Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 25 100% ilmefnalaust • Moisture on-line 7 ml. • Facial soap mild. • Firming body smoother 40 ml. • Eye defining duo vintage wine. • High impact maskari. • Long Last varalitur blushing nude. • Aromatics elixir 7 ml. *Á meðan birgðir endast. Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyf & heilsu kl. 12-17 Í dag, miðvikudag ................ Lyf & heilsu Melhaga Á morgun, fimmtudag ......... Lyf & heilsu Kringlunni Föstudag ............................. Lyf & heilsu Mjódd Laugardag ........................... Lyf & heilsu Austurveri Miðvikudaginn 10. mars ...... Lyf & heilsu Austurstræti Kaupauki 7 hlutir! ef þú kaupir 2 hluti eða fleiri í Clinique er þessi gjöf til þín* ÉG ER forréttindakona, það er enginn vafi á því. Saga mín er svipuð sögu margra annarra, engir geð- sjúkdómar í fjölskyld- unni, og umhverfið eins „eðlilegt“ og við er að búast hjá vísitölu- fjölskyldu á Íslandi. Ég var samt tekin í klúbb geðsjúkra að mér for- spurðri (svo ég vitni í Þórunni Stefánsdóttur: Konan í köflótta stóln- um, JPV útgáfa, 2001) fyrir nokkrum árum. Eftir runu ýmiss konar áfalla var ég lögð inn á geðdeild í taugaáfalli og greindist þar með þunglyndi. Síðan þá hef ég verið að reyna að koma lífi mínu í „eðli- legt“ horf, með mis- jöfnum árangri þó. Eft- ir langa og stranga, en jafnframt skemmtilega og þroskandi end- urhæfingu á sálinni fannst mér lífið brosa við mér á ný. Þá fékk ég bakslag, og hlutirnir voru fljótlega komnir í samt horf; ég var horfin inn í hellinn minn, fór ekki út, svaraði ekki í síma og heimilisverkin voru orðin mér um megn. Ég er samt svo heppin að fá að vera í klúbbi geðsjúkra, ef svo má segja, og enn heppnari að eiga góða vini að í þessum hópi, og áður en ég vissi af var ég komin á kaf í vinnu með félagasamtökunum Hugarafli. Ég hafði öðlast tilgang að nýju, ástæðu til að koma út úr hellinum, a.m.k. tvisvar í viku, stundum oftar, og hitta fólk á jafningjagrundvelli, jafnframt því að hjálpa sjálfri mér með því að láta eitthvað gott af mér leiða. Ég hef í rúman áratug reynt að haga lífi mínu þannig að einhver, ein- hvers staðar, geti þakkað fyrir tilveru mína; að vera betri manneskja í dag en í gær. Suma daga tekst það vel, aðra ekki jafnvel, en ég geri mitt besta hverju sinni. Hugarafl hefur gefið mér (og öðrum) betra tækifæri til að ná bata en mörg önnur úrræði sem hafa verið reynd á mér. Markmiðið með greininni er ekki að tí- unda lífshlaup mitt og áföll, eða neitt í þá veru. Heldur hitt, að vekja at- hygli annarra á því starfi sem við erum að vinna. Við viljum hjálpa öðrum að hjálpa sjálfum sér til bata, með ýmsum aðferðum. Við ætlum að hafa kynningarfund um starf okkar laugardaginn 6. mars nk. á Kaffi Reykja- vík kl. 13–16, þar sem þér, lesandi góður, gefst tækifæri til að kynnast okkur og starfi okkar aðeins betur. Einnig höfum við opnað heimasíðu: www.hugarafl.is þar sem helstu upp- lýsingar um okkur er að finna. Við þurfum á þínum stuðningi að halda, svo við getum stutt við bakið á þér eða þínum, í hvaða formi sem sá stuðningur er. Með samstöðu getum við gert heil- brigðismál geðsjúkra og geðfatlaðra enn betri, með minni tilkostnaði fyrir skattgreiðendur. Hellisbúi með forréttindi! Berglind Nanna Ólínudóttir skrifar um félagasamtökin Hugarafl Berglind Nanna Ólínudóttir ’Við viljumhjálpa öðrum að hjálpa sjálfum sér til bata, með ýmsum aðferðum.‘ Höfundur er hellisbúi og greindist með þunglyndi 1999. SAMKVÆMT kynningu Sjón- varpsins býður það landsmönnum upp á vandaðan fréttaskýringarþátt er gengur undir nafninu „Í brenni- depli“. Sunnudaginn 22. febrúar fjallaði Páll Benediktsson fréttamað- ur um einhvers konar rafsviðsmengun og vandamál í tengslum við rafkerfi húsa. Í þættinum gékk Páll með Brynjólfi Snorra- syni m.a. um Toyota- umboðið og húsakynni í eigu Garðabæjar og ræddi við hann um jarðtengingar, seg- ulmælingar og eitthvað sem hann nefndi „jarð- strauma“. Af samtalinu mátti skilja að með mælingum á segulsviði sem og greiningu „jarð- strauma“ með þar til gerðum pinnum hefði tekist að komast fyrir einhvers konar raf- sviðsmengun í þessum húsum og bæta vinnu- umhverfi starfsfólks. Forstjóri Toyota og bæjarstjóri Garða- bæjar töldu að nokkur árangur hefði náðst og einn starfs- maður Toyota fékk mikinn bata bæði fyrir sig og tölvu sína og jafnvel höfðu tilteknar bakteríur flúið af hólmi. Þetta ferðalag þeirra félaga vakti margar spurningar hjá áhugasömum áhorfanda og var nú beðið þess að í þættinum yrði varpað frekara ljósi á þau fyrirbæri sem þar voru rædd. Hins vegar leið þátturinn án þess að undirritaður, a.m.k., yrði miklu nær. Reyndar fór stjórnandinn bæði vest- ur í Háskóla Íslands og í rafmagns- eftirlitið og spurði spurninga. En þær voru bæði ómarkvissar og afar al- menns eðlis og maður fékk það helst á tilfinninguna að ekki ætti kynna um of sjónarmið efasemdarmanna. Þá var að heyra að rafmagnseftir- litið stæði sig illa hvað varðar jarð- tengingar (en óljóst var þó hvort jarðstraumar þeir sem pinnamæl- ingin átti að gefa vísbendingu um heyrðu undir rafmagnseftirlitið). Ég vil því spyrja nokkurra spurn- inga sem þessi frétta- skýringarþáttur vakti hjá mér. Hver er kostnaður við svona aðgerð (eins og sú sem framkvæmd var hjá Garðabæ) og eru aðrir sem veita svona þjónustu ? Hver var árangurinn af þeim breytingum sem gerðar voru á lagnakerfi húsanna, t.d hvernig breyttust þess- ir umræddu straumar og var meira gert en kippa í lag slökum jarð- tengingum? Er unnt að fá nánari skýringu á þessu gildi „5“ sem birtist á mæl- inum og virtist ráða miklu um hversu alvar- legt ástandið var? Hvar liggja hættumörkin? Fram kom að fyr- irbæri, sem nefnt var „total-harmonisk-bjögun á 50 rið- unum“ (ef ég fer rétt með), gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Er ekki full ástæða til að skýra þetta nánar bæði hvernig og hvers vegna þetta hefur áhrif á okkur? Einnig væri æskilegt að vita hvað menn þola mikið af þessu. Gott var þó að heyra að 50 riðin sem slík eru ekki mein- valdur í sjálfu sér. Hverjir eru helstu eiginleikar þessara pinna sem snerust í hönd- unum á Brynjólfi. Getur hver sem er mælt með þeim og hvert er sam- bandið milli þeirra áhrifa sem þeir greina og þeirrar hættu sem fólki stafar af svonefndum „jarðstraum- um“? (Ég hef reyndar spurnir af því að danska sjónvarpið hafi sýnt mynd- ir fyrir örfáum árum þar sem mæl- ingar með svona pinnum voru athug- aðar nánar. Fróðlegt væri ef sjónvarpið fengi að sýna þær og varpa þannig frekara ljósi á þessi mál.) Loks væri fróðlegt að vita hvort Brynjólfur eða fyrirtæki honum tengd hafi fengið styrki til rannsókna úr opinberum sjóðum og ef svo er, liggja þá fyrir skýrslur eða grein- argerðir um niðurstöður sem eru að- gengilegar almenningi? Í raun finnst mér eftirá að hyggja ótrúlegt, hve lítið fréttamaðurinn var forvitinn, þegar haft er í huga hið fjölskrúðuga „raftæknilega“ um- hverfi sem hann og við lifum í. Í þessu umhverfi ríður mikið á góðum skilningi á réttri „jarðtengingu“. Gildir þá einu hvort um er að ræða margbrotið fjarskiptakerfi, hátækni- aðgerðir á sjúkrahúsum eða stórvirk tölvukerfi. Hefði ekki mátt setja þessa tækniþróun í nokkurt sam- hengi við það sem reynt var að sýna í þættinum? Ekki fer hjá því að rifjist upp fyrir manni hliðstæður þáttur fyrir all- mörgum árum um það leyti sem mönnum voru seldar lækningaferðir til Filippseyja. Á myndbandi mátti ráða hvernig þarlendir töfralæknar drógu hvert æxlið af öðru úr iðrum sjúklinga án þess að þurfa að skera. Þá var hér forvitinn fréttamaður sem lét ekki segjast og fékk hann Baldur Brjánsson, þekktan töframann, til að skoða málið. Viku seinna lék Baldur þetta allt eftir (og öllu betur) og menn hættu að eyða sparifé sínu í kostnaðarsama leit að betri heilsu í Austurlöndum fjær. Rafsviðsmengun: Frétta- skýring eða auglýsing? Örn Helgason skrifar um sjón- varpsþátt um rafsviðsmengun ’Þetta ferðalagþeirra félaga vakti margar spurningar hjá áhugasömum áhorfanda…‘ Örn Helgason Höfundur er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. GÓÐIR hálsar – hvenær fáum við íslenskir neytendur að kaupa okkur íslenskan ost, unninn úr mjólk sauð- kindarinnar – svokallaðan sauðaost eins og formæður okkar bjuggu til á býlum sínum. Alls staðar annars staðar þykir hann afbragð annarra osta. Við stát- um okkur af „hrein- asta landi í heimi“ og okkar hreinu mat- vælum. Svo flytjum við inn sauðaost frá Spáni, stundum Hol- landi, hágæðavöru og verðið eftir því. Kílóið á kr. 3.499. Af hverju getum við ekki skapað álíka verðmæti hér innan- lands? Hvar er Osta- og smjörsalan með sín sóknarfæri? Vöruþró- un? Vantar ekki störf á landsbyggðinni? Bændakonur, hvað stendur ykkur til boða? Þarf ekki sífellt að hafa augun opin fyrir nýjum vaxtarmöguleikum? Sprotafyrirtæki eða hvað sem þetta heitir allt saman. Það er félagslega sannað að þar sem konum er sköpuð atvinna – þar helst byggð. Hvað haldiði að margar konur eigi eftir að starfa að virkjunum? Ekki er ég að leggja það til að bændur fari að handmjólka ær sínar. Hvernig búa Norðmenn til sinn ljúf- fenga – og dýra – geitaost og sauða- ost. Þeir nota sérhannaðar litlar mjaltavélar á mjólkurbýlum sínum sem saman mynda kjarna bænda- býla sem sjá einu mjólkurbúi fyrir hráefni. Á Ítalíu er pecorino – eins og sauðaostur nefnist þar – verðmæt útflutningsvara, og þeirra sérfræð- ingar í framleiðslunni eru vinir okkar eyj- arskeggjarnir á Sardin- íu. Korsíka stendur einnig framarlega í ostagerð. Af hverju skyldi það vera? Nú sauðfé Korsíkumanna gengur um heiðar og fjöll í eins lítið menguðu umhverfi og þeir eiga völ á og ekki skemmir sjávarloftið fyrir. Ég hef starfað sem leiðsögumaður og ferðast með útlendinga um landið. Þegar maður tjáir svo þessum elskum – sem glápa á rollur daginn út og inn á hringferð sinni um land- ið – að þau fái sko engan ost að smakka sem frá þessu fagra sauðfé gæti runnið, því ekki nýtum við þessa dýrmætu mjólk. Þá segja þeir vantrúaðir: „En þú varst að segja að það þyrfti að skapa fleiri störf á lands- byggðinni og að bændur ættu í erf- iðleikum – þetta er mótsögn!“ Til bænda – um ost! Vilborg Halldórsdóttir skrifar um sauðaost ’Af hverju get-um við ekki skapað álíka verðmæti hér innanlands?‘ Vilborg Halldórsdóttir Höfundur er leikkona og leiðsögumaður og áhugamaður um hágæðamatvælaframleiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.