legt að ætla að þegar til lengri tíma er litið náist fram sparnaður. Það væri skynsamlegt að nota þau hundruð milljóna króna sem hafa farið í beina aukningu á geð- deyfðarlyfjum síðustu árum til að niðurgreiða sjúklingum heim- sóknir til sálfræðinga. – Segðu okkur frá dag- skránni … „Fyrsta kvöldið mun ég fjalla um þunglyndi sem vaxandi vanda- mál á meðal ungs fólks í nútíma- þjóðfélagi og þá mun einnig Jón Sigurður Karlsson tala um al- gengi og orsakir sjúkdómsins. Annað kvöldið verður athyglinni beint að afleiðingum áfalla og einnig að veikindum og streitu sem eru bæði sem rót og fylgi- fiskur þunglyndis, en fyrirlesarar þá verða Hörður Þorgilsson og Álfheiður Steinþórs- dóttir. Þriðja kvöldið segir Auður Gunnars- dóttir frá hugrænni atferlismeð- ferð og Ása Guðmundsdóttir frá tengslum þunglyndis og áfengis- neyslu. Fjórða og síðasta kvöldið verur fjallað um forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar í ljósi þess að aðeins um helmingur þunglyndra leitar sér aðstoðar við vandanum. Fyrirlesarar þá verða Gunnar Hrafn Birgisson og Eirík- ur Örn Arnarson.“ Oddi Erlingsson  Oddi Erlingsson er fæddur 13. mars 1950 í Reykjavík. Er með kennarapróf og BA-próf í sál- fræði frá HÍ og Dipl.Psych.-próf í sálfræði frá Freiburg-háskóla. Sérfræðivið- urkenningu fékk hann í klínískri sálfræði 1993. Oddi starfaði sem sálfræðingur á ýmsum geðdeild- um Landspítala 1981 til 2002, síðast sem yfirsálfræðingur á áfengis- og vímuefnadeildum. Hefur rekið eigin sáfræðistofu frá 1984. Maki er Sigurborg E. Billich meinatæknir. Þau eiga tvo syni, Karl Erling og Kjartan. Mega ekki bara snúast um peninga MUN fleiri umsækjendur voru um leyfi til hreindýraveiða fyrir þetta ár, en síðustu ár. Alls voru um 1.100 um- sóknir um 800 leyfi sem í boði eru, en um helgina var dregið úr innsendum umsóknum á aðalfundi Félags leið- sögumanna með hreindýraveiðum. „Árið 2001 byrjaði sprenging í þessu. Það hefur þó aldrei verið eins og núna. Í fyrra fengum við um 800 umsóknir á þessum tíma, en núna er bara algjör sprenging. Þetta er í fyrsta skipti sem það er gjörsamlega ómögulegt að láta alla fá dýr,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, starfs- maður veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar, sem hefur umsjón með hreindýraveiðunum. Í tísku að fara á veiðar Karen Erla segir að sífellt fleiri virðist stunda veiðar. „Ég held að það sé svolítið í tísku að fara að veiða. Að hluta til skýri ég þessa að- sókn núna með því að rjúpurnar eru ekki inni í myndinni. Ég held að það hljóti að vera. Þetta er rosalega vin- sælt sport og verður æ vinsælla,“ segir hún. Veiðisvæðinu er skipt upp í níu svæði og er ákveðinn kvóti á hverju svæði og eru veiðileyfi gefin út fyrir tarfa eða kýr. Mest var aðsóknin á svæðum 1 og 2, sem eru á Fljótsdals- heiði, enda er kvótinn langstærstur þar. Sóttist t.d. 381 eftir því að veiða kýr á því svæði, en kvótinn hljóðar ekki upp á nema 183 kýr. Því voru um 200 umsækjendur umfram kvóta þar. Einnig eru svæði 5 og 7 vinsæl, en það er annars vegar Norðfjarð- arsvæðið og hins vegar umhverfi Berufjarðar. Umsóknir um veiðileyfi á tarf á svæði 7 voru t.d. 90, en veiði- leyfin sem verða gefin út aðeins 30. Ekki öll von úti „Það eru biðlistar alls staðar nema á svæði 4, það er Seyðisfjörður, Mjóifjörður og Reyðarfjörður og á svæði 8 og 9, sem eru Lónið, Nesin, Mýrar og Suðursveit,“ segir Karen Erla. Segir hún að þeim veiðileyfum sem enn séu laus á þessum svæðum verði ekki deilt út fyrr en eftir 1. apr- íl, en þá verði einnig dregið úr þeim leyfum sem ekki verði búið að greiða fyrir. Þannig að ekki er öll von úti fyrir þá veiðimenn sem sóttu um veiðileyfi, en fengu ekki. Kvótinn hefur aukist mjög síðustu ár, að sögn Karenar Erlu. Árið 2000 var hann 404 dýr, árið 2001 452 dýr, 2002 574 dýr og árin 2003 og 2004 800 dýr. Eina breytingin milli ár- anna 2003 og 2004 er að það eru fleiri tarfar í ár í heildarkvótanum, en í fyrra. Töluverður þyngdarmunur er á kynjunum, tarfar vega að meðaltali um 88 kg á meðan kýrnar eru ekki nema 43 kg að þyngd að meðaltali. Allir veiðimenn verða að fara á veið- ar ásamt leiðsögumanni, sem aðstoð- ar veiðimanninn við að þekkja kyn dýranna og einnig við að flá bráðina og fleira. Karen Erla segir að dýrustu veiði- leyfin séu á svæði 1 og 2. Þar kostar veiðileyfi fyrir tarf 90 þúsund krónur og 45 þúsund krónur fyrir kú. Ódýr- ustu leyfin eru á svæðum 3, 4, 7, 8 og 9, þar sem verðið er 55 þúsund fyrir tarf og 30 þúsund fyrir kú. Sprenging varð í umsóknum um leyfi til hreindýraveiða 1.100 umsækjendur um 800 veiðileyfi BANDARÍSKI leiðangursmaðurinn Cameron M. Smith sem hyggst ganga yfir þveran Vatnajökul komst fyrir helgina í skála Jökla- rannsóknafélagsins í Grímsvötnum eftir tveggja daga göngu. Leiðang- urinn tafðist nokkuð í upphafi vegna smávægilegrar bilunar í bún- aði Smiths og slæms veðurs. Á föstudag hóf Smith gönguna í hinu besta færi. Smith hugðist dvelja einn dag í Grímsvötnum og halda austur af jöklinum með stefnu á Lambatungujökul. Veðurspáin er hagstæð og ef færið á jöklinum er gott má búast við því að hann kom- ist á áfangastað á 5-7 dögum. Smith gengur með vistir og út- búnað til þrjátíu daga, en getur lát- ið þær endast í mest 40 daga. Smith komst í Grímsvötn á ferðalagi sínu yfir Vatnajökul Þetta er í fjórða skiptið sem Cameron Smith reynir að komast yfir Vatna- jökul en fyrri tilraunir hans hafa mistekist vegna ofsaveðurs á jöklinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.