Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GIFTUSAMLEG BJÖRGUN Það er orðið sjaldgæft nú orðiðað stór skip strandi, eins oggerðist í fyrrinótt, þegar tog- arinn Baldvin Þorsteinsson strand- aði við suðurströndina eftir að hafa fengið nót í skrúfu og varð þar með stjórnlaus. Skipsströnd og skipsskaðar hafa fylgt Íslendingum alla tíð og þær eru fáar fjölskyldur á Íslandi, sem eiga ekki í sögu sinni dæmi um að ástvinir hafi týnt lífi við slíkar aðstæður. Fyrir sex til sjö áratugum voru landsmenn svo vanmáttugir gagn- vart náttúruöflunum, að stundum varð ekkert að gert og dæmi um að fólk í landi horfði á hvern sjómann- inn á fætur öðrum hverfa í hafið. Þegar fréttir berast af skipsstrandi verður fólk gripið óhug og fyrsta hugsunin er alltaf sú, hvort skipverj- ar hafi bjargazt. Snemma í gærmorgun sýndu þyrluflugmenn Landhelgisgæzlunn- ar enn einu sinni sérstaka hæfni í að bjarga sjómönnum úr sjávarháska. Öllum skipverjum um borð í Baldvini Þorsteinssyni var bjargað í land. Ljóst er að þar kemur til bæði hæfni og þjálfun þyrluflugmannanna en jafnframt er þrotlaust starf Björg- unarskólans við að búa sjómenn und- ir það sem getur gerzt að skila ár- angri. Sú þjálfun sem sjómenn hafa fengið í að bregðast við aðstæðum sem þessum kemur nú að góðum not- um. Fiskiskip okkar eru orðin mjög fullkomin og líkurnar á því að slys beri að höndum miklu minni en áður. Engu að síður erum við alltaf við og við minnt á, að þrátt fyrir fullkomin skip og mikinn öryggisbúnað er ekki hægt að ráða við allt. Strand Baldvins Þorsteinssonar minnir okkar á þetta. Landhelgisgæzlan er ein af þeim stofnunum, sem Íslendingar bera hvað mesta virðingu fyrir. Starfs- menn Landhelgisgæzlunnar, hvort sem er á sjó eða í lofti, hafa aftur og aftur áratugum saman sýnt hæfni sína í þeim störfum, sem af þeim er krafizt. Atburðir sem þessir sýna, að á því hefur engin breyting orðið, að starf sjómannsins er áhættusamara en flest önnur störf. Þeir sýna jafn- framt að í engu má slaka á uppbygg- ingu Landhelgisgæzlunnar og þjálf- un starfsmanna hennar svo og í þeim öryggiskröfum, sem gerðar eru til fiskiskipa og þjálfunar sjómanna að takast á við aðstæður sem þessar. Sextán manna áhöfn af fjöl-veiðiskipinu Baldvini Þor-steinssyni EA-10, semstrandaði í snemma í gær- morgun í talsverðum sjó í Skarðs- fjöru á Suðurlandi, um þrjár sjómíl- ur austur af Skarðsfjöruvita, var bjargað um borð í TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Haft var samband við stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar laust eftir kl. 3 í fyrrinótt og tilkynnt að skipið hefði fengið nótina í skrúfuna þar sem það var við loðnuveiðar skammt undan landi. Um klukkustund síðar var skipið strandað í fjörunni. Áhöfn þyrlunnar var kölluð út kl. 3.28 en í millitíðinni var reynt, án ár- angurs, að koma traustri línu á milli skipsins og loðnuskipsins Bjarna Ólafssonar AK-70 sem fyrst kom á vettvang til björgunar, en talsverður fjöldi loðnuveiðiskipa var að veiðum á þessum slóðum er slysið varð. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavíkur- flugvelli kl. 4.26 og var komin á strandstað kl. 6.10. Búið var að bjarga öllum skipverjum frá borði fjörutíu mínútum síðar. Bjarni Ólafsson fyrstur á vettvang Fyrst á vettvang, eftir að ljóst var orðið að Baldvin Þorsteinsson væri í erfiðleikum, var loðnuskipið Bjarni Ólafsson AK-70. Vel gekk að koma línu milli skipanna en þær slitnuðu og í framhaldinu var ákveðið að kalla út varðskipið Tý og Tilkynningar- skylda íslenskra skipa, strandstöðv- ar og Varnarliðið var upplýst um ástandið. Fyrst var reynt að koma taug á milli skipanna en hún slitnaði. Þá var vír komið milli skipanna en hann slitnaði einnig og spil gaf sig. Óskað var þá eftir því að Varn- arliðið sendi þyrlu til aðstoðar en sökum veðurs var það ómögulegt að svo stöddu. Kallaðar voru til björg- unarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Vík í Mýrdal, Álftaveri og Kirkjubæjarklaustri og voru fyrstu björgunarsveitarmenn komnir niður í Skarðsfjöru um kl. 6 í gærmorgun. Alls komu 45 björgun- arsveitarmenn að aðgerðunum í gær samkvæmt upplýsingum frá Lands- björgu. Fóru 33 þeirra að strandstað en 12 undirbjuggu komu skipbrots- manna í Vík og á Kirkjubæjar- klaustri. Þyrla Varnarliðsins fór í loftið laust eftir 5.30 en var snúið við er ljóst var að áhöfninni hafði verið bjargað, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Skipið strandað kl. 5 Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar barst tilkynning frá Baldvini Þorsteinssyni um kl. 5 að akkeri hefðu verið látin falla og að skipið væri komið inn fyrir ytri brimgarðinn. Stuttu síðar var ljóst að skipið hefði stöðvast í fjörunni. Er þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn hófust björgunarað- gerðir þegar í stað og aðein mínútum síðar var búið a öllum skipbrotsmönnunum flaug með hluta áhafnarinn ur í Mýrdal þar sem m fengu mat og gátu hvílt sig stjórinn og fjórir skipver fluttir í Skarðsfjöru aftur þeir fylgdust með gangi má björgunarsveitarmönnum partinn í gær. Reyna átti a inu á flot og var hugmynd þyrlan kæmi taug í Tý. Und mat var ákveðið að reyna e skipinu af strandstað að sin þyrla Landhelgisgæslunna sandinum. Ástæðan er með að það vantar efni í taug, se þarf á milli Baldvins Þorste og skipa sem koma til með að draga hann af strandsta að útvega taugina erlendis þess að hún þarf að vera m og var unnið í að útvega ha kvöldi. Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsso Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á strandstað í gærdag. Skipið er í baksýn en stefnt er a Sextán man bjargað um bo Morgunblaðið/Jónas Er Þyrlan sótti dráttartóg á land upp en ekki reyndist hægt að nota SKATTALÆKKANA VÆNZT Nú þegar kjarasamningar hafatekizt við Starfsgreinasam- bandið og Flóabandalagið væntir al- menningur þess að ríkisstjórnar- flokkarnir efni loforð sín um skattalækkanir, sem fram komu í kosningabaráttunni og stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnu- yfirlýsingunni er talið upp meðal markmiða ríkisstjórnarinnar: „Að nýta aukið svigrúm ríkissjóðs til að tryggja aukinn kaupmátt þjóðarinn- ar með markvissum aðgerðum í skattamálum. Á kjörtímabilinu verð- ur m.a. tekjuskattsprósenta á ein- staklinga lækkuð um allt að 4%, eign- arskattur felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings. Enn fremur er ætlunin að auka möguleika almennings á skattfrjálsum viðbót- arlífeyrissparnaði. Skattalækkanir verði nánar ákveðnar í tengslum við gerð kjarasamninga.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum um kjarasamn- ingana á Alþingi í fyrradag: „Jafn- framt er rétt að fram komi að þegar ríkisstjórnin lýsti því yfir í stjórnar- sáttmála sínum að á þessu kjörtíma- bili yrðu gerðar breytingar á þar til greindum sköttum til lækkunar var fram tekið að þær breytingar hlytu auðvitað að hafa hliðsjón af og tengj- ast fyrirvörum um að kjarasamning- ar almennt gæfu tilefni til þess að slík skattalækkun ætti sér stað. Það er mat ríkisstjórnarinnar að með þessum kjarasamningum, ef þeir verða mótandi fyrir aðra kjarasamn- inga, skapist skilyrði til þess að þau áform öll um skattalækkanir geti náð fram að ganga. Ljóst er að þær munu auðvitað að sínu leyti enn auka við þann kaupmátt sem þessir kjara- samningar leggja þá grundvöll að með því að skapa umgjörð stöðug- leika og sátta í þjóðfélaginu.“ Þetta er mikilvæg yfirlýsing af hálfu forsætisráðherra og gefur til kynna að verði almennt samið á sömu nótum, muni ríkisstjórnin standa við loforð sín um skattalækkanir – og ekki bara sum, heldur öll, sem var auðvitað ekki annað en það sem kjós- endur máttu gera kröfu um. Mikil- vægt er fyrir stjórnarflokkana að skattalækkanaloforðin nái fram að ganga, því að ekki sízt þeirra vegna unnu þeir þingkosningarnar í fyrra- vor. Það er auðvitað algerlega fráleitt að gefa í skyn, eins og Steingrímur Sigfússon, formaður VG, gerði í um- ræðum á Alþingi, að skattalækkan- irnar eigi fyrst og fremst að koma „hátekjufólki“ og „eignafólki“ til góða. Hvert er „hátekjufólkið“ sem á að græða á almennri lækkun tekju- skatts? Lækkun tekjuskattsins hvet- ur lágtekjumanninn til að verða millitekjumaður og meðaltekjukon- una til að verða hátekjukona. Hún hvetur fólk til að leggja meira af mörkum, hvar sem það er statt í tekjustiganum. Og hvert er „eigna- fólkið“ sem græðir mest á niðurfell- ingu eignarskatts? Það eru t.d. elli- lífeyrisþegar og öryrkjar sem eiga skuldlausar eignir en hafa hvorki tekjur af þeim né atvinnu, lifa á bót- um almannatrygginga eða lífeyris- greiðslum og hafa tæplega efni á að greiða skatta af fasteignum sínum. Skattalækkun er án nokkurs vafa kjarabót fyrir allan almenning og eðlilegt að fólk vænti þess að við hana verði staðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.