Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 40
DAGBÓK
40 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa s. 551 4349, fax.
552 5277, mataraðstoð
kl. 14–17.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 13 postulín, kl.13.30
Leshringur í fund-
arsalnum. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
10.30–11.30 heilsu-
gæsla, kl. 13–16.30
smíðar og handavinna,
kl. 13 spil.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 bað, kl. 9–12 gler-
list, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 13–16.30
bridge/vist, kl. 13–16
glerlist.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 aðstoð við
bað og hárgreiðsla, kl.
10 leikfimi, kl. 14.30
bankinn, kl. 14.40 ferð í
Bónus.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 bankinn, kl.
11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Postulíns-
málun, námskeið og
leirmótun, námskeið kl.
9–16.30.
Félagsstarfið Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kvenna-
leikfimi kl. 9.30, kl.
10.20 og kl. 11.15,
handavinnuhorn kl. 13,
trésmíði 13.30. Hrafn-
kell Helgason verður
með fræðslu í Garða-
bergi á vegum Félags
eldri borgara kl. 14.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Skrifstofan
er opin í dag frá kl. 10–
11.30, viðtalstími í Gjá-
bakka kl 15–16.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Mynd-
mennt kl. 10–16, línu-
dans kl. 11, glerskurður
og billjard kl. 13, pílu-
kast kl. 13.30.
Félag eldri borgara
Reykjavík, Ás-
garði,Glæsibæ. Síðdeg-
isdansinn í dag í Ás-
garði frá kl. 14.30
–16.30, húsið opnað kl.
14. Gestur: Ólöf G. Söe-
bech frá Íslenska dans-
flokknum.
Hljómborðsleikarinn
Guðmundur Haukur
leikur fyrir dansi. Kaffi
og vöfflur. Söngfélag
FEB kóræfing kl. 17.
Söngvaka kl. 20.30 um-
sjón Sigurbjörg Hólm-
grímsdóttir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, eftir hádegi án
leiðbeinanda, kl. 10.30
gamlir leikir og dansar,
frá hádegi spilasalur
opinn. Kóræfing fellur
niður vegna ferðalags.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 9.30 boccia, kl. 9.30
og kl. 13 glerlist, kl. 13
félagsvist, kl. 16 hring-
dansar, kl. 16.15 tré-
skurður, kl. 17. bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 11 handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
13–16.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
hárgreiðsla, fótaaðgerð
og banki, kl. 13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
15–18 myndlist. Fóta-
aðgerðir virka daga,
hársnyrting þriðjudag
til föstudags.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun, fimmtudag,
keila í Mjódd kl. 10.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 vinnustofa, kl. 9–
16 fótaaðgerð, kl. 14 fé-
lagsvist, kaffi og verð-
laun.
Vesturgata 7. Kl. 8.25–
10.30 sund, kl. 10–11.30
ganga, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
9.15–16 myndmennt, kl.
12.15–14.30 versl-
unarferð, kl. 13–14
spurt og spjallað, kl.
13–16 tréskurður.
Vitatorg. Kl 8.45
smiðja, kl. 9 fótaað-
gerðir, kl. 10 bútasaum-
ur og hárgreiðsla, bók-
band, kl. 13 föndur og
kóræfing, kl. 12.30
verslunarferð.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13–
16 keramikk, taumálun,
föndur, kl. 15 bókabíll-
inn.
Vinahjálp, brids spilað
á Hótel Sögu í dag kl.
13.30.
Hafnargönguhópur-
inn. Kvöldganga kl. 20
miðvikudaga. Lagt af
stað frá horni Hafnar-
hússins, norðanmegin.
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 19.30 félagsvist.
Lífeyrisþegadeild
SFR, skemmtifundur
deildarinnar verður
laugardaginn
13. mars kl. 14 í fé-
lagsmðstöðinni Grett-
isgötu 89,4. hæð.
Tilkynna þarf þátttöku
á skrifstofu SFR s.
525 8340.
Í dag er miðvikudagur 10. mars,
70. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Óvitrum manni er fíflskan
gleði, en skynsamur maður geng-
ur beint áfram.
(Ok. 15, 21.)
Sigurður Ólafssonskrifar um Björgólfs-
feðga og framlag þeirra
til lista á sellan.is: „Mað-
ur getur ekki stillt sig
um að heillast alveg upp
úr skónum af glæsilegri
innkomu Björgólfsfeðga,
þeirra Björgólfs Guð-
mundssonar og Björgólfs
Thors Björgólfssonar,
inn í íslenskt þjóðlíf á
undanförnum misserum.
Ekki bara hafa þeir
hrært rækilega upp í
stöðnuðu valdamynstri
þrásetinna valdablokka –
þeir hafa líka staðið sig
frábærlega í því að veita
dýrmæta innspýtingu út
í samfélagið til þess að
auðga það og styrkja.
Þetta hefur ekki sístverið áberandi í
framlagi þeirra til menn-
ingar og lista. Framlög
til þess málaflokks eru
oftar en ekki skorin við
nögl enda virðist skiln-
ingur á gildi menningar-
og listastarfsemi á
stundum vera takmark-
aður, bæði hjá stjórn-
völdum en einnig hjá
þjóðinni sjálfri. En í
slíku fásinni er einmitt
mikilvægt að til sé
burðugt fólk sem hefur
þroska og víðsýni til
þess að skynja hina
miklu þýðingu þekk-
ingar og frjórrar sköp-
unar fyrir allt sam-
félagið.
Stærstu listamenn síð-
ustu aldar gátu seint
fullþakkað stórmennum
eins og Ragnari í Smára
og mæðginunum í Unu-
húsi fyrir þeirra ómet-
anlega stuðning. Án
þeirra atbeina og fleiri
slíkra er alls ekki hægt
að ganga út frá því sem
vísu að okkar besta lista-
fólk hefði getað skapað
þau listaverk sem við
teljum til burðarstoða ís-
lenskrar menningar í
dag.
Á sama hátt er framlagBjörgólfsfeðga (ann-
ars hvors eða beggja eft-
ir tilvikum) til lista- og
menningarmála á síðustu
misserum ómetanlegt til
viðhalds íslensks menn-
ingar- og listalífs.
Fyrir þeirra tilstilli
fagnar 121 ungur lista-
maður því nú um
helgina að vera kominn
með vinnuaðstöðu í
stóru húsnæði í Braut-
arholti 1. Þeir björguðu
Eddu útgáfu hf., lang-
stærsta útgáfufyrirtæki
landsins, frá þroti
snemma árs 2002. Þeir
studdu útrás íslenskrar
leiklistar þegar þeir
hjálpuðu til við Rómeó
og Júlíu-ævintýri leik-
flokksins Vesturports í
London á síðasta ári.
Einnig hafa þeir haft
hönd í bagga með Frost
Activity-sýningu Ólafs
Elíassonar, langkostn-
aðarsömustu sýningu
sem Listasafn Reykjavík-
ur hefur staðið fyrir.
Þeir hafa verið íslenskri
kvikmyndagerð góðir
bandamenn og er þar
skemmst að minnast
orða Friðriks Þórs Frið-
rikssonar þar sem hann
sagði að Landsbanki Ís-
lands gerði það kleift að
hægt væri að búa til
kvikmyndir á Íslandi,“
segir Sigurður m.a.
STAKSTEINAR
Framlag Björgólfsfeðga
til menningar
Víkverji skrifar...
Víkverji er mikill teunnandi og rétteins og vín er ekki bara vín í
huga vínáhugamanna þá er te svo
sannarlega ekki bara te í huga Vík-
verja. Þar skiptir teplantan, gerj-
unarferli telaufanna og fram-
leiðsluferlið í heild sinni, ekki minna
máli en þrúgutegundir, jarðvegur og
veðurfar í víngerðinni. Víkverji er
þess vegna almennt mjög ánægður
með þá þróun sem átt hefur sér stað
í te- og kaffiúrvali landsmanna síð-
astliðin ár. Með bætri kaffimenn-
ingu hafa gæði tedrykkja nefnilega
aukist hægt og bítandi í kjölfarið og
nú er svo komið að velflest kaffihús
láta sig ekki dreyma um að bjóða
gestum sínum upp á annað en gott
úrval lauftes.
x x x
Vitanlega má þó víða finna mis-brest á og enn bjóða sum kaffi-
hús upp á mismerkilegar tegundir af
pokatei með volgu vatni, en sjóðandi
heitt vatn er nauðsynlegt til að
bragð telaufanna nái að njóta sín til
fulls. Slíkir framreiðsluhættir eru
ekki upp á marga fiska að mati Vík-
verja sem huggar sig í þeim tilfellum
gjarnan við að kaffið á slíkum stöð-
um er sjaldan öllu betra. Á slíkum
stundum, sem geta krafist nokkurs
Pollýönnuleiks af hálfu Víkverja, kýs
hann hins vegar að horfa glaður í
bragði fram á við, enda ekki ýkja
langt síðan volgt pokate í takmörk-
uðu úrvali var það eina sem bauðst.
x x x
Víkverja finnst sér hins vegarverulega misboðið er veitinga-
staðir í hæsta gæðaflokki, sem alla
jafna eru ekki þekktir að öðru en
lystugum veisluréttum og liðlegri
þjónustu, sýna sig ekki fylgja þess-
ari þróun eftir. Og í hvert skipti
kemur það Víkverja jafnmikið á
óvart er hann ætlar að ljúka góðri
máltíð, þar sem mikið hefur verið
lagt upp úr góðum hráefnum, með
ilmandi tebolla og er boðið upp á lé-
legt pokate. Nú er Víkverji langt í
frá að fordæma allt pokate, en eins
og sagði í upphafi þá er te ekki bara
te, og þegar veislu fyrir bragðlauk-
ana er látið ljúka á ólystugum nótum
með vondum tebolla, fellur upplif-
unin í heild sinni. Víkverji hefur til
að mynda orðið fyrir þessum von-
brigðum á veitingastöðum Hótel
Sögu og Nordica, sem alla jafna eru
þekkt fyrir gæði. Víkverji neitar
hins vegar að trúa að hér sé um
sparnaðaraðgerðir að ræða af hálfu
veitingahúsanna og hallast þess í
stað að því að þeir sem um inn-
kaupin sjái séu litlir tedrykkjumenn.
Meistarakokkur sem Víkverji tók
eitt sinn viðtal við lét þau gullkorn
falla að eftirréttur væri mikilvægasti
hluti góðrar máltíðar, því síðasti
rétturinn sæti alltaf hvað lengst eftir
í huganum. Víkverja finnst að veit-
ingamenn gerðu vel að hafa þessi
orð í huga og að þau eiga ekki síður
við um drykk en mat.
Morgunblaðið/Kristinn
Te getur verið mjög misjafnt að
gæðum.
LÁRÉTT
1 hörundslit, 8 frá á fæti,
9 pysjan, 10 stormur, 11
sól, 13 korns, 15 él, 18
gufusúlu, 21 auðug, 22
hægja vind, 23 fengur, 24
alþekkt í landinu.
LÓÐRÉTT
2 starfið, 3 koma í veg
fyrir, 4 saxa, 5 refurinn,
6 eldstæðis, 7 röskur, 12
nægilegt, 14 megna, 15
hrósa, 16 reika, 17 háski,
18 hávaði, 19 vindhviðan,
20 landabréf.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 dunar, 4 þægur, 7 arðan, 8 örðug, 9 dyl, 11
berg, 13 enni, 14 eljan, 15 vörð, 17 náin, 20 urt, 22 getan,
23 rómar, 24 riðla, 25 gerið.
Lóðrétt: 1 dramb, 2 níðir, 3 rönd, 4 þjöl, 5 góðan, 6
regni, 10 yljar, 12 geð, 13 enn, 15 vogar, 16 rotið, 18
álmur, 19 nýrað, 20 unna, 21 treg.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Siðleysi
stjórnvalda
ÉG vil þakka Sigurjóni
Þórðarsyni, þingmanni
Frjálslynda flokksins, fyrir
greinina sem hann skrifaði
í Fréttablaðið 4. mars sl.
Ég tek heilshugar undir
það sem hann segir um sið-
leysi stjórnvalda í sam-
bandi við fullvirðisrétt
leigujarða þar sem leigu-
sala er heimilt að hirða á
einu bretti allt ævistarf
leiguliðans. Það er skít-
sama hvernig þessi auður
verður til á jörðunum. Þótt
leigusali hafi ekki gert neitt
til að skapa hann á hann til-
kall til hans sem eignar.
Þess vegna getur hann
auðgast um nokkrar millj-
ónir um leið og leigutaki
hverfur frá búskap, sama af
hvaða ástæðu það er. Það
er líkt og að fá hnífstungu í
bakið að verða fyrir svona
eignaupptöku. Ég vil með
þessum skrifum mínum
skora á Kjartan Pétursson
að skýra sitt mál í fjölmiðl-
um og alla þá sem eru á
sama báti og við Kjartan.
Við eigum að mótmæla
þessari eignaupptöku og
eigum rétt á skaðabótum
frá ríkinu. Við erum ekki að
fara í stríð við eigendur
þessara jarða. Nei, við eig-
um að fá uppreisn æru og
ekki líða það að lög af-
greidd af meirihluta Al-
þingis fari svona með okk-
ur. Ég trúi því vel að Davíð
og Halldór verði ekki axla-
signir af áhyggjum út af
okkur sem töpum afrakstri
ævistarfs okkar. Við borg-
um þeim launin sem þeir
skammta sér sjálfir.
Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra ætti nú
að reyna að snyrta þessi lög
svo að þau falli betur að
þörfum þeirra sem auðinn
skópu. Hann var, eins og
hann sagði, ekki á þingi
þegar þetta var samþykkt.
Þetta er siðlaust, sagði
hann. Hann er á þingi núna.
Stöndum saman, upp-
gjafaleiguþý.
Kristjana Vagnsdóttir.
Tapað/fundið
Stórt úr tapaðist
STÓRT úr með gylltri rönd
tapaðist á leiðinni frá Nóa-
túni að Stangarholti. Úrið
tapaðist fyrir síðustu helgi.
Skilvís finnandi er vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band í síma 554-5263.
Dýrahald
Fífi er týnd
PERSNESK læða týndist
frá Vesturgötu í Reykjavík
fimmtudaginn 4. mars sl.
Hún hlýðir nafninu Fífi.
Hún er brún-gráyrjótt með
klesst andlit. Fífi er
tveggja ára og ómerkt.
Hún er innikisa og hefur
aldrei fengið að fara út og
kann ekkert að bjarga sér.
Fólk er vinsamlega beðið
að athuga í geymslur og bíl-
skúra. Vinsamlega hafið
samband í síma 691-7306.
Tvær læður óska eftir
góðu heimili
TVÆR læður, grá og hvít,
fást gefins á góð heimili
vegna ofnæmis. Þær eru
tveggja ára. Þær eru
blanda af norskum skóg-
arketti og venjulegum
snögghærðum ketti, önn-
ur er loðin, hin snögg-
hærð. Ýmislegt dót fylgir.
Upplýsingar í síma 661-
8366.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is