Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is NBA-gólf | Ákveðið hefur verið að setja nýtt gólfefni á sal íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Sett verður parketgólf í stað græna dúksins sem þar hefur verið frá opnun hússins. Bæjarráð Borgarbyggðar ákvað á síðasta fundi sínum að taka tilboði frá fyrirtækinu Park- et og gólf ehf. í vinnu og efni við nýja gólfið. Eftir umfjöllun í Tómstundanefnd varð þessi tegund af parketi fyrir valinu. Það er með gúmmíkúlufjöðrun, sömu gerðar og parket sem á síðasta ári var lagt á aðalsal íþróttahúss Keflavíkur við Sunnubraut. Áformað er að leggja parketið á gólfið í maímánuði. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Tónlistarveisla Geirmundar | Hinn sí- ungi skagfirski sveiflukóngur Geirmundur Valtýsson fagnar sextugsafmæli sínu 13. apríl næstkomandi og býður af því tilefni Skag- firðingum sem og tónlist- arveislu í Íþróttahúsi Sauðárkróks á annan páskadag. Kemur þetta fram á fréttavefnum Skagafjörður.com. Í tilefni af afmælinu gefur Geirmundur út geisladisk, Látum söng- inn hljóma, með 14 nýjum lögum. Tónleikarnir verða því í senn útgáfu- og afmælistón- leikar Geirmundar. Geirmundur Valtýsson Keppa í fuglaskoðun | Níutíu og átta fuglategundur sáust í svokölluðu Vetr- arhlaupi, keppni fuglaskoðara um að sjá sem flestar tegundir fugla á tímabilinu 1. desem- ber til 29. febrúar. Tíu fuglaskoðarar skráðu sig til keppni. Í töflu sem birt er á vefnum fuglar.is kem- ur fram að Björn Arason á Höfn í Hornafirði hefur séð flestar fuglategundirnar á þessum tíma, 89 talsins. Yann Kolbeinsson í Reykja- vík er ekki langt á eftir, hann sá 87 tegundur. Þriðji varð Sigmundur Ásgeirsson á Álfta- nesi með 83 tegundur og Brynjólfur Brynj- ólfsson á Höfn með 82 tegundir fugla. Oft urðu átök ílangvinnri versl-unarsamkeppni milli Englendinga og Þjóðverja hérlendis á 16. öld og léku Englend- ingar áhafnir þýskra kaupskipa oft grátt. Þjóðverjar réttu hlut sinn eftirminnilega árið 1532, fyrst í sjóorusu við Básenda 2. apríl og gjör- sigruðu síðan keppinauta sína í svonefndu Grind- arvíkurstríði í júnímán- uði – með aðstoð Hafn- firðinga og Njarðvíkinga. Sögu þessa rekur Jón Böðvarsson á námskeiði sem Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum heldur í samvinnu við Saltfisksetrið. Fyrsta kennslustundin er í kvöld. Stríðið Egilsstaðir | Börnin á Leikskólanum Tjarn- arlandi bíða í ofvæni eft- ir að lokið verði við að setja upp ný leiktæki á skólalóðinni. Þessir gutt- ar höfðu komið sér fyrir í vagni uppi á hól og fylgdust þaðan með verkamönnum setja nið- ur myndarlegan kastala yst í lóðina. Drengirnir, þeir Sigmar, Stefán, Hörður, Pétur Steinn og Fjalar Tandri, hugsa sér sjálfsagt gott til glóð- arinnar að svífa á kast- alann og hoppa þar og skoppa þegar hann verð- ur tilbúinn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Beðið á hólnum Ósk Þorkelsdóttir áHúsavík sá aðhaft var eftir Ruth Reginalds á forsíðu Séð og heyrt að Guð hefði sent sig í lýtaað- gerð. Þá datt henni í hug: Lýti þín aldrei verða varin viðgerðaþörf er orðin sterk, ætli að Guð sé almennt farinn að endurmeta sín fyrri verk. Í fréttablaðinu Skarpi á Húsavík var greint frá því að reðursafnið flytt- ist til Húsavíkur. Ósk segir karlmenn á staðnum hafa áhyggjur af því að konum sem skoði safnið finnist minna til eiginmanna sinna koma. Hún kom með huggunarorð: Stærðin ykkar aldrei tefur ástarleikinn, maður slyngur. Gegnum árin okkur hefur alveg dugað lítill fingur. Sköpunarverk guðs pebl@mbl.is Hveragerði | Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi stóð nýlega fyrir tveggja daga námskeiði fyr- ir fagfólk í græna geiranum í grisjun og meðferð keðjusaga. Um bóklegt og verklegt nám- skeið var að ræða. Fjallað var um umhirðu og við- hald keðjusaga, val trjáa til grisj- unar og skógarhöggstækni svo eitthvað sé nefnt. Þá var farið út í skóg og grisjun kennd. Leiðbein- endur voru Skúli Björnsson, að- stoðarskógarvörður á Hallorms- stað, Böðvar Guðmundsson hjá Suðurlandsskógum og Óli Finnski hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. 16 manns sóttu námskeiðið og var það fullbókað. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að halda annað námskeið, síðar í mánuðinum. Auður Jónsdóttir, starfsmaður Grasagarðsins í Reykjavík, var meðal þátttakenda og mundar hér keðjusögina fagmannlega. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Skógarhögg í hlíðum Reykjafjalls Námskeið SAMBAND sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) hefur bréflega beðið sveitarfélög innan vébanda sinna um hugmyndir að styrkingu sveitarstjórnarstigsins á Aust- urlandi. Kemur þetta í kjölfar vinnu nefnd- ar um sameiningu sveitarfélaga á Austur- landi, en hún var skipuð af félags- málaráðherra í fyrra. SSA á fyrir 20. mars að skila af sér til- lögum, meðal annars að sameiningarmögu- leikum og á hvaða hátt breytt verkaskipt- ing sveitarfélaga og ríkis gæti eflt byggð í fjórðungnum. Fjarðabyggð og Austurbyggð ræða nú möguleika á sameiningu sín á milli og einn- ig eru sveitarfélögin Austur-Hérað, Norð- ur-Hérað, Fellahreppur og Fljótsdals- hreppur í slíkum viðræðum. Svokallað Norðursvæðisverkefni, er fjallar um sam- einingu allra sveitarfélaga á norðanverðu Austurlandi, er enn við lýði, en ljóst þykir að sveitarfélög muni vilja smærri samein- ingar til að styrkja innviði sína, áður en til slíkra stórvirkja kemur. Sameining- arvindar á Austurlandi REIÐLEIÐIR frá Varmahlíð og yfir í Blönduhlíð í Skagafirði voru til umræðu á fundi samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á dögunum. Á fundinn mættu Páll Dagbjarts- son og Gunnar Rögnvaldsson til að gera grein fyrir málinu. Páll og Gunn- ar segja að á þessu svæði séu ýmsar hættur fyrir ríðandi fólk, ekki síst við austari brúna á Héraðs- vötnum, og telja þörf á úrbótum. Einnig ræddu þeir ýmsar hugmyndir varð- andi reiðleiðir um héraðið. Samgöngunefnd ákvað að ræða málin við Vegagerðina og forsvarsmenn hesta- mannafélaganna í héraðinu. Þá þótti nefndarmönnum ástæða til að fara á svæð- ið með vegagerðarmönnum og þeim fé- lögum og kynna sér málið nánar. Hættur á reið- leiðum við Héraðsvötn ♦♦♦      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.