Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Áttu vini í Færeyjum?
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
EH
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
19
66
3
04
/2
00
4
Innifalið: Flug til Færeyja, flugvallarskattur og tryggingargjald.
Takmarkað sætaframboð
Sími: 570 3030
Tengiflug, 50% afsláttur með FÍ frá Akureyri, Ísafirði og
Egilsstöðum vegna Færeyjaferðar (hafið samband við
sölufulltrúa þegar flug til Færeyja hefur verið bókað á netinu).
Einstakt tilboð á flugi,
aðeins 7.500 kr.
leiknitíma og hvatti nemendur sína til að
taka þátt í kortagerðinni. „Ég notaði einn
tíma til þess að segja þeim frá því sem gerð-
ist og ræða við þau um aðstæður þessara
barna, en þau höfðu flest lesið um málið í
blöðunum. Við ræddum jafnframt um að þeir
peningar sem safnast færu í menntunarsjóð
systkinanna og það myndaðist strax góð
stemning fyrir þessu í bekknum. Mér finnst
Njarðvík | „Er þetta nóg mamma?“ kallaði
Teitur Ari Theodórsson, nemandi í 1. HM í
Njarðvíkurskóla, og sýndi mömmu sinni af-
rakstur dagsins, þegar bekkurinn var að
föndra tækifæriskort til stuðnings systk-
inunum fjórum á Tálknafirði sem misstu
móður sína fyrir skömmu og föður fyrir
fimm árum. Nemendur í 10. GJ, sem er vina-
bekkur 1. HM, aðstoðaði við kortagerðina og
var tilefnið gert að viðfangsefni í lífleikn-
itíma. Blaðamaður Morgunblaðsins var í
Njarðvíkurskóla á sunnudaginn var og fylgd-
ist með kortagerðinni.
Matsalur Njarðvíkurskóla breyttist á svip-
stundu í vinnustofu þegar börnin og ungling-
arnir hófust handa. Börnin höfðu tekið með
sér pappír í öllum regnbogans litum, fönd-
urliti af öllum gerðum, efni og skapalón sem
nýst gæti við kortagerðina.
Nemendur 1. HM tóku verkefnið alvarlega
strax eftir að hugmyndin var rædd og málin
útskýrð fyrir þeim. Ingibjörg Jóna Guðlaugs-
dóttir bekkjarfulltrúi sagði í samtali við
blaðamann að dóttir sín hefði verið mjög
áhyggjufull og málefnið hefði haldið fyrir
henni vöku nóttina fyrir föndurdaginn. „Við
vorum búin að útskýra fyrir henni að pening-
urinn sem þau fengju fyrir kortin ætti að
renna til menntunar systkinana, svo hún
spurði á móti hver gæfi þeim að borða.“
Teitur Ari Theodórsson, nemandi í 1. HM,
átti metið í kortagerðinni, gerði alls 16 kort
og hann sagði í samtali við blaðamann að sér
þætti skemmtilegast að gera kort með alls
kyns munstri. Þegar blaðamaður hitti hann á
síðdegisgöngu þennan sama sunnudag var
hann að hjóla heim eftir erfiði dagsins. Hann
var búinn að selja næstum öll kortin, með að-
stoð stóru systur.
Viðfangsefni í lífsleiknitíma
Nemendur í 1. HM í Njarðvíkurskóla eru
mjög samrýndir, enda koma þeir allir úr
Innri-Njarðvíkurhverfinu. Í janúar sl. kom
bekkurinn saman, ásamt foreldrum, í
kennslustofu bekkjarins og átti góða stund
saman við leik og skraf. Bekkjafulltrúarnir
tveir, þær Guðný Ester Aðalsteinsdóttir og
Ingibjörg Jóna, reifuðu þá hugmynd við for-
eldra að hafa uppákomur í hverjum mánuði
til að styrkja tengslin enn frekar. Þegar fyrri
hugmynd að uppákomu febrúarmánaðar
rann út í sandinn nefndi einn af foreldrunum
þá hugmynd við bekkjafulltrúana að föndra
tækifæriskort til stuðnings systkinunum fjór-
um á Tálknafirði, sem hafa misst báða for-
eldra sína. Strax var tekið vel í hugmyndina
og vakti hún einnig áhuga Guðrúnar Jóns-
dóttur, umsjónarkennara vinabekkjarins.
Guðrún gerði tilefnið að viðfangsefni í líf-
þau fá mikið út úr því að vera með vina-
bekknum, aðstoða þau og taka þátt í þeirra
athöfnum,“ sagði Guðrún í samtali við Morg-
unblaðið.
Börnin munu nú verja næstu dögum í sölu
á kortunum og eftir því sem blaðamaður hef-
ur haft tök á að fylgjast með hefur árang-
urinn verið góður og börnin bæði áhugasöm
og stolt af framtaki sínu.
Nemendur 1. HM í Njarðvíkurskóla styrkja tengslin
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Í þágu góðs málstaðar: Nemendur 1. HM voru einbeittir á svip þegar þeir föndruðu tækifær-
iskort. Fremstur er Teitur Ari Theodórsson, þá Anna Lillian Þrastardóttur og aftast situr Ísa-
bella Ögn Þorsteinsdóttir, sem nýtur aðstoðar móður sinnar, Ingibjargar Jónu Guðlaugsdótt-
ur. Til hliðar sést Ellen Hilda Sigurðardóttir sýna Gylfa Guðmundssyni skólastjóra kortin sín.
Föndruðu kort
til góðgerðarmála
Innri-Njarðvík | Nesprýði ehf. átti lægsta til-
boð í jarðvinnu vegna byggingar nýs grunn-
skóla í Innri-Njarðvík. Tilboð í uppsteypu
skólans og fullnaðarfrágang verða opnuð í
byrjun næsta mánaðar.
Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. byggir
skólann, sem verður miðjan í nýju Tjarna-
hverfi í Innri-Njarðvík. Fyrsti áfangi skólans
verður um 3.500 fermetrar að stærð og á hann
að vera fullbyggður í lok júlí á næsta ári.
Skólahald á vegum Reykjanesbæjar hefst því
þar haustið 2005.
Sex verktakar lögðu fram tilboð í jarðvinn-
una. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,5 millj-
ónir. Nesprýði bauð rúmar 6,7 milljónir sem er
liðlega 71% af kostnaðaráætlun. Fram kemur í
fréttatilkynningu frá Fasteign ehf. að samið
verði við Nesprýði ehf. um verkið.
Samið við Nesprýði um jarðvinnu
Reykjanesbær | Þriggja ára áætlun
Reykjanesbæjar, fyrir árin 2005 til
2007, gerir ráð fyrir því að lagður
verði grunnur að auknum vexti bæj-
arfélagsins, áframhaldandi upp-
byggingu og aukinni þjónustu við
íbúa, segir í samantekt Árna Sigfús-
sonar bæjarstjóra sem lagði áætl-
unina fram til fyrri umræðu á fundi
bæjarstjórnar í gær. Einnig kemur
fram að þrátt fyrir þetta sé gert ráð
fyrir skuldalækkun bæjarsjóðs og
afborgunum langtímalána um rúm-
ar 400 milljónir kr.
Á sama tíma styrkir Reykjanes-
höfn stoðir atvinnulífs með upp-
byggingu hafnar og iðngarða í
Helguvík. Þar er um að ræða áætl-
aða lántöku til framkvæmda fyrir
alls 100 milljónir króna á þessum
þremur árum.
Byggt upp í Innri-Njarðvík
Í forsendum áætlunarinnar er
gert ráð fyrir hóflegri en stigvax-
andi íbúafjölgun samfara uppbygg-
ingu nýrra hverfa. Gert er ráð fyrir
að útsvarstekjur hækki um 11% á
tímabilinu en tekjur af fasteigna-
gjöldum hækka um tæp 17% til árs-
ins 2007 vegna fjölgunar íbúða og
hækkunar fasteignamats.
Áfram verður unnið að því að
uppfylla þau markmið sem sett voru
í Framtíðarsýn Reykjanesbæjar
2002 til 2006 og samþykkt í bæj-
arstjórn við upphaf kjörtímabilsins.
Af einstökum framkvæmdum má
nefna áframhaldandi uppbyggingu
nýs íbúðahverfis, Tjarnahverfis í
Innri-Njarðvík, nýjan skóla sem
tekur þar til starfa haustið 2005 og
undirbuning nýs leikskóla sem taka
á í notkun á árinu 2006.
Þá verður á tímabilinu unnið að
undirbúningi og uppbyggingu tón-
listar- og ráðstefnumiðstöðvar. Gert
er ráð fyrir að fyrsti áfangi þjón-
ustukjarna (þjónustumiðstöðvar)
aldraðra verði tekinn í notkun
haustið 2005 og ný innisundlaug
verði tekin í notkun vorið 2006.
Áfram verður unnið að eflingu há-
skólastarfsemi á svæðinu.
Vilja flýta mislægum
gatnamótum
Fyrirhugað er að sækja til Vega-
gerðarinnar um flýtiframkvæmdir
vegna umhverfis mislægra gatna-
móta á Reykjanesbraut í Innri-
Njarðvík og við nýjan Flugvallarveg
sem liggur frá Reykjanesbraut að
Njarðarbraut.
Fram kemur í samantekt Árna að
verði Vegagerðin við þeim óskum
verði framkvæmdir fjármagnaðar
með tímabundnum lántökum.
Þriggja ára fjárhagsáætlun lögð fram
Búið í haginn
fyrir aukinn vöxt
Kassabíl stolið | Viðfangsefni lögreglunnar
eru fjölbreytileg. Eitt óvenjulegt mál kom til
kasta lögreglunnar í Keflavík síðdegis sl.
mánudag.
Ellefu ára drengur kom á lögreglustöðina og
tilkynnti að kassabílnum hans hefði verið stol-
ið utan við heimili hans á Íshússtíg í Keflavík á
milli kl. 14.15 og 14.45 um daginn. Kassabíll
þessi er samansettur úr öxli af tjaldvagni og
framhjóli af Freestyle-reiðhjóli. Kassabílsins
er sárt saknað.
Kviknaði í þvottavél | Eldur kom upp í íbúð
við Vatnsholt í Keflavík í fyrrakvöld. Þegar
lögreglumenn komu á staðinn voru íbúarnir
komnir út en eldur var í þvottavél í þvottahúsi
og gaus af honum reykur. Tókst lögreglu-
mönnum að slökkva eldinn með hand-
slökkvitæki og slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja reykræsti síðan íbúðina. Þvottavélin
var tekin til rannsóknar.