Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 1
Kostum prýdd- ur leiðtogi Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, státar af 1.200 titlum | Erlent Aðallega rokk á nýrri plötu Guðmundur í Sálinni undirbýr fyrstu sólóplötuna | Fólkið Bílar í dag Lipur og duglegur dísil RAV 4  Fjölbreytni á bílasýningu í Genf  Stærri Golf og meira hjólhaf STOFNAÐ 1913 69. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is „OKKUR bregður hvorki við sár né bana,“ sagði Vilhjálmur Kristjáns- son, yfirvélstjóri á fjölveiðiskipinu Baldvini Þorsteinssyni EA, í gær þegar hann lýsti líðan áhafnarinnar í aðdraganda björgunarinnar í gær- morgun. Áhöfnin á skipinu var á strandstað í gær tilbúin til að fara um borð með þyrlu þegar hefjast ætti handa við að draga skipið af strandstað. „Við höfðum það mjög gott og við viljum þakka björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni innilega fyrir aðstoðina og björgunina,“ bætti Árni Þórðarson skipstjóri við. Hætt var við áformaða björgun á flóðinu í gærkvöldi Til stóð að reyna björgun Bald- vins Þorsteinssonar á flóðinu í gær- kvöldi en hætt var við það. Veður var óhagstætt, mikill álandsvindur, og einnig var ekki nægur búnaður til staðar. Nú er hins vegar ákveðið að reyna björgun skipsins á flóðinu í kvöld. Búið er að útvega um tveggja kílómetra langa taug til að draga skipið. Áhöfn þess verður flutt út í það með þyrlu áður en drátturinn hefst og hefst undirbúningur björg- unar í birtingu, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja, sem gerir skipið út. Varðskip- ið Týr og fleiri öflug skip munu reyna að ná Baldvini Þorsteinssyni á flot. Skipið strandaði snemma í gær- morgun í talsverðum sjó á Skarðs- fjöru á Suðurlandi, um þrjár sjómíl- ur austur af Skarðsfjöruvita. Baldvin Þorsteinsson fékk nótina í skrúfuna og varð ekki við neitt ráðið þrátt fyrir tilraunir Bjarna Ólafs- sonar AK til að draga skipið frá landi. Stóðu sig eins og hetjur TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, kom á staðinn og bjargaði hún allri áhöfninni heilli á húfi, alls 16 manns. Áhöfnin var hífð um borð í TF- LÍF og gekk björgunin mjög vel. Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri þyrlunnar, hrósaði áhöfninni fyrir góðan undirbúning um borð. „Strákarnir eru vanir úr Sjó- mannaskólanum og stóðu sig eins og hetjur,“ sagði Hafsteinn flugstjóri. Baldvin Þorsteinsson EA er tæp- lega 3000 brúttólesta skip, smíðað í Flekkefjord í Noregi 1994, og hét áður Guðbjörg ÍS. Milli 1500 og 1800 lestir af loðnu voru í lestum skipsins þegar það strandaði. Skipið er metið á um 1600 milljónir króna. Það er 86 metra langt og 14 metra breitt og ásamt afla vegur það um 5600 lestir. Fyrsta strandið í 35 ár Skarðsfjara er ein af Meðallands- fjörum. Strand Baldvins Þorsteins- sonar er fyrsta strandið þar í 35 ár, eða síðan Halkíon VE strandaði 1969. Tíu skip hafa strandað á Með- allandsfjöru síðustu 100 árin, og er Baldvin Þorsteinsson stærst þeirra. Morgunblaðið/RAX Áhöfnin á Baldvini Þorsteinssyni EA ber saman bækur sínar á strandstað í Skarðsfjöru síðdegis í gær. Í bakgrunni sést skipið á réttum kili í hvítfyssandi brimgarðinum. Reynt að ná Baldvini út á flóðinu í kvöld Viljum þakka björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni inni- lega fyrir aðstoð og björgun, segir Árni Þórðarson skipstjóri  Strand Baldvins/4/26/27/52 VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands, lauk við að stokka upp í ríkisstjórn landsins í gær. Skipaði hann nýjan utan- ríkisráðherra í stað Ígors Ívanovs og fækkaði í ráð- herraliðinu úr 24 í 17. Við utan- ríkisráðu- neytinu tekur Sergei Lavrov, sem verið hefur sendiherra Rússlands hjá Sam- einuðu þjóðunum. Ívanov, sem gegnt hafði starfi utanríkisráð- herra síðan árið 1998, tekur við stöðu yfirmanns rússneska þjóðaröryggisráðsins. Athygli vakti að nokkrir lyk- ilmenn fyrri stjórnar, svo sem í ráðuneytum varnar- og efna- hagsmála, héldu stöðum sínum. Með þessum síðustu breyt- ingum á stjórninni lauk ferli sem hófst óvænt fyrir hálfum mánuði, er Pútín rak forsætis- ráðherrann Mikhaíl Kasjanov og ríkisstjórn hans. Uppstokk- unin var liður í því að sýna rúss- neskum kjósendum svo ekki yrði um villzt hver valdið hefði, rétt áður en forsetakosningar fara fram í landinu. Pútín lýk- ur upp- stokkun  Sovézkum aðferðum/16 Sergei Lavrov Moskvu. AP, AFP. „ÞAÐ eru fjölmargir þættir sem geta valdið því að menn fá nótina í skrúfuna. Það sem kom fyrir þá á Baldvini Þorsteinssyni hefði getað komið fyrir okkur alla og það er engum um að kenna,“ segir Sveinn Ísaksson, skipstjóri á Víkingi AK, um strand Baldvins Þorsteinssonar. Sveinn bendir á að það sé mikill þrýstingur á skipstjórana um þess- ar mundir. Það sé mikið eftir af kvótanum, bræluspá marga daga fram í tímann, loðnan standi mjög grunnt og því taki menn kannski meiri áhættu en ella. Í þessu tilfelli hafi aðstæður verið mjög erfiðar. Það hafi verið töluverður álands- vindur, skipið mjög stórt og taki mikið á sig. Það hafi verið að draga nótina á mjög grunnu vatni eða að- eins um fjórum föðmum. Nótin sé hins vegar 40 til 50 faðma djúp og því liggi megnið af henni í kuðli milli botns og yfirborðs. Allir þessir samverkandi þættir hafi svo getað valdið því að skipið fékk nótina í skrúfuna og missti afl. „Þetta hefði getað komið fyrir okkur alla, hversu reyndir sem við erum,“ segir Sveinn Ísaksson. „Gat komið fyrir okkur alla“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.