Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Fríður Jóhannes-dóttir fæddist í Haga í Aðaldal 29. janúar 1935. Hún lést á Fjórðungssjúkahús- inu á Akureyri 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Frið- laugsson kennari og rithöfundur, f. 29. september 1882, d. 17. september 1955, og Jóna Jakobsdóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1904, d. 11. apríl 1983. Fríður átti sjö systkini og eru þau: Hugi, f. 24. júlí 1923, Snær, f. 10. nóvember 1925, Heiður, f. 28 mars 1928, Völundur, f. 23. ágúst 1930, Hringur, f. 21. desember 1932, d. 17. júlí 1996, Dagur, f. 26. mars 1937, og Freyr, f. 18. ágúst 1941. Fríður giftist 9. desember árið 1956 Gunnari B. Jóhannssyni, f. 18. ágúst 1935 á Flatey á Skjálfanda, sonur hjónanna Jóhanns Ög- mundssonar, f. 16. ágúst 1910, d. 15. febrúar 1993, leikara og tré- smiðs, og Karólínu Jóhannesdóttur húsmóður, f. 6. maí 1908, d. 20. október 1998. Fríður og Gunnar eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Jóhanna, f. 21. júní 1956, maki Ólafur Þór Kristjánsson, f. 25. apríl 1962. Börn Jóhönnu eru Hrönn Haralds- dóttir, faðir hennar Harald Aspelund, og Gunnar Björn Ólafs- son. 2) Karólína, f. 29. febrúar 1960, maki Gísli Sigurður Gíslason, f. 14. apríl 1962. Börn Karólínu eru Gunnar Gíslason, f. 28. nóvember 1983, d. 27. október 1987, Már Gíslason, f. 31. ágúst 1990, og Gunn- ar Breki Gíslason, f. 8. ágúst 2003. 3) Sæ- dís, f. 1. maí 1973, maki Haraldur Þór Egilsson, f. 29. október 1972. Börn Sædísar eru Una Haralds- dóttir, f. 17. ágúst 1999, og Eik Haraldsdóttir, f. 25. nóvember 2002. Fríður ólst upp í Aðaldal en flutti til Akureyrar 17 ára gömul. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi veturinn 1953–54. Hún vann við ýmis störf á Akureyri þar til þau Gunnar stofnuðu heim- ili. Þau bjuggu í Reykjavík tvo vet- ur meðan Gunnar var við nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Síðan hafa þau búið á Akureyri. Útför Fríðar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kynni mína af dauðanum hafa verið skyndileg og óvænt. Ég hef stundum hugsað að það hljóti að vera auðveldara að sætta sig við fráfall þeirra sem standa manni ná- lægt þegar aðlögunartíminn er langur. Það er því miður röng ályktun. Ég kynntist Fríði fyrst þegar við Sædís komum í heimsókn í Birki- lundinn stuttu eftir að við hófum til- hugalífið. Við vorum öll auðvitað dálítið óstyrk, unga fólkið og tengdaforeldarnir. Það reyndist ástæðulaust með öllu. Fríður tók á móti mér brosandi með opinn faðm- inn eins og öllum sem hana heim- sóttu og bauð upp á hlaðborð af kökum og ýmsu góðgæti. Vinalegt viðmót Gunna og Fríðar gerðu það að verkum að það var eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Ísinn var brotinn og ævarandi kynni tókust. Mér voru strax settar reglurnar og þær voru nokkuð skýrar. Það sem er borið á borð á að klára, svo að ekki þyrfti að ganga frá því. Mikið var erfitt að brjóta ekki reglurnar stundum því borðin svignuðu undan kræsingunum. Það var ekki bara mannfólkið sem var í mat í Birkilundinum. Ég hafði stundum á tilfinningunni að fuglarnir í Eyjafirði væru allir í mat í garðinum hjá Fríði, ekki síst hrafninn. Kannski var það þessi umhyggja sem einkenndi tengda- móður mína mest. Umhyggja fyrir öllum í kringum sig. Unga fólkið var ekki undanþegið. Þótt við Sæ- dís værum stundum dálítið skeyt- ingarlaus þegar hún hringdi í okkur þegar við vorum á leiðinni milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur þá biðum við ósjálfrátt eftir hringingunni. Hún var hluti af ferðalaginu. Þegar við renndum inn á bílastæðið beið Fríður eftir okkur með bros á vör, útbreiddan faðminn og eldhúsborð fullt af mat. Þessi umhyggja birtist einnig í áhuga hennar á ættfræði sem hún rannsakaði með Birnu vinkonu sinni. Þær voru ekki fáar stundirn- ar sem þær vinkonur sátu og spjöll- uðu um ættartölur. Mér var þessi áhugi óskiljanlegur en ég dáðist að honum og þeirri skemmtan sem þær vinkonur fengu út úr þessu. Ég skammaðist mín pínulítið fyrir hve fávís og áhugalaus ég var um eigin ættfræði. Fríður reyndi að bæta úr þessu og fræddi mig óspart um mína ætt. Stundum botnaði ég ekk- ert í þessum upplýsingum. Ekki af því að þær væru rangar. Síður en svo. Ávallt var það mín fáviska sem var um að kenna. Mesta gleðin var að kynna Fríði fyrir dætrum okkar Unu og Eik. Þær voru ófáar stundirnar sem hún sat með Unu í fanginu og söng, fór með vísur eða sagði henni sögur. Það var alltaf tilhlökkunarefni hjá okkur öllum að fara í graut til ömmu eða fá hjá henni súkku- laðiköku. Það er sárt til þess að hugsa að Eik fái ekki að sitja í kjölt- unni á ömmu sinni og hlusta á hana. Við göntuðumst stundum með það að Fríður myndi verða allra kerlinga elst. Slíkur var lífsþrótt- urinn og krafturinn sem henni fylgdi. Því miður er hún nú horfin okkur. Eftir sitjum við og þerrum tárin en það er gott til þess að vita að Fríður býður enn til veislu, gnægtaborð minninga, sem við munum taka óspart af. En því mið- ur, Fríður, í þetta sinn getum við ekki klárað af borðinu. Bless, kæra vinkona. Bless amma Fríður. Haraldur Þór Egilsson. Þá er komið að kveðjustund, kæra Fríður. Einhvern veginn er svo erfitt að horfast í augu við það, aldrei aftur grautur á föstudegi eða jafnvel ábrystir, svona þegar virkilega hljóp á snærið. Oft vorum við feðg- ar, Már og ég, búnir að næra okkur vel með salati og góðu spjalli, alltaf var eitthvað til að gleðja magann í Birkilundinum og ekki stóð á að bera góðgætið í mann. Mér finnst þessi aldarfjórðungur síðan ég kynntist Línu hafa liðið hratt. Við að verða miðaldra hjón og þú fallin frá svo allt of fljótt. Sem betur fer eigum við gnægð minn- inga og víst er að þær lifa áfram. Við Lína og Már verðum að segja Gunnari Breka frá ömmu sinni sem alltaf gladdist þegar barnabörnin komu í heimsókn. Alltaf átti hún eitthvað gott til að gleðja lítil hjörtu. Ég minnist allra ferðanna austur í Aðaldal með ykkur Gunna þar sem ykkur leið svo vel. Þessar ferðir urðu með árunum fjölskylduferðir og þá mátti treysta á að allt væri með sem þyrfti til svo slá mætti upp veislum. Best var þó að koma í Birkilundinn til ykkar þar sem þið bjugguð í þrjátíu ár. Hvort sem til- efnið var grautur á föstudegi eða gamlárskvöld varstu alltaf söm við þig. Opin og viðræðugóð um alla hluti, vel lesin, sérlega ættfróð og svo mætti lengi telja. Það sem skipti máli var andrúmsloftið og nærveran, maður var svo innilega velkominn. Okkur finnst við öll hafa misst mikið en enginn þó eins og Gunni. Ég held að það séu vandfundin hjón sem eru jafn samhent og lífsglöð og þið voruð, þið einfaldlega nutuð þess að vera saman hvort sem þið voruð á ferðalagi í New York eða úti á palli heima. Jafnvel þótt langt væri á milli ykkar löngum stundum þegar Gunni var á sjónum var aldr- ei langt á milli ykkar í andanum. Nú reynir á að standa vel saman og halda minningunni um þig vel á lofti og gera það besta úr hverri stund. Það hefðir þú viljað. Með innilegu þakklæti, Gísli Sigurður Gíslason. Þegar ég hugsa um ömmu Fríði koma fjölmargar minningar upp í hugann. Auk minninganna gaf hún mér mikla hlýju, gleði og væntum- þykju sem erfitt er að koma í orð. Amma var þekkt fyrir það að henda engu og kom það sér oft vel fyrir mig. Hún gat grafið upp alls konar dót og fatnað fyrir hin ýmsu tilefni. Sem barn lék ég mér oft með safnið hennar af fatatölum eða klæddi mig uppá í gömul föt. Silf- urskórnir hennar ömmu eru mér sérstaklega minnisstæðir og þrætt- um við Sædís oft um það hvor okkar fengi að vera í þeim. Amma var sjaldan iðjulaus. Hún prjónaði mikið og heklaði auk þess að sauma föt á sjálfa sig og aðra í fjölskyldunni, frá öskudagsbúning- um til síðkjóla og allt þar á milli. Einnig var hún mjög dugleg og fær í bakstri og bauð alltaf uppá heima- gert brauð og kökur. Ég sá ömmu í síðasta skipti tíu dögum áður en hún lést. Ég gat þakkað henni og kysst fyrir allt og sagt henni hversu vænt mér þætti um hana. Sú stund er mér ómet- anleg. Mig dreymdi hana síðan nóttina sem hún lést. Hún hefur lík- lega verið að kveðja mig í síðasta skipti. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hrönn Haraldsdóttir. Vina mín, úr öllum áttum unaðssöngvar berast mér. Leysir sólin fönn úr fjöllum, faðmar blærinn lönd og ver. Vorsins dís í veldi sínu vermir allt sem kól og dó. Hlýjar vonin huga mínum, hjartans vina, sofðu í ró. (Jóhannes Friðlaugsson.) Elsku Fríður mín, þessa fallegu vísu orti faðir þinn og finnst mér við hæfi að hún fylgi þér þennan síð- asta spöl. Innihald vísunnar endur- speglar örugglega ást ykkar beggja á sveitinni ykkar, Aðaldalnum. Oft sóttir þú þangað og komst endur- nærð til baka. Erfitt er að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, þú ert búin að vera samofin lífi mínu í svo mörg ár, minningarnar streyma fram, giftingardagur ykk- ar Gunna bróður, Hanna skírð í leiðinni, mér 16 ára fannst þetta allt svo spennandi, þið svo hamingju- söm og sæl. Það átti samt fyrir ykk- ur að liggja að vera oft aðskilin hvort frá öðru, hann valdi sjó- mennskuna að ævistarfi, en þú varst heima og gættir bús og barna. Það er oft talað um hetjur hafsins, sjómennina okkar, og sannarlega eru þeir það en það mætti oftar tala um konurnar þeirra, alla ábyrgðina sem þær axla einar heima. Ég held þú hafir samt alltaf verið nokkuð sátt við þitt hlutskipti, þótt oft hafir þú átt andvökunætur þegar þú viss- ir af slæmu veðri. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér hvað foreldrar mínir voru þér innan handar, myndaðist órofa ást og virðing á milli ykkar og laun- aðir þú það ríkulega þegar þau þurftu á hjálp okkar að halda síð- ustu æviárin. Þú varst af miklu hag- leiksfólki komin og nægir að nefna bróður þinn, Hring listmálara, fleiri í fjölskyldu þinni hafa fetað þá braut, aldrei sá ég þig þó munda pensil eða teikna, þú beindir lista- gáfu þinni í aðra átt, það lék allt í höndunum á þér, saumaskapur, hekl, og þú prjónaðir svo fallega dúka á prjóna sem voru eins og tannstönglar, og skotthúfurnar þín- ar þóttu svo fallegar að þú varst beðin að vera til taks á sýningum og leiðbeina fólki, en þú varst nú ekk- ert að auglýsa það. Við eignuðumst stelpur á sama árinu og var það önnur stelpan þín, mikill samgang- ur var á milli heimila okkar og aldr- ei bar skugga á. Þegar þú gekkst með yngstu stelpuna man ég að þú sagðir mér draum, þú varst að bæta þriðju bótinni á sömu buxnaskálm- ina og varst alveg viss um að þetta yrði þriðja stelpan, sem gekk svo eftir. Þú hafðir yndi af bókmennt- um, og ættfræði var þér mjög hug- leikin og oft varst þú búin að reka okkur systkinin á gat enda vissir þú miklu meira um ættir okkar en við sjálf. Þegar stelpurnar ykkar stækkuðu fóruð þið að ferðast meira utanlands og höfðuð mjög gaman af, og margar ferðir fóruð þið með skipsfélögum Gunna og mökum þeirra. Kanarí var í uppá- haldi síðari ár. Við Einar fórum þrisvar með ykkur til útlanda og var alltaf jafn gaman þótt Grikk- landsferðin standi upp úr, og áttir þú stóran þátt í því með þína léttu lund, og mikið var gaman að sjá ykkur Gunna dansa saman. Þegar á móti blés var engin jafn róleg og þú, í veikindum Gunna forðum, eða 1987, þegar sorgin kvaddi dyra hjá báðum fjölskyldum okkar. Þá varst þú trausta stoðin. Í veikindum þín- um undanfarið ár hefur þú sýnt aðdáunarverðan styrk, aldrei kvartaðir þú. Okkur hefur fundist þetta svo ósanngjarnt, loksins þeg- ar Gunni var kominn í land og nú átti að gera svo margt skemmtilegt saman, þá veikist þú, en svona er lífið hverfult. Elsku Gunni minn, Hanna, Lína, Sædís og tengdasynir, elsku barna- börnin ykkar stór og smá, við Einar biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Elsku Fríður, hvíl í friði. Blessuð sé minning þín. María og Einar. Elsku hjartans Fríður mín, hetj- an okkar allra, sem búin ert að berjast harðri baráttu við þennan hræðilega sjúkdóm í marga mán- uði. Sjúkdóm sem aldrei virðist finnast lækning við. Þú ætlaðir þér sigur og aldrei heyrðistu kvarta þótt baráttan væri mikil og erfið. Þú komst inn í fjölskylduna ung, hress og falleg þegar þú giftist Gunnari bróður mínum. Þú varst ættuð úr Aðaldal, fallegasta daln- um á Íslandi, og gafst þig aldrei með það þegar við systur héldum því fram að Eyjafjörðurinn væri fallegri. Foreldrar okkar voru fljót að sjá mannkosti þína og ekki leið langur tími þar til þú varst orðin þeim mjög kær. Samband þeirra við þig og dætur ykkar, Hönnu, Línu og Sædísi, var alveg sérstakt. Gunnar var alltaf á sjónum öll ykk- ar ár svo það kom af sjálfu sér að samgangurinn var mikill. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þér, Fríður mín, veikindi Gunnars fyrir 20 árum voru erfið en þá kom líka í ljós hvað þú varst sterk, stóðst eins og klettur við hlið hans. Eins er lít- ill afa- og ömmukútur dó næstum þriggja ára. Þá hélst þú fast utan um þína fjölskyldu og ekki síst tengdaforeldra þína er þau misstu heilsuna, þá stóðst þú fast við hlið- ina á okkur Dídí. Elsku Fríður mín, hver á nú að ráða draumana okkar og hver á að hjálpa okkur með ættfræðina í fjöl- skyldunni? Það var bara svo góður punktur í tilverunni að vita þig allt- af tilbúna að gefa góð ráð, alltaf tilbúin að hjálpa og hressa mann við. Segja mér að lesa tiltekna bók, hún væri svo góð, bara vissan um að þú værir alltaf í Birkilundinum, því þar var þinn staður. Elsku Gunni minn, loksins þegar þú hættir á sjónum og kominn í land, og allt var svo bjart fram- undan, lítill sólargeisli bættist í hópinn ykkar í sumar sem færði mikla birtu í tilveruna í Birkilund- inum sem og öll hin barnabörnin ykkar sem voru miklir gleðigjafar ömmu sinnar í veikindum hennar. Við eigum oft erfitt með að skilja tilgang lífsins. Hann er oft sár. Ég veit að dætur þínar Hanna, Lína og Sædís, tengdasynir og barnabörnin öll, þið standið öll saman og hlúið hvert að öðru, þið eigið öll mikla ást og hlýju sem ég veit að þið gefið hvert öðru í þessari sorg. Elsku Fríður mín, ég kveð þig með sömu orðunum og við notuðum alltaf: Guð geymi þig. Nú er fölnuð fögur rós, fellur tár á kinn. Nú er slokknað lífsins ljós, sem lýsti veginn minn. En minning ljúf, sem merlar hlý og mildar alla sorg leiðir þig til lífs á ný í ljóssins fögru borg. (H.A.) Margrét. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá. En þegar fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má. En ilmur horfinn innir fyrst urta-byggðin hvers hefir misst. (Bjarni Thorarensen.) Nú á dögum þykja sjötíu ár ekki hár aldur og þeim sem eru komnir nálægt því þykir eðlilegt að eiga þó nokkur góð ár eftir en ekkert er tryggt í þeim efnum. Árið 1945 hóf- um við sex jafnaldrar og frænd- systkini skólavist í Aðaldal. Þar var barnaskólinn farskóli, kennt til skiptis á bæjum og gengið heiman og heim, styttri vegalengdir. Kenn- arinn var þó oftast um kyrrt þar sem kennt var. Ég var svo lánsöm að geta gengið á milli þessa fjóra barnaskólavetur mína, því gisting annars staðar en heima var mér ógnvekjandi. Við vorum fjórar jafnöldrur; Ása Högnadóttir, Syðra-Fjalli, Ása Ketilsdóttir, Ytra-Fjalli, Fríður Jóhannesdóttir, Haga, og Heið- björt Jónsdóttir, Mýlaugsstöðum. Nú er ég ein eftir, þær Fríður og Heiðbjört hafa kvatt með fárra vikna millibili, Ása Högnadóttir löngu fyrr og minningarnar leita á hugann. Það var kennt á Syðra-Fjallsbæj- unum, Hólmavaði og Haga þau ár sem ég var í skóla, annan hvern mánuð, hinn lærðum við heima. Þetta voru góðir tímar, mikið leikið bæði úti og inni og líka lært því Jó- hannes Friðlaugsson faðir Fríðar var strangur en notalegur kennari sem leit vel eftir öllu og var annt um skólabörnin og árangur náms- ins. Það var kennt fleiri árgöngum saman og gat orðið stór hópur. Nú dáist maður að húsfreyjunum sem bættu mörgum börnum og kennara í mat og gistingu. Kennslan fór fram í stofunni. Fríður var ágætur nemandi, skýr og skörp, alltaf glöð, hláturmild og létt í skapi, falleg og elskuleg. Þeim eiginleikum hélt hún alla tíð. Við kepptum hvor við aðra, henni veitti betur í reikningi og réttritun, í bók- legum greinum vógum við salt en allt var það í mesta bróðerni og í verkkunnáttu stóð ég henni langt að baki. Ég minnist drungalegs vetrarmorguns í febrúar eða mars. Þá var skólinn í Haga og gengið frá Fjalli þvert yfir dalinn Laxá á ísi. Þá stóð frænka mín og jafnaldra, tólf eða þrettán ára, yfir stórum þvottabala og þvoði á bretti af miklu kappi. Jóna mamma hennar var lasin og Fríður tók við húsmóð- urstörfunum eða þvottinum a.m.k. Ekki hefði þurft að bjóða mér eða ætla slíkt verk og ég dáðist að Fríði af heilum hug. Hún bakaði líka sjálf í fermingarveisluna sína og það var einstakt. FRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.