Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 11

Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 11 Forréttur Andalifraterrine bori› fram á salatbe›i me› “balsamica etrusca” Milliréttur Ostafyllt ravioli me› tómat og chili A›alréttur Ofnsteikt kjúklingabringa me› mascarpone, timjan og sítrónu Eftirréttur Súkkula›ijass kr. 4.300 Í samstarfi vi› vínframlei›andann Castello Banfi b‡›ur veitingasta›urinn La Primavera gestum sínum upp á líflega skemmtun öll fimmtudagskvöld í mars, en flá mun Tríó Björns Thoroddsen leika fyrir matargesti. Í bo›i ver›ur fjögurra rétta matse›ill og ver›ur n‡r se›ill settur saman í hverri viku. Ásamt flessu ver›a kynnt vín frá framlei›andanum Castello Banfi í Toscana. Jass hefur löngum hljóma› í veitingasal La Primavera. Nú ver›ur hins vegar í fyrsta sinn bo›i› upp á lifandi tónlist me›an matargestir njóta andrúmslofts Toscana í gó›um mat og ilmandi víni. JASS Á LA PRIMAVERA Fjögurra rétta matse›ill, fimmtudaginn 4. mars: AUSTURSTRÆTI 9, S: 561 8555 RANNSÓKNASJÓÐUR hefur samþykkt að úthluta 380 milljónum króna til vísindarannsókna í ár. Fjárveiting til nýrra verkefna og rannsóknastöðustyrkja nema um 160 milljónum króna. Átta rann- sóknaverkefni fá svokallaða önd- vegisstyrki og nema þeir samtals 60 milljónum króna. Öndvegisverk- efnin eru styrkt í þrjú ár og eru fjögur þeirra nú styrkt í fyrsta skipti. Hafliði P. Gíslason, formað- ur stjórnar Rannsóknasjóðs, segir þá hæstu styrki sem veittir séu til rannsókna hér á landi eða sex til 12 milljónir króna á ári. Slíkir styrkir hafa ekki verið veittir í tvö ár. Umsóknir til Rannsóknasjóðs um verkefnis- og rannsóknastöð- ustyrki að þessu sinni voru alls 386. Þar af voru 96 umsóknir um styrki til framhaldsverkefna og 290 til nýrra verkefna. Stjórn Rann- sóknasjóðs samþykkti að styrkja 70 framhaldsverkefni og 71 nýtt verkefni. Hafliði segir að minna en fjórð- ungur nýrra umsókna hafi ekki fengið styrk að þessu sinni og margar þeirra séu mjög góðar. Þetta sé í fyrsta skipti sem út- hlutað sé úr Rannsóknasjóði eftir að hann var stofnaður með lögu með í ársbyrjun 2003. Hann taki við hlutverki vísindasjóðs og tæknisjóðs og hlutverk hans sé að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi samkvæmt áherslum vísinda- og tækniráðs. Hafliði segir að þegar búið verði að úthluta styrkjum úr öllum sjóðum á vegum ráðsins síð- ar á árinu verði fyrst hægt að meta hvort úthlutunarstefnan gæti hags- muna þeirra sem sjóðnum sé ætlað að hlúa að. Ljóst sé að hækkun framlaga í sjóðinn um 200 milljónir króna á ári auki verulega svigrúm hans til að styrkja bestu verkefnin á hverju fagsviði. Fagleg afgreiðsla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ríka áherslu lagða á faglegt mat verk- efna þegar ákvörðun um styrki er tekin. Rannsóknasjóður sé með fjögur fagráð sem hvert sé skipað sjö sérfræðingum. Jafnframt séu umsóknir sendar til tveggja óháðra sérfræðinga á viðkomandi sviði sem gefi skriflega umsögn. Þetta fyrirkomulag á að tryggja eins og kostur er sanngjarna afgreiðslu, segir menntamálaráðherra. Rannsóknasjóður úthlutar 380 milljónum króna Fjögur ný öndveg- isverkefni styrkt Morgunblaðið/Þorkell Kristinn Andersen, rannsóknarstjóri Marel, gerir grein fyrir verkefni sem hlaut styrk Rannsóknasjóðs í gær. Í því felst að þróa nýja gerð skynjara til röntgenmyndgreiningar sem henta sérstaklega við matvælaeftirlit. Einar Árnason DNA-stofnerfðafræði og upp- runalandafræði fiska úr Norður- Atlantshafi. Beita á aðferð stofn- erfðafræði byggðri á ættar- og DNA-greiningu til að leggja grunn að víðtækri þekkingu á sögulegri vistfræði beinfiska. 10 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Guðmundur H. Guðmundsson Innanfrumuboðleiðir nátt- úrulega varnarkerfisins. Mark- miðið er að skilgreina stjórnun tjáningar á gegnum fyrir bakt- eríudrepandi peptíð og kortleggja hugsanlegar glufur í kerfinu. 9 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Hannes Jónsson Ný efni til geymslu á vetni: Mark- miðið er að finna kerfi sem hægt er að nota til geymslu og flutninga á vetni sem orkugjafa í bílum og bát- um. 7,5 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Lárus Thorlacius Skammtarúmfræði. Eitt af mark- miðunum er framhaldsmenntun á háskólastigi og þjálfun ungra vís- indamanna í aðferðum nútíma kennilegri eðlisfræði. 7 milljónir kr. á ári í þrjú ár. Öndvegisstyrkirnir GUNNÞÓRUNN Guðmundsdóttir fékk rannsóknarstöðustyrk Rann- sóknarsjóðs til að að kanna íslensk æviskrif á síðari hluta 20. aldar, með tilliti til þróunar slíkra skrifa annars staðar í Evrópu og í Norður- Ameríku. Hún segist ætla að kanna ævisöguleg skrif af ýmsum toga; sjálfsævisögur, ævisögur, dag- bækur og endurminningar. Til- gangurinn með þessari könnun sé að átta sig á formeigindum og hlut- verki slíkra verka í ljósi póstmód- ernisma. Markmið verkefnisins er annars vegar fræðileg úttekt á þessum bókmenntagreinum og hins vegar nákvæm könnun á völdum verkum í því skyni að öðlast skiln- ing á bókmenntalegri stöðu þeirra. Kannar íslensk æviskrif EYÞÓR Ingi Guðmundsson tók þátt í að gefa hestum við bæinn Þorkelshól í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, en hestunum á bænum er gefið úti. Það sama á við um hesta víða um land. Ekki væsir um hestana ef þeim er gefið reglulega og þeir hafa eitthvert skjól til að standa af sér verstu veðrin. Morgunblaðið/Eggert Hestarnir á Þorkelshóli ÞRÁTT fyrir að ríkið hafi frá 1998 lagt tugi milljarða inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hafa lífeyris- skuldbindingar ríkissjóðs vaxið hraðar á þessu tímabili en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur fram í sam- antekt Gylfa Arnbjörnssonar, fram- kvæmdastjóra ASÍ, sem hann kall- ar „Lífeyrisskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga komnar úr böndun- um“. Gylfi segir að landssambönd og félög innan ASÍ hafi á undanförn- um vikum lagt töluverða vinnu í að skoða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Ástæðan sé sú um- ræða sem skapaðist um lífeyrisrétt- indi æðstu ráðamanna þjóðarinnar í desember sl., en í kjölfarið settu ASÍ-félögin fram kröfu um að líf- eyrisréttindi almenns launafólks verði jöfn á við réttindi opinberra starfsmanna. Gylfi segir í grein sinni að niðurstaðan sé grafalvarleg og gefi tilefni til að staldrað sé við. Skuldbindingar umfram eignir 317 milljarðar Niðurstaða ASÍ er að skuldir um- fram eignir lífeyrissjóða með ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga hafi numið 317 milljörðum króna í árs- lok 2002. Það jafngildir því að hver Íslend- ingur skuldi ríflega eina milljón vegna þessara réttinda. Ef skuld- bindingin yrði sett á 40 ára skulda- bréf (líkt og húsbréf) yrði greiðslu- byrðin hjá fjögurra manna fjölskyldu ríflega 239 þúsund króna á ári, eða sem svarar um 4,8% af meðalatvinnutekjum hjóna. Gylfi bendir á að landsframleiðsla á Íslandi hafi numið 779 milljörðum árið 2002 þannig að 317 milljarða gat í lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna jafngildi ríflega 40% af landsframleiðslu. Stærstur hluti af þessari skuldbindingu falli á ríkið eða 255 milljarðar, en rúmlega 62 milljarðar falli á sveitarfélögin. Gylfi vekur athygli á því hvað skuldbindingarnar hafi vaxið hratt á allra síðustu árum. Skuldbind- ingar B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi vaxið um 18 milljarða á ári að meðaltali frá árslokum 1997. 90% þessarar aukn- ingar megi rekja til launahækkana opinberra starfsmanna. Gylfi segir að 1% launahækkun hafi engin áhrif á áfallinn lífeyrisrétt í al- mennu lífeyrissjóðunum, en myndi auðvitað grunn að réttindum í framtíðinni með því iðgjaldi sem af hækkuninni er greitt. Þessu sé hins vegar öðruvísu farið hjá opinberum starfsmönnum. 1% launahækkun til þeirra hafi bæði áhrif á áfallinn rétt og framtíðarréttinn. 1% launahækk- un leiði til þess að ríkissjóður þurfi að greiða 813 milljónum meira í laun en áður, en þessi sama launa- hækkun auki hins vegar lífeyris- réttindi starfsmanna og allra þeirra sem verið hafi í starfi hjá ríkinu ásamt mökum á síðustu öld og enn eru á lífi um 3.796 milljónir króna. Launakostnaðurinn aukist því ekki um 1% heldur um 6% þegar allt sé talið. Frá 1998 hafa lífeyrisskuldbind- ingar aukist um 145 milljarða. Ríkið hefur hins vegar greitt 45,1 milljarð inn í LSR og inngreiðslur og ávöxt- un hafa að auki skilað 16,7 millj- örðum. „Af þessu tvennu frádregnu hefur ábyrgð ríkisins vaxið um 84 milljarða króna. Það er dálítið kald- hæðnislegt, að þrátt fyrir að bróð- urparturinn af afrakstri einkavæð- ingarinnar sl. fimm ár hafi verið lagður inn í Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins hafa skuldbindingar ríkissjóðs vaxið hraðar en nokkru sinni fyrr,“ segir Gylfi að lokum í grein sinni. Framkvæmdastjóri ASÍ um lífeyrisskuldbindingar ríkisins Skuldbindingarnar aldrei vaxið hraðar Gerist þrátt fyrir að tugir milljarða hafi verið settir í LSR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.