Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 49 GÚSTAF Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur sagt skilið við lið Stjörnunnar og hefur ákveðið að ljúka hand- boltaferlinum. Gústaf hefur leikið með Stjörnunni í vetur jafnframt sem hann hefur verið aðstoð- armaður Sigurðar Bjarnasonar. „Það eru ýmsar persónulegar ástæður sem liggja að baki þessari ákvörðun en tímabilið hefur ekki gengið upp eins og ég ætlaði mér. Það sér hver heilvita maður að ég hef hvergi nærri náð mér á strik og það ásamt öðrum ástæðum, sem ég vil ekkert ræða frekar um, varð til þess að ég tók þá ákvörðun um að hætta. Ég mat stöðuna þannig að það væri engum greiði gerður með því að ég kláraði tímabilið,“ sagði Gústaf við Morgunblaðið í gær. Gústaf, sem er 34 ára gamall, flutti til Íslands í sumar eftir 5 ára dvöl í Þýskalandi þar sem hann lék fyrst með Willstätt og síðan Minden en erfið axlarmeiðsli áttu stóran þátt í að hann sagði skilið við at- vinnumennskuna. „Ég fór í aðgerð fyrir ári og mér hefur gengið illa að fá mig góðan í öxlinni. Nú þegar ég er hættur hjá Stjörnunni má að ég hafi lagt skóna á þessa margfrægu hillu. Ég er bú- inn að eiga ágætis feril, bæði hér heima og erlendis en hef fengið minn skammt af meiðslum.“ Gústaf var fastamaður í íslenska landsliðinu í mörg ár en lék sína síðustu leiki með því á HM í Portú- gal á síðasta ári. Gústaf á met í landsliðinu sem seint verður slegið en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 21 mark í landsleik gegn Kínverjum árið 1997.  BJARNI Guðjónsson var í byrj- unarliði Coventry sem vann góðan útisigur á Cardiff, 1:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmark Coventry kom úr víta- spyrnu 20 mín. fyrir leikslok en í að- draganda vítaspyrnunnar fékk leik- maður Cardiff að líta rauða spjaldið. Bjarna var skipt út af á 86. mín.  ÍVAR Ingimarsson lék allan tím- ann með liði Reading sem tapaði fyrir Preston, 2:1. David Healy, fyrrum liðsmaður Man. Utd, skoraði bæði mörk Preston.  BRYNJAR Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Nottingham For- est allan leikinn en liðið sigraði Wimbledon, 1:0, á útivelli og komst þar með úr fallsæti.  LÁRUS Orri Sigurðsson var ekki í leikmannahópi WBA sem gerði markalaust jafntefli við Norwich í topplag 1. deildarinnar.  STOKE vann góðan sigur á Ips- wich, 2:0, á Britannia vellinum í Stoke. Peter Hoekstra og Ade Ak- inbiyi settu mörkin fyrir Stoke, sitt í hvorum hálfleik. Hollenski mark- vörðurinn Ed de Goey var hetja Stok-liðsins í leiknum en hann varði hvað eftir annað meistaralega.  BARNSLEY, lið Guðjóns Þórð- arsonar, féll niður í 11. sæti 2. deildarinnar þegar liðið lá heima fyrir Peterbrough, 1:0. Barnsley hefur gengið afleitlega á undanförn- um vikum og mánuðum og hefur að- eins unnið einn af 11 deildarleikjum.  ÍRINN Cormac McAnallen lést á heimili foreldra sinna í gær en hann var aðeins 24 ára gamall og einn þekktasti íþróttamaður Íra en Mc- Anallen lék gelíska knattspyrnu með liðinu Tyrone. Forsætisráð- herra landsins, Bertie Ahren, minntist McAnallen í sjónvarps- ávarpi í gær og sagði Ahren að McAnallen hafa verið góða fyrir- mynd og fráfall hans væri áfall fyrir írsku þjóðina. Ekki var greint frá því hvað hefði valdið dauða leik- mannsins.  BANDARÍSKI sundmaðurinn Ian Crocker setti á sunnudaginn heims- met í 50 metra flugsundi er hann kom í mark á 23,30 sekúndum en gamla metið átti Ástralinn Matthew Welsh, 23,43, en það var frá því í júlí á sl. ári. Crocker er 21 árs gamall og er þetta þriðja heimsmetið hjá honum en áður hafði hann sett met í 100 metra flugsundi og 400 m fjórsundi.  KEN Bates ákvað í gærkvöldi að stíga niður úr stól stjórnarformanns Chelsea en hann hefur starfað hjá félaginu í 22 ár. FÓLK Kahn segir að stuðningurinn semhann fékk hjá stuðningsmönn- um Bayern í leiknum við Wolfsburg um síðustu helgi hafi hjálpað sér að höndla axarskaftið sem hann gerði sig sekan um gegn Real en ungir fylgismenn Bæjara mættu á völlinn með stóran borða sem á stóð; „Ollie, við höfum gleymt Real.“ Einn þeirra var 11 ára drengur og sagðist Kahn hafa séð til stráksa með borðann þeg- ar hann gekk til búningsherberja í hálfleik „Mér hlýnaði um hjartarætur þeg- ar ég sá borðann og svona stuðningur er mér ómetanlengur. Þetta er ein af þeim stundum í lífi íþróttamanna sem snerta mann,“ sagði Kahn sem ákvað eftir leikinn af gefa stráknum mark- varðarhanskana sína. Kahn hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að sigra Real Madrid og koma sínum mönn- um í 8 liða úrslit Meistaradeildarinn- ar en liðin eigast við á Bernebau-vell- inum í Madrid í næstu viku. Köpke stendur með Lehmann Kahn er ekki í neinu uppáhaldi hjá Jens Lehmann, markverði Arsenal, og varamarkverði þýska landsliðsins. Lehmann hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að hann telji sé betri markvörð er Kahn og verðskuldi að standa á milli stanganna í landsliðinu. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóð- verja, gerði sér ferð á dögunum til Englands til að ræða við Lehmann. Völler er ekki sáttur við hversu harð- ur Lehmann hefur verið í gagnrýni sinni á Kahn opinberlega. Andreas Köpke, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður Þjóðverja, sem Kahn leysti af hólmi, hefur tekið undir gagnrýni Lehmanns á Oliver Kahn og segir hann í fullum rétti. „Kahn getur ekki haldið það að hann sé ævi- ráðinn í markvarðarstöðuna. Hann hefur gert mistök og þau nokkuð mörg á undanförnum misserum og mér finnst allt í lagi að hann fái gagn- rýni. Sjálfur gekk hann langt fram í gagnrýni á mig þegar hann vildi kom- ast að,“ segir Köpke. JAKOB Sigurðarson, körfuknatt- leiksmaður með háskólaliðinu Birmingham Southern, var um helgina útnefndur í fimm manna úrvalslið Big South-deildarinnar sem skólinn leikur í. Jakob var með bestu vítanýtingu allra leik- manna í deildinni, 86,6%, í þriggja stiga skotunum varð hann annar með 48,5% nýtingu og í fimmta sæti í stigaskorun með 14,7 stig að meðaltali. Þetta er í fyrsta sinn sem að BSC leikur í 1. deild í keppni há- skólaliða en reglur NCAA gera það verkum að liðið tekur ekki þátt í úrslitakeppninni í ár þrátt fyrir að liðið hafi unnið BIG South deildina. Í síðasta leik tímabilsins vann BSC lið VMI, 67:55, en þar skor- aði Jakob 12 stig og gaf 6 stoð- sendingar á þeim 33 mínútum sem hann lék. Með BSC leikur einnig Helgi Margeirsson en hann skoraði 3 stig á þeim 11 mínútum sem hann lék. Jakob lék með liði KR áður en hann hélt til náms en Helgi kemur úr röðum Tindastóls frá Sauð- árkróki. Jakob í úrvalsliði ársins ÚRVALSDEILDARLIÐ Njarðvíkur í körfuknattleik hefur fengið Bandaríkjamann- inn Will Shavis til reynslu en hann er 23 ára gamall leik- stjórnandi og lék með Texas Tech-háskólaliðinu á síðustu leiktíð. Í herbúðum Njarðvík- inga eru því tveir bandarískir leikmenn en Brandon Woufstra hefur leikið með lið- inu frá því í haust og að auki er Brenton Birmingham í liði Njarðvíkur en hann er með tvöfalt ríkisfang. Liðstyrkur í Grindavík? Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru for- ráðamenn úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik að athuga þann möguleika að fá þriðja Bandaríkjamanninn í raðir liðsins. Magnús Andri Hjaltason, formaður körfu- knattleiksdeildarinnar, varð- ist allra frétta í gær og sagði að vissulega væri allt opið í þessum efnum en engin ákvörðun hefði verið tekin. Shavis til reynslu hjá Njarðvík Gústaf Bjarnason er hættur hjá Stjörnunni Kahn hefur opnað augun OLIVER Kahn, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, segir að mistökin sem hann gerði í leiknum við Real Madrid í Meistaradeildinni í síðustu viku og kostuðu hans menn sigurinn hafi breytt sér. „Mistökin gegn Real Madrid gerðu það að verkum að ég hef opnað augun fyrir því að gefa liðinu meiri gaum. Sem markvörður þá beinir maður einbeitinguni að sjálfum sér og kannski hef ég verið of öfgakenndur í því sambandi og hef látið liðið sitja á hakanum,“ sagði Kahn í samtali við þýska blaðið Bild. Morgunblaðið/Kristinn Heiðar Helguson, framherji Íslands, lenti í snarpri orðasennu við fyrirliða og markvörð þýska landsliðsins, Oliver Kahn, á Laugardalsvellinum sl. sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.