Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 21 Snjóflóðavarnargarðarnir Stóriboli og Litliboli sunnan við Siglufjörð hafa enn sannað gildi sitt en nú liggur fyrir að snjóflóð sem féllu í þekktum snjóflóðafarvegum á Siglufirði um miðjan janúarmánuð voru stærri og féllu lengra en menn höfðu talið en mikill snjór var þarna á þessum tíma allt fram í byrjun febrúar. Örlygur Kristfinnsson hjá Veð- urstofunni á Siglufirði segir að í snjóflóðahrinu vestanlands og norðan sem fylgdi óveðri sem gekk yfir landið dagana 13. til 18. janúar hafi tvö stór snjóflóð fallið í Ytra- Strengsgili og Jörundarskál og meðfram leiðigörðunum Stórabola og Litlabola sunnan Siglufjarðar. Örlygur segir að varnargarðarnir sunnan bæjarins hafi þarna sannað varnarmátt sinn með því að bægja flóðunum frá byggðinni. Flóðin hafi uppgötvast 18. janúar þegar óveðrinu létti og menn telji nú nokkuð víst að þau hafi fallið 14. janúar en þann dag hafi reyndar nokkur hús verið rýmd á Siglufirði. Féllu 100 metra niður fyrir endann á Stórabola „Núna síðustu daga eftir þíðuna sem hefur staðið frá 10. febrúar hefur komið í ljós að þessi snjóflóð hafa verið stærri og fallið lengra en greina mátti í fyrstu. Þannig hefur flóðið úr Strengsgilinu fallið um 100 metra niður fyrir endann á varnargarðinum Stórabola og brot- ið á leið sinni grindverk við frá- rennslisræsi lítillar tjarnar þar í farveginum. Þá er talið líklegt að snjóflóðin tvö hafi náð saman og skarast þar sem gamli fjarðarveg- urinn liggi á þessum stað,“ segir Örlygur. Hann segir garðana hafa verið reista til þess að verja stóran hluta af suðurhluta Siglufjarðar þar sem oft hafi þurft að rýma hús áður. Þær rýmingar séu hins vegar eig- inlega alveg úr sögunni með til- komu varnargarðanna. „Þess má geta að Stóriboli hefur áður sannað gildi sitt eða árið 1999 þegar hann leiddi stórt snjóflóð frá byggðinni. Þannig að það er tví- mælalaust mikið gagn af þessum varnargörðum,“ segir Örlygur að lokum. Ljóst er að stór snjóflóð féllu á Siglufirði í janúarmánuði Stóri- og Litliboli standa undir nafni Akranes | Malarvöllurinn á Akra- nesi var blautur og þungur þegar stúlkurnar úr ÍA voru á æfingu þar í þokkalegum hita í vikunni. Vindurinn lét ekki á sér kræla að þessu sinni og þykir sumum slíkt veðurfar ekki einkenna Skipa- skaga. Þrátt fyrir að aðstæður væru ekki upp á það besta drógu stúlkurnar hvergi af sér á æfing- unni. Það er óhætt að segja að þær hafi verið skítugar og blautar eftir atganginn á mölinni sem er eins og forarpyttur við þessar að- stæður. Það hafa verið uppi hug- myndir um að reisa fjölnota íþróttamannvirki á þeim stað þar sem malarvöllurinn er og eflaust hafa ungu meyjarnar látið sig dreyma um Egil, Smára og Boga sem allir eru kenndir við knatt- spyrnuhallir sem risið hafa á und- anförnum misserum í Reykjavík, Akureyri og Kópavogi. En þangað til verða knattspyrnumenn á Akranesi að glíma við íslenska veðráttu á æfingum utandyra, enda ýmsu vanir. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Æfa á mölinni við misjafnar aðstæður Stykkishólmur | Hátíðarmessa var í Stykkishólmskirkju sl. sunnudag í til- efni af því að búið er að setja upp opn- anlegan millivegg milli kirkjuskips og safnaðarheimilis. Séra Sigurður Sig- urðarson vígslu- biskup, heimsótti söfnuðinn og pre- dikaði í messunni. Sóknarnefnd bauð kirkjugestum í kaffi á eftir og þar gafst tækifæri að skoða framkvæmd- irnar. Millihurðin er mikil smíði. Hún er um 40 fermetar á stærð og vegur 2,5 tonn. Hún er með góðri hljóðein- angrun sem mun ekki hafa áhrif á hljómburð kirkj- unnar. Hurðin kem- ur frá Hollandi og fyrirtækið Sökkull í Reykjavík flutti hana inn og setti upp. Með tilkomu hurðarinnar mun safnarheimilið nýtast miklu betur, því nú er það lokað frá kirkjunni. Þá er búið að setja krossana, sem voru í kór kirkjunnar, upp á vegg í safnaðarheimilinu. Krossarnir voru í kór kirkjunnar áður en ný alt- aristafla var sett upp, en hafa aftur fengið hlutverk. Þessar framkvæmdir eru fjár- magnaðar með sölu korta, bæði minningarkorta og annarra korta, og svo öðru gjafafé. Breytingar: Gunnar Eiríkur Hauksson sóknar- prestur og Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í safnaðarheimilinu. Á bak við þá eru komnir á vegg krossarnir þrír sem voru áður í kór kirkjunnar. Betri nýting á safnaðarheimili Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Búðardalur | Þrír tónlistarmenn, þeir Karl Olgeirsson úr Milljónamæringunum, Jóhann Hjörleifsson úr Sál- inni og Jón Rafnsson úr Guitar Islancio, komu og heim- sóttu Grunnskólann í Búðardal. Þetta er hluti af skóla- tónleikadagskrá sem kallast „Tónlist fyrir alla“. Þetta er orðinn fastur liður í skólastarfinu hér í Búð- ardal að taka á móti tónlistarmönnum og eru heim- sóknirnar orðnar nokkrar. Dagskráin var óvenjuleg í þetta skiptið þar sem kastljósinu var beint að þátttöku nemenda sjálfra í söngnum. Mikið fjör var og fjölmennt í salnum, þar sem börn úr Grunnskólanum í Tjarn- arlundi og Reykhólaskóla ásamt börnum úr leikskól- anum Vinabæ í Búðardal komu í heimsókn og nutu tón- listarinnar. Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir „Syngjandi skóli“ Hvammstangi | Nú í febrúar var undirritaður samningur milli Húna- þings vestra og Blands í poka ehf. um fimm ára leigu tjaldsvæðisins í Kirkjuhvammi ofan Hvammstanga. Þá var einnig samið um leyfi til smíði á 72 fm timburhúsi, byggðu á stöplum. Þar verður matsalur, eld- urnaraðstaða, snyrtingar og sturtur, þvottavél og þurrkari fyrir gesti svæðisins, auk aðstöðu fyrir starfs- mann. Húsið verður rafhitað og er möguleiki á verslunarrými í húsinu. Bland í poka ehf. hefur samið við Tvo smiði ehf. á Hvammstanga um bygginguna fyrir kr. 5,8 milljónir, fullbúið hús með búnaði. Húsið á að vera tilbúið 1. maí nk. Í samningi við Húnaþing vestra kveður á um kaupskyldu sveitarfé- lagsins á húsinu, þegar samningur- inn rennur út. Skúli Þórðarson sveit- arstjóri segir þennan samning einkum til kominn til að hraða upp- byggingu á tjaldsvæðinu og bættri og fjölbreyttari þjónustu við ferðamenn. Uppbygg- ing í Kirkju- hvammi Morgunblaðið/Karl Ásgeir Á tjaldsvæðinu: Gudrun Kloes ferðamálafulltrúi tekur skóflustungu að þjónustumiðstöðinni í Kirkjuhvammi ofan við Hvammstanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.