Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 29

Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 29 m, meðal um, sem aráðið í gja daga úthelling- að fresta rnarskrár ag. sjíta og meiginlegs dad til að sýna still- era stað- friði og ðjuverka- mannanna er að etja súnnítum og sjítum saman. Við verðum að vera varfærin,“ sagði Mahmud Ot- hman, Kúrdi í íraska fram- kvæmdaráðinu í Bagdad. Fleiri tilræðum afstýrt Íraska lögreglan kom í veg fyr- ir tvö sprengjutilræði í borginni Basra í Suður-Írak nokkrum klukkustundum eftir tilræðin í Bagdad og Karbala. Bílsprengja fannst við mosku sjíta í Basra og tveir menn, Sýrlendingur og Íraki, voru handteknir. Lögreglan handtók einnig tvær konur, sem voru með sprengjubelti til sjálfs- morðsárása, á göngu sjíta í borg- inni. Þremur sjálfsmorðsárásum var einnig afstýrt í borginni Naj- af, um 180 km sunnan við Bag- dad. Þá beið bandarískur hermaður bana og annar særðist þegar sprengju var kastað á bíl þeirra í Bagdad. Leiðtogar fjölmargra ríkja heims fordæmdu tilræðin og tals- maður Bush Bandaríkjaforseta sagði að þeim sem stóðu fyrir árásunum myndi ekki takast að koma í veg fyrir lýðræði í Írak. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði eftir fund í Berlín með Abdullah II Jórdaníu- konungi að þeir væru sammála um að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu að gegna auknu hlutverki í Írak til að koma á friði. á sjía-múslíma í borgum í Írak og Pakistan þegar þeir héldu helgustu hátíð sína nfall stjórn féll      5?49< <<> :4> 3> *#A ,  B2 ,*A ,  ’Helsta markmiðhryðjuverkamann- anna er að etja súnnítum og sjítum saman. Við verðum að vera varfærin.‘ AÐ MINNSTA kosti 41 lét lífið og tugir særðust þegar skothríð var hafin á skrúð- göngu sjía-múslíma í borginni Quetta í Pakistan í gærmorgun. Hópar sjíta svöruðu skotárásinni með því að ganga berserksgang, leggja eld að versl- unum, kveikja í hjólbörðum og reisa vega- tálma. Skrúðgangan var liður í árlegum Ashura-hátíðahöldum sjíta, er þeir minnast píslarvættis dóttursonar Múhameðs spá- manns árið 680. Háttsettur embættismaður sagði að 41 hefði beðið bana, þar af fimm lögreglu- menn. Óljóst var hvort sjítarnir sem létu lífið urðu fyrir skotum árásarmanna, annarra sjíta eða lögreglu- og varðmanna sem hófu skothríð út í loftið eftir að sprenging og byssuhvellir efst í húsi sem skrúðgangan fór hjá ollu því að fólkið reyndi að flýja í ofboði og ruddist áfram. „Fólk í skrúðgöngunni svaraði skothríð- inni í sömu mynt,“ sagði leyniþjónustumað- ur í Quetta sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Lögreglumenn hófu einnig skothríð án þess að vita hvaðan skotið hafði verið, fólk hafði ekki hugmynd um hver var að skjóta á hvern. Þetta leiddi til algers glund- roða og fólk ruddist áfram. Skothríðin kom úr þremur áttum.“ Herinn kallaður til Vegna glundroðans neyddust yfirvöld til að setja útgöngubann í borginni og kalla herinn til, sagði borgarstjórinn, Mohammad Rahim Kakar. Forseti Pakistans, Pervez Musharraf, fordæmdi ódæðisverkin og sagði þau „hryðjuverk“. Sheikh Rashid upplýsingamálaráðherra sagði um að ræða árás eins trúarhóps á annan, og að nokkrir hefðu verið handteknir vegna málsins. Í júlí voru 48 sjía-múslimir skotnir til bana er þeir voru við bænahald í mosku í Quetta. Var öfgasinnuðum súnní-múslimum kennt um það ódæðisverk. Alls búa um 140 milljónir múslima í Pakistan, og þar af eru um 20% sjítar. Undanfarna tvo áratugi hafa átök öfgasinnaðra sjía- og súnní-múslíma kostað tugi mannslífa í Pakistan. AP sjúkrahús i pakistönsku borginni Quetta í gær eftir mannskæða skotárás á skrúðgöngu sjía-múslíma. Yfir 40 manns féllu í Pakistan Quetta. AFP. SÆRÐUR sjíapílagrími fluttur á börum á sjúkrahús eftir sprengju- tilræðin í Bagdad í gærmorgun, á síðasta degi Ashura-hátíðarinnar, þegar sjía-múslímar minnast písl- arvættis ímamsins Husseins, sem var dóttursonur Múhameðs spá- manns og myrtur af her Jasíds kalífa í borginni Karbala í Írak ár- ið 680. Eftir tilræðin í gær kom upp mikil reiði meðal sjíta og beindist hún ekki síst að bandarískum her- mönnum í írösku höfuðborginni. Svo virtist sem sjítarnir væru reið- ir yfir því að hermennirnir hefðu ekki getað komið í veg fyrir til- ræðin. Tveir bandarískir hermenn særðust þegar kastað var í þá grjóti og rusli. „Þetta er verk gyðinga og bandaríska hersetuliðsins,“ var sagt í hátalara fyrir utan moskuna þar sem tilræðin voru framin í Bagdad. Innandyra sagði klerkur við reiðan múg: „Við krefjumst þess, að fá að vita hverjir voru að verki, til að við getum hefnt píslarvotta okkar.“ Þrír leiðtogar íraskra sjíta kenndu einnig Bandaríkjastjórn og stefnu hennar í öryggismálum Íraks um blóðsúthellingarnar. „Hernámsliðið ber ábyrgðina á þessu,“ sagði Sayyed Ahmed Saffi, talsmaður áhrifamesta trúar- leiðtoga íraskra sjíta, Alis al- Sistanis erkiklerks. „Hernámið hvetur til slíkra árása.“ AP Glundroði og reiði í Bagdad

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.