Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
NBA-gólf | Ákveðið hefur verið að setja
nýtt gólfefni á sal íþróttamiðstöðvarinnar í
Borgarnesi. Sett verður parketgólf í stað
græna dúksins
sem þar hefur
verið frá opnun
hússins.
Bæjarráð
Borgarbyggðar
ákvað á síðasta
fundi sínum að
taka tilboði frá
fyrirtækinu Park-
et og gólf ehf. í
vinnu og efni við
nýja gólfið.
Eftir umfjöllun
í Tómstundanefnd
varð þessi tegund
af parketi fyrir
valinu. Það er
með gúmmíkúlufjöðrun, sömu gerðar og
parket sem á síðasta ári var lagt á aðalsal
íþróttahúss Keflavíkur við Sunnubraut.
Áformað er að leggja parketið á gólfið í
maímánuði.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Tónlistarveisla Geirmundar | Hinn sí-
ungi skagfirski sveiflukóngur Geirmundur
Valtýsson fagnar sextugsafmæli sínu 13.
apríl næstkomandi og
býður af því tilefni Skag-
firðingum sem og tónlist-
arveislu í Íþróttahúsi
Sauðárkróks á annan
páskadag. Kemur þetta
fram á fréttavefnum
Skagafjörður.com.
Í tilefni af afmælinu
gefur Geirmundur út
geisladisk, Látum söng-
inn hljóma, með 14 nýjum
lögum. Tónleikarnir
verða því í senn útgáfu- og afmælistón-
leikar Geirmundar.
Geirmundur
Valtýsson
Keppa í fuglaskoðun | Níutíu og átta
fuglategundur sáust í svokölluðu Vetr-
arhlaupi, keppni fuglaskoðara um að sjá sem
flestar tegundir fugla á tímabilinu 1. desem-
ber til 29. febrúar. Tíu fuglaskoðarar skráðu
sig til keppni.
Í töflu sem birt er á vefnum fuglar.is kem-
ur fram að Björn Arason á Höfn í Hornafirði
hefur séð flestar fuglategundirnar á þessum
tíma, 89 talsins. Yann Kolbeinsson í Reykja-
vík er ekki langt á eftir, hann sá 87 tegundur.
Þriðji varð Sigmundur Ásgeirsson á Álfta-
nesi með 83 tegundur og Brynjólfur Brynj-
ólfsson á Höfn með 82 tegundir fugla.
Oft urðu átök ílangvinnri versl-unarsamkeppni
milli Englendinga og
Þjóðverja hérlendis á 16.
öld og léku Englend-
ingar áhafnir þýskra
kaupskipa oft grátt.
Þjóðverjar réttu hlut
sinn eftirminnilega árið
1532, fyrst í sjóorusu við
Básenda 2. apríl og gjör-
sigruðu síðan keppinauta
sína í svonefndu Grind-
arvíkurstríði í júnímán-
uði – með aðstoð Hafn-
firðinga og Njarðvíkinga.
Sögu þessa rekur Jón
Böðvarsson á námskeiði
sem Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum
heldur í samvinnu við
Saltfisksetrið. Fyrsta
kennslustundin er í
kvöld.
Stríðið
Egilsstaðir | Börnin á
Leikskólanum Tjarn-
arlandi bíða í ofvæni eft-
ir að lokið verði við að
setja upp ný leiktæki á
skólalóðinni. Þessir gutt-
ar höfðu komið sér fyrir
í vagni uppi á hól og
fylgdust þaðan með
verkamönnum setja nið-
ur myndarlegan kastala
yst í lóðina. Drengirnir,
þeir Sigmar, Stefán,
Hörður, Pétur Steinn og
Fjalar Tandri, hugsa sér
sjálfsagt gott til glóð-
arinnar að svífa á kast-
alann og hoppa þar og
skoppa þegar hann verð-
ur tilbúinn.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Beðið á hólnum
Ósk Þorkelsdóttir áHúsavík sá aðhaft var eftir
Ruth Reginalds á forsíðu
Séð og heyrt að Guð
hefði sent sig í lýtaað-
gerð. Þá datt henni í hug:
Lýti þín aldrei verða varin
viðgerðaþörf er orðin sterk,
ætli að Guð sé almennt farinn
að endurmeta sín fyrri verk.
Í fréttablaðinu Skarpi
á Húsavík var greint frá
því að reðursafnið flytt-
ist til Húsavíkur.
Ósk segir karlmenn á
staðnum hafa áhyggjur
af því að konum sem
skoði safnið finnist
minna til eiginmanna
sinna koma. Hún kom
með huggunarorð:
Stærðin ykkar aldrei tefur
ástarleikinn, maður slyngur.
Gegnum árin okkur hefur
alveg dugað lítill fingur.
Sköpunarverk
guðs
pebl@mbl.is
Hveragerði | Garðyrkjuskólinn
að Reykjum í Ölfusi stóð nýlega
fyrir tveggja daga námskeiði fyr-
ir fagfólk í græna geiranum í
grisjun og meðferð keðjusaga.
Um bóklegt og verklegt nám-
skeið var að ræða.
Fjallað var um umhirðu og við-
hald keðjusaga, val trjáa til grisj-
unar og skógarhöggstækni svo
eitthvað sé nefnt. Þá var farið út í
skóg og grisjun kennd. Leiðbein-
endur voru Skúli Björnsson, að-
stoðarskógarvörður á Hallorms-
stað, Böðvar Guðmundsson hjá
Suðurlandsskógum og Óli
Finnski hjá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur.
16 manns sóttu námskeiðið og
var það fullbókað. Vegna mikillar
aðsóknar hefur verið ákveðið að
halda annað námskeið, síðar í
mánuðinum.
Auður Jónsdóttir, starfsmaður
Grasagarðsins í Reykjavík, var
meðal þátttakenda og mundar
hér keðjusögina fagmannlega.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Skógarhögg í hlíðum Reykjafjalls
Námskeið
SAMBAND sveitarfélaga á Austurlandi
(SSA) hefur bréflega beðið sveitarfélög
innan vébanda sinna um hugmyndir að
styrkingu sveitarstjórnarstigsins á Aust-
urlandi. Kemur þetta í kjölfar vinnu nefnd-
ar um sameiningu sveitarfélaga á Austur-
landi, en hún var skipuð af félags-
málaráðherra í fyrra.
SSA á fyrir 20. mars að skila af sér til-
lögum, meðal annars að sameiningarmögu-
leikum og á hvaða hátt breytt verkaskipt-
ing sveitarfélaga og ríkis gæti eflt byggð í
fjórðungnum.
Fjarðabyggð og Austurbyggð ræða nú
möguleika á sameiningu sín á milli og einn-
ig eru sveitarfélögin Austur-Hérað, Norð-
ur-Hérað, Fellahreppur og Fljótsdals-
hreppur í slíkum viðræðum. Svokallað
Norðursvæðisverkefni, er fjallar um sam-
einingu allra sveitarfélaga á norðanverðu
Austurlandi, er enn við lýði, en ljóst þykir
að sveitarfélög muni vilja smærri samein-
ingar til að styrkja innviði sína, áður en til
slíkra stórvirkja kemur.
Sameining-
arvindar á
Austurlandi
REIÐLEIÐIR frá Varmahlíð og yfir í
Blönduhlíð í Skagafirði voru til umræðu á
fundi samgöngunefndar Sveitarfélagsins
Skagafjarðar á
dögunum. Á
fundinn mættu
Páll Dagbjarts-
son og Gunnar
Rögnvaldsson
til að gera grein
fyrir málinu.
Páll og Gunn-
ar segja að á
þessu svæði séu
ýmsar hættur
fyrir ríðandi
fólk, ekki síst
við austari
brúna á Héraðs-
vötnum, og telja
þörf á úrbótum.
Einnig ræddu þeir ýmsar hugmyndir varð-
andi reiðleiðir um héraðið.
Samgöngunefnd ákvað að ræða málin
við Vegagerðina og forsvarsmenn hesta-
mannafélaganna í héraðinu. Þá þótti
nefndarmönnum ástæða til að fara á svæð-
ið með vegagerðarmönnum og þeim fé-
lögum og kynna sér málið nánar.
Hættur á reið-
leiðum við
Héraðsvötn
♦♦♦